Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Ég hef hvergi ann-
ars staðar séð það
gerast að ríkisvaldið
stuðli að fjölda-
uppsögnum, hvetji
nánast til þeirra, með
því að bjóða fram
verulega fjármuni sem
fyrirtæki í ákveðinni
stöðu geti fengið til
launagreiðslna starfs-
manna sinna, bara ef
þau segi þeim upp.
Ekki verður annað séð en að rík-
ið taki á þennan hátt á sig heildar-
launagreiðslu til launþega, allt upp
í 633.000 krónur á mann á mánuði,
að meðaltali í 3 mánuði, með því
skilyrði að ráðningarsamningi við
viðkomandi starfsmenn hafi verið
sagt upp og rift.
Er þetta hin furðulegasta ráð-
stöfun, en alls staðar annars staðar
hefur mikill hluti af viðleitni
stjórnvalda til að verja fyrirtæki,
störf og laun gengið út á það and-
stæða; að fyrirtækin fengju stuðn-
ing og styrki til að halda mönnum í
vinnu, virða og fara eftir gildandi
ráðningarsamningum; segja þeim
alls ekki upp.
Það á víst að vera skilyrði ríkis-
valdsins fyrir styrk við uppsagnir
að styrkþegi ráði sama fólkið aftur.
En ný ráðning er nýtt og óþekkt
dæmi.
Er einhver trygging fyrir því að
starfsmenn haldi áunnum rétt-
indum og fullum fyrri launum og
fríðindum? Hver ætti að tryggja
slíkt? Hver getur fylgzt með ein-
stökum ráðningarmálum og séð til
þess að réttindi og kjör launþega
verði ekki rýrð við nýja samnings-
gerð?
Hver getur tryggt að ekki verði
annar maður ráðinn, í stað þessa
gamla, sem sættir sig mögulega við
lægri laun eða skert kjör?
Í kvöldfréttum sjónvarps nýlega
var viðtal við forseta ASÍ og það
var ekki annað á henni að heyra en
að hún væri ánægð með þessa að-
gerð; það gladdi hana að samráð
hefði verið haft við verkalýðshreyf-
inguna í þessu máli.
Ef forsetinn hefði verið í forsvari
fyrir atvinnurekendur hefði mátt
skilja hana en þar
sem hún er forseti
ASÍ verður að spyrja:
Á hvaða reikistjörnu
skyldi þessi ágæta
kona vera stödd og er
forsætisráðherra með
för? Kannske Bjarni
Ben og Sigurður Ingi
líka?
Auðvitað hefði átt
að verja þessum fjár-
munum, sem eru hluti
af nýjum aðgerða-
pakka, þeim þriðja,
upp á 40-60 milljarða,
til þess að styrkja fyrirtæki, smá
og stór, með fullnægjandi hætti til
að þau gætu viðhaldið og virt
ráðningarsamninga og alls ekki
rift þeim eða sagt þeim upp.
Þess má vænta að eftir slíkt
þriggja mánaða styrktartímabil
verði hjól atvinnulífsins farin að
snúast nokkuð aftur, þannig að að-
lagi megi og lækka framhalds-
stuðning ríkisins – sem auðvitað
þyrfti að halda áfram – að því.
Slík ráðstöfun hefði stuðlað að
öryggi og velferð manna og tryggt
vissu og stöðugleika. Launamenn
hefðu vitað hvar þeir stæðu og
hefðu fengið mest mögulegt skjól
og öryggi á erfiðum tímum.
Fyrir undirrituðum er almenn
afkoma ferðaþjónustu víðs vegar
um landið enn óleyst, þó að eig-
endum margra þeirra hafi nú verið
gert kleift – illu heilli, segi ég – að
losa sig við starfsmenn sína á ein-
um til þremur mánuðum án mikilla
eigin fjárútláta.
Skyldi þetta líka virka fyrir hin
fjölmörgu fjölskyldufyrirtæki víða
um landið? Ég sé það varla ganga
upp. Hver á að segja hverjum
upp?
En hvað tekur við eftir upp-
sagnarfrest? Staðan verður þá
auðvitað galopin; um allt þarf þá
að semja upp á nýtt, en slík samn-
ingsgerð er auðvitað full af óvissu,
þó að atvinnuveitendur lofi, á nú-
verandi stigi, öllu góðu og
óbreyttu.
