Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Innra byrði má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL
Tilkynnt hefur verið hvaða fjögur
söfn eru tilnefnd til Íslensku safna-
verðlaunanna í ár. Íslandsdeild Al-
þjóðaráðs safna (ICOM) og Félag ís-
lenskra safna og safnmanna
(FÍSOS) standa saman að verðlaun-
unum sem eru viðurkenning veitt
annað hvert ár íslensku safni fyrir
framúrskarandi starfsemi. Verða
þau nú veitt í tuttugasta sinn. Í til-
kynningu segir að í ár hafi borist
óvenjumargar ábendingar um
áhugaverð verkefni, enda sé safna-
starf með eindæmum blómlegt. Bár-
ust valnefndinni 47 tilnefningar til
34 verkefna þar sem að minnsta
kosti 21 safn kom við sögu ásamt
fleiri stofnunum og samstarfs-
aðilum.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, afhendir safnaverðlaun-
in 2020 þann 18. maí í Safnahúsinu
við Hverfisgötu. Athöfninni verður
streymt á samfélagsmiðlum í ljósi
aðstæðna í samfélaginu.
Tilnefnd fimm söfn og verkefni
eru: „Austfirskt fullveldi – sjálfbært
fullveldi“ – Minjasafn Austurlands á
Egilsstöðum, Tækniminjasafn Aust-
urlands á Seyðisfirði og Sjóminja-
safn Austurlands á Eskifirði ásamt
Gunnarsstofnun, menningar- og
fræðasetri á Skriðuklaustri.
„Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár“
– ný grunnsýning Sjóminjasafns
Bogarsögusafns Reykjavíkur og að-
koma tvennra hollvinasamtaka, Óð-
ins og Magna.
„2019 – ár listar í almannarými
hjá Listasafni Reykjavíkur“, verk-
efni sem vakti athygli á listinni í dag-
legu umhverfi utan veggja safnsins.
„Vatnið í náttúru Íslands“ – ný
grunnsýning Náttúruminjasafns Ís-
lands.
Þá er tilnefnd ný varðveislu- og
rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns
Íslands í Kópavogi ásamt Handbók
um varðveislu safnkosts, sem sagt er
mikilvægt framlag til minjaverndar
á landsvísu.
Tilnefningar til
safnaverðlauna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýtt Varðveislu- og rannsóknamið-
stöð Þjóðminjasafns er tilnefnd.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta var mjög tvísýnt því atkvæð-
in dreifðust mjög jafnt og fáum at-
kvæðum munaði á efstu tveimur
verkum,“ segir Marta Nordal, leik-
hússtjóri Leikfélags Akureyrar
(LA), en í gær varð ljóst að Bene-
dikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guð-
laugsson vann í opinni netkosningu
sem LA stóð fyrir þar sem almenn-
ingi gafst kostur á að velja hvaða
barnaleikrit sett yrði á svið í Sam-
komuhúsinu í febrúar 2021 í leik-
stjórn Völu Fannell.
„Það má segja að við höfum verið
með plan A, B og C til þess að niður-
staðan kæmi okkur ekki að óvörum.
Við vorum þannig auðvitað búin að
tryggja okkur sýningarréttinn á öll-
um þremur verkum, gera fjárhags-
áætlun fyrir þau öll, fara í grunn-
hugmyndavinnu og við Vala búnar
að velta vöngum yfir hvaða leikara
gaman væri að fá í hlutverk,“ segir
Marta og tekur fram að þegar hafi
verið ákveðið að Móglí, leikgerð
Illuga Jökulssonar á bókinni
Skógarlíf eftir Rudyard Kipling,
sem fékk næstflest atkvæði, verði
barnasýning LA vorið 2022.
Lærdómsríkt ferli
„Það er mjög sterk saga sem
spennandi verður að segja,“ segir
Marta og bendir á að öll þrjú verkin
hafi verið mjög sterk, en þriðja
verkið var Fíasól eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur. „Öll verkin
þrjú eiga sér mjög tryggan aðdá-
endahóp,“ segir Marta og bendir á
að tónlistin við Benedikt búálf sé
þekkt og í uppáhaldi hjá mörgum.
