Feykir


Feykir - 02.10.2019, Side 9

Feykir - 02.10.2019, Side 9
 Heilir og sælir lesendur góðir. Er þessi þáttur er í smíðum flytja fjölmiðlar látlausar átakafréttir um kosningar í stöður nefndarformanna í hinum ýmsum nefndum Alþingis, sem nú nýverið er komið til starfa. Ólykt er af þeim málatilbúnaði og svo hefur trúlega einnig verið er fyrsta vísan að þessu sinni var ort. Minnir að höfundur sé Ólína Jónasdóttir. Stjórnin vakir visku slyng við að semja ótal höft, tæpast eftir þetta þing þjóðina vantar axarsköft. Stundum heyrist af misjöfnu mannlífi í nágrenni Alþingis og segir Sigurlín Her- mannsdóttir í næstu limru frá vinafundum á Austurvelli. Hann Lasarus var þar að lóna og landanum deildi með Grjóna. Í kulda og trekk með körlum á bekk sem kalla hann Lassa róna. Önnur limra kemur hér eftir Sigurlínu: Hann Klængur var ekkert að kvarta þótt kremdi hún Gudda hans hjarta. En er firnaþung settist í fang hans og glettist var það vont fyrir viðkvæma parta. Þrátt fyrir að nú sé að ljúka, að mestu þetta haustið, starfi bændafólksins, sem tengist göngum og réttum, er tilvalið að rifja upp fleiri vísur sem tengjast því starfi. Það er hinn glaðbeitti hagyrðingur og skáld, Reynir Hjartarson á Akureyri, sem rifjar upp fyrri tíma í eftirfarandi vísu: Áður beið ég eftir göngum einnig sauðkind draga, upp á heiði lifði löngum langa og góða daga. Svo fer fyrir þeim sem komast á efri ár að breyta þarf um fyrri háttu. Reynir gerir vel grein fyrir því í næstu vísu. Á mér finn ég ellibrest oftast ríð nú hokinn. Nú kallinn gamla kætir mest að komast heim í lokin. Oft mun Reynir vera í góðum félagsskap í gangnaferðum og lýsa næstu vísur því vel hvað hann hrífst af félagsskap okkar ágæta vinar, Péturs læknis frá Höllustöðum. Hann býst í göngur bara vel með bæði fleyg og kjamma, hans aðalstarf er að ég tel aðeins drekka og gjamma. Til gagns er oft um gangnastund og greitt vill ríða traðir. Og þeir sem ekki hafa hund honum fagna glaðir. Gott er fyrir gamla gangnamenn að skilja Vísnaþáttur 744 hugsanagang Reynis í næstu vísu: Alltaf þrái ég gangnaglauminn er gleði í sálu vekur. Með hund og röskan hest við tauminn heiðin við mér tekur. Til er víst gamalt orðatiltæki sem segir að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Svo mun vera í næstu vísu sem er eftir Hall Birki Reyn- isson og er þar heldur betur slegið út. Er hann þar að ávarpa sinn góða frænda, Pétur lækni. Sléttubanda ástaróð eflaust vandað getur, fléttu andans lygaljóð lipurt blandar Pétur. Þessi ungi og efnilegi hagyrðingur lætur sig ekki muna um að gleðja frændur og vini með því að yrkja allt öðruvísi vísu til heiðurs frænda. Pétur blandar lipur ljóð lyga andans fléttu. Getur vandað eflaust óð ástarbanda sléttu. Áfram er haldið með skilaboð til frændans. Frækna Péturs viskan vís veika setur hljóða, læknatetur kjöftugt kýs kveðskapsletur bjóða. Bjóða letur kveðskaps kýs kjöftugt tetur lækna, hljóða setur veika vís viskan Péturs frækna. Heldur er nú farinn að mildast hugurinn í þessari síðustu lýsingu á frænda. Köllum getur hjúkrað hann heilsu metur góða. Öllum betur kvæði kann karlinn Pétur ljóða. Ljóða Pétur karlinn kann kvæði betur öllum. Góða metur heilsu hann hjúkrað getur köllum. Engan þarf að undra þó piltur þessi geti ort. Hefur trúlega nóg frá föður sínum og síðan afa, sem var skáldið og hagyrðingurinn Hjörtur Gíslason á Akureyri. Ekki skemmir að leita aðeins lengra og þá kemur til sögunar langafi Halls, sem var Gísli Jónsson í Bolungarvík sem kallaður var skáldi. Gott að ljúka þessum glettum með þessari vísu Gísla, sem ort er um Hjört ársgamlan 1908. Kaldur munnur köld er hönd kaldur fótur líka. Í brjóstum kennir baugaströnd barnið elskuríka. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 37/2019 9 núvirði rétt tæp 205 þúsund, auk metverðlauna, sem heitið var, að upphæð tæplega 256 þúsund á núvirði. Fjórtánda landsmótið var haldið í Reykjavík daganna 4. til 9. júlí 2000. Með þessu móti urðu þau þáttaskil að mótin skyldu nú haldin með tveggja ára fresti. Augljós afturför var að koma í ljós hvað þátttöku í stökki varðaði en þó var keppt í 300 og 800 m stökki, auk skeiðgreinanna hefðbundnu. Hvað landsmótið árið 2000 varðar er engar upplýsingar að finna hvað upphæð verðlaunafjár varðar en fyrir liggur að þau voru veitt og þá á grunni úrslitaspretta en ekki bestu tíma eins og venja hafði skapast um, þótt hitt hefði verið tíðkað fyrr meir. Hesta- mannafélagið Fákur sá alfarið um kappreiðarnar og hafði félagið líka séð um þær á LM98. Á báðum stöðum starfaði veðbanki en hann hafði þá ekki verið stafræktur um langt árabil á landsmótum en á þessum árum stóð Fákur fyrir veðreiðum á félagssvæði sínu sem sendar voru út í sjónvarpi. Kappreiðastarfsemin stóð því með töluverðum blóma, þó að þreytumerki sæust hvað stökkgreinar varðaði og brokkkappreiðar horfnar en þær höfðu raunar aldrei náð sér verulega á skrið. Nýjungar ruddu sér og til rúms um aldamótin: Startbásar tóku við af ræsingu á línu og rafræn tímataka var tekin upp. Fimmtánda landsmótið var haldið á Vindheimamelum 2002. Á þessu móti var í fyrsta sinn keppt í 100 m flugskeiði en hvað stökkgreinarnar varðar var einungis keppt í 300 m stökki. Mikil þátttaka var í skeiðgreinunum, einkum 100 og 150 m en lítil í stökkinu. Veðbanki starfaði en engin peningaverðlaun voru veitt á mótinu, skv. ákvörðun Landsmóts ehf. sem tekið var við framkvæmd lands- mótanna, og voru þau þar með úr sögunni sem fastur liður. Sextánda landsmótið var haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu 2004. Nú hurfu stökkgreinar endanlega af dag- skránni og tekið var upp kerfi fyrir- fram ákveðins fjölda keppnishrossa í tölti og skeiðgreinum í stað lágmarks- einkunnar eða -tíma til að öðlast þátttökurétt. Barátta fyrir bættum hag kappreiðanna skilaði því að þeim var fundinn betri staður í dagskránni. Flugskeiðið varð einnig hluti af kvöld- vökudagskrá laugardagsins. Lokaorð Á öllum landsmótum frá 2004 hefur framkvæmd kappreiðanna verið með líkum hætti. Keppt hefur verið í skeiðgreinunum þremur, fyrirfram ákveðinn fjöldi keppnishrossa og vitaskuld hvoru tveggja rafræn tímataka og rásbásar hagnýttir. Þær hafa þó frekar en ekki verið hornreka í dagskránni, þótt vitaskuld sýnist sitt hverjum þar um, altént eru þær ekki í þeim miðpunkti og var í gamla daga. Mótin hafa enda margfaldast að umfangi og lengst mjög þó að áhorfendum hafi fækkað mikið og afkoma mótanna þar með versnað. Utanumhald kappreiðanna hefur hins vegar verið í góðu lagi, enda er skeiðíþróttin ekki í neinni lægð nema að síður sé. Í dagskrá landsmóta er þannig ekki lengur talað um kapp- reiðar heldur er liðurinn kallaður skeiðkeppni og starfað hafa sérstök skeiðfélög sem haldið hafa utan um kappreiðahaldið, bæði í sérstökum mótaröðum og stundum einnig á landsmótum. Engar tilraunir hafa þó verið gerðar til veðstarfsemi. Peningaverðlaun heyra og sögunni til, sem er miður. Á fyrri árum voru peningaverð- laun við lýði víðar en bara á lands- mótum, þau voru iðulegast bæði á fjórðungsmótum og öðrum stórmót- um, drógu þau iðulega keppendur langt að sem kepptu þá oft í fleiri greinum en bara kappreiðunum og auðguðu þannig mótin sem urðu fjöl- sóttari en þá þótti sjálfsagt að borga sig inn á mót. Mikil reisn var um árabil hvað þetta varðar á mótum á Vind- heimamelum. Eitt dæmi um umfang verðlaunafjár á fjórðungsmóti má taka af handahófi, sem er fjórðungsmótið á Melgerðismelum árið 1983, þar nam heildarupphæð verðlaunafjár á núvirði rétt um 1,1 milljón og sigurlaunin í 250 m skeiði rétt tæpum 135 þúsundum. Á seinni árum hafa stöku sinnum verið veitt peningaverðlaun, t.d. var myndarlega að því staðið um skeið á haustmótum Andvara, svokölluðum Metamótum og alveg glæsilega á veðreiðum Fáks á seinni hluta tíunda áratugsins sem fyrr voru nefndar. Annað hefur verið tilfallandi, oft ekki um neinar upphæðir að marki að ræða eða mjög torsótt áheit. Stöku sinnum hafa menn og freistast til að hafa peningaverðlaun í öðrum greinum en kappreiðum sem í raun er vonlaust, í ljósi skýlausrar kröfu um að forðast möguleika á hvers konar spillingu. Í næstu greinum verður þessi sami vefur ofinn áfram. Kristinn Hugason

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.