Feykir


Feykir - 04.09.2019, Page 3

Feykir - 04.09.2019, Page 3
Húsnæðismál hafa verið ofarlega á baugi síðastliðin ár enda ríkir skortur á íbúðarhúsnæði víða um land. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla húsnæðismarkaðinn og stuðla að auknu jafnvægi á honum óháð efnahag og búsetu. Fjölmörgum aðgerðum hefur nú þegar verið hrundið í framkvæmd til að bregðast við og eru aðrar í bígerð. Landsbyggðin hefur löngum þótt sitja eftir í þessum efnum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis víða um land hefur ekki fylgt auknum íbúa- fjölda, frekar en á höfuðborgarsvæðinu og eru dæmi um að skortur á íbúðar- húsnæði hafi staðið atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Tillögur unnar í samstarfi við sveitarfélög Á haustmánuðum setti ég af stað tilraunaverkefni um húsnæðismál á landsbyggðinni með Íbúðalánasjóði, Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Var það gert í því skyni að leita leiða til þess að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðis- markaði víða um land. Þrjátíu og þrjú sveitarfélög af öllu landinu sóttu um þátttöku. Sjö urðu fyrir valinu og tók valið mið af því að áskoranirnar sem þau stæðu frammi fyrir væru mismunandi og á ólíkum landsvæðum. Þannig yrði til breiðara framboð lausna í húsnæðismálum sem nýst geti sem flestum sveitarfélögum sem á þurfa að halda. Íbúðalánasjóður hefur undanfarna mánuði unnið náið með tilraunasveitarfélögunum að því að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og undirbúa tillögur að aðgerðum. Tólf tillögur að aðgerðum Á grundvelli þeirrar vinnu voru lagðar fram tólf tillögur að lausnum sem kynntar voru fyrir ríkisstjórn í maí og birtar í samráðsgátt stjórnvalda í lok júlí. Þær umsagnir sem bárust voru allar jákvæðar og var í kjölfarið ákveðið að tillögurnar yrðu innleiddar. Í byrjun síðustu viku skrifaði ég undir breytingar á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á lands-byggðinni muni geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisupp- byggingar á stöðum þar sem opinber húsnæðisáætlun, staðfest af Íbúða- lánasjóði, sýnir að skortur sé á húsnæði af því tagi sem byggja á. Þá verður brugðist við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitar- félögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með auknu stofnframlagi ríkisins og verður frumvarp þess efnis lagt fram á haustþingi. Öflug byggðastefna er hagsmuna- mál okkar allra Það er mikilvægt að atvinnutækifæri séu nýtt allt í kringum landið en dæmi eru um að skortur á íbúðarhúsnæði hamli frekari uppbyggingu. Sá skortur er tilkominn vegna þess að misvægi er á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs. Mikilvægt er að húsnæðisskortur standi ekki í vegi fyrir því og geri það að verkum að fólk fáist ekki til starfa. Sé það raunin ber stjórnvöldum að mínu viti skylda til þess að grípa til aðgerða og eftir því hefur ítrekað verið kallað. Með þeim aðgerðum sem ákveðið hefur verið að ráðast í til að bregðast við húsnæðis- vanda á landsbyggðinni erum við að undirstrika vilja ríkisvaldsins til að standa við bakið á heimamönnum í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir. Fyrr á árinu ritaði RARIK sveitarfélögum bréf, þar sem boðið var upp á viðræður um yfirtöku á götulýsingarkerfinu, ásamt því að leggja fram gögn um stöðuna á því. Á heimasíðu Blönduóss kemur fram að sveitarstjóra hafi verið falið að undirrita samning um afhendinguna eftir kynningu af hálfu RARIK, í Reykjavík og á Blönduósi og vandlega skoðun heimamanna enda samningurinn samþykktur á 144. fundi byggðaráðs, fimmtudaginn 22. ágúst sl. Áður hafði RARIK afhent nokkrum sveitarfélögum götulýsingarkerfi með sama hætti. Götulýsingarkerfi Blöndu- ósbæjar samanstendur af 374 götuljósastaurum með tilheyrandi ljósbúnaði ásamt strengjalögn fyrir götulýsingu og tilheyrandi götuskápum með varnar- og stjórnbúnaði. /PF Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ Blönduósbær Mánudaginn 26. ágúst sl. var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN á Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð gjafanna er 10.717.099,00 m.vsk. Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir, formaður Sambands skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN. Í tilkynningu frá HSN kemur fram að Minningarsjóður frú Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási hafi verið stofnaður 7. júlí 1969 en þá voru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta kvenfélagsins í Skagafirði. Sjóðurinn er því 50 ára í ár. Í staðfestri skipulagsskrá sjóðsins frá 30. júlí 1970 segir í 3. grein að tilgangur sjóðsins sé að styrkja Héraðssjúkrahúsið á Sauðárkróki og ellideild þess eða elliheimili, til kaupa á lækninga- tækjum eða öðru því sem stjórn sjóðsins telur mesta nauðsyn á á hverjum tíma. Óheimilt er að nota féð til rekstrar þessara stofnana. Í 5. grein segir meðal annars að sjóðurinn veiti viðtöku minningargjöfum og öðrum gjöfum. Blóma og gjafabúðin á Sauðárkróki er með minningarkort sjóðsins til sölu og einnig er hægt að kaupa minningarkort í afgreiðslu HSN á Sauðárkóki á virkum dögum. Í janúar gaf sjóðurinn hjúkrunardeildum HSN Sauðárkróki tvær Sara Steady skutlur, heildarverð gjafar 446.400 krónur og í febrúar gaf sjóðurinn sjúkra- og hjúkrunardeildum þrjár súrefnissíur af gerðinni Resp Everflo. Heildarverð þeirrar gjafar var kr. 462.024. Í mars gaf sjóðurinn heilsugæslusviði skáp fyrir hjúkrunar- og læknavörur að verðmæti kr. 376.568 og sjúkradeild stafræna stólvog að verðmæti 242.178 krónur. Í apríl gaf sjóðurinn tvö hjúkrunarrúm með fylgihlutum á hjúkrunardeild að verðmæti kr. 809.000 og Keisi blóðtökuvagn með fylgihlutum á rannsóknarstofu upp á 434.294 krónur. Í júní gaf sjóðurinn sjúklingamónitor með fylgihlutum á sjúkradeild sem telur kostnað upp á kr. 3.742.753 og loks bættust við tvær telemetríur ásamt fylgihlutum nú í ágúst. Heildarverð 4.198.882 krónur. /PF Rausnarlegar gjafir til sjúkrahússins Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási Örn Ragnarsson, formaður Minningarsjóðsins, Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri, Elín H. Sæmundardóttir ritari, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri, Björg Baldursdóttir, formaður Sambands skagfirskra kvenna og Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur. Myndina tók Helga Rósa Guðjónsdóttir. Íbúðaskortur má ekki aftra atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni AÐSENT Ásmundur Einar Daðason Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar við undirritun samningsins. MYND: AÐSEND. 33/2019 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.