„Það vill svo skemmtilega til að
Þorvaldur Bjarni samdi tónlistina
og Andrea Gylfa söngtextana. Það
er því ljóst að við munum fara í sam-
starf við Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands við uppsetninguna,“ segir
Marta, en Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson er tónlistarstjóri Menn-
ingarfélags Akureyrar (MAk).
Marta segir kosningar opnar al-
menningi sem leið til að velja leik-
verk til uppsetningar spennandi.
„Þetta var mjög lærdómsríkt ferli
og við verðum því reynslunni ríkari
næst þegar við efnum til slíkra
kosninga,“ segir Marta og tekur
fram að hún hafi mjög gaman af því
að hugsa út fyrir boxið.
Hlutdeild í leikhúsinu
„Við erum vön því kerfi í leikhús-
inu að þar ráði leikhússtjórinn alltaf
öllu í reynd. Það eru hins vegar alls
kyns leiðir til að stjórna stofnun eða
fyrirtæki og strúktúrinn getur verið
mjög misflatur,“ segir Marta og
bendir á að bæði ríki og borg séu í
auknum mæli að átta sig á mikil-
vægi valddreifingar. „Markmið okk-
ar er að fólk eignist hlutdeild í leik-
húsinu og upplifi að það sé hlustað á
það og að rödd þess skipti máli. Það
er mjög lærdómsríkt fyrir mig sem
stjórnanda að setja ferli á borð við
þetta af stað og sýna það æðruleysi
að treysta útkomunni,“ segir Marta,
sem hefur sem leikhússtjóri ekki
farið varhluta af samkomubanninu
þar sem hætta þurfti snögglega sýn-
ingum á söngleiknum Vorið vaknar.
„Við erum ekki með fastráðna
leikara og því höfum við ekki tekið
þátt í streymi. Í staðinn höfum við
nýtt tímann til að undirbúa næsta
leikár,“ segir Marta og tekur fram
að margt spennandi sé í pípunum.
„Við vitum hins vegar ekkert frekar
en önnur leikhús hvernig haustið lít-
ur út eftir að tilkynnt var að tveggja
metra reglan gilti út árið.“
Kallast á við samtímann
Að sögn Mörtu fer LA í samstarf
við Steinunni Knútsdóttur og Grétu
Kristínu Ómarsdóttur um þátttöku-
leikhúsverkefni sem nefnist Eyja og
sýnt verður í Hrísey á Akureyrar-
vöku í lok ágúst og á A! gjörninga-
hátíð á Akureyri í október, en verkið
verður unnið í samstarfi við íbúa
Hríseyjar.
Fyrsta frumsýning haustsins
verður, að sögn Mörtu, unnin í sam-
starfi við Hælið – setur um sögu
berklanna sem er í Kristnesi og rek-
ið undir stjórn Maríu Pálsdóttur.
„Sýningin verður frumsýnd í Hæl-
inu í september. Þar er um að ræða
„site-specific“ þátttökusýningu þar
sem áhorfendur verða leiddir um
húsnæðið og því takmarkaður áhorf-
endafjöldi og auðvelt að virða
tveggja metra regluna,“ segir
Marta. Leikstjóri er Vala Ómars-
dóttir og handritið skrifar Vil-
hjálmur B. Bragason, sem titlar sig
Vandræðaskáld. „Leikritið verður
unnið upp úr heimildum, m.a. bréf-
um sjúklinga sem dvöldu á hælinu.
Það hefur verið draumur Maríu að
gera þessa sýningu síðan Hælið var
opnað og því var vinnan löngu kom-
in af stað áður en kórónuveiru-
faraldurinn braust út. Þetta er bæði
áhrifamikið og áhugavert umfjöll-
unarefni sem kallast sterklega á við
samtímann.“
Kjörið tækifæri til að hugsa
hlutina upp á nýtt
Vorið 2021 mun Marta í annað
sinn leikstýra útskriftarsýningu
nemenda af leikarabraut frá
Listaháskóla Íslands, en vorið 2019
leikstýrði hún Mutter Courage eftir
Bertolt Brecht við góðar viðtökur.
