Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 6
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008
„Í landi hafa mál þróast þannig að
mikill meirihluti starfsfólks
fiskvinnslunnar er af erlendu bergi
brotinn. Þetta starfsfólk hefur reynst
mjög vel. Við höfum hins vegar ekki
stefnt að því að fjölga eða fækka
erlendum starfsmönnum, þetta hefur
bara ráðist af aðstæðum hverju sinni.
Ég geri ráð fyrir að þróunin verði
svipuð á skipum. Verði aðstæður
slíkar að starfsfólk af erlendum
uppruna sæki í sjómannsstörf og geti
sinnt þeim á öruggan hátt mun því
vísast fjölga um borð eins og í öðrum
starfsstéttum. Mikilvægt er þó að slá
hvergi af öryggiskröfum og þurfa
strangar kröfur um tungumálakun-
náttu að taka mið af því,“ segir Eggert
B. Guðmundsson, forstjóri Granda.
„Menn verða að gera sér grein fyrir því að ekki er til alþjóðlegri atvinnugrein en
kaupskipaútgerð. Séu rekstrarskilyrði hennar hér á landi ekki sambærileg við
það sem gerist hjá öðrum siglingaþjóðum verður ekki til íslenskur kaupskipa-
floti né íslensk farmannastétt. Líði íslensk farmannastétt undir lok verður
þjóðfélag okkar einni atvinnugrein fátækara. Til þess má ekki koma.“
Þetta segir Guðlaugur Gíslason, fyrrum formaður Stýrimannafélags Íslands
og framkvæmdastjóri þess í þrjá áratugi. Guðlaugur er sestur í helgan stein en
fylgist allvel með málefnum atvinnugreinar sinnar sem hann helgaði líf sitt um
langt árabil.
Eins gott að afnema lögin
„Mér finnst sannast sagna furðulegt að alvöru stéttasamtök eins og Alþýðusam-
band Íslands skuli ekki skilja að þetta mál snýst um samkeppnishæfni. Lögin
um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sem gengu í gildi um síðustu áramót, eru
einskis nýt, eins og þau eru úr garði gerð, og alveg eins gott að afnema þau,“
segir Guðlaugur.
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, segir sjómannsstarfið vera í
samkeppni við önnur störf sem bjóðast hér á landi. Samherji hafi þó ekki sóst
eftir því sérstaklega að ráða erlenda menn á skip félagsins á Íslandi. Komi hins
vegar til vöntunar á íslensku fólki til sjós hljóti greinin að leita annað til að
halda starfsemi gangandi líkt og aðrar greinar hafa svo ríkulega gert hér
undanfarin ár.
„Hins vegar hefur samanburðurinn við önnur störf ekki verið sjómanns-
starfinu hliðhollur undanfarin ár. Mjög sterk staða krónunnar hefur leitt til
launalækkunar og minnkandi aflaheimildir hafa dregið úr eftirspurn eftir
skipsrúmi um borð í íslensku fiskiskipunum auk þess sem minni aflaheimildir
leiða sjálfkrafa til fækkunar sjómanna,“ segir Kristján. Hann bindur vonir við að
frekari tækniþróun leiði í framtíðinni til enn minni mannaflaþarfar um borð svo
treysta megi betur samkeppnishæfni greinarinnar við aðrar atvinnugreinar og
aðrar þjóðir. Þannig verði áfram til öflug íslensk sjómannastétt þótt fjöldinn
verði ekki sá sami og áður.
Minni áhugi á sjómennsku en áður
„Samkeppnin er fyrst og fremst um aflaheimildir og markaði. Óvissan í greinin-
ni, ekki síst um framtíð aflaheimilda, hefur að mínu áliti líka dregið úr áhuga
íslenskra ungmenna á greininni og sú þróun kann að leiða til þess að útgerðar-
menn fiskiskipa verði um síðir að leita á önnur mið við ráðningar um borð. Ég
hef þó ekki trú á að leitað verði til útlanda eftir starfskröftum í tímabundin
störf um borð í skipum“ segir Kristján.
Tungumálið mikilvægur þáttur
„Fremur tel ég að þeir útlendingar, sem sest hafa að hér á landi, t.d. í því aug-
namiði að stunda sjóinnn, komi vel til greina þegar kemur að ráðningum ef þeir
tala tungumálið, ekki síst ef þeir hafa reynslu af sjómennsku. Öryggismál eru
mjög stór og mikilvægur þáttur um borð í fiskiskipum og áhöfn, sem ekki talar
sama tungumál, getur verið hættuleg sér og umhverfi sínu þannig að tung-
umálaörðugleikar verða alltaf til vandræða um borð í fiskiskipum. Ég sé ekki
fyrir mér að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki manni skip sín alfarið erlendri áhöfn,“
segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja á Akureyri.
Ekkert íslenskt kaupskip er lengur skráð á Íslandi, þau hafa öll
verið færð undir erlendar alþjóðlegar skipaskrár, m.a. færeyska. Að
auki eru fæst skipanna lengur mönnuð íslenskum áhöfnum. Þeir
Íslendingar sem enn eru eftir um borð eru flestir færeyskir
launþegar enda starfsmenn dótturfyrirtækja íslensku félaganna í
viðkomandi landi.
Lengi hefur verið varað við þessari áralöngu þróun sem leitt
hefur til þeirrar stöðu sem nú er uppi. Hin íslenska alþjóðlega
skipaskrá (ISS), sem stofnuð var með lögum frá alþingi og tók gildi
1. janúar síðastliðinn, er í raun andvana fætt plagg að mati flestra
hagsmunaaðila í greininni, enda engar líkur á að skipafélögin kjósi
að færa skip sín á ný undir íslenskan fána með skráningu á ISS.
Ástæðan er m.a. eftirfarandi málsgrein, sem felld var út úr
frumvarpinu að kröfu ASÍ: „Um kjör skipverja í áhöfn kaupskips
fer eftir þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið við stéttarfé-
lög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili. Kjarasamnin-
gur gildir einungis fyrir félaga í því stéttarfélagi og ríkisborgara
þess ríkis sem stéttarfélag á lögheimili í, enda eru þeir ekki í
öðrum stéttarfélögum sem gerður hefur verið kjarasamningur
við.“ Það fækkar því óðum í röðum íslenskra farmanna um borð í
kaupskipum. Erlendir starfsbræður þeirra taka við.
Að undanförnu hafa margir velt því fyrir sér hvort íslensku
sjómannastéttarinnar bíði svipuð örlög og farmannastéttarinnar.
Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna benda á að enda þau
hafi ekki sem markmið að ráða erlent vinnuafl þá ráði framboð og
eftirspurn að endingu úrslitum í þeim efnum. Vilji landsmenn
ekki leggja fyrir sig sjómennsku verði að leita á önnur mið. Fólk af
erlendu bergi brotið hafi reynst vel í starfi í landi og svo fremi sem
tungumálaefiðleikum verði ekki fyrir að fara megi gera ráð fyrir
svipaðri þróun um borð í fiskiskipum.
Íslensk kaupskipaútgerð ekki til lengur
Mun íslenskum sjómönnum á fiskiskipum fækka eins og sjómönnum um borð í kaupskipum?
Svipuð
þróun og
hjá öðrum
starfs-
stéttum
Tungumálaörðugleikar
afar slæmir um borð í
fiskiskipum
Ekki til alþjóðlegri
atvinnugrein en
kaupskipaútgerð