Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
✝ Guðný Hall-dórsdóttir
fæddist á Gunn-
arsstöðum í Þist-
ilfirði 2. mars 1930.
Hún lést á Öldr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 28. apríl
2020.
Hún var fjórða í
röð sex barna
hjónanna Halldórs
Ólasonar og Þur-
íðar Árnadóttur. Eftirlifandi
eru Halldóra, f. 13. febrúar
1928, og Brynhildur, f. 20. ágúst
1936. Látin eru: Arnbjörg, f. 4.
febrúar 1922, Óli, f. 1. ágúst
1923, Árni, f. 21. júlí 1925, og
Gunnar, f. 15. febrúar 1933.
dóttir, f. 1958, eiga þau tvær
dætur, Þuríði og Ástríði. Pétur
er kvæntur Ernu Þórarins-
dóttur, f. 1959, og á hún tvær
dætur, Anítu og Katrínu. Pétur
á fjögur barnabörn. 4) Halldór,
f. 1966, kvæntur Gróu Björk Jó-
hannesdóttur, f. 1969, og eiga
þau tvö börn, Ármann Óla og
Guðnýju. 5) Bryndís, f. 1968, gift
Hirti Jónssyni, f. 1967, og eiga
þau þrjú börn, Jón Halldór,
Snædísi Rán og Áslaugu Ýri.
Guðný og Snæbjörn stofnuðu
heimili í Reynihlíð í Mývatns-
sveit og bjuggu þar og störfuðu
til hausts 2016 er þau fluttu á
Öldrunarheimilið Hlíð á Ak-
ureyri.
Guðný verður jarðsungin frá
Reykjahlíðarkirkju í dag, 9. maí
2020, klukkan 15. Streymt verð-
ur frá athöfninni á YouTube.
Stytt slóð á streymið: https://
n9.cl/dzh2.
Slóðina má einnig nálgast á
www.mbl.is/andlat.
Guðný giftist 28.
apríl 1951 Snæbirni
Péturssyni, f. 31.
ágúst 1928. Hann
er sonur hjónanna
Péturs Jónssonar
og Þuríðar Gísla-
dóttur í Reynihlíð.
Börn Snæbjarnar
og Guðnýjar eru: 1)
Þuríður, f. 1951,
gift Agli Stein-
grímssyni, f. 1949,
og eiga þau þrjú börn, Braga
Val, Arnar og Þorgerði, og sjö
barnabörn. 2) Þórunn, f. 1953,
og á hún eina dóttur, Margréti
Hróarsdóttur, og tvö barna-
börn. 3) Pétur, f. 1959, fyrri
kona hans er María Rúriks-
Mín kæra tengdamóðir Guðný
Halldórsdóttir er látin, 90 ára að
aldri.
Ég er svo innilega þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast
þeirri einstaklega björtu og hlýju
persónu sem hún var og fá að
vera henni samferða í lífinu síð-
ustu þrjá áratugi.
Við Dóri kynntumst sumarið
’88, þegar ég kom til að vinna í
bensínsjoppunni við Hótel
Reynihlíð. Vinnan datt fyrirvara-
laust í fang mér sem ein af tilvilj-
unum lífsins. Tilviljun sem
reyndist mér mikil lukka, það var
ekki bara Dóri og sveitin sem
tóku bólfestu í hjartanu, heldur
fjölskyldan öll og þá sérstaklega
Guðný.
Guðný var félagslynd og
skemmtileg og heimili þeirra
Snæbjarnar alltaf opið gestum.
Þar voru gjarnan bornar fram
kleinur, lummur eða sólskins-
kaka og tekinn tími í gott spjall. Í
Reynihlíð var erilsamt heimilislíf
á sumrin, gist í hverju herbergi,
jafnvel líka í stofu og borðstofu.
Vinnutími heimilismanna var
óreglulegur og mikill gestagang-
ur, bæði snemma og seint. Guðný
var sjálf lengst af í vinnu í eld-
húsi og bakaríi Hótels Reynihlíð-
ar. Einhvern veginn virtist erill-
inn aldrei vera Guðnýju til ama,
heldur naut hún félagsskaparins,
galdraði fram ljúffengt bakkelsi
með annarri hendinni og stað-
góðan heimilismat með hinni.
