Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýlegarskoð-anakann-
anir vestanhafs
þykja ekki lofa
góðu fyrir Donald
Trump Banda-
ríkjaforseta, en þær benda til
þess að Joe Biden, væntan-
legur forsetaframbjóðandi
demókrata, hafi meira fylgi
en Trump, bæði á landsvísu,
en ekki síður í nokkrum af
þeim lykilríkjum sem skipta
munu sköpum þegar talið
verður upp úr kjörkössunum í
nóvember.
Trump hefur reyndar sýnt
og sannað það í gegnum
stjórnmálaferil sinn, að hann
er ólíkindatól, og skemmst er
að minnast þess að flestar
skoðanakannanir á sama tíma
fyrir fjórum árum bentu til
þess að Hillary Clinton myndi
verma forsetastólinn að kosn-
ingum loknum en það fór á
annan veg. Biden þykir þó
öllu óárennilegri mótherji
fyrir forsetann en Clinton
var, ekki síst þar sem hann
virðist ná mun betur en Clint-
on gerði nokkurn tímann til
þeirra kjósendahópa í
„sveifluríkjunum“ svoköll-
uðu, sem flakka jafnan á milli
repúblikana og demókrata
eftir því hvor flokkurinn
heillar meira þá stundina.
Það er þó engan veginn á
vísan að róa, og tæknilega séð
hefur Biden ekki einu sinni
tryggt sér útnefningu flokks-
ins. Að undanförnu hafa svo
komist í hámæli ásakanir
fyrrverandi aðstoðarkonu
hans, Töru Reade að nafni, en
hún heldur því fram að Biden
hafi beitt sig kynferðislegu
ofbeldi árið 1993. Andstæð-
ingar Bidens, jafnt úr röðum
demókrata og repúblikana,
hafa gripið þessar ásakanir á
lofti og reynt að gera sem
mest úr þeim, á meðan stuðn-
ingsmenn Bidens, þar á með-
al mestöll framvarðarsveit
Demókrataflokksins, vilja
gera sem minnst úr málinu.
Staða þeirra er þó ekki öf-
undsverð, þar sem margir af
þeim sem nú koma Biden til
varnar hafa verið framarlega
í flokki þeirra, sem stutt hafa
við MeToo-hreyfinguna svo-
nefndu, en eitt af slagorðum
hennar er að trúa beri öllum
konum þegar þær beri fram
ásakanir um kynferðisbrot.
Nú halda þessir sömu uppi
vörnum fyrir Biden, meðal
annars með því að vega að
trúverðugleika Reade.
Biden hefur nú loks eftir
nokkra bið stigið fram og
hafnað ásök-
ununum. „Þetta
gerðist aldrei,“
segir hann, „svo
einfalt er það.“
Aðrir benda á að
þetta sé ekki al-
veg svo einfalt, því að Biden
hafi hingað til verið í hópi
þeirra sem telja að alltaf eigi
að trúa slíkum ásökunum.
Spurður út í þetta reynir Bid-
en nú að halda því fram að
hann hafi ekki talað með þeim
hætti sem hann gerði, aðeins
að hann hafi talið að konur
ættu rétt á að láta heyra í sér
um slík mál en að á endanum
væri það sannleikurinn sem
skipti máli.
Ekki er víst að dómaranum
Brett Kavanaugh þyki mikið
til um þennan málflutning
Bidens. Þegar Kavanaugh
sætti sambærilegum ásök-
unum sagði Biden að það yrði
að ganga út frá því að kona
sem setti fram slíkar ásak-
anir segði satt, að minnsta
kosti í meginatriðum, jafnvel
þó að einhverjar staðreyndir
væru á reiki hjá henni. Nú
telur Biden fráleitt að trúa
ásakandanum, sem kann að
vera skiljanlegt ef gengið er
út frá sakleysi Bidens, en
hann hefur sjálfur ekki viljað
hafa þann mælikvarða hingað
til.
Augljóst virðist að þetta
mál muni draga úr trúverðug-
leika Bidens þó að óljóst sé
hve mikið og hvort það verði
þýðingarmikið í komandi
kosningum. Í svipinn virðist
þó sem ásakanirnar muni
ekki hafa mikil áhrif á fram-
boð hans til forseta, ekki
nema eitthvað meira komi
upp úr dúrnum sem renni
frekari stoðum undir ásak-
anir Reade. Það virðist þó
ekki líklegt og aðallega ósk-
hyggja andstæðinga Bidens,
einkum þó stuðningsmanna
Bernies Sanders í forvali
demókrata, en þeir virðast
enn trúa því að Biden sé eina
ljónið í vegi Sanders að út-
nefningu flokksins.
Þá horfa þeir framhjá því,
að heltist Biden úr lestinni
eru allar líkur á því að ein-
hver annar úr „hófsamari“
armi flokksins verði dreginn
fram á sjónarsviðið, og er þá
helst horft til Andrews
Cuomos, ríkisstjóra New
York, sem hefur verið mjög í
sviðsljósinu vegna kórónu-
veirunnar. Hitt er þó víst, að
lendi Demókrataflokkurinn í
síðbúnum vandræðum með
forsetaefni sitt yrði það vatn
á myllu Trumps.
Munu ásakanir um
áreitni torvelda
sókn Bidens
að Hvíta húsinu?}
Mælikvarðar sem
gilda aðeins um aðra
Á
þeim tímum sem við nú upplifum,
þar sem heimurinn eins og við eig-
um að venjast fer nánast á hvolf
er okkur afar mikilvægt að
staldra við og skoða hvort við get-
um mögulega gert betur, haft hlutina öðruvísi
eða hvort það samfélag sem við búum í sé besta
útgáfan af sér.
Rétt eins og í lífi einstaklings sem stendur á
tímamótum og horfir á líf sitt til fortíðar og
framtíðar þarf samfélagið okkar að gera slíkt
hið sama. Við stöndum á tímamótum og eigum
við að nota þetta kærkomna tækifæri til að fara
í sjálfsskoðun.
Hvernig samfélag viljum við reka hér á okk-
ar fallegu, gjöfulu en á stundum harðbýlu eyju?
Veturinn hefur verið okkur mikil prófraun,
hvort tveggja á innviði okkar og á mannlífið.
Nokkrir hlutir kerfisins hafa opinberast sem of við-
kvæmir. Við höfum glímt við óveður sem slegið hefur út
rafmagn, hindrað samgöngur og nauðsynlega þjónustu við
borgarana. Við höfum glímt við aðstæður þar sem heil-
brigðiskerfið okkar hefur svignað undan álagi og starfs-
fólk þess hefur kallað eftir stuðningi við að veita sjúkum
nauðsynlega og tilhlýðilega þjónustu. En við höfum líka
verið ítrekað minnt rækilega á það að við sitjum ekki öll
við sama borð þegar kemur að lífsgæðum. Augu okkar
hafa verið opnuð ítrekað fyrir því ójafnræði sem er viðvar-
andi í okkar ríka landi.
Jafnaðarmennskan er rauður þráður í stefnu Samfylk-
ingarinnar sem nú fagnar 20 ára afmæli. Það er á stundum
sem þessum sem við öll verðum að halda þeim
merkjum á lofti í okkar umfangsmiklu aðgerð-
um. Standa vörð um að jöfnuður og jafnræði
gildi meðal okkar allra, íbúa jarðarinnar, óháð
búsetu og efnahag, óháð kyni og kynhneigð,
óháð kynþætti og lífsskoðunum þannig að við
höfum jöfn tækifæri til þroska og velsældar.
Jafnaðarstefnan verður að vera rauði þráð-
urinn í öllum okkar aðgerðum, þannig að við
hvert skref sem tekið er sé alltaf fyrsta spurn-
ing, hvernig aðgerðir komi út fyrir heildina.
Hvort einhverjir hópar séu gleymdir.
Við þurfum öll á þessum tímamótum að
koma í veg fyrir hugsunina um að nú verði
bara hver að hugsa um sig og efla hugsunina
um hvernig við saman hámörkum gæðin og
árangur aðgerða fyrir heildina. Nú er kjörið
tækifæri til þess að auka jöfnuð, útrýma
stéttaskiptingu og tryggja að enginn, ungur sem gamall,
búi við fátækt eða vanvirðandi aðstæður.
Þegar við þurfum á stuðningi að halda þarf okkar sam-
eiginlega stuðningsnet að vera þannig úr garði gert að það
geti gripið okkur og skilji engan eftir. Við getum það al-
veg, en til þess þarf pólitískan vilja. Við í Samfylkingunni
höfum þann vilja og ég trúi því að það sé vilji meirihluta
landsmanna. Með því er ég þess fullviss að hagsæld allra
landsmanna muni aukast og samfélagið verða enn betra.
Við getum þetta saman ef við viljum.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Á tímamótum
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Loðnubrestur tvö ár í röðhefur verið áfall fyrirþjóðarbúið, en jafnframtvakið spurningar um
minnkandi framleiðslugetu loðnu-
stofnsins, breytingar á útbreiðslu
og vistkerfi og aukna hrygningu
fyrir norðan land. Loðna sem
fannst í leiðangri færeysku haf-
rannsóknastofnunarinnar í síðasta
mánuði kann að
svara ýmsum
þessara spurn-
inga.
Þá fannst
smávaxin loðna
víða við Fær-
eyjar, að hluta til
komin að hrygn-
ingu, en óljóst er
hversu mikið
magnið var.
Samkvæmt því
sem fram kemur á heimasíðu Hav-
stovunnar eru ekki upplýsingar um
að slíkt hafi gerst áður.
Síðustu ár hefur orðið vart
aukinnar hrygningar loðnu fyrir
Norðurlandi og í vetur kom fram
það mat hjá Hafrannsóknastofnun
að þá hefðu verið líkur á töluvert
umfangsmikilli hrygningu fyrir
norðan. Hugsanlega má rekja
„Færeyjaloðnuna“ í vetur til
hrygningar á árunum 2017 til 2019,
en ekki verður hægt að fullyrða um
það fyrr en að lokinni aldursgrein-
ingu og fleiri rannsóknum.
Hér við land er kynþroska
loðna að öllu jöfnu lengri en 14
sentimetrar, en loðnan sem fékkst
við Færeyjar var 3-12 sentimetrar
að lengd og þær stærstu komnar að
hrygningu. Líklega eru a.m.k. tveir
árgangar á bak við þá stærðar-
dreifingu.
Með straumum til Færeyja?
Birkir Bárðarson fiskifræðing-
ur segir að hjá Hafrannsókna-
stofnun hafi menn um nokkurt
skeið velt fyrir sér afdrifum lirfa úr
hrygningu fyrir Norðurlandi.
Hversu lífvænlegum skilyrðum
þær lenda í ef þær berast austur
með landinu og hvort þær skili sér
inn í stofninn sem hrygnir við Ís-
land.
„Við höfum séð einhver merki
um hægvaxnari loðnu stöku sinnum
og höfum velt fyrir okkur aðstæð-
um sem eru að baki því. Sömuleiðis
er það mjög sérstakt að við Fær-
eyjar finnist loðna og vísbendingar
eru um að þar hafi verið á ferð
hægvaxta loðna,“ segir Birkir.
Hann segir eðlilegt að velta
fyrir sér tengslunum við hrygningu
fyrir Norðurlandi í þessu sam-
hengi. Ólíklegra sé að loðnan eigi
uppruna sinn í Barentshafi.
Straumlíkön við rannsóknir
„Við höfðum velt því fyrir okk-
ur hvað gerist fyrir austan land ef
seiði rekur þangað með strand-
straumnum eftir hrygningu fyrir
Norðurlandi. Hvert fara seiðin eftir
að þau hafa vaxið þar um tíma?
Suðaustur af landinu mætast
Austur-Íslandsstraumurinn úr
norðri og Norður-Atlantshafs-
straumurinn úr suðri og þá er
spurning ef eitthvað berst af seið-
um á þessar slóðir hvort þessir
straumar geta borið loðnulirfur í
átt að Færeyjum,“ segir Birkir.
Hann segir að þessa þætti
þurfi að skoða miklu betur og eins
að rannsaka sýni frá Færeyjum,
m.a. erfðafræðilega og gera saman-
burð á sýnum frá Íslandi. Fram-
undan eru rannsóknir í sumar á út-
breiðslu loðnulirfa frá hrygning-
unni í vetur, meðal annars verða
straumlíkön notuð til að reyna að fá
mynd af því hvar meginhrygningin
átti sér stað í vetur.
Um miðjan mars var farið í
leiðangur á Kap VE til að skoða
framvindu í hrygningu loðnunnar.
Þá varð vart við hrygnandi loðnu
undir Eyjafjöllum og loðnuganga
var á leið vestur fyrir Reykjanes.
Fyrir norðan var loðna inni á
Húnaflóa og Skagafirði og á Gríms-
eyjarsundi og átti ekki langt eftir í
hrygningu.
Loðnan við Færeyjar
gæti svarað spurningum
Ljósmynd/Havstovan
Óvæntur afli Hrognafull loðna sem veiddist í leiðangri hafrannsóknaskips-
ins Magnúsar Heinasonar við Færeyjar í síðasta mánuði.
Birkir
Bárðarson
Loðnan
» Skip Hafrannsóknastofn-
unar og veiðiskip fóru í nokkra
leiðangra í vetur til mælinga og
loðnuleitar. Ekki fannst nægj-
anlegt magn til að gefa út
veiðikvóta.
» Loðna er mikilvæg fæða
fyrir nokkra helstu nytjastofna
á Íslandsmiðum og mikilvægur
hlekkur í vistkerfi sjávar við
landið.
» Samkvæmt rannsóknum í
togararalli 27. febrúar til 20.
mars í vetur var loðna helsta
fæða þorsks og ýsu eins og
ávallt á þessum árstíma.
» Mest var af loðnu í mög-
um þorsks og ýsu fyrir norðan
og sunnan land, en mjög lítið
við vestanvert landið. Loðna
hefur væntanlega verið að
ganga inn á Faxalóa og Breiða-
fjörð þegar leiðangrinum var
að ljúka.