Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 10
Aðsókn í 1238 verið samkvæmt væntingum
„Erum mjög ánægð með viðtökurnar“
Aðsókn hefur verið
samkvæmt væntingum í
sýndarveruleikasýningu 1238
á Sauðárkróki þá ríflegu tvo
mánuði sem hún hefur verið í
gangi og rekstraraðilar sáttir.
„Það er búið að ganga mjög
vel. Ánægðust erum við með
viðtökur gesta. Það er sama
hvar borið er niður fólk er
almennt mjög ánægt með
þessar sýningar okkar og
áberandi hvað fólk hefur
gaman af þessari
sýndarveruleika-upplifun,“
segir Áskell Heiðar
Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri 1238.
Hann segir að það hafi alltaf
verið vitað, þegar byrjað var í
sumar, að 1238 væri ekki inni í
plönum hjá ferðaskrifstofum,
rútuferðum og hópum sem
fyrir löngu eru búnir að
skipuleggja sínar ferðir. „En
það er þó nokkuð af leiðsögu-
mönnum og rútum og hópum
sem hafa kosið að koma við hjá
okkur og skoða. Þeirra
viðbrögð gefa mjög góð fyrir-
heit um að fá töluvert af þeirri
traffík næsta sumar. Það var
alltaf planið hjá okkur. Svo
eigum við von á skemmti-
ferðaskipum næsta sumar og
fleira mætti tína til. Við höldum
áfram að kynna okkur í vetur,
sækjum ferðasýningar og
heimsækjum ferðaskrifstofur.
Áskell Heiðar segir að flestir
gestanna í sumar hafi fyrst og
fremst verið þessi svokallaða
lausatraffík. Fólk sem er á
ferðinni lítur við, fréttir af
sýning-unni eða sér að í húsinu
er eitthvað spennandi að sjá.
„Það eru ýmsir sem detta
hingað inn, erlendir gestir og
Íslend-ingar. Heimafólk hefur
verið mjög duglegt að koma
með sína gesti og svo er fólk
sem hefur komið og sagt okkur
að það hafi frétt af okkur eða
séð umfjöllun um sýninguna
og ákveðið að keyra jafnvel frá
Reykjavík til að skoða. Það er
auðvitað mjög ánægjulegt. Svo
er þó nokkuð af fólki sem er á
ferðinni og hafði ákveðið að
kíkja við. Þannig að við erum
mjög ánægð með viðtökurnar.“
Fjöldann í sumar, segir
Áskell Heiðar, vera í takti við
vænt-ingar. Allt hefur gengið
vel, tæknin í flestum tilfellum
verið í lagi og veitingastaðurinn,
Grána Bisto, hefur komið
gestum skemmtilega á óvart.
„Við vorum með ákveðnar
væntingar þar en það hefur
verið mikil ánægja með matinn
og gaman hvað heimafólk
hefur verið duglegt að koma og
nýta sér hann. Við prófuðum
fyrir heimafólkið að vera með
árskort þar sem fólk borgar eitt
gjald en getur komið eins oft og
það vill fram að áramótum.
Það eru komin á þriðja
hundrað slík kort þannig að við
erum sérstaklega ánægð með
hlýjar móttökur fólks hérna á
svæðinu.
Rekstur upplýsingamiðstöðvar
í Gránu hefur farið vel af stað
og það sömuleiðis búðin sem
við erum með, þannig að við
erum mjög ánægð með
sumarið og viðtökurnar.“
Hann segir það ánægjulegt að
upplifun gesta á sýningunni sé
ekki bundin við einhvern
ákveðinn aldur, kyn eða
eitthvað slíkt heldur hafi fólk
almennt gaman af því að stíga
inn í þá veröld sem boðið er
upp á.
Takturinn breytist
Nú um mánaðarmótin breytist
opnunartími sögusetursins í
vetrartíma þ.e. úr klukkan 8 - 6
í 9 - 5. „Við ætlum að vera með
vetrardagskrá þar sem við
kynnum einhverjar tilraunir
með litla viðburði. Veitinga-
salurinn heldur mjög skemmti-
lega utan um smærri hópa
þannig að við munum leggja
okkur mjög fram um að fá
hingað í heimsókn starfs-
mannahópa, klúbba og félög
sem eru þá að koma eftir lokun
í kvöldprógramm, borða og
skoða sýninguna. Við ætlum
líka að fikra okkur aðeins
áfram með það að bjóða
hópum upp á að nýta sýndar-
veruleikagræjurnar í eitthvað
annað en Sturlungasöguna, t.d.
tölvuleiki þar sem til eru
prógrömm sem hugsuð eru
sem hópefling eða hópleikir. Ég
get nefnt sem dæmi að við
prófuðum um daginn með
einn hóp að fara í leik sem
gengur út á að aftengja
sprengju. Sá sem er með
sýndargleraugun sér sprengju á
borðinu sem telur niður
tímann frá fimm mínútum.
Viðkomandi sér alls konar víra
og takka en hinir sem ekki eru
með gleraugu lesa af blaði
leiðbeiningarnar um hvernig á
að aftengja sprengjuna og þurfa
að leiðbeina þeim með
gleraugun.“
Möguleikarnir virðast
endalausir og Áskell Heiðar
nefnir m.a. rússíbanaferð sem
hópur reyndi með sýndar-
gleraugunum og varð mikil
upplifun. Bæði var öskrað og
skrækt þó viðkomandi sé
meðvitaður um að hann standi
á steyptu gólfinu. Þá er líka
búið að prófa bæði lasertag og
paint-ball þar sem gestir geta
keppt hver við annan. „Við
erum sem sagt að fara út fyrir
boxið. Okkur langar í vetur að
nota sýndarveruleikatæknina í
kennslu. Skólayfirvöld hafa
nefnt það að gera tilraunir með
að koma með nemendur og
nota græjurnar í að kenna auk
þess sem við munum reyna að
finna hópa sem vilja koma til
okkar. „Áskell Heiðar segir það
einnig spennandi að vera með
einhvers konar viðburði, ýmiss
konar menningarviðburði eða
annað sem ætlunin er að ýta úr
vör og kynna bráðlega. „Við
viljum hafa líf og fjör og eitt af
því sem við viljum reyna að
gera er að bæta við menningar-
lífið í Skagafirði. Við erum með
fínar aðstæður til þess burtséð
frá því hvort fólk vilji sjá
sýninguna. Þannig að við
breytum svolítið um takt og
styttum aðeins opnunar-
tímann en kynnum fljótlega
nýungar í starfseminni.“
Það er ekki um að villast að
starfsemin fer vel af stað og
hugur í fólki með framtíðina og
segir Áskell Heiðar það einnig
stóran þátt í gleði hans að tólf
manns hafi fengið launaseðil
um síðustu mánaðamót. „Það
hlýtur að telja inn í
bæjarfélagið.“ /PF
Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri 1238, er ánægður með viðtökur gesta í sumar. MYNDIR: AÐSENDAR
Vígalegir þessir tveir, Áskell Heiðar og Guðni Th. forseti.
Hér fær forsetinn gleraugu áður en hann gengur inn í veröld sturlunga.
10 32/2019