Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 Aðalfundur Haga hf. 9. júní 2020 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1) Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3) Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2019/20. 4) Tillaga að lækkun hlutafjár og breytingu á samþykktum. • Grein 2.1 um hlutafé félagsins verði breytt þar sem hlutafé verði lækkað úr kr. 1.213.333.841 að nafnverði í kr. 1.180.624.568 að nafnverði og eigin hlutir, að nafnverði kr. 32.709.273, þannig ógiltir. 5) Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda. 6) Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu og skýrsla starfskjaranefndar. 7) Kosning tilnefningarnefndar. 8) Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 9) Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 10) Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Brynjar Níelsson alþingismaðurhefur bersýnilega fengið nóg af fyrirspurnum sumra kollega sinna og hefur nú sent fyrirspurnir á öll ráðuneytin þar sem hann spyr sömu þriggja spurninganna:    1. Hversu marg-ir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrir- spurnum þing- manna og hver er áætlaður heildar- fjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðast- liðin fimm ár?    2. Hver er heildarkostnaðurráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þing- flokki Pírata á yfirstandandi lög- gjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa far- ið í að svara þeim?    3. Hvað eru fyrirspurnir tilskriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráð- herra?    Eins og mál hafa þróast á þingieru þetta áhugaverðar spurn- ingar og löngu tímabærar.    Þingmenn Pírata, í mismiklummæli þó, virðast telja sig lítið annað erindi eiga á löggjafar- samkomuna en að spyrja út í alla mögulega og ómögulega hluti, iðu- lega það sem hægt er að fletta upp í opinberum gögnum.    Full ástæða er til að taka á þess-um ósið, þó ekki væri nema til að freista þess að færa umræðuna á Alþingi á ögn hærra plan. Sparn- aður væri svo kærkominn bónus. Brynjar Níelsson Þarfar spurningar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stefán Yngvason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalund frá 1. júní næst- komandi. Hann hefur undanfarna mánuði verið formaður starfs- stjórnar Reykjalundar og starf- andi framkvæmdastjóri lækninga. Stefán er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum og hef- ur starfað við þær frá árinu 1988. Hann var m.a. við stjórn- völinn við uppbyggingu endur- hæfingar á Kristnesi og var yfir- læknir á Grensásdeild Land- spítalans. Stefán yfir lækning- um á Reykjalundi Blómstrandi gullsnotra fannst ný- lega í Vaðlaskógi í Eyjafirði. Hún er allnokkuð notuð í görðum og við ræktun hérlendis en hefur ekki áður verið skráð sem slæðingur hér á landi. Greint er frá þessu á vef Nátt- úrufræðistofnunar og þar segir að meðal annarra nafna yfir tegundina séu fagursóley, gullanimóna, gull- sóley og gul skógarsóley. Það var starfsmaður Náttúru- fræðistofnunar Íslands á Akureyri sem kom auga á blómstrandi plöntur í Vaðlareitnum. Við greiningu kom í ljós að um tvær ólíkar tegundir var að ræða, sem báðar eru slæðingar. Annars vegar skógarsóley, sem er algeng tegund víða um Norðurlönd og sannkallaður vorboði þar. Hin tegundin var gullsnotra. Þessi afmarkaði fundur gullsnotru dugar tæplega til að skrá hana sem ílendan slæðing á landinu, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Til að teljast ílendur slæðingur þarf fjölær plantna að hafa spírað og þroskast frá fræi í að minnsta kosti tvær kyn- slóðir eða fjölgað sér kynlaust í að minnsta kosti 30 ár. Fylgst verður með afdrifum gullsnotrunnar. Ljósmynd/NÍ-Starri Heiðmarsson Blómstrandi Slæðingarnir skógarsóley og gullsnotra í Vaðlareitnum. Gullsnotra í blóma  Ekki áður skráð sem slæðingur  Fannst í Vaðlareit í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.