Feykir - 04.09.2019, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Band
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Fylgist þú með
kvennaknatt-
spyrnunni?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : palli@feykir.is
„Já, okkar stelpum í Tindastól.
Þær eru frábærar fyrirmyndir
og eitt af flaggskipum íþrótta í
Skagafirði.“
Jóhannes Björn Þorleifsson
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Fyrsti lottómiðinn á Íslandi var keyptur 22. nóvember 1986 af
Steingrími Hermannssyni en á þeim tíma var Lottó kallað „Lottó
5/32“. Fyrsti útdrátturinn fór svo fram 29. nóvember 1986 í
Ríkissjónvarpinu. Líkurnar á að fá 5 aðaltölur réttar í íslenska
lottóinu eru 1/501.942 en 1/95 að fá 3 aðaltölur réttar. Ótrúlegt, en
kannski satt, þá eru 100% líkur á því að vinningshafar bæti á sig
kílóum eftir þann stóra, samkvæmt bandarískri rannsókn.
Teriyaki ærfille
með nanbrauði og
súkkulaðimús
Matgæðingur vikunnar er hún Gréta. Hún býr ásamt unnusta sínum,
Elmari Davíð Haukssyni, og tveimur börnum á bænum Haugi í Miðfirði.
„Við eldum mjög mikið á þessu heimili og þá sérstaklega úr lambakjöti
og ærkjöti. Okkur finnst ótrúlega gaman að sulla einhverju saman og
förum eiginlega aldrei eftir uppskriftum. Oftast heppnast sullið, en alls
ekki alltaf, þá er nú gott að eiga skyr í ísskápnum. Hér kemur uppskrift
af teriyaki-ærfille sem var gert með sullaðferðinni en nanbrauðs
uppskriftin og súkkulaðimúsar uppskriftin eru úr uppskriftabók sem
ég fékk í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað,“ segir Gréta.
Tilvitnun vikunnar
Ég kann vel við að vera kona, jafnvel í heimi karla, því
þegar upp er staðið geta karlar ekki klæðst kjólum en
við getum gengið í buxum / Whitney Houston
AÐALRÉTTUR
Teriaky ærfille
1½ dl teriyaki sósa
2 dl soja sósa
2 msk matarolía
sítrónusafi úr sirka hálfri sítrónu
1 tsk chilli flögur
1 tsk oreganó
1 tsk basilika
smá mulinn svartur pipar
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1-2 stykki ærfille
Meðlæti:
1 askja sveppir
1 laukur
soðin hrísgrjón
Aðferð: Blandið öllu saman í skál
og setjið fille ofan í. Ef blandan nær
ekki yfir allt kjötið, þá er um að
gera að snúa því seinna. Látið
marinerast í minnsta kosti tvo
tíma, því lengur því betra.
Skerið niður sveppina og laukinn
og steikið á pönnu með slatta af
smjöri og salti. Setjið í eldfast mót.
Bætið smjöri á pönnuna og steikið
fille á miklum hita í smá stund á
hvorri hlið þannig að hliðarnar
verði brúnar. Leggið það síðan ofan
á steiktu sveppina og laukinn, látið
safann af pönnunni fylgja með og
setjið í ofn í 10-25 mínútur á 200°C
með blæstri.
Borið fram með soðnum
hrísgrjónum og nan brauði.
Nanbrauð:
250 g hveiti
½ tsk salt
10 g ger
125 ml vatn
30 g grísk jógúrt eða ab mjólk
1 tsk cummin
½ tsk engifer
½ tsk kóriander
Aðferð: Allt hnoðað saman í skál
og látið hefast undir rökum klút í
30 mín. Skiptið deiginu niður í litla
bita og fletjið út eða togið það
aðeins til. Deigið á að vera blautt.
Hitið smjör, olíu og þrjá
hvítlauksgeira á pönnu. Fjarlægið
hvítlauksgeirana og steikið brauðið
þangað til það er fallega brúnt á
báðum hliðum. Bætið smjöri og
matarolíu á pönnuna eftir því sem
þarf. Sett á disk og borið fram með
miklu smjöri.
EFTIRRÉTTUR
Súkkulaðimús
120 g súkkulaði
3 eggjahvítur
1 stk matarlímsblað
3 eggjarauður
60 g smjör
Aðferð: Bræðið smjör og súkku-
laði saman. Leggið matarlímið í
bleyti í kalt vatn. Stífþeytið
eggjahvíturnar. Bætið einni
eggjarauðu út í súkkulaðibráðina
og hrærið vel. Matarlímið sett þar
ofan í þegar allar þrjár
eggjarauðurnar eru komnar í.
Hrært vel saman.
Þessu er síðan bætt varlega við
stífþeyttu eggjahvíturnar. Sett í
fjórar desertskálar eða glös.
Borið fram með þeyttum rjóma og
jarðarberjum.
Verði ykkur að góðu!
„Aðeins en ekki nægilega
mikið.“
Karítas Sigurbjörg
Björnsdóttir
„Nei, ég geri það nú ekki.
Fylgist bara ekki með neinum
íþróttum.“
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
„Já, ég fylgist aðeins með
kvennaknattspyrnunni, helst
þá kvennalandsliðinu. Einnig
er gaman að fylgjast með mfl.
Tindastóls en þær eru að standa
sig mjög vel.“
Sigfus Ólafur Gudmundsson
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Gréta á Haugi matreiðir
Gréta á Haugi. MYND: ÚR EINKASAFNI
33/2019 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Efni í voð ég er og verð.
Á minn þátt í bókagerð.
Albert hefur hund í mér.
Heyvinnu ég nátengt er.