Allir sem hafa smakkað kleinur
Guðnýjar vita að þar var full-
komnun náð, hið eina sanna
kleinuhimnaríki. Ef tilveran ró-
aðist augnablik voru prjónarnir
teknir fram og listaverk sem
kölluðust sokkar og vettlingar
urðu til.
Þótt árafjöldinn segði annað
var Guðný síung. Ungt fólk lað-
aðist að henni og hún var alltaf
áhugasöm, skilningsrík og for-
dómalaus. Margir hótelstarfs-
menn hafa notið hennar móður-
legu nærveru í gegnum tíðina og
ófáir sem skilgreinast sem nán-
asta fjölskylda óháð skráningu í
Íslendingabók. Guðný fylgdist
líka með tíðarandanum og hafði
ríkan skilning á fjölbreytileika
manneskjunnar. Hún var trygg
höfn sérhvers ungmennis, ein-
faldlega með nærveru sinni.
Hún fylgdist ákaflega vel með
öllum barnabörnum og barna-
barnabörnum, hringdi í þau og
skoðaði fésbókina, lét sig varða
þeirra heill og líðan. Henni
fannst gott að hafa sitt fólk hjá
sér og þeim gott að vera hjá
henni.
Í gegnum tíðina hefur þó lífið
líka fært henni áskoranir. Stoð-
kerfið eltist mun hraðar en and-
inn og aðgerðir, sjúkralegur og
endurhæfingar hafa verið marg-
ar. Ég þori að fullyrða að allir
sem hafa sinnt henni í veikindum
eru málstola yfir því æðruleysi,
innri styrk og bjartsýni sem hún
bjó yfir. Hún hefur eflaust breytt
viðmiðum fyrir því hvers er hægt
vænta af sjálfsbjörg hjá öldruð-
um einstaklingi á gervifæti og
síðar í hjólastól. Óháð fötlun og
öðrum meinum var hún staðráðin
í að verða níræð eins og konur
gera í hennar ætt og fékk góða
hjálp. Ég vil sérstaklega þakka
Dagbjörtu og Sigrúnu, starfs-
fólki á Kristnesspítala og á Hlíð
fyrir einstaka hlýju og mann-
gæsku í allri umönnun. Guðný
hélt sinni reisn og æðruleysi
fram á síðasta dag.
Guðný gat stolt horft til baka á
lífsverkið, á kærleiksríka og vin-
marga tilveru og myndarlegan
ættlegg. Við söknum hennar en
minnumst í sólskini og þakklæti.
Gróa Björk Jóhannesdóttir.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína, Guðnýju í
Reynihlíð.
Ég minnist hennar með miklu
þakklæti, væntumþykju og virð-
ingu.
Þegar ég fluttist til Péturs
míns í Mývatnssveitina tók hún
mér og stelpunum mínum opnum
örmum, studdi mig fyrstu skrefin
á nýjum stað og kenndi Katrínu
minni á nýtt umhverfi. Milli okk-
ar Guðnýjar tókst afskaplega góð
vinátta og samvera með henni
fannst mér bæði bætandi og
skemmtileg. Hún elskaði að vera
innan um fólk og naut þess þegar
fjölskyldan, vinir eða starfsfólkið
á hótelinu kom í kaffibolla upp á
pallinn í Reynihlíð. Guðný sat
gjarnan við stofugluggann og
fylgdist með öllu sem gerðist á
planinu við hótelið og umferðinni
við og inn í Gamlabæinn. Tíu-
kaffið uppi hjá henni var bæði
nærandi, skemmtilegt og fræð-
andi. Ég þakka allar þessar
stundir og geymi í hjarta mínu.
Guðný bjó til ysting sem var
engu líkur, bakaði fyrsta flokks
kleinur og pönnukökur svo fátt
eitt sé nefnt en kaniltertan henn-
ar var í mínum huga það ómót-
stæðilegasta. Hún var mjög opin
fyrir nýjungum og fannst mér
gaman og auðvelt að gleðja hana
með nýrri flík eða bakkelsi sem
hún hafði ekki prufað áður.
Guðný kenndi mér margt en
mikilvægast var þó æðruleysið.
Ég dáðist endalaust að því
hvernig hún tókst á við erfiða
fótameinið sitt með æðruleysi,
vilja og úthaldi.
