Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Far vel Florian virðingu. Ég þorði hins vegar ekki. Fylgdist bara með. Þeir voru rétt hjá mér, tveggja metra reglan brot- in með glans. Florian Schneider var af arki- tektaættum og það segir heilmikið um þennan magnaða hljóðhönnuð. Það var Schneider sem ýtti Kraft- werk úr vör upprunalega, en hann og Hütter voru saman í tónlistar- háskóla í Düsseldorf. Shneider hafði aðgang að fjölskylduauðnum og gat því keypt nýjar og móðins græjur. Saman hófu þeir félagar svo að smíða tónlist og sveitin „sló í gegn“ með plötunni/verkinu Auto- bahn (1974). Jafnt og þétt hófu þeir félagar svo að einfalda hljóðheim- inn, tölvuvæða hann frekar, poppa sig upp getum við sagt, sem bar glæsilegan ávöxt á plötunni The Man-Machine (1978). Síðasta plata Kraftwerk frá blómaskeiði hennar var síðan Computer World (1981), líkast til þeirra besta, sýn þeirra á hlutina svo gott sem fullkomin. Sköpunin varð hægari og bitminni eftir þetta, sumir segja að full- komnunarárátta Schneider hafi jafnvel spilað þar inn í. Hann átti svo eftir að yfirgefa sveitina, þó að ekki sé vitað nákvæmlega hvenær það var, ekki frekar en með dauð- dagann. Kraftwerk er mér mjög kær. Ég man þegar fyrstu tónarnir frá „Europe Endless“ hófu að óma í litla herberginu mínu í Árbænum. Mér fannst þetta dálítið einkenni- legt (ég var mestmegnis að hlusta á hávaðanýbylgju og pönk á þessum tíma) en það var eitthvað þarna sem ég hreifst af. Ég og bróðir minn elskulegur hlustuðum síðan endalaust á þessar plötur. Hlutverk Kraftwerk sem brautryðjanda í tölvutónlist verður nefnilega seint ofmetið og heilu tónlistar- stefnunum var hrundið af stað fyrir tilstilli hennar – stundum fleiri en einni í einu og sama laginu. Hipp- hopp, teknó, hústónlist, „indust- rial“, nýrómantík; öll þessi fyrir- bæri eiga allt sitt meira og minna undir Kraftwerk. Ég verð líka að benda á hversu fjölhæf og marg- slungin sveitin var. Þetta var alls ekki stálkalt og sterílt. Heilmikill fíflagangur fylgdi þeim og lunkinn húmor. Kraftwerk gat verið yfir- máta tilgerðarleg en líka poppaðri en Pet Shop Boys. Lögin voru epísk („Europe Endless“), grjóthörð og nánast sláandi („Trans-Europe Ex- press“ og hið guðdómlega „Metal on Metal“) og fyndin („Pocket Cal- culator“). Þarna voru kinn- roðalausir slagarar („The Model“) og lög til þess fallin að græta ríg- fullorðið fólk („Compute Love“. Gæsahúð!). Ég sagði ykkur hins vegar ekki frá því hér í upphafi að Florian mætti ekki á Thomsen. Hann fór meira að segja snemma af sviði í Kaplakrika sökum lasleika. Hefði verið gaman að sjá hann, því að nú hefur hann endanlega yfirgefið sviðið. Horfir á okkur úr speglasal eilífðarinnar, með þessu kankvísa glotti sínu. Far vel Florian. » Florian Schneidervar af arkitektaætt- um og það segir heil- mikið um þennan magn- aða hljóðhönnuð. Það var Schneider sem ýtti Kraftwerk úr vör upp- runalega, en hann og Hütter voru saman í tónlistarháskóla í Düsseldorf. Tilkynnt var um andlát Florian Schneider í vik- unni, en hann stofnaði til hinnar þýsku Kraft- werk ásamt Ralf Hütter árið 1970. Eng- in sveit, fyrir utan Bítl- ana mögulega, hefur haft jafn rík áhrif á þró- un og þroska dægur- tónlistarinnar. Glettinn Það var furðu stutt í brosið hjá okkar manni, Florian Schneider. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Við hlöðum nú rafhlöðu vora /Kraftur iðar líkt og farið séað vora“. Nokkurn veginn svona (afsakið hörmulegt rím, en ég bara varð) hljóma upphafslínur „The Robots“, lagsins sem opnar breiðskífu Kraftwerk frá 1978, The Man-Machine (Die Mensch- Maschine). Við fréttum hins vegar af því í vikunni, á miðvikudaginn nánar tiltekið, að rafhlaða Florian Schneider væri endanlega uppurin. Ónýt. Hann varð 73 ára og háði stutta rimmu við krabbamein. Það er eitthvað rétt við það að þegar þetta er ritað er nákvæmur dánar- dagur ekki kominn á hreint, sem er í takt við þá dulrænu áru sem Schneider gaf af sér. Hann og Hütter voru Lennon og McCartney raftónlistarinnar, þó að ég treysti mér vart til að ákveða hvor þeirra hann var. Kannski Harrison? Ég sá Kraftwerk í Kaplakrika árið 2005. Ekki nóg með það, held- ur sá ég meðlimi á Thomsen eftir tónleikana. Það var súrrealískt. Þarna sátu þeir, liðsmenn áhrifa- ríkustu hljómsveitar allra tíma, á einum básnum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og gáfu færi á sér. Eftir því sem líða tók á kvöldið hóf fólk að rölta til þeirra og votta þeim Vélmennin Kraftwerk ár- ið 1978. Florian Schneider er fremstur á mynd. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var 13 milljónum varið í 35 styrki, sem er hækkun og fjölg- un þýðinga- styrkja frá fyrra ári, þegar tæpum 10 milljónum króna var úthlutað í 27 styrki. Er það gert til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins á bókaútgáfu og störf höfunda og þýðenda. Þriðjungur styrkjanna fer til þýðinga barna- og ungmenna- bóka. Alls bárust 50 umsóknir og sótt var um rúmar 40 milljónir. Þýtt er úr ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, latínu, spænsku, rússnesku og þýsku. Meðal verka sem hlutu styrki eru Der Zauberberg eftir Thomas Mann sem Gauti Kristmannsson þýðir; Herkunft eftir Sasa Stanisic sem Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir; The Enlightenment of the Green- gage Tree eftir Shokoofeh Azar sem Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir; Largo pétalo de mar eftir Isabel Al- lende sem Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðir; La vita bugiarda degli adulti eftir Elena Ferrante sem Halla Kjart- ansdóttir þýðir; Illusions perdues eftir Honoré de Balzac sem Sig- urjón Björnsson þýðir; Deo, regi, patriæ eftir Pál Vídalín sem Gott- skálk Þór Jensson þýðir; Wunschlo- ses Unglück eftir Peter Handke sem Árni Óskarsson þýðir; Die er- staunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt 3: Ende des Universums eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Fly- genring sem Jón Stefán Krist- jánsson þýðir; Understanding Co- mics: The Invisible Art eftir Scott McCloud og Mark Martin sem Védís Huldudóttir og Einar Már Valsson þýða; The Ice Monster eftir David Walliams og Tony Ross sem Guðni Kolbeinsson þýðir; Fantastic Mr. Fox eftir Roald Dahl og Quentin Blake sem Sólveig Sif Hreiðars- dóttir þýðir og Anne of Ingleside eft- ir E. M. Montgomery sem Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýðir. Styrkjum fjölgað vegna kórónuveiru  35 styrkir til þýðinga úr átta málum Thomas Mann Isabel Allende
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.