Ég leyfi mér að fullyrða: Það
verður ekkert samt og óbreytt eft-
ir þrjá mánuði.
Aðgerðapakkarnir þrír eru nú
komnir í um 344 milljarða. Ég hef
gert það að tillögu minni að boð-
aður ferðastyrkur á alla fullorðna
landsmenn, sem átti að vera 5.000
krónur á mann, sem fyrir mér er
meira grín en alvara – einn kvöld-
verður – verði hækkaður í 50.000
krónur þannig að íslenzkur al-
menningur geti nú í sumar heim-
sótt og kynnt sér land sitt meira
og betur en áður hefur gerzt; fyllt
gististaði, hótel og veitingastaði
landsins lífi; íslenzku lífi.
Eftir slíka íslenzka ferðaöldu
kynnu útlendingar að byrja að fylla
í skarðið og tryggja framhald í
vaxandi mæli með haustinu.
Ef þessi leið væri farin, ferða-
þjónustunni til halds og trausts, en
um leið landsmönnum til skemmt-
unar og tilbreytingar, eftir álag og
erfiðleika Kórónu, myndi þessi að-
gerð fara úr 1,5 milljörðum í 15
milljarða.
Núverandi heildarpakki færi þá
úr 344 milljörðum í 357,5 milljarða,
sem í augum undirritaðs væri, í
þessu samhengi, bita munur en
ekki fjár. Góð fjárfesting.
Ef björgun á að takast, þannig
að þjóðarskútan og allt sem inn-
byrðis er standi af sér storminn,
þarf að fara í 15-20% af landsfram-
leiðslu; 450-600 milljarða.
Inn á þá stærðargráðu eru aðrar
vestrænar þjóðir stilltar. Þjóð-
verjar eru reiðubúnir að fara í 20%
af landsframleiðslu, ef þörf krefur,
því þeir vita að hvað sem skyn-
samleg fyrirbygging og vörn kann
að kosta verður hún ódýrari en
endurreisn ef til hruns kemur.
Einhverjir kunna nú að spyrja
hvort höfundur, sem hefur verið
þekktur af öðru, sé orðinn róttæk-
ur vinstri maður; bévítans kommi!?
Ef ofangreind afstaða ber vitni um
það, þá er svarið: Já.
„Bévítans komminn“
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Er einhver trygging
fyrir því að starfs-
menn haldi áunnum
réttindum og fullum
fyrri launum og fríð-
indum? Hver ætti að
tryggja slíkt?
Ole Anton
Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Nú hefur mikið ver-
ið rætt um að hvetja til
ferða Íslendinga inn-
anlands til að halda við
ferðamannaiðnaðinum
í sumar, í von um að
næsta ár verði betra.
Skiljanlega er mögu-
lega einhver búbót á
ferðinni en ég er
hræddur um að inn-
lendir ferðamenn gefi
lítið í aðra hönd.
Ég ætla nefnilega sjálfur að
ferðast mikið innanlands, en venjur
mínar, og ég ætla að reikna með að
venjur meðaljónsins séu svipaðar
mínum eigin, eru ekki nærri eins
gjafmildar og hjá ferðamönnum. Ég
nota því sjálfan mig sem eins konar
staðgengil meðaljónsins.
Í fyrsta lagi fer ég ekki í lunda-
búðir. Það gerir meginþorri Íslend-
inga ekki heldur. Minjagripaversl-
anir munu því ekki græða mikið.
Í öðru lagi ferðast ég um með
fellihýsi í eftirdragi. Íslendingar
gera það flestir, þótt sumir hafi tjöld
meðferðis og aðrir hjólhýsi, ef efni
leyfa. Það er mun skemmtilegra en
að gista á hóteli, enda getur maður
valið gististaðinn svolítið sjálfur, og
er einnig mun ódýrara. Auk þess
grillar maður í útilegum og ferða-
lögum. Hótelin munu því ekki njóta
mjög góðs af innlendum ferðamönn-
um.
Í þriðja lagi kaupi ég birgðir í lág-
vöruverslunum þegar ég ferðast
innanlands. Ég forðast kaffihúsin
eins og heitan eldinn (eða heitar
lummur, með rúsínum!) þótt ég láti
það ef til vill eftir börnunum að fara
einu sinni á veitingahús, þá oftast í
ódýrari kantinum, enda vilja öll
börn frekar ódýra pítsu/hamborg-
ara en nautalund. Kaffihús og veit-
ingahús hafa því ekki
mikið upp úr innlendum
ferðamönnum.
Í fjórða lagi ferðast ég
um á eigin bíl, svo rútu-
fyrirtækin eru ekki lík-
leg til að græða.
Í fimmta lagi tala ég
reiprennandi ensku, svo
ég þarf ekki leiðsögu-
mann til að túlka fyrir
mig þurfi ég að ræða við
afgreiðslufólk á fjölförn-
um ferðamannastöðum.
Ég tala jafnvel líka íslensku, skyldi
ég þurfa á henni að halda.
Hins vegar mæli ég með því að
veitingahús/hótel/rútufyrirtæki/
leiðsögumenn reyni að semja við
dvalarheimili aldraðra, skóla/
foreldrafélög og önnur félagasamtök
um pakkaferðir. Það eru einu tilvikin
þar sem ég sé fyrir mér að hægt sé
að veita viðskipti til téðra fyrirtækja.
Það er þó auðvitað algerlega háð því
að ekki komi bakslag í faraldurinn í
maí. Þess vegna vil ég biðja fólk að
fara með gát þegar samkomubanni
lýkur, svo að mögulega megi bjarga
einhverjum fyrirtækjum frá gjald-
þroti í ár.
Ákveðið var að fjárfesta í auglýs-
ingum á samfélagsmiðlum. Það er ef
til vill ekki besti kosturinn til að
stuðla að hópaferðum. Frekar væri
að fá fjármagn til elliheimila og skóla
til þess að fara í téðar hópaferðir,
styrktar af ríkinu. Börn og gamal-
menni fengju afþreyingu og ferða-
mannaiðnaðurinn fengi innspýtingu.
Innlendir
ferðamenn
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur Stefánsson
» Ferðavenjur mínar
eru ekki nærri eins
gjafmildar og hjá ferða-
mönnum.
Höfundur er guðfræðingur.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur
SPARAÐU
30%þegar þú bókar4 meðferðir íháreyðingu
VARANLEG
LASER
HÁREYÐING
Viðbjóðumupp á nýjustu
tækni í laser háreyðingu
g Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
g Er einföld og þægileg meðferð
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
Ársalir ehf fasteignamiðlun, 533 4200
og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk
Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík
TIL SÖLU EÐA LEIGU
Gott 375 m² atvinnuhúsnæði
við Skútuvog í Reykjavík.
Húsnæðið á jarðhæð sem er
256 m² er með hárri og góðri
innkeyrsluhurð, lofthæð ca
4,3 m, 3ja fasa rafmagn í sal.
Skrifstofur, kaffistofa og
snyrting á efri hæð, eru 119 m².
Húsnæðið allt í góðu ástandi.
Til afhendingar strax.
Til að bóka skoðun, hafið samband við Björgvin
í síma 892 0667 eða bjorgvin@arsalir.is. Ársalir
fasteignamiðlun
533 4200
ÁSKIRKJA | Helgistund birtist á heimasíðu
Áskirkju; askirkja.is, og á Facebook-síðu
kirkjunnar kl. 10. Þar flytur Sigurður Jóns-
son sóknarprestur ritningarorð og hugvekju,
Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni biður
bæna, Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur ein-
söng og Bjartur Logi Guðnason leikur á org-
elið. Þetta verður síðasta streymis-
helgistundin að sinni. Sunnudaginn 17. maí
kl. 11 verður fyrsta guðsþjónustan eftir
rýmkun samkomureglna. Aðalsafnaðar-
fundur Ássóknar 2020 verður haldinn í Ási
að henni lokinni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 10.
maí verður helgihald sent út á Facebook-
síðu Grafarvogskirkju.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hrísey Hríseyjarkirkja.
ORÐ DAGSINS:
Ég mun sjá yður aftur.
(Jóh. 16)
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is