Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Ársfundur Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags Íslands
Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
verður haldinn miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 16:00
í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins.
Upplýsingar um fundinn og ársreikning má nálgast
á heimasíðu sjóðsins www.landsbankinn.is/ltfi .
Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta fór auðvitað alveg gríðar-
lega vel af stað í faraldrinum
enda fjölmargir fastir heima. Við
fundum síðan fyrir samdrætti
þegar takmörkunum var aflétt,“
segir Sigurður Reynaldsson,
framkvæmdastóri Hagkaupa, um
netsölu hjá versluninni síðustu
vikur.
Að sögn hans náði netsala fyrir-
tækisins hámarki um páskana en
hefur frá þeim tíma dalað tals-
vert. „Það voru auðvitað hundruð
manna í einangrun eða sóttkví.
Þegar sá kúfur minnkaði og höft-
unum var létt eftir páskana var
alveg ljóst að landinn vildi fara út
í búð í stað þess að fá sent heim,“
segir Sigurður en tekur þó fram
að netverslun Hagkaupa sé áfram
opin. Fram til þessa hafi verk-
efnið jafnframt gengið vel „Við
fórum af stað með þetta þegar
veiran kom hingað fyrst og þegar
best lét voru þetta hundruð send-
inga á viku. Nú hefur þetta náð
jafnvægi og sendingar hlaupa á
tugum vikulega,“ segir Sigurður.
Að sögn hans var ákveðið að
fara af stað með mjög einfalda út-
gáfu af netverslun. Þannig var lítið
umstang í kringum netverslunina,
sem jafnframt auðveldaði opnun
hennar. Þar geta viðskiptavinir
nálgast allar helstu nauðsynjavör-
ur. Síðar er þó ráðgert að net-
verslunin verði stærri og öflugri.
„Það er mjög einfalt að halda utan
um þetta og hún verður fyrst um
sinn í óbreyttri mynd. Framtíð-
arplanið er síðan að smíða stærri
netverslun og bjóða upp á breiðara
úrval. Þá er ég til dæmis að tala
um fatnað og snyrtivörur, að mat-
vörum undanskildum,“ segir Sig-
urður.
Spurður hvort hann eigi von á
því að netverslun styrkist næstu
misseri kveður Sigurður nei við.
Hann eigi fremur von á því að
landsmenn fari sjálfir í verslanir.
„Ég held að það hafi náðst ákveðið
jafnvægi í þessu síðustu vikur þar
sem salan hefur verið nær óbreytt.
Nú þegar sólin er síðan farin að
skína og ástandið að nálgast eðli-
legt horf hefur verið alveg brjálað
að gera hjá okkur. Reiðhjólasala
hjá okkur hefur tvöfaldast auk
þess sem grillsalan er að taka
miklu fyrr við sér en venjulega.
Það er því alveg ljóst að lands-
menn voru farnir að vilja komast
út,“ segir Sigurður.
Netsala dregist saman síðustu vikur
Starfsmenn Hagkaupa fluttu hundruð sendinga vikulega þegar best lét Reiðhjólasala tvöfaldast og
grillsala tekur miklu fyrr við sér Brjálað að gera í verslunum eftir að takmörkunum var aflétt
Morgunblaðið/Arnþór
Hagkaup Netsala hjá verslunum Hagkaupa hefur dregist saman síðustu vikur. Að sögn framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins hefur stöðugur straumur fólks verið í verslanir eftir að takmörkunum var aflétt.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Minnisvarði um Stjörnu-Odda
Helgason verður afhjúpaður á
Grenjaðarstað á sólstöðum, 20. júní
næstkomandi. Er tíminn viðeigandi
því Oddi var talinn merkur vís-
indamaður miðalda og reiknaði með-
al annars út hvenær sólstöður yrðu á
sumri og vetri.
Stjörnu-Oddi er söguleg persóna
sem lítið er vitað um, meðal annars
er ekki vitað hvenær hann fæddist.
Það sem vitað er um hann sjálfan er
skráð í Íslendingaþætti sem heitir
Stjörnu-Odda draumur. Þar kemur
fram að hann var í vist í Múla í
Reykjardal [nú Aðaldal]. Hann var
talinn fróður mjög og gekk út um
nætur til að skoða stjörnur, bæði í
Múla og í Flatey þegar hann dvaldi
þar.
Merkur boðskapur
Eitt merkasta framlag Íslendinga
á miðöldum til viðfangsefna raunvís-
inda er svokölluð Odda tala sem er
eignuðu norðlenska vinnumanninum
Stjörnu-Odda, skrifar Þorsteinn Vil-
hjálmsson, fyrrverandi prófessor í
eðlisfræði og vísindasögu, í svari á
Vísindavefnum. Þorsteinn segir við
Morgunblaðið að merkur boðskapur
sé í þessu riti, sem er frá miðri tólftu
öld, og allt það sem þar komi fram sé
í aðalatriðum rétt, miðað við að-
stæður á þeim tíma.