Eftir að Guðný og Snæbjörn
fluttust á Hlíð urðu hún og
mamma miklar vinkonur. Var
unun að sjá þeirra samband, svo
einlæga vináttu. Þær hlustuðu
saman á hljóðbækur flesta daga.
Snæbjörn sótti þá mömmu á
ákveðnum tíma og kom henni
fyrir hjá Guðnýju, skenkti þeim
sérrí í staup og gaf þeim síðan
þeirra einkastund saman. Fann
ég að Guðný missti mikið þegar
mamma dó um jólin og hún talaði
oft um það.
Takk fyrir þig elsku Guðný
mín, minning þín lifir.
Þín tengdadóttir
Erna.
Til ömmu.
Eitt örlagakvöld,
hvíldin þig umvafði
eftir langt ferðalag.
Kvak í fugli,
gola við gluggann gældi,
gullið sólarlag.
Veit að þú ert
glöð í skýjunum,
dansandi um með sólskin í lokkunum.
Minnist þín
með tár á hvarmi,
bros á vör.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þín
Áslaug Ýr.
Í dag kveð ég hana ömmu
mína Guðnýju Halldórsdóttur,
ömmu sem allt gat. Já, þannig
mun ég minnast ömmu, amma
sem allt gat.
Ekki man ég hvað ég var gam-
all þegar ég var farinn að sendast
fyrir ömmu hingað og þangað og
ekki leiddist mér það, ó nei.
Seinna meir þegar maður var
farinn að vinna alvöru vinnu við
Hótel Reynihlíð voru samveru-
stundirnar með ömmu meiri og
gæðastundirnar fleiri. Marga
morgna þegar ég hafði verið á
næturvakt og hún komin til að
baka byrjaði hún á því að gera
deig og hnoða og á meðan það
hefaðist var kaffisopi og spjall.
Amma bakaði m.a. súkkulaðikök-
ur fyrir hótelið sem voru geymd-
ar inni á lager og ekki stóðst
maður nú mátið að næla sér í
eina og eina sneið á næturvökt-
unum. Amma gerði nú smá at-
hugasemdir við að búið væri að
stelast í súkkulaðikökuna og tal-
aði um að hún þyrfti að fela þær.
En ekki voru þær nú betur faldar
fyrir elsku drengnum, eins og
hún svo gjarnan kallaði mann, að
þær fundust nú strax. Stend ég í
þeirri meiningu að þetta hafi ver-
ið í raun leikur hjá ömmu. Eitt
haustið man ég eftir því að hafa
tekið upp músarungagrey sem
hafði komið hlaupandi inn í borð-
stofuna í hótelinu, hróðugur vildi
ég sýna ömmu músarungann. En
viðbrögð ömmu voru slík þegar
hún sá músina að ég þurfti ekk-
ert að sýna ömmu músarunga
aftur. Amma var listakokkur og
bakari, í raun algjör sælkeri. Er
ég þess fullviss að frá henni er
það komið í fjölskylduna að talað
sé um næstu máltíð á meðan ver-
ið er að borða þá fyrri. Sofðu
rótt, elsku amma.
Þinn elsku drengur
Arnar.
Amma mín, Guðný Halldórs-
dóttir í Reynihlíð, lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlíð á Akureyri
28. apríl síðastliðinn, umvafin
kærleik og væntumþykju.
Fyrstu minningar mínar um
ömmu eru allar á einhvern hátt
litaðar af þessum tilfinningum,
oftast nær í Reynihlíð við elda-
vélarhelluna. Þá gjarnan að
steikja grautarlummur sem voru
í miklu uppáhaldi hjá mér eða úti
í hóteli að steikja kleinur. Amma
var sérstaklega næm á það sem
okkur barnabörnunum þótti gott
að borða og naut þess að gera sér
og okkur dagamun þegar við vor-
um í heimsókn og á meðan hún
hafði enn getu til. Jafnvel þegar
getuna þraut var hugurinn sá
sami, en þá var afi einfaldlega
fenginn í hin ýmsu verk í okkar
þágu. Það held ég að vísu að hon-
um hafi ekki þótt sérstaklega
mikil kvöð heldur. Þegar ég lít til
baka og rifja upp allar þær góðu
minningar sem ég tengi við
ömmu stendur í raun engin ein
minning ofar öðrum. Ég velti
lengi fyrir mér hverju það sætti
en áttaði mig fljótt á því að það
voru ekki minningarnar sem slík-
ar sem stóðu upp úr heldur til-
finningin sem fylgdi þeim öllum.
Tilfinning sem er erfitt að lýsa, ef
til vill vegna þess að það var sú
tilfinning sem gerði ömmu alveg
einstaka fyrir mér. Mig grunar
að þetta hafi verið tilfinning sem
hvorki ég né aðrir í fjölskyldunni
vorum ein um að upplifa í kring-
um ömmu enda fannst mér hún
hafa þessi áhrif á alla í kringum
sig.
Það var líka mín upplifun að
öll þau sumur sem ég dvaldi í
Reynihlíð hafi amma náð að
tengjast flestu því fólki sem kom
í sveitina til þess að vinna á hót-
elinu. Þar gilti einu hvort um var
að ræða ungt fólk eða það eldra,
erlenda starfsmenn sem sumir
skildu ömmu takmarkað eða þá
sem voru upprunalega úr sveit-
inni. Henni var einhvern veginn
umhugað um alla að manni
fannst og það hefur maður líka
fengið að heyra gegnum tíðina
frá mörgum þeim sem fengu að
kynnast henni. „Amma mín í
sveitinni“ hef ég heyrt starfsfólk
á hótelinu, í fyrri og seinni tíð,
kalla hana ömmu, sem lýsir
kannski vel þeirri manneskju
sem hún var. Síðustu árin mín
með ömmu hafa mér fundist end-
urspegla þessi persónueinkenni
hennar vel. Hún fór í gegnum
veikindalotur sem manni fannst
óhugsandi að hún lifði af en alltaf
náði hún að hrista það af sér með
ótrúlegri seiglu og á erfiðustu
augnablikunum, þegar hún átti
stundum bágt með að greina á
milli draums og veruleika, var
draumaheimur hennar alltaf
uppfullur af vinskap, kærleik og
góðu fólki. Alveg eins og hún
hafði lifað og eins og hún svo á
endanum kvaddi þennan heim.
Fyrir mér hefur amma alltaf
verið þessi félagsvera og þó að
óneitanlega hafi verið viðbrigði
að flytja úr sveitinni yfir á Hlíð
hélt amma í þann þátt og náði
þannig að njóta þess tíma á ævi-
skeiðinu eins og henni var
framast unnt. Minningar mínar
frá þessum tíma eru um margt
ólíkar minningunum úr Reyni-
hlíð en það var hins vegar alltaf
sama dýrmæta tilfinningin sem
litaði samskipti okkar. Tilfinning
og nærvera sem gaf mér ekkert
minna en mín nærvera gaf
ömmu. Tilfinning sem ég mun
geyma með mér á meðan ég lifi.
Meira: mbl.is/andlat
Jón Halldór Hjartarson.
Elsku amma mín Guðný er lát-
in. Ég hef nú alltaf verið frekar
mikil ömmustelpa. Sem lítil
stúlka var óhemju mikið ævintýri
að eiga ömmu og afa í Mývatns-
sveit, þar voru aldeilis öll ævin-
týrin. Heilt hótel og þyrping
húsa þar sem leyndust alls konar
tækifæri. Þó að ég hafi átt ömmu
og afa í sveit voru þar engin dýr,
heldur ferðamenn, sem er nú
töluvert öðruvísi sveit en margir
eiga að venjast. Amma mín í
hnésíðu pilsi, með stutt hárið,
stór gleraugu og með bros á vör.
Hún átti alltaf til kókópöffs í
búrinu og nýmjólk í stórum
kassa. Besta mjólkin og besta
kókópöffsið. Það var fátt betra en
að koma inn í Reynihlíð sem
barn, úr langri bílferð að sunnan,
fá kókópöffs með blárri mjólk hjá
ömmu við eldhúsborðið og skríða
svo beint í ból í norðvesturher-
berginu.
