Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Blaðsíða 32
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra Mikið kapp er lagt á uppbyggingu og viðhald á orlofssvæði sjómanna í Hraunborgum í Grímsnesi. Töluverð eftirspurn er eftir nýjum lóðum, enda svæðið fjölskylduvænt og vinsælt. Ásgeir S. Ingvason, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, segir fólk eðlilega gera miklar kröfur um góðan aðbúnað á sumarbústaðasvæðum „og við gerum allt sem við getum til þess að standa undir öllum væntingum sumarbústaðaeigenda og gesta svæðisins.“ Fyrir tveimur árum hófst úthlutun nýrra leigulóða á 120 lóða svæði sem verður tekið í notkun í áföngum á næstu árum. Átján lóðir sem úthutað var í síðasta áfanga voru fljótar að fara og um þessar mundir er að hefjast úthlutun á 27 lóðum við tvær nýjar götur, Bakkavík og Hofsvík. Hver lóð er 5.100 fm með aðgangi að heitu og köldu vatni sem lagt er að lóðarmörkum en nýverið gerði Sjómannadagsráð samkomulag við sveitarfélagið um að það sæi Hraunborgum bæði fyrir heitu og köldu vatni. „Göturnar í nýja hverfinu bera nöfn frá víkum og vogum við höfuðborgarsvæðið, frá Hafnarfirði til upp Kjalarness, enda starfar Sjómannadagsráð á öllu því svæði,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs hefur töluvert verið unnið að vegagerð á svæðinu „og við munum halda áfram að leggja olíumöl á aðalgötur sumarbústaðahverfisins. Einnig er stefnt að breytingum hvað varðar innakstur á svæðið. Nú er ekið inn á orlofssvæðið frá Kiðabergsvegi en stefnt er að því að leggja nýjan veg inn á svæðið frá Biskupstungnabraut. Það styttir vegalengdina frá höfuðborgarsvæðinu um 5 kílómetra.“ Fjallahringurinn fagurblár ,,Nýverið voru töluverðar endurbætur gerðar á þjónustumiðstöðinni. Einnig hefur baðaðstaðan við sturtuklefa sundlaugarinnar hefur verið endurnýjuð að miklu leyti, en sundlaugin hefur notið mikilla vinsælda frá því hún var tekin í notkun árið 1988. Við hana eru þrír heitir pottar og eimbað. Þjónustumiðstöðin og sundlaugin eru opnar frá 30. maí til 24. ágúst. Þar er hægt að spila blallskák, leigja reiðhjól og hjóla um nágrennið, njóta þess að leika við börnin í margvíslegum leiktækjum og spila golf, því á svæðinu er skemmtilegur níu holu golfvöllur. Í sumar verður sett upp útsýnisskífa við þjónustumiðstöðina. Þar getur fólk virt fyrir sér fjallahringinn og lært örnefni, því eins og skáldið sagði, er landslag lítils virði ef það heitir ekki neitt,“ segir Ásgeir Auk sumarbústaðanna er vinsælt tjaldsvæði á Hraunborgarsvæðinu. Þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og hjólhýsi. „Við tjaldsvæðið er góð snyrtiaðstaða með heitu og köldu vatni. Þetta svæði hefur verið sérlega vinsælt meðal hópa og starfsmannafélaga auk þess sem þar eru árlega haldin ófá ættarmót,“ segir Ásgeir. Upplýsingar um lausar sumar- bústaðalóðir og aðstöðuna í Hraunborgum fást hjá félagsheimili sjómanna í Hraunborgum í síma 486- 4414, hjá Sjómannadagsráði í síma 585-9301 og á vef Sjómannadagsráðs, www.sjomannadagsrad.is. Lausar lóðir í Hraunborgum

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.