Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 OFN FYLGIROFN FYLGIR Fjárfesting í vellíðan Tegund Stærð h x þv Sætafjöldi 450 122 x 152 cm 2 - 4 460 122 x 182 cm 4 - 6 470 122 x 214 cm 5 - 8 Tunnupottur úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi 760 214 x 183 cm 2 - 4 770 214 x 214 cm 4 - 6 780 214 x 244 cm 6 - 8 Saunatunna úr sedrusviði Tegund Stærð Sætafjöldi PSMINICL 214 x 214 cm 2 - 4 Pod útisauna úr sedrusviðiTegund Stærð b x l Sætafjöldi 860LU 244 x 182 cm 2 - 4 870LU 244 x 214 cm 4 - 6 880LU 244 x 244 cm 6 - 8 . Luna útisauna úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi 760 PV 214 x 182 cm 2 - 4 770 PV 214 x 214 cm 4 - 6 780 PV 214 x 244 cm 6 - 8 Panorama sedrus saunatunna Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Saunatunnur, klefar og heitir pottar úr sedrusviði sem slegið hafa í gegn á Íslandi! Kanadísku Dundalk pottarnir og saunaklefarnir eru úr sedrusviði sem fúnar ekki, þarf ekkert viðhald, er sterkur og hentar því einstaklega vel íslenskri veðráttu. Þess vegna velur þú sedrus! OFN FYLGIROFN FYLGIR Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við leggjum mikla áherslu á upp- byggingu Vísindagarða Háskóla Ís- lands í Vatnsmýrinni. Þar sjáum við fyrir okkur að verði samvinnuvett- vangur atvinnulífs og fræða- samfélagsins, með það markmið að skapa kjöraðstæður fyrir rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Þar er til dæmis að rísa Gróska hugmyndahús sem mun meðal annars hýsa CCP og ýmsa frumkvöðlastarfsemi í bland við háskólastarfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands, spurður um hvað háskólinn muni leggja af mörkum við að fjölga undirstöðum í at- vinnulífinu nú á tímum kórónu- veirunnar. Nær 60 þúsund manns þiggja nú bætur frá Vinnu- málastofnun og því er ljóst að bregðast þarf við. Þar gegnir ný- sköpun lykilhlut- verki og af þeim sökum er mikilvægt að hlúa vel að frumkvöðlafyrir- tækjum. „Við ættum að hugsa vel hvað sé hægt að gera til að bæta enn frekar umhverfi og aðstæður fyrir nýsköpun hér á landi. Nú er stórt tækifæri hvað það varðar,“ segir Jón Atli og bætir við að uppbygging Grósku, hug- myndahúss í Vatnsmýrinni gegnt Öskju og Norræna húsinu, sé liður í því. Þegar framkvæmdir hófust var talið að allt að 900 störf gætu skapast í nýju húsi. Ekki er vitað hversu mörg störf munu skapast en í húsinu mun verða samvinnuvettvangur at- vinnulífs og fræðasamfélagsins. Tölvuleikjafyrirtækið CCP mun flytja inn á næstunni, en auk þess er verið að ganga frá leigusamningum við fleiri aðila. Þar verður horft til þess að hafa blöndu af háskóla- starfsemi og háskólatengdri fyrir- tækjastarfsemi. Tækifærin eru til staðar  Hlúa verður vel að íslenskum frumkvöðlafyrirtækjum Morgunblaðið/Eggert Gróska Talið var að allt að 900 störf gætu skapast í hugmyndahúsinu Grósku sem er í Vatnsmýrinni. Jón Atli Benediktsson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það skiptir auðvitað öllu máli að hafa fjölbreyttar leiðir til að skapa gjaldeyri og verðmæti. Eins og við Íslendingar þekkjum einna best geta hlutir breyst hratt og því er mikilvægt að vera með fleiri stoðir til að minnka höggið,“ segir Ari Krist- inn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík (HR). Vísar hann í máli sínu til höggsins sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir sökum áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar. Munar þar mest um skarðið sem ferða- þjónustan skilur eftir sig. Tækifærin eru til staðar Að sögn Ara er mikilvægt að horfa nú til framtíðar og kanna hvaða leiðir eru færar við sköpun útflutningsverðmæta. Ljóst er að horfa verður til fleiri leiða en ein- göngu ferðaþjónustu, sem ásamt sjávarútvegi hefur staðið undir miklum meirihluta gjaldeyrisöfl- unar þjóðarinnar. Þó þurfi einnig að tryggja að ferðaþjónustan rísi upp úr öskunni. „Við verðum að nýta þetta tæki- færi til að byggja upp fjölbreyttari útflutningsverðmæti. Auðvitað verðum við líka að byggja aftur upp ferðaþjónustuna, en samhliða því búum við til fleiri stoðir,“ segir Ari. Styðja verður við nýsköpun Spurður innan hvaða geira hann sjái einna mest tækifæri segir Ari ýmislegt koma til greina. Allt frá ylrækt til heilbrigðistækni. „Það verður alltaf eftirspurn eftir mat- vælum. Hreinar afurðir frá Íslandi hafa jákvæða ímynd og við getum verið stolt af þeim matvælum sem héðan koma. Þá getum við einnig horft til skapandi greina á borð við tölvuleiki eða kvikmyndafram- leiðslu. Að auki má nefna greinar á borð við hátækni og heilbrigðis- tækni,“ segir Ari og tekur fram að mikilvægt sé að styðja við menntun fólks auk þess að tryggja gott um- hverfi fyrir nýsköpun. „Þetta snýst um að hafa umgjörð og mannafla sem getur skapað verðmæti. Við þurfum einnig að auðvelda fólki að stofna eigin fyrir- tæki og rekstur. Við viljum í fram- haldinu að sem fæstar hendur skapi sem mest verðmæti,“ segir Ari. Aðspurður segir Ari að HR muni halda áfram að bjóða upp á fjöl- breytt tækifæri til menntunar. Fólki stendur nú til boða að skrá sig í styttri námskeið auk þess sem boðið verður upp á námsbrautir með áherslu á nýsköpun. Þar að auki mun skólinn halda áfram að bjóða upp á námsleiðir þar sem lögð er áhersla á frumkvöðla- hugsun. Auðvelda verður verðmætasköpun  Tími nýsköpunar er fram undan Ari Kristinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.