Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 6
Þorvaldur G. Óskarsson er einn
afkomenda þeirra hjóna, sonur
Sigrúnar dóttur þeirra og
Óskars Gíslasonar frá Minni-
Ökrum í Blönduhlíð. Þorvaldur
reisti sér hús á Sleitustöðum
sem nefnist Smáragrund. Kona
Þorvaldar var Sigurlína Eiríks-
dóttir frá Siglufirði sem nú er
látin.
Þorvaldur hefur löngum,
eins og margir af skyldmennum
hans, haft mikinn áhuga á
vélum og tækjum og hóf ungur
störf á bifreiðaverkstæði
frænda síns, Gísla Sigurðssonar
eða Búdda. Þorvaldur keypti
síðan verkstæðið að frænda
sínum látnum og starfrækti það
í fjöldamörg ár við gott orðspor.
Þess má geta að Þorvaldur tók í
kringum tíu nema á verkstæði
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
sitt sem hafa getið sér gott orð á
sínu sviði. Einnig hefur
Þorvaldur verið meðal forystu-
manna fyrir byggingu virkjunar
í Kolbeinsdalsá sem óhætt er að
kalla sannkallað stórvirki.
Blaðamaður Feykis lagði leið
sína á fund Þorvaldar í því
skyni að fræðast nánar um
virkjunina og byggingu hennar.
Þorvaldur er fæddur á
Minni-Ökrum í Blönduhlíð
árið 1933 en flutti ásamt
foreldrum sínum til Sleitustaða
þegar hann var tveggja ára að
aldri. Ungur að árum fór hann
að vinna á bifreiðaverkstæðinu
hjá Búdda, móðurbróður
sínum. Hann stundaði nám í
bifvélavirkjun við Iðnskólann á
Sauðárkróki og lauk síðan
meistaranámi frá Iðnskólanum
á Siglufirði en verklega námið
stundaði hann hjá Ford-
umboðinu í Reykjavík og á
verkstæðinu hjá frænda sínum
undir leiðsögn verkstæðisfor-
mannsins, Kristjáns Kristjáns-
sonar eða Stjána Ford, sem þar
starfaði. Um þetta leyti kynntist
Þorvaldur konu sinni, Línu,
sem bjó á Siglufirði og hófu þau
búskap á Sleitustöðum.
Ólst upp við mikla
íþróttaiðkun
Áður en við víkjum talinu að
virkjuninni spjöllum við örlítið
um lífshlaup Þorvaldar sem
spannar nú ríflega hálfan
níunda áratuginn.
Á þeim árum sem Þorvaldur
var að alast upp var lífsbaráttan
nokkuð hörð og ekki þótti
tiltökumál að börn færu ung að
árum út á vinnumarkaðinn.
Þegar Þorvaldur var á unglings-
aldri, áður en hann hóf nám í
bifvélavirkjun, útvegaði Kristján
Jörðin Sleitustaðir stendur í mynni Kolbeinsdals og er nú eini bærinn sem tilheyrir
dalnum þar sem enn er heilsársbúseta. Á Sleitustöðum er vísir að litlu sveitaþorpi
og þar var lengi rekin ýmiss konar þjónusta, s.s. söluskáli með bensín, olíur og ýmsa
smávöru og bifreiðaverkstæði. Frá Sleitustöðum var líka lengi rekin bílaútgerð og
var Siglufjarðarleið, sem ók um árabil farþegum milli Siglufjarðar og Varmahlíðar,
gerð út þaðan. Ábúendur á Sleitustöðum hafa flestir tilheyrt sömu fjölskyldu frá
því að Sigurður Þorvaldsson og kona hans Guðrún Sigurðardóttir fluttu þangað árið
1914 og byggðu mörg börn þeirra hjóna sér hús á jörðinni. Nú eru aðeins tvö þeirra
á lífi, bæði komin yfir nírætt, Jón sem á heimili á Sleitustöðum og Þórveig sem býr
á Akureyri.
Þorvaldur á Sleitustöðum í stöðvarhúsinu við hlið nýju túrbínunnar. MYNDIR: FE
Þorvaldur G. Óskarsson á Sleitustöðum
„Geta aldrei fengið ána til
að renna upp í móti“
keppa úti á Eyri og það var nú
ekki gott því það var svo mikið
af grjóti þar, maður lenti oft í
bölvuðu baksi þar. Svo kom nú
malarvöllurinn þar sem
íþróttavöllurinn er enn í dag og
þá fórum við að keppa mikið
þessi félög og líka úr Fljótunum
og Óslandshlíðinni. Aðal
keppinautur minn í hlaupinu
var Stefán Guðmundsson,
alþingismaður, það mátti ekki á
milli sjá hvor var fljótari. Við
kepptum mjög oft, vorum alveg
jafnfljótir að hlaupa og álíka
þolnir. Hann var feykilega
góður íþróttamaður hann
Stebbi. Þetta voru góðir tímar.“
Þorvaldur hefur í gegnum
tíðina starfað talsvert að félags-
störfum, mest þó í kórum en
hann gekk ungur til liðs við
Karlakórinn Heimi þar sem
hann söng í fjölda ára og var
formaður hans í 30 ár. Einnig
sungu þau hjónin með
Söngsveitinni Hörpu á Hofsósi
meðan hún var og hét.
Fyrsta virkjunin 1948
En víkjum þá talinu að
Sleitustaðavirkjun.
Árið 1948 réðust Sleitu-
staðabændur undir forystu
Sigurðar Þorvaldssonar, afa
Þorvaldar, í uppsetningu á
vatnsvirkjun í læknum ofan við
bæinn. Það voru Sigurður,
ásamt sonum sínum, Sigurði og
verkstæðisformaður honum
vinnu suður á Keflavíkur-
flugvelli þar sem hann starfaði í
eldhúsi flughótelsins og af-
greiddi hermennina og fleiri
um mat. Þorvaldur segir þetta
hafa verið góðan tíma þar
syðra.
Aðspurður um hvað unga
fólkið í sveitinni hafi haft fyrir
stafni í frístundum sínum á
þessum árum segir Þorvaldur
að íþróttir hafi verið fyrir-
ferðarmikill þáttur, rétt eins og
er í dag.
„Ég var í fótbolta alveg frá
því að ég var kornungur, - á
Hólum, Var að æfa með
strákunum í bændaskólanum.
Svo voru margir strákar hérna
utan úr Óslandshlíð sem voru
líka að æfa, fótbolta og
frjálsíþróttir. Páll Sigurðsson
sem var kennari á Hólum,
Fljótamaður, hann kenndi
okkur alveg heilmikið. Hann
var líka á skíðum og kenndi svo
mikið frjálsíþróttir á vorin, tók
strákana úr sveitinni hérna og
kenndi þeim að hlaupa og
stökkva. Þetta var náttúrulega
óskaplega skemmtilegt og
virkilega góð aðsókn í það,“
segir Þorvaldur sem oftsinnis
keppti fyrir hönd Ungmenna-
félagsins Hjalta.
„Við fórum alltaf að keppa
við Tindastól og gekk alveg
ljómandi vel. Ég keppti mikið í
hlaupum. Fyrst vorum við að
6 32/2019