Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Þegar lífskjarasamn-
ingarnir voru gerðir í
apríl 2019 voru komin
svört ský á loft, WOW
air farið á hausinn, at-
vinnuleysi að aukast,
útlit fyrir fækkun
ferðamanna. Fram
undan var sársaukafull
aðlögun íslensks at-
vinnulífs að hærri
kostnaði, viðskipta-
bankarnir farnir að minnka útlán og
hagvöxtur að hægjast.
Í janúar 2020 var fjöldi atvinnu-
lausra kominn í 9.618 manns, en var
í desember 2018 5.299 manns, sem
eru fáir í sögulegu samhengi. Seðla-
bankinn var að reyna mikla jafn-
vægislist, að lækka vexti smám sam-
an, lækka gengið um 17% á
vormánuðum 2019 og halda verð-
bólgu í 2,5% eða lægra. Þetta tókst
hjá Seðlabankanum. Svo kemur CO-
VID-faraldurinn, flug og ferða-
mennska lagðist af á einni nóttu,
eftirspurn snarminnkaði. OECD-
lönd öll sjá nú mesta atvinnuleysi í
eina öld og mesta samdrátt í hag-
vexti að minnsta kosti frá kreppunni
miklu 1930.
Viðskiptabankarnir, Seðlabankinn
og aðrir aðilar spá allir að minnsta
kosti um 10% samdrætti í þjóð-
arframleiðslu á yfirstandandi ári, er
það meðal annars byggt á því að
ríkissjóður örvi efnahagslífið, að
ekki verði of mikill samdráttur í eft-
irspurn eftir íslenskum vörum og að
hingað komi a.m.k. 500.000 ferða-
menn það sem eftir lifir ársins 2020.
Gangi þessar forsendur ekