Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 48
„Svekkelsið
var alveg
gríðarlegt“
ARNÓR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum
lék Arnór Guðjohnsen til úrslita
með Anderlecht í Evrópukeppni
bikarhafa gegn ítalska liðinu Samp-
doria. Ítalirnir höfðu betur en
þeirra skærasta stjarna, Gianluca
Vialli, skoraði bæði mörkin í 2:0
sigri á Ullevi-leikvanginum í Gauta-
borg. Morgunblaðið hafði samband
við Arnór og bað hann að rifja upp
þennan viðburð en hann hafði árið
1984 farið með Anderlecht í úrslit í
UEFA-bikarnum þar sem liðið tap-
aði fyrir Tottenham. Eru þessir úr-
slitaleikir þeir stærstu á glæsilegum
ferli Arnórs?
„Já, það má alveg segja það hvað
varðar undirbúning og keppnina
fram að úrslitaleik. Að komast alla
leið í svona keppni og standa svo
frammi fyrir svona úrslitaleik. Ég
man að ég var aldrei eins einbeittur
eins og fyrir leikinn gegn Samp-
doria. Þegar við mættum Totten-
ham var ég að koma úr meiðslum
og kom bara inn á í seinni leiknum.
Sú upplifun var því öðruvísi. Varð-
andi minn feril með félagsliðum þá
voru þetta stærstu leikirnir sem ég
spilaði. Ekki síst út af umfanginu í
kringum úrslitaleiki í Evrópu-
keppnum,“ sagði Arnór sem var
nokkuð áberandi í úrslitaleiknum
gegn Sampdoria sem sýndur var í
beinni útsendingu hér heima og
ógnaði einna mest marki ítalska
liðsins. Anderlecht náði sér ekki
nægilega vel á strik í leiknum að
sögn Arnórs. Engu að síður þurfti
að framlengja til að ná fram úrslit-
um.
Óþarfa spenna
„Maður fann einhvern veginn á
liðinu að menn voru ekki að spila
sinn besta leik. Var það örugglega
út af spennunni. Ég man að ég var
mjög ósáttur við þjálfarann í að-
draganda úrslitaleiksins vegna þess
að hann myndaði einhverja spennu í
kringum byrjunarliðið, hverjir ættu
að byrja inni á og hverjir ekki. Það
var einhver óþarfa spenna í þessu
og liðið var ekki tilkynnt fyrr en
kvöldið fyrir leik. Málið er að hann
var ekki vanur að vinna hlutina með
þessum hætti en gerði það allt í
einu þarna.
Í búningsklefanum í hálfleik
reyndu menn að peppa mannskap-
inn upp en þá fann maður einnig
fyrir því að það var eitthvert óör-
yggi til staðar. Þar fyrir utan var
Sampdoria klárlega betra liðið þeg-
ar leið á leikinn. Þar sem ég hafði
tapað úrslitaleik með Anderlecht áð-
ur þá var ég alveg viss um að þarna
yrði ég í sigurliði. Svekkelsið var
því alveg gríðarlegt,“ rifjar Arnór
upp.
Lið sem oft náði langt
Þann tíma sem Arnór var hjá
Anderlecht var liðið ávallt vel mann-
að. Belgar voru með mjög sterkt
landslið á þessum árum og slógu í
gegn á HM í Mexíkó árið 1986 þeg-
ar þeir fóru í undanúrslit.
„Við vorum með geysilega sterkt
lið. Ekki bara í Belgíu heldur á evr-
ópskan mælikvarða. Við vorum
örugglega á meðal fimm bestu lið-
anna í Evrópu. Sem dæmi þá sló
Bayern München okkur út eitt árið
en svo slógum við það út eitt árið
en Bayern var þá eitt stærsta liðið í
Evrópu fyrir utan kannski tvö bestu
ítölsku liðin. Anderlecht hafði þrisv-
ar unnið Evrópukeppni á árunum
áður en ég kom til félagsins. 1976
og 1978 [Evrópukeppni bikarhafa]
og voru nýkrýndir Evrópumeistarar
þegar ég kom til félagsins eftir að
hafa unnið [UEFA-bikarinn] 1983. Í
þjálfarateyminu hjá okkur voru
menn sem höfðu tekið þátt í úrslita-
leikjum.“
Þögnin á Nývangi
Frammistöðu liðsins segir Arnór
hafa verið sérlega svekkjandi því
liðið hafði oft leikið mjög vel á tíma-
bilinu og bendir á að liðið sló Barce-
lona út úr keppninni. Johan Cruyff
var þá byrjaður að setja saman
firnasterkt lið hjá Barcelona sem
lék þrívegis til úrslita í Evrópu-
keppnum á fjórum árum.
„Við unnum Barcelona 2:0 í fyrri
leiknum á heimavelli. Ég man að
umfjöllunin um seinni leikinn var öll
á þeim nótum að það ætti bara að
slátra okkur. Forseti Barcelona lét
út úr sér setningu sem gerði allt
vitlaust. „Ef við þurfum að fótbrjóta
þá til að komast áfram þá gerum
við það.“ Setti þetta viðvör-
unarbjöllur af stað hjá UEFA og
það voru nokkrir eftirlitsmenn á
leiknum til að allt færi eðlilega
fram. Fyrir utan úrslitaleikinn var
þessi leikur eftirminnilegastur enda
hafði Barcelona unnið keppnina
1989. Þeir voru með Ronald Koe-
man í vörninni, Michael Laudrup
var kominn og Guardiola var þarna
ungur leikmaður þótt ég þori ekki
að fullyrða að hann hafi spilað.
Camp Nou tók enn fleiri áhorf-
endur þá en hann gerir í dag og
voru 105 þúsund manns á vellinum.
Ég gleymi þessu aldrei og tilfinn-
ingin var eins og þrengt væri að
manni. Ég hafði aldrei heyrt því-
líkan hávaða í áhorfendum eins og
þegar Barcelona skoraði fyrsta
mark leiksins. Mig langaði að taka
fyrir eyrun þótt maður geri það
náttúrlega ekki. Þegar þeir skoruðu
svo annað varð hávaðinn ennþá
verri. Leikurinn fór svo í framleng-
ingu og þá skoruðum við. Því
augnabliki gleymi ég aldrei því þá
tók bara við þögn. Þetta var bara
rothögg. Þögnin hjá þessum mann-
fjölda var eiginlega óhugnanlegri en
hávaðinn. Reyndar fylgdu okkur
fjögur þúsund stuðningsmenn til
Barcelona en maður bara rétt
heyrði í þeim,“ sagði Arnór og hlær
að minningunni.
„Þetta var magnaður leikur og í
raun ótrúlegt að hafa komist í gegn-
um þá enda voru þeir eitt allra
besta lið Evrópu. Cruyff var þarna
að koma inn með þann leikstíl sem
menn eru þekktir fyrir hjá Barce-
lona í dag,“ sagði Arnór Guðjohnsen
í samtali við Morgunblaðið en leik-
urinn fyrir þrjátíu árum markaði
tímamót á ferli Arnórs því hann var
sá síðasti sem Arnór spilaði fyrir
Anderlecht.
Frekari upprifjun og spjall við
Arnór er að finna í grein á mbl.is.
Úrslitaleikurinn fyrir 30 árum var
síðasti leikur Arnórs fyrir Anderlecht
Ljósmynd/Anderlecht
Anderlecht Arnór Guðjohnsen í búningi Anderlecht með belgíska meist-
arabikarinn á Constant Vanden Stock-leikvanginum í Brussel.
9. maí 1990
» Arnór Guðjohnsen var fasta-
maður í liði Anderlecht sem lék
til úrslita í Evrópukeppni bikar-
hafa í knattspyrnu.
» Eftir að hafa slegið út Bally-
mena United, Barcelona, Ad-
mira Wacker og Dinamo Búk-
arest.
» Anderlecht mætti Samp-
doria í úrslitaleik í Gautaborg
og hafði ítalska liðið betur 2:0
eftir framlengdan leik.
» Anderlecht komst tvívegis í
úrslit í Evrópukeppnum á þeim
sjö árum sem Arnór var hjá fé-
laginu.
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
9. maí 1989
Morgunblaðið segir frá því að
Alfreð Gíslason, landsliðs-
maður í hand-
knattleik, hafi
gert tveggja ára
samning við
spænska félagið
Bidasoa. Alfreð
fer því aftur í at-
vinnumennsku
eftir eitt ár með KR heima á
Íslandi því hann hafði áður
leikið með Essen í Vestur-
Þýskalandi frá 1983 til 1988.
9. maí 1993
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik sigrar Eng-
lendinga, 104:92, í vin-
áttulandsleik á Akranesi, en
hafði tapað fyrir þeim með
fimmtán stigum daginn áður.
Valur Ingimundarson skorar
25 stig fyrir Ísland og Guð-
mundur Bragason 23.
9. maí 1995
Ísland sigrar Túnis, 25:21, í
öðrum leik sínum í
heimsmeistarakeppni karla í
handknattleik í Laugardals-
höllinni og er með fjögur stig
eftir tvær umferðir. Valdimar
Grímsson skorar níu mörk fyr-
ir íslenska liðið og Konráð
Olavsson sex.
9. maí 2013
Þrír íslenskir knattspyrnu-
menn eru bikarmeistarar með
liðum sínum erlendis. Jóhann
Berg Guðmundsson og Aron
Jóhannsson vinna hollenska
bikarinn með AZ Alkmaar
sem sigrar PSV Eindhoven 2:1
í úrslitaleik og Arnór Smára-
son vinnur danska bikarinn
með Esbjerg sem sigrar Rand-
ers 1.0 í úrslitaleik.
10. maí 1981
Kraftajötnarnir Jón Páll Sig-
marsson og Víkingur Trausta-
son hljóta báðir
silfurverðlaun í
Evrópumeist-
aramótinu í
kraftlyftingum
á Ítalíu, Jón
Páll í -125 kg
flokki og Vík-
ingur í +125 kg
flokki. Ísland hafnar í fimmta
sæti af fjórtán þjóðum í stiga-
keppni mótsins.
10. maí 1984
Vesturþýska knattspyrnu-
félagið Bayer Uerdingen
kaupir lands-
liðsframherj-
ann Lárus Guð-
mundsson af
belgíska félag-
inu Waterschei
og semur við
hann til tveggja
ára. Kaup-
verðið er sagt vera 8,5 millj-
ónir íslenskra króna. Uerdin-
gen hafnaði í 10. sæti í
Vestur-Þýskalandi þetta vor.
Lárus hafði ári áður komist í
undanúrslit Evrópukeppni
bikarhafa með Waterschei,
sem nú heitir Genk.
10. maí 1995
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik sigrar Ung-
verja, 23:20, á heimsmeist-
aramótinu í Laugardalshöll-
inni og er með fullt hús stiga
eftir þrjá fyrstu leikina. Þetta
er í fyrsta sinn sem Ísland
byrjar heimsmeistaramót á
þremur sigrum og liðið stend-
ur vel að vígi í riðli sínum.
Valdimar Grímsson skorar 9
mörk og Júlíus Jónasson 5 fyr-
ir íslenska liðið.
Á ÞESSUM DEGI
Handknattleiksmaðurinn Sig-
tryggur Daði Rúnarsson leikur
væntanlega í fyrsta skipti með
meistaraflokksliði á Íslandi á næsta
tímabili. Hann staðfesti við Vísi í
gær að hann væri á heimleið frá
Þýskalandi og þar kom fram sam-
kvæmt heimildum að hann væri á
leið til ÍBV. Sigtryggur Daði er 23
ára miðjumaður sem hefur leikið
með yngri landsliðum Íslands og
spilað með þýsku B-deildarliðunum
Lübeck-Schwartau, Balingen og
Aue undanfarin ár en áður með Þór
á Akureyri í yngri flokkum.
Á heimleið frá
Þýskalandi
Ljósmynd/Lübeck-Schwartau
Eyjar? Sigtryggur Daði Rúnarsson
ætlar að leika á Íslandi næsta vetur.
KA-menn halda áfram að stækka
hóp sinn í handboltanum, en í gær
skýrðu þeir frá því að Ragnar Snær
Njálsson væri kominn aftur til fé-
lagsins eftir langa fjarveru. Ragnar
lék áður með KA og HK hér heima
og með Dimou Thermaikou í Grikk-
landi og Bad Neustadt í Þýskalandi.
Hann dró sig í hlé frá handbolt-
anum í heil sex ár en gekk til liðs
við Stjörnuna snemma á síðasta ári
og lék hálft annað tímabil með
Garðabæjarliðinu. Ragnar er 34
ára og leikur sem skytta en er um
leið öflugur varnarmaður.
Ragnar snýr á
heimaslóðir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Akureyri Ragnar Snær Njálsson er
kominn aftur í uppeldisfélagið, KA.