Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Page 4
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008
Sjómannadagur í 70 ár
Með þessum orðum og fleiri lýsti
hinn ungi loftskeytamaður, Henry
A. Hálfdanarson á togaranum
Hafsteini, hugmyndum sínum að
sérstökum hátíðisdegi sem haldinn
skyldi árlega til virðingar við
íslenska sjómenn. Hugmyndinni
lýsti hann í upptendraðri ræðu yfir
stýrimanninum sem stóð vaktina
í brúnni meðan togað var snemma
morguns vestur í Ísafjarðardjúpi.
Stýrimaðurinn var Sæmundur
Ólafsson sem hlustaði á unga
manninn sem var uppfullur af
hugmyndum. Árið var 1929 og það var
vor í lofti fyrir vestan.
Fullmótuð hugmynd
Þennan vormorgunn í Ísafjarðardjúpi
kom Henry í raun með fullmótaðar
hugmyndir að sjómannadeginum
og dagskrá hans eins og hún hélst
í áratugi eftir að hugmyndinni var
hrint í framkvæmd níu árum síðar.
Henry var hugmyndaríkur maður
og mælskur enda varð hann síðar
landsfrægur forystumaður í sinni
sveit, bæði sem framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags Íslands í 28 ár og
formaður Sjómannadagsráðs í 23 ár.
Í munnlegri geymd í 30 ár
Sæmundur stýrimaður var sem betur
fer vel pennafær og búinn skáldlegum
hæfileikum því ræðuna varðveitti
hann í hugskoti sínu í tæp þrjátíu ár
eða þar til hann skáði hana eftir minni
og birti í Sjómannadagsblaðinu árið
1957.
Áskorun að utan
Níu ár eru langur tími í ævi góðrar
hugmyndar og ef til vill hefði hún
dáið drottni sínum ef ekki hefði
komið til bréfleg áskorun árið
1935 frá Félagi loftskeytamanna
á Norðurlöndum til starfsbræðra
sina á Íslandi. Í bréfinu hvetja hinir
erlendu kollegar til stofnunar árlegs
minningardags hér á landi um látna
loftskeytamenn. Bréfið var í kjölfarið
tekið fyrir í stjórn Félags íslenskra
loftskeytamanna (FÍL) þar sem Henry
var formaður. Á fundinum kom fram
mikill áhugi meðal stjórnarmanna
þótt Henry teldi raunar heppilegra
að helga minningardaginn íslensku
sjómannastéttinni allri en ekki
einvörðungu fámennri stétt
loftskeytamanna. Um þetta voru
menn sammála.
Málið kemst á hreyfingu
Sumarið 1936 ritaði Henry svo
grein í Firðritann, félagsblað
loftskeytamanna, þar sem hann
fylgdi hugmyndinni úr hlaði í fyrsta
sinn á opinberum vettvangi. Í henni
ítrekar hann mikilvægi þess að
minnast drukknaðra sjómanna með
árlegum minningardegi auk þess
sem sjómannafélögin hefðu forgang
um að reisa veglegt minnismerki um
drukknaða sjómenn í Reykjavík. Hann
segir meðal annars:
„Meðan þeirra enn þá nýtur við, er
þeim ekki alltaf þakkað að verðleikum,
og ef þeir drukkna eða á annan
hátt verða undir í baráttunni, eru
þeir gleymdir áður en varir. Enginn
legsteinn er þeim reistur, því að oftast
er ekkert leiði til að ganga að og
minnast.
Þegar við athugum, hversu mikla
rækt aðrar þjóðir leggja við minningu
þeirra, sem þær telja að hafi lagt
mikið í sölurnar fyrir heill almennings
og sjáum þann samhug, sem
minnisvarðar þessir vekja, þá er oss
Íslendingum ekki vansalaust hversu
tómlátir vér erum í þessum sökum.“
Góður meðbyr
Öll sjómannafélögin í Reykjavík og
Hafnarfirði reyndust áhugasöm um
málið þegar eftir því var leitað af hálfu
FÍL. Komu fulltrúar félaganna saman
til fundar 8. mars 1937 til að ræða
undirbúning, tilhögun og markmið
sjómannadagsins. Áherslan á minn-
ismerkið vék að nokkru vegna deilna
meðal sjómanna um hvort sjómenn
ættu að reisa minnismerki um sjálfa
sig og töldu sumir að það ætti þjóðin
öll að gera en ekki samtök sjómanna.
