Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Bjarni Benediktsson benti á eft-irfarandi í fyrradag: „Með
þeirri fjölgun á atvinnuleysisskrá
(hlutastörf meðtalin) sem hefur orð-
ið treysta nú rúmlega 50% allra full-
orðinna á ríkið til framfærslu. Þetta
þarf að breytast. Það gerist fyrst og
fremst með endurheimt starfa og
sköpun nýrra í einkageiranum.“
Styrmir Gunn-arsson skrifaði á
vef sinn í gær: „Í sam-
tali við RÚV í morgun
sagði Bjarni Bene-
diktsson fjármála-
ráðherra að það væri
nauðsynlegt við nú-
verandi aðstæður að
fara yfir hvern ein-
asta útgjaldalið rík-
issjóðs til þess að
kanna, hvar hægt
væri að skera niður.
Þessi ummæliBjarna eru fagn-
aðarefni. Það hefur gjarnan verið
svo, að það hefur þótt sjálfsagt að
fyrirtæki og heimili skeri niður út-
gjöld, en minna um að opinberir að-
ilar, og þá er átt við bæði ríki og
sveitarfélög, geri það sama.
Ummæli Bjarna í morgun sýna aðhann hefur fullan skilning á
því að nú eigi það sama við um ríkis-
sjóð.
Væntanlega munu þess sjástmerki í fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár í haust.“
Vonandi hefur Styrmir rétt fyrirsér um þetta. Hið opinbera hef-
ur þanist út og nú þarf að bregðast
við með fækkun opinberra starfa og
auknu svigrúmi fyrir einkageirann
sem skapar verðmætin sem eru for-
senda bæði fyrir opinberum störfum
og velferð almennings.
Bjarni
Benediktsson
Réttmætar
ábendingar
STAKSTEINAR
Styrmir
Gunnarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Opið helgihald í kirkjum landsins má hefja sunnu-
daginn 17. maí en án altarisgöngu. Þetta kemur
fram í bréfi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups
til safnaðanna. Vegna samkomubanns hefur helgi-
hald legið niðri en nú hafa reglur verið rýmkaðar
og 50 manns mega koma saman.
„Kirkjan fer hins vegar í einu og öllu eftir
reglum og tilmælum almannavarna og þríeyk-
isins. Opið safnaðarstarf er því undir formerkjum
þeirra hópa- og samskiptatakmarkana sem verða í
gildi þann tíma. Og að sjálfsögðu verður tveggja
metra reglan höfð í heiðri,“ segir Pétur G. Mark-
an, samskiptastjóri Biskupsstofu.
Í ár ber hvítasunnudaginn upp á 31. maí. „Áður
ákveðnar fermingar um hvítasunnu mega fara
fram innan þeirra marka sem að ofan greinir í
samræmi við fyrirmæli yfirvalda. Að öðrum kosti
ekki. Þetta þýðir að hópar barna fermast ekki á
hvítasunnu en heimilt er að ferma eitt til tvö börn
í sömu athöfn,“ segir biskup í bréfi sínu til safn-
aðanna. „Við leggjum okkur fram um að hlýða fyr-
irmælum yfirvalda. Verum góðar fyrirmyndir,“
segir biskup. sisi@mbl.is
Ferma má um hvítasunnuna
Helgihald má hefjast í
kirkjum landsins 17. maí
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferming Heimilt verður að ferma um hvítasunn-
una en ekki í hópum eins og venjulega tíðkast.
Fjögur tilboð bárust í breikkun og
endurbætur hringvegarins í Mos-
fellsbæ, milli Skarhólabrautar og
Langatanga, og reyndust þau öll
undir kostnaðaráætlun.
Loftorka Reykjavík ehf., Garða-
bæ, bauð lægst eða krónur
490.380.000. Áætlaður verktaka-
kostnaður var 706 milljónir. Einn-
ig buðu í verkið Grafa og grjót
ehf., Ístak hf. og Háfell ehf.
Lengd vegkaflans er um 1.100
metrar. Ganga á rösklega til
verks því stefnt er að verklokum
1. desember 2020. Um er að ræða
samstarfsverkefni Vegagerð-
arinnar og Mosfellsbæjar.
Í útboðslýsingu kemur fram að
breikka á vegastæðið svo hægt
verði að koma fyrir fjórum ak-
reinum og aðskilja akstursstefnur
með vegriði. Nú er þarna 2x1-
vegur og myndast oft stíflur á
álagstímum.
Breikkunin innifelur bergsker-
ingar inn í Lágafell auk annarra
skeringa. Umframefni skal koma
fyrir í hljóðmönum við veginn.
Árið 2021 er stefnt að því að
breikka næsta kafla, frá Langa-
tanga að Þverholti Reykjavegi.
Þar er reyndar 2+2-vegur í dag
en ekki aðskildar akstursstefnur.
sisi@mbl.is
Hagstæð tilboð í vega-
bætur í Mosfellsbæ
Vesturlandsvegur í Mosfellsbæ
Breikkun og endurbætur
Baugshlíð
Langitangi
Skarhólabraut
Reykjavegur
Þverholt
M OS F E L LS BÆ R
Re
yk
jav
ík
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Verkhluti í útboði: Um 1,1 km
vegarkafl i milli Skarhólabrautar
og Langatanga. Verklok 2020.
Verklok 2021: Frá Langatanga
að Þverholti/Reykjavegi