Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is Nú hefur Bubbi Morthens tónlist-armaður ratað í fjölmiðla vegna tóbaksreykinga og svo sem ekki í fyrsta sinn. Að þessu sinni er tilefnið þó í sérkennilegri kantinum því að athygli hefur vakið að Borgarleik- húsið hefur ákveðið að fjarlægja sígarettu úr munni Bubba, það er að segja myndar af honum. Einhverjir velta því sjálfsagt fyr- ir sér hvers vegna Borgarleikhúsið ákvað sérstaklega að velja mynd af tónlist- armanninum þar sem hann var með sígar- ettu í munnvikinu og þurrka hana svo út, í stað þess að velja einfaldlega mynd þar sem hann er ekki með sígarettu. Slíkar myndir eru ekki vandfundnar.    Einhverjum gæti dottið í hug aðskýringin á þessum undar- legheitum væri sú að með því að fjarlægja sígarettuna náði leikhúsið sér í ókeypis auglýsingu og slíkar eru alltaf mikils virði.    En þá má svo velta því fyrir sérhvort gjörningurinn, hafi myndarhreinsunin verið það, stand- ist lög. Málið allt hefur jú ýtt undir umfjöllun um tóbak, sem óhætt er að segja að litið sé hornauga í lögum um tóbaksvarnir.    Annar möguleiki er að tilgang-urinn hafi af einhverjum ástæð- um verið að pirra viðfangsefnið. Hafi svo verið þá virðist það hafa tekist, en þetta getur ekki talist lík- legt.    Svo er auðvitað ekki hægt að úti-loka að það hafi einfaldlega þótt góð hugmynd að nota einmitt þessa mynd en „fótósjoppa“ hana. En það verður að teljast sísta skýringin. Hvers vegna þessa mynd? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Brugðist er við miklum samdrætti í rekstri leigubíla vegna kórónu- veirufaraldursins með stjórnar- frumvarpi á Alþingi sem heimilar bílstjórum að leggja inn leyfi sitt til næstu áramóta. Í greinargerð með frumvarpinu segir að óljóst sé hve lengi þessi samdráttur muni standa yfir. Samkvæmt lögum um leigu- bifreiðar geta leigubifreiðastjórar lagt inn atvinnuleyfi sitt en það skilyrði er sett að þeir hafi nýtt leyfið í tvö ár samfellt eftir að þeir fengu það útgefið. Með því eru bílstjórar settir í erfiða stöðu við þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi vegna faraldurs- ins. Með því að fá heimild til að leggja inn leyfið geta bílstjórar sparað kostnað vegna atvinnuleyf- isins, skráð sig atvinnulausa og sótt um atvinnuleysisbætur. Frumvarp er lagt fram til að leigubifreiðastjórar, sem hafa haft atvinnuleyfi skemur en tvö ár, geti lagt inn atvinnuleyfið og sótt um bætur sér til lífsviðurværis. Frum- varpið miðar að því að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrif- um á þennan hóp. Tekjur bílstjóra hrundu Í samtali við mbl.is á dögunum sagði Guðmundur Börkur Thorar- ensen, framkvæmdastjóri BSR, að tekjur bílstjóra fyrirtækisins hefðu hrunið um 90% í upphafi kórónuveirufaraldursins. Síðan hefðu þeir geta bætt við sig ýmissi sendiþjónustu fyrir veitingastaði og verslanir og hefðu þannig get- að aflað lítillegra tekna. Samdrátt- urinn næmi þó enn um 80% af því sem var fyrir faraldurinn. Leigubifreiðastjór- ar komist á bætur  Frumvarp sem auðveldar það lagt fram á Alþingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leigubílar Farþegum hefur snar- fækkað í kórónuveirufaraldrinum Afgangur af rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á síðasta ári var 1.236 milljónir kr., borið saman við áætlun þar sem búist var við 642 millj. kr. í plús. A-hluti bæjarsjóðs var gerður upp með 426 millj. kr. afgangi en áætlun gerði ráð fyrir halla upp á 45 millj. kr. Helgast þetta m.a. af því að gjald- færsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var 392 millj. króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir. „Niðurstöð- urnar eru í takti við áætlanir,“ seg- ir Rósa Guðbjartsdóttir bæjar- stjóri. Aðgerðaáætlun vegna kórónu- veirufaraldursins var samþykkt einróma í bæjarstjórn í byrjun apr- íl. Leiðarljósið þar er að verja fjár- munum til verkefna sem nýtast vel við að koma hjólum atvinnulífs og efnahags á skrið að nýju. Forsend- ur fjárhagsáætlunar 2020 eru hins vegar í meginatriðum brostnar, að sögn bæjarstjórans. Útsvarstekjur munu skerðast, gjalddagar færast til og ýmis útgjöld aukast. „Þetta verður stórt viðfangsefni sem mun hafa umtalsverð áhrif á rekstur bæjarfélagsins. En við höf- um bæði burði og getu til að lág- marka neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða,“ seg- ir Rósa í tilkynningu. sbs@mbl.is Rekstur Hafnarfjarðarbæjar í plús Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Horft af Hamrinum yfir miðbæinn og höfnina.  Góður afgangur í fyrra  Fjárhags- áætlun 2020 er brostin  Minni tekjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.