Feykir - 04.09.2019, Blaðsíða 2
Það er líklega að bera í
bakkafullan lækinn að fara að
ræða um tilraunir veganista
til að „kristna“ þjóðina og
nota börnin til að festa trú
þeirra í sessi. Auðvitað er
bráðsnjallt að byrja trúboðið
á ungviðinu þar sem það er að
sjálfsögðu veikast fyrir og
venja það af að borða fisk og
kjöt og senda í því skyni erindi
til allra sveitarstjórna á landinu með áskorun þess efnis að
innleiða grænkerafæði í skólum landsins!
Í áskorun grænkera er m.a. vísað til þess að landbúnaður losi
mikið af gróðurhúsalofttegundum. Satt er það, en eins og
margir hafa bent á þarf að flytja inn stóran hluta þess grænmetis
sem neytt er í landinu. Mér hefur alltaf þótt merkilegt hvað oft
gleymist að reikna út kolefnissporið fyrir innflutning matvara
þegar verið er að bera saman erlenda og innlenda framleiðslu
og svo er einnig nú. Einnig er því haldið fram að grænkerafæði
sé almennt ódýrara en annað fæði. Þetta eru ný sannindi fyrir
mér þar sem í gegnum tíðina hef ég vanist því að alltaf sé talað
um að grænmeti og ávextir sé svo óhemju dýr fæða. Gott ef það
hefur breyst.
Þá segir í áskoruninni: „Það er margsannað að plöntumiðað
mataræði er fullnægjandi að öllu leyti á öllum æviskeiðum og
því væri rökrétt skref að bjóða upp á þann kost í öllum
skólamötuneytum landsins.“ Þetta stangast á við það sem
haldið er fram í grein á vef landlæknis eftir þær Elvu Gísladóttur
og Hólmfríði Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra næringar hjá
embættinu, þar sem segir m.a. „Jurtafæði án mjólkur og eggja,
þ.e. grænkerafæði (e. Vegan), er ekki viðunandi næring fyrir
ungbörn (0-1 árs) nema sérstök kunnátta eða ráðgjöf komi til.
Foreldrum sem ákveða að gefa barni sínu grænkerafæði er því
ráðlagt að leita sér aðstoðar næringarráðgjafa eða
næringarfræðings til að tryggja að fæðið uppfylli þarfir
ungbarnsins fyrir öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að
halda.“ Þá er einnig bent á að aðrir viðkvæmir hópar, eins og
barnshafandi konur og konur með börn á brjósti, þurfi að
vanda val sitt á matvælum svo og að grænkerafæði henti illa
fyrir einstaklinga með litla matarlyst og þá sem borða lítið þar
sem kjöt og mjólkurvörur veiti mikilvæga orku og prótein og
önnur næringarefni og því þurfi minni skammta til að
fullnægja næringarþörfinni en ef jurtafæðis er neytt eingöngu.
Að vísu eru þetta ekki hópar sem eru almennt í fæði hjá
skólamötuneytum en athyglisverður punktur engu að síður.
Já, er nema von að maður þurfi öðru hvoru að klóra sér í
höfðinu og íhuga í hvorn fótinn maður eigi að stíga. Ég held að
minnsta kosti að ég velji þann kostinn að taka undir ályktun
byggðarráðs Skagafjarðar sem „leggur áherslu á að í skólum
sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og
fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti
sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að
komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi
heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.“
Fríða Eyjólfsdóttir
blaðamaður
LEIÐARI
Allt er vænt sem vel er
grænt – eða hvað?