Í ritinu eru þrír kaflar um sólar-
ganginn. Sá fyrsti er um tímasetn-
ingar á sólhvörfum og hvernig þau
breytast á hlaupári. Annar kafli er
merkilegastur að sögn Þorsteins,
enda líklega tengdur sjálfstæðum
athugunum Stjörnu-Odda. Hann
snýst um það hvernig sólin hækkar
frá vetrar- til sumarsólstaða. Þetta
er fróðleikur sem hægt er að nota
við úthafssiglingar. Þriðji kaflinn
fjallar um dögun og dagsetur og má
einnig nota í sama tilgangi.
Nýttist við úthafssiglingar
Þorsteinn segir að þekkingin sem
þarna er skráð hafi verið mikilvæg á
þessum tíma. Minnir hann á að eng-
inn áttaviti hafi þá verið til í Evrópu.
Sjómenn sem voru að fara á milli
eyja í Norður-Atlantshafi, meðal
annars milli Noregs og Íslands, hafi
getað notað stöðu sólarinnar til að
sigla eftir.
Morgunblaðið/Ómar
Víkingar Íslendingur heldur í Vínlandssiglingu sína árið 2000. Sæfarar og landkönnuðir víkingaaldar og íbúar
eyjanna á Norður-Atlantshafi höfðu ekki tæki til að sigla eftir en þekking á gangi sólar kom í góðar þarfir.
Minnast Stjörnu-Odda,
vísindamanns á miðöldum
Reiknaði út sólstöður og dagsetur Fróðleikur til siglinga
Lilja Hrund Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Þrátt fyrir að sundlaugar landsins
hafi verið opnaðar að nýju í gær er
Ylströndin við Nauthólsvík enn lok-
uð, áhugafólki um sjósund til mikils
ama. Herdís Anna Þorvaldsdóttir,
formaður SJÓR - Sjósunds- og sjó-
baðsfélags Reykjavíkur, segir að sjó-
sundskappar séu margir hverjir
orðnir óþreyjufullir eftir því að að-
staðan við Ylströndina verði opnuð á
nýjan leik. „Það hafa margir sjó-
sundsiðkendur haft samband að leita
upplýsinga og lýst undrun,“ segir
Herdís.
Hún segir félagið hafa fengið þær
upplýsingar að til standi að opna bún-
ingsaðstöðu í næstu viku en ekki sé
enn fyrirséð með heita pottinn, mögu-
lega vegna þess að það er ekki klór í
honum, samt sé Guðlaug, heiti pott-
urinn á Akranesi, opin og þar sé held-
ur ekki klór.
Umframeftirspurn allt árið
„Síðan er þetta mögulega spurning
um aðgangsstýringu og það er það
sem við höfum helst verið að gagn-
rýna í gegnum tíðina. Okkur finnst
ekkert eðlilegt að það sé frítt á sumr-
in í aðstöðuna en að við sem notum
sjóinn okkur til heilsubótar borgum á
veturna, sem er ekki í samræmi við
rekstur annarra sundstaða Reykja-
víkur. Tíminn sem opið er hefur verið
skertur undanfarinn vetur en það er
samt umframeftirspurn allt árið. Með
því að auka tekjur væri hægt að
lengja tímann sem opið er og dreifa
álaginu. Við erum öll af vilja gerð að
fara varlega af stað og auðvitað get-
um við beðið lengur, en það er ým-
islegt sem við teljum að hægt væri að
gera til að finna lausn,“ segir Herdís.
Hún segist binda vonir við það að
búningsaðstaða og sturtur verði opn-
aðar að nýju á sama tíma og líkams-
ræktarstöðvar verði opnaðar, 25. maí
nk. Herdís segist skilja að íþrótta- og
tómstundasvið Reykjavíkur, sem sér
um rekstur Ylstrandarinnar, vilji fara
varlega af stað. „Við skiljum að það sé
vilji til að fara hægt af stað og vitum
að fólk myndi fara eftir fyrirmælum
og virða aðgangsstýringu þarna alveg
eins og í sundlaugum og annars stað-
ar í samfélaginu ef því væri gefið
tækifæri til þess,“ segir Herdís.
Ylströndin áfram lokuð
eftir opnun sundlauga
Áhugahópur hefur í samvinnu
við sveitarfélögin Þingeyjar-
sveit og Norðurþing látið gera
minnisvarða um Stjörnu-Odda
og verður hann afhjúpaður á
Grenjaðarstað á sólstöðum 20.
júní. Þá verður einnig efnt til
málþings. Múli þar sem Stjörnu-
Oddi var er skammt frá Grenj-
aðarstað.
Steinsmiðja Akureyrar smíð-
ar og reisir minnisvarðann, sem
Örn Smári Gíslason myndlist-
armaður hefur hannað. Hann
verður úr steini. Áhuga-
mannahópurinn, sem meðal
annars er skipaður stjörnu-
áhugamönnum, hefur safnað
fyrir kostnaðinum. Meðal ann-
ars hafa skólar á Akureyri lagt
honum lið.
Afhjúpaður
á sólstöðum
MINNISVARÐI