Amma bakaði alltaf fyrir mig
sólskinstertu þegar ég kom til
hennar. Á sumrin þegar við vor-
um bara tvær bakaði hún stund-
um litla, bara fyrir mig, og með
fékk ég stórt glas af kakói. Hvort
sem það var að fara í kartöflu-
garðinn í Bjarnarflagi eða að
sækja rúgbrauð keyrði ég með
ömmu í gráa Lancernum. Á þeim
tíma var ekkert mikið verið að
hafa áhyggjur af bílbeltum og oft
stóð ég upp úr topplúgunni á leið-
inni, bara svona til að láta vind-
inn og sólina leika um mig, alveg
dásamlegt og amma hló á meðan.
Þegar við komum heim var stefn-
an tekin beint inn í eldhús á hót-
elinu, eða í kjallarann í Reyni-
hlíð, með sjóðandi heitt
rúgbrauðið að skera og pakka.
Þegar byrjað var í rúgbrauðs-
vinnunni hjá ömmu og afa fékk
maður fyrst að setja á límmiðana,
svo var uppfært í pökkun í plast
og í lokin kannski fékk maður að
prófa að skera, en það voru nú
bara þeir allra hörðustu, annars
sá amma um það. Við stóðum líka
oft saman í eldhúsinu og smurð-
um samlokur fyrir sjoppuna,
rækju, roastbeef og grænmetis.
Amma hannaði og sá til þess að
við værum með kerfi sem yrði til
þess að þetta færi allt snyrtilega
ofan í poka og majónesið ekki út
um allt. Allt átti að vera vænlegt
og fallegt til sölu. Svolítið sætt
svona.
Í seinni tíð fórum við amma í
sérstakar ferðir í Gamla bæinn
til þess að gæðaprófa kaffi og
vöfflur, og skoða lífið. Ernir fékk
að keyra um á skutlunni með
langömmu sinni og fékk sér sæti
á hjólastólnum hennar á meðan
við fengum okkur kaffi á tröpp-
unum í Reynihlíð. Amma prjón-
aði og ég sagði sögur af því sem
var að gerast á hótelinu og við
fylgdumst vandlega með umferð-
inni á planinu.
Við keyrðum ótal ferðir hring
fyrir vatn, undir því yfirskini að
fá okkur ís í Seli. Í rauninni vor-
um við að telja bílana við Selið,
athuga hvað það voru margir
gestir á öðrum gististöðum og
hvernig við stæðum í samanburði
við samkeppnina. Amma var
nefnilega hótelkona fram í fing-
urgóma, gestrisni hennar var
óaðfinnanleg og þegar hún bauð
upp á veitingar, eða til samsætis,
þá klikkaði ekkert.
Ég mun ávallt minnast ömmu
Guðnýjar með hlýju, sérstaklega
á sólríkum dögum, og henni til
heiðurs lofa ég að bjóða alltaf
upp á sólskinstertu á sumardag-
inn fyrsta. Megi hún hvíla í friði í
sveitinni okkar fallegu sem hún
unni svo mjög.
Þuríður Pétursdóttir.
Vorið var alltaf uppáhaldsár-
stíminn hennar ömmu Guðnýjar.
Trén fóru að bruma, sólin að
skína og starfsfólkið byrjaði að
tínast á Reynihlíðartorfuna.
Unga fólkið sem vann á Hótel
Reynihlíð var ömmu afar hug-
leikið og gekk hún því mörgu í
formóðurstað. Enda þótti henni
gaman að umgangast ungt fólk
og var alltaf sérstaklega nýj-
ungagjörn að eigin sögn. Margir
vina minna, fyrrverandi starfs-
menn, minnast ömmu með að-
dáun og þakklæti.
Á sumrin var gott að keyra
hring fyrir vatn (án beltis), skoða
ferðamennina, kaupa ís og fá sér
mola úr hanskahólfinu. Amma og
afi sóttu nýbakað rúgbrauð í
Bjarnarflagsholuna, skáru það
niður, pökkuðu og smurðu í hót-
elbakaríinu. Litlar stelpur fengu
svo að setja Bjarnarflagsbrauðs-
límmiðann á. Þegar ég varð eldri
og komin í fulla vinnu við upp-
vask voru þessar morgunstundir
með ömmu í uppáhaldi. Hún
kenndi mér að smyrja; þykkt lag
af smjöri og raða svo silungnum
fallega svo ekki sæist í smjörið.
Guðný
Halldórsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna