Feykir


Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 3

Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 3
Nýlega voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar og var það í 21. sinn sem svo er gert. Eru viðurkenningarnar veittar árlega þeim aðilum sem þykja hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Að þessu sinni voru veittar þrjár viðurkenningar. Tvær fyrir heimilisgarða, einn á Borðeyri og einn á Hvammstanga, og ein til sveitabæjar og/eða fyrirtækjareksturs. Þessir hlutu viðurkenningarnar: Hlíðarvegur 22 á Hvammstanga fyrir snyrtilega og fallega einkalóð. Eigendurnir, Guðmundur Gíslason og Margrét Jóhannesdóttir, hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi. Lyngbrekka á Borðeyri fyrir snyrtilega og fallega einkalóð. Eigendurnir, Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn Karlsson, hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi. Reykir í Hrútafirði fyrir snyrtilega landar- eign ásamt blómlegri ræktun sumarblóma. Eigendurnir, Hulda Einarsdóttir og Ólafur H. Stefánsson, hafa hugað vel að landareign sinni og sumarblómaræktun sem ber þeim vott um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi. /FE Umhverfisviðurkenningar veittar HÚNAÞING VESTRA Handhafar umhverfisviðurkenninga ásamt umhverfisstjóra. Frá vinstri: Hulda Einarsdóttir, Ólafur Stefánsson, Guðmundur Gíslason, Guðný Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri. Mynd: hunathing.is Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir… Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum. Þú ert sérfræðingur Í slíkri vinnu er mikilvægt að fá innlegg frá sérfræðingum. Þegar unnið er með heilan landshluta þá liggur í augum uppi að sérfræðingarnir í málefnum landshlutans eru íbúarnir sjálfir. Þess vegna skiptir miklu máli að íbúar taki virkan þátt í því þegar sóknaráætlunin er mótuð. Íbúarnir vita best hver staða landshlutans er, hvaða möguleikar felast hér og hvað þarf að gera til að þeir raungerist. Við viljum þitt innlegg Þess vegna er í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árin 2020- 2024 lögð mikil áhersla á samráð við íbúa. Samhliða þeirri vinnu hefur staðið yfir vinna við sviðsmynda- greiningu atvinnulífsins til ársins 2040. Þar verða dregnar upp nokkrar mögulegar sviðsmyndir sem fá okkur til að hugsa hvað við þurfum að gera í dag til að vinna að ákjósanlegustu sviðsmyndinni í framtíðinni. Aftur erum við að tala um framtíðarsýn en í þessu tilviki til lengri tíma og með áherslu á atvinnulífið. Komdu í Miðgarð Ýmislegt hefur þegar verið unnið í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og sviðsmyndagreiningar. Íbúakönnun var lögð fyrir í byrjun júní, verkefnisstjórn sem skipuð er stjórn og starfsmönnum SSNV hefur fundað, fundað hefur verið með fulltrúum atvinnulífsins á svæðinu. Nú í ágúst voru haldnir íbúafundir í sýslunum þremur í landshlutanum. Þriðjudaginn 3. september verður svo haldinn stórfundur í Menningarhúsinu Mið- garði þar sem íbúum landshlutans alls gefst kostur á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Við viljum sjá þig þar! Skiptir þetta máli? Já, þetta skiptir máli. Áherslur sem mótaðar verða í sóknaráætlun munu t.d. hafa áhrif á áherslur við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði. Áhersluverkefni verða mótuð í takt við sóknaráætlunina og fjármagn sem ríkið veitir í stuðning til landshlutans ræðst af sóknar- áætluninni. Það skiptir því miklu máli að fá fram sem flestar hugmyndir og sem flest sjónarmið frá sem flestum hópum innan svæðisins. Við viljum sjá fulltrúa úr sem flestum atvinnu- greinum, fulltrúa menningar, mennt- unar, unga fólksins, eldri borgaranna, aðfluttra og innfæddra. Við viljum fá þá sem brenna fyrir umhverfismálum til að leggja orð í belg, þá sem eru bjartsýnir á framtíð landshlutans en líka þá sem eru svartsýnir. Með því að fá fram sem flest sjónarmið verður hægt að vinna ítarlega og marktæka áætlun sem mun koma okkur til góða í vinnu við eflingu landshlutans næstu árin. Fundurinn verður í Menningar- húsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl 13-17. Skráning á stórfundinn fer fram á heimasíðu SSNV – www.ssnv.is Komdu á fundinn og hafðu áhrif á þróun Norðurlands vestra. Hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17 HUGMYNDIR ÓSKAST Stórmót Hrings fór fram um helgina á Hringholtsvelli á Dalvík og segir á Eiðfaxa.is að þátttaka hafi verið góð í mótinu eins og á flestum mótum norðan heiða í sumar. Margir knapar náðu góðum árangri, ekki síst af Norðurlandi vestra, en keppt var bæði í fullorðins- og yngri flokkum. Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum í Húnaþingi runnu skeiðbraut- ina fljótust allra í 100 metra skeiði og uppskáru fyrsta sætið. Mette Mannseth sigraði í gæðingaskeiði á Vivaldi frá Torfunesi en einkunn þeirra var 8,04. Feðginin Þórarinn Eymundsson og Þórgunnur Þórarinsdóttir á Sauðárkróki voru meðal þátttakenda og gerðu gott mót. Þórgunnur vann til þrennra gullverðlauna en hún stóð efst í tölti og fjórgangi unglinga og fimm- gangi í 2. flokki. Þórarinn stóð efstur í fimmgangi meistara á Vegi frá Kagaðarhóli en þeir hlutu 7,57 í einkunn í úrslitum. Þá varð hann efstur í forkeppni í tölti en mætti ekki með Veg í þau úrslit heldur lét fimmgangsúrslit duga. Þá var Gullbrá frá Lóni fljótust í 150 metra skeiði með Þórarin á baki á 15,16 sekúndum. Sonja Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir frá Varmalandi í Skagfirðingar fyrirferðamiklir á verðlaunapalli Stórmót Hrings fór fram um helgina Skagafirði og Jónas frá Litla- Dal stóðu efst í úrslitum í tölti T1 meistaraflokki með glæsilega einkunn, 7,44. Finnbogi Bjarnason á Sauðárkróki og Úlfhildur frá Strönd stóðu efst í slaktauma- tölti með 7,04 í einkunn í úrslitum. Rósanna Valdimars- dóttir, Fitjum í Lýdó, hlaut efsta sætið í tölti T3 2. flokki á Spræk frá Fitjum með einkunnina 6,83, en þau urðu einnig sigurvegarar í fjórgangi 2. flokki. Þess má geta til gamans að Skagfirðingarnir röðuðu sér oftar en ekki í efstu sæti hvers flokks fyrir sig. /PF Verðlaunahafar í fimmgangi meistara, Þórarinn Eymundsson, Magnús Bragi Magnússon, Bjarni Jónasson og Vignir Sigurðsson. Mynd af Eiðfaxa.is 32/2019 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.