Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 12
Sigur fyrir sögubækurnar
Kormákur/Hvöt í úrslitakeppni 4. deildar
Það var allt undir hjá Húnvetningum
sl. laugardag þegar Kormákur/Hvöt
heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í
Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.
Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði
Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að
ekkert annað en sigur dugði liði
K/H til að koma liðinu í
úrslitakeppni um sæti í 3. deild að
ári.
Leikurinn var hreint ótrúlegur en
þegar í óefni var komið stigu leikmenn
Kormáks/Hvatar upp og börðust til
frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í
úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í
sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Norðanpiltar fóru vel af stað á
Framvellinum og Hlynur Rafn
Rafnsson kom þeim yfir á 14. mínútu
með skallamarki. Mínútu síðar slapp
Óskar Smári Haraldsson inn fyrir
vörn Úlfanna eftir snöggtekna
aukaspyrnu og staðan skyndilega 0-2
og þannig stóð í hálfleik. Í síðari
hálfleik fór hins vegar allt að gerast og
hjólin virtust rúlla undan vagni
Húnvetninga hvert af öðru.
Fyrst minnkaði Andri Sólbergsson
muninn með glæsimarki á 49. mínútu
og skömmu síðar var Juan Dominguez
sendur í bað eftir að hafa sparkað í
liggjandi Úlf. Heimamenn jöfnuðu
metin á 55. mínútu og Andri Þór bætti
öðru marki við úr víti á 61. mínútu
eftir að Miguel Martinez, markvörður
Kormáks/Hvatar, var talinn brotlegur í
teignum og missti sig í kjölfarið.
Honum var vikið af velli og
Húnvetningar nú tveimur færri og
lentir undir í leik sem ekki mátti
tapast. Fimm mínútum síðar virtist
leikurinn vera að breytast í martröð
fyrir gestina þegar Úlfarnir bættu við
fjórða marki sínu. Staðan 4-2.
En það stendur einhversstaðar skrifað
að það megi aldrei gefast upp og
Húnvetningar fundu hjólin og
drösluðu þeim löskuðum undir
vagninn á ný. Úlfarnir héldu áfram að
sækja en fengu mark í andlitið þegar
Hilmar Kárason minnkaði muninn
eftir skyndisókn. Markamaskínan
síunga, Bjarki Már Árnason, þjálfari
gestanna og yfirvarnarjaxl, fór nú í
fremstu víglínu og hann jafnaði
leikinn með skallamarki eftir
hornspyrnu á 88. mínútu og þremur
mínútum síðar fiskaði hann
vítaspyrnu. Það var Ingvi Rafn
Ingvarsson sem steig svellkaldur á
punktinn og skoraði af öryggi og
tryggði 4-5 sigur. Hreint með
ólíkindum.
Í úrslitakeppninni mætir lið Kormáks/
Hvatar Hvergerðingum í Hamri í átta
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455
7176 og netfangið feykir@feykir.is
32
TBL
28. ágúst 2019 39. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Lið Kormáks/Hvatar er komið í úrslitakeppni 4. deildar. MYND AF FB-SÍÐU LIÐSINS
liða úrslitum. Fyrsti leikurinn fer fram á Grýluvelli þeirra
sunnanmanna föstudaginn 30. ágúst kl. 18:00. Seinni leikur
liðanna verður á Blönduósvelli 3. september kl. 17:15. Ljóst
er að þeir Juan og Miguel verða í banni en hver ætlar að veðja
gegn Kormáki/Hvöt eftir svona karaktersigur og níu
sigurleiki í röð? /ÓAB