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Í síðustu viku lönduðu 40 bátar á Skagaströnd og var afli þeirra rúm 330 tonn. Á
Sauðárkróki var landað rúmum 516 tonnum úr 18 skipum og bátum en inn í þá tölu vantar
21 þúsund kassa af togaranum Arnari. Á Hofsósi lönduðu sjö bátar rúmum 15 tonnum og á
Hvammstanga var landað 2,7 tonnum. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var
865.031 kíló auk afla Arnars. /FE
Aflatölur 25. – 31. ágúst 2019
330 tonn til Skagastrandar
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.646
Gyðjan HU 44 Handfæri 318
Hafdís HU 85 Handfæri 2.119
Hafrún HU 12 Dragnót 25.842
Hjalti HU 313 Handfæri 596
Hrund HU 15 Handfæri 1.369
Húni HU 62 Handfæri 838
Indriði Kristins BA 751 Lína 8.378
Jenny HU 40 Handfæri 1.145
Kambur HU 24 Handfæri 2.497
Kópur HU 118 Handfæri 390
Kristinn SH 812 Landbeitt lína 43.837
Loftur HU 717 Handfæri 2.825
Lukka EA 777 Handfæri 838
Smári HU 7 Handfæri 581
Steinunn SF 10 Botnvarpa 106.809
Straumey HF 200 Lína 8.221
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.569
Særif SH 25 Lína 27.985
Sæunn HU 30 Handfæri 290
Viktor Sig. HU 66 Handfæri 1.787
Víðir EA 423 Handfæri 1.060
Víðir ÞH 210 Handfæri 835
Alls á Skagaströnd 330.845
HOFSÓS
Alfa SI 65 Handfæri 374
Ásdís ÓF 250 Handfæri 1.686
Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 794
Geisli SK 66 Handfæri 336
Njáll ÓF 275 Dragnót 9.724
Skotta SK 138 Handfæri 946
Ösp SK 135 Handfæri 1.177
Alls á Hofsósi 15.037
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 2.726
Alls á Hvammstanga 2.726
SAUÐÁRKRÓKUR
Arnar HU 1 Botnvarpa 32
Bryndís SK 8 Handfæri 3.914
Drangey SK 2 Botnvarpa 190.413
Fannar SK 11 Landbeitt lína 1.815
Fannar SK 11 Handfæri 662
Farsæll SH 33 Botnvarpa 52.423
Gammur SK 12 Þorskfiskinet 624
Gjávík SK 20 Handfæri 1.147
Hafey SK 10 Handfæri 2.489
Hafborg EA 152 Dragnót 50.506
Kristín GK 457 Lína 84.598
Kristín SK 77 Handfæri 1.544
Maró SK 33 Handfæri 1.611
Már SK 90 Handfæri 2.164
Onni HU 36 Dragnót 47.698
Óskar SK 13 Handfæri 1.554
Sigurborg SH 112 Botnvarpa 71.158
Tara SK 25 Handfæri 1.312
Vinur SK 22 Handfæri 759
Alls á Sauðárkróki 516.423
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Handfæri 1.159
Beggi á Varmalæk Handfæri 435
Bergur sterki HU 17 Lína 1.623
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.509
Blíðfari HU 52 Handfæri 2.992
Blær HU 77 Landbeitt lína 1.771
Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.421
Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.499
Dagrún HU 121 Handfæri 3.444
Dísa HU 91 Handfæri 2.378
Dóra HU 225 Handfæri 2.011
Dúddi Gísla GK 48 Lína 18.112
Elín ÞH 82 Handfæri 1.649
Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 23.597
Geiri HU 69 Handfæri 2.366
Greifinn SK 19 Handfæri 1.433
Guðrún GK 47 Lína 19.671
Nú er sá langþráði draumur orðinn að
veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin
fyrir ærslabelg á Sauðárkróki. Verður hann
staðsettur hjá sundlauginni ef næst að
fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin
Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir
ærslabelgnum.
„Nú reynir á kraft fyrirtækja, góðgerða-
samtaka, félagasamtaka, einstaklinga og
samfélagsins að Sauðárkrókur eignist
ærslabelg sem eflir hreyfingu, samveru og
gleði líkt og á Hofsósi, í Varmahlíð og í
Fljótum. Hver króna skiptir máli,“ segir í
tilkynningu frá samtökunum.
Belgurinn sjálfur kostar um eina og hálfa
milljón með fylgihlutum en hægt er að
styrkja verkefnið með því að leggja inn á
reikning Local Heart. Kt 561216-0450 og
rk.nr. 0161-26-005612.
„Með fyrirfram þökk og von um að innan
tíðar geti börnin okkar farið að ærslast
saman á belgnum.“ Í framvarðasveit Leikum
á Króknum eru þær Auður Björk Birgisdóttir,
Sigríður Garðarsdóttir, Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir og Sigurlína Erla
Magnúsdóttir. /PF
Safnað fyrir ærslabelg
LEIKUM Á KRÓKNUM
krakkar að hoppa og skoppa á ærslabelg á Hofsósi.
Mynd: FE
2 33/2019
Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is?
Feykir.is lúkkar fínt í tölvunni,
spjaldtölvunni og símanum!
Kíktu á... Feykir.is