„Um er að ræða samstarfsverkefni
Leikfélags Akureyrar, Listaháskól-
ans og Þjóðleikhússins sem sýnt
verður bæði á Akureyri og í Reykja-
vík,“ segir Marta og tekur fram að
um afar spennandi verk sé að ræða.
„Ég get að svo stöddu því miður
ekki ljóstrað upp hvaða verk þetta
er en get þó sagt að um nýtt erlent
verk er að ræða sem er mjög spenn-
andi og talar beint inn í samtíma
okkar og samfélag,“ segir Marta.
Segir hún yfirstandandi óvissu-
tíma hvatningu til að hugsa hlutina
upp á nýtt. „Ástandið núna hvetur
okkur til að hugsa hlutina upp á
nýtt. Við erum að lifa hluti sem
maður sá aldrei fyrir sér að gætu
gerst og samt heldur samfélagið
áfram. Það er hins vegar ekkert
sem segir að gera þurfi hlutina eins
og þeir hafa alltaf verið gerðir. Mér
finnst áhugavert að skoða hluti í
nýju ljósi,“ segir Marta og tekur
fram að sér finnist mikilvægt að LA
marki sér sérstöðu. „Við eigum ekki
að elta það sem aðrir eru að gera
heldur hafa nýsköpun að leiðarljósi
og skoða hlutina ferskum augum.
Ég vil hugsa út fyrir kassann og
nýta í því skyni smæð okkar og
frelsi í stað þess að vera lokuð inni í
einhverju fyrir fram mótuðu kerfi.
Það er vegarnestið sem ég fer með
inn í næsta leikár,“ segir Marta að
lokum.
„Vil hugsa út fyrir kassann“
Benedikt búálfur hlutskarpastur í netkosningu Fyrsta frumsýning hausts-
ins þátttökusýning í Hælinu Marta Nordal leikstýrir útskriftarsýningu LHÍ
Morgunblaðið/Eggert
Nýtt „Mér finnst áhugavert að skoða hluti í nýju ljósi,“ segir Marta Nordal.
The Nickel Boys eftir Colson White-
head hlýtur hin virtu bandarísku
Pulitzer-verðlaun í ár sem besta
skáldsagan vestanhafs en sagan
fjallar um skóla þar sem tugir
svartra drengja eru pyntaðir og
myrtir. The Dutch House eftir Ann
Patchett og The Topeka School eftir
Ben Lerner voru einnig tilnefndar
sem besta skáldsaga ársins.
Pulitzer-verðlaunin eru veitt í
ýmsum flokkum bókmennta og
blaðamennsku. Sweet Taste of Lib-
erty: A True Story of Slavery and
Restitution in America eftir W. Cal-
eb McDaniel var valin besta sagn-
fræðilega bókin; Sontag: Her Life
and Work eftir Benjamin Moser,
sem fjallar um hinn áhrifamikla fjöl-
fræðing Susan Sontag, var valin
besta ævisagan; og tvær bækur
deildu verðlaunum sem besta
óskáldaða verkið: The End of the
Myth: From the Frontier to the
Border Wall in the Mind of America,
eftir Greg Grandin, og The Un-
dying: Pain, Vulnerability, Morta-
lity, Medicine, Art, Time, Dreams,
Data, Exhaustion, Cancer, and Care
eftir Anne Boyer. Þá var besta ljóða-
bók ársins valin The Tradition eftir
Jericho Brown.
Í flokkum blaða- og frétta-
mennsku hrepptu starfsmenn á The
New York Times flest verðlaun,
þrenn – fyrir rannsóknarblaða-
mennsku, alþjóðleg fréttaskrif og
persónulega sýn í greinaskrifum –
og New Yorker-tímaritsins tvenn,
fyrir greinaskrif og skopteikningar
af vettvangi frétta.
Verðlaunaður Colson Whitehead
Hrepptu
Pulitzer