Þessi kaleikur var að lokum tekinn frá
sjómönnum því Sölusamtök fiskfram-
leiðenda (SÍF) buðust í lok árs 1937
til að reisa drukknuðum sjómönnum
minnisvarða. Sá minnisvarði reis við
Reykjavíkurhöfn og var síðan fluttur
að Fossvogskapellu þar sem Sjóman-
nadagsráð reisti síðan veglegan min-
nisvarða árið 1997.
Vísir að Sjómannadagsráði
Í lok fundarins 8. mars 1937 var
skipuð tillögunefnd að sjóman-
nadeginum sem segja má að sé í
raun eiginlegt upphaf að stofnun
Sjómannadagsráðs því fyrsti fundur
tillögunefndarinnar, sem haldinn var
25. nóvember sama ár, er skilgreindur
sem stofnfundur Sjómannasam-
takanna í hornsteinsplaggi Hrafnistu
í Reykjavík. Nefndin hélt næsta fund
sinn strax þremur dögum síðar og þar
lagði laganefndin fram „Reglur fyrir
Fulltrúaráð stéttarfélaga sjómana um
starfssvið Sjómannadags“. Stjórn full-
trúaráðsins lét strax hendur standa
fram úr ermum og á fundi í apríl lagði
hún fram fullmótaðar tillögur um
dagskrá sem síðan hafa verið fastir
liðir í hátíðarhaldi sjómannadagsins í
sjávarplássunum um allt land. Má þar
nefna hópgöngu, íþróttir ýmiss konar,
merkjasölu, ræðuhöld og minninga-
rathöfn um drukknaða sjómenn.
Hugmyndin verður
að veruleika
Sjómannadagurinn var fyrst haldinn
í Reykjavík og á Ísafirði sunnudag-
inn 6. júní 1938 og var dagskráin
þaulskipulögð og ítarleg eins og til var
stofnað. Mörg þúsund manns, þar af
um tvö þúsund sjómenn, tóku þátt í
fyrstu hátíðarhöldunum í Reykjavík
þrátt fyrir svalan norðanblástur þegar
skrúðgangan hófst við Stýriman-
naskólann sem þá var við Öldugötu.
Einkennissöngur
sjómannadagsins
Árið 1939 efndi Sjómannadagsráð
til samkeppni um ljóð og lag fyrir
sjómannadaginn. Magnús Stefánsson
(Örn Arnarson) hlaut fyrstu verðlaun
fyrir ljóð sitt Hrafnistumenn við lag
eftir Emil Thoroddsen.
Lag þetta og ljóð er nú
einkennissöngur sjómannadagsins.
Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt –
eins og ætlunarverkið, er sjómannsins
beið.
Hátíð við hafið
Sjómanadagurinn hefur allt frá up-
phafi sínu til dagsins í dag verið mikill
hátíðisdagur í sjávarplássunum allt í
kringum landið. Í Reykjavík tengist
sjómannadagurinn nú Hátíð hafsins
sem Reykjavíkurborg stendur að
með veglegum hætti við höfnina og
stendur alla þá helgi sem sjómannada-
gurinn er haldinn sem venjulega er
fyrsta sunnudag í júní nema hvíta-
sunnu beri upp á þann dag.
Frídagur sjómanna
opinber fánadagur
Árið 1987 voru sett sérstök lög um
sjómannadaginn þar sem tímasetning
hans var lögfest og settar voru reglur
til að tryggja sem flestum sjómön-
num frí á sjómannadaginn. Þar er
líka ákvæði um að sjómannadagurinn
skuli vera almennur fánadagur
og er nú einn af ellefu opinberum
fánadögum.
„Á fögrum vormorgni eins og þessum að lokinni vertíð, þegar flotinn er í höfn til
viðgerðar og þrifa, munu sjómenn helga sér einn dag á vori hverju og nefna hann
Sjómannadag og þeir munu halda daginn hátíðlegan með skrúðgöngu, íþróttum,
ræðuhöldum, dansi og drykkju að kvöldi í vistlegum húsakynnum höfuðstaðarins.
Daginn eftir munu þeir byrja með kappróðri milli skipshafna. Þátttakan
mun verða mikil, hver fleyta, sem þá verður í höfn, mun eiga sína bátshöfn í
róðrarkeppninni. Þá verður keppt í sundi, stakkastundi og björgunarsundi. Sú
keppni verður uppáhaldskeppni sjómanna og þátttakan mikil ...“