Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Bjarni Benediktsson benti á eft-irfarandi í fyrradag: „Með þeirri fjölgun á atvinnuleysisskrá (hlutastörf meðtalin) sem hefur orð- ið treysta nú rúmlega 50% allra full- orðinna á ríkið til framfærslu. Þetta þarf að breytast. Það gerist fyrst og fremst með endurheimt starfa og sköpun nýrra í einkageiranum.“    Styrmir Gunn-arsson skrifaði á vef sinn í gær: „Í sam- tali við RÚV í morgun sagði Bjarni Bene- diktsson fjármála- ráðherra að það væri nauðsynlegt við nú- verandi aðstæður að fara yfir hvern ein- asta útgjaldalið rík- issjóðs til þess að kanna, hvar hægt væri að skera niður.    Þessi ummæliBjarna eru fagn- aðarefni. Það hefur gjarnan verið svo, að það hefur þótt sjálfsagt að fyrirtæki og heimili skeri niður út- gjöld, en minna um að opinberir að- ilar, og þá er átt við bæði ríki og sveitarfélög, geri það sama.    Ummæli Bjarna í morgun sýna aðhann hefur fullan skilning á því að nú eigi það sama við um ríkis- sjóð.    Væntanlega munu þess sjástmerki í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár í haust.“    Vonandi hefur Styrmir rétt fyrirsér um þetta. Hið opinbera hef- ur þanist út og nú þarf að bregðast við með fækkun opinberra starfa og auknu svigrúmi fyrir einkageirann sem skapar verðmætin sem eru for- senda bæði fyrir opinberum störfum og velferð almennings. Bjarni Benediktsson Réttmætar ábendingar STAKSTEINAR Styrmir Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opið helgihald í kirkjum landsins má hefja sunnu- daginn 17. maí en án altarisgöngu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til safnaðanna. Vegna samkomubanns hefur helgi- hald legið niðri en nú hafa reglur verið rýmkaðar og 50 manns mega koma saman. „Kirkjan fer hins vegar í einu og öllu eftir reglum og tilmælum almannavarna og þríeyk- isins. Opið safnaðarstarf er því undir formerkjum þeirra hópa- og samskiptatakmarkana sem verða í gildi þann tíma. Og að sjálfsögðu verður tveggja metra reglan höfð í heiðri,“ segir Pétur G. Mark- an, samskiptastjóri Biskupsstofu. Í ár ber hvítasunnudaginn upp á 31. maí. „Áður ákveðnar fermingar um hvítasunnu mega fara fram innan þeirra marka sem að ofan greinir í samræmi við fyrirmæli yfirvalda. Að öðrum kosti ekki. Þetta þýðir að hópar barna fermast ekki á hvítasunnu en heimilt er að ferma eitt til tvö börn í sömu athöfn,“ segir biskup í bréfi sínu til safn- aðanna. „Við leggjum okkur fram um að hlýða fyr- irmælum yfirvalda. Verum góðar fyrirmyndir,“ segir biskup. sisi@mbl.is Ferma má um hvítasunnuna  Helgihald má hefjast í kirkjum landsins 17. maí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferming Heimilt verður að ferma um hvítasunn- una en ekki í hópum eins og venjulega tíðkast. Fjögur tilboð bárust í breikkun og endurbætur hringvegarins í Mos- fellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, og reyndust þau öll undir kostnaðaráætlun. Loftorka Reykjavík ehf., Garða- bæ, bauð lægst eða krónur 490.380.000. Áætlaður verktaka- kostnaður var 706 milljónir. Einn- ig buðu í verkið Grafa og grjót ehf., Ístak hf. og Háfell ehf. Lengd vegkaflans er um 1.100 metrar. Ganga á rösklega til verks því stefnt er að verklokum 1. desember 2020. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerð- arinnar og Mosfellsbæjar. Í útboðslýsingu kemur fram að breikka á vegastæðið svo hægt verði að koma fyrir fjórum ak- reinum og aðskilja akstursstefnur með vegriði. Nú er þarna 2x1- vegur og myndast oft stíflur á álagstímum. Breikkunin innifelur bergsker- ingar inn í Lágafell auk annarra skeringa. Umframefni skal koma fyrir í hljóðmönum við veginn. Árið 2021 er stefnt að því að breikka næsta kafla, frá Langa- tanga að Þverholti Reykjavegi. Þar er reyndar 2+2-vegur í dag en ekki aðskildar akstursstefnur. sisi@mbl.is Hagstæð tilboð í vega- bætur í Mosfellsbæ Vesturlandsvegur í Mosfellsbæ Breikkun og endurbætur Baugshlíð Langitangi Skarhólabraut Reykjavegur Þverholt M OS F E L LS BÆ R Re yk jav ík Kortagrunnur: OpenStreetMap Verkhluti í útboði: Um 1,1 km vegarkafl i milli Skarhólabrautar og Langatanga. Verklok 2020. Verklok 2021: Frá Langatanga að Þverholti/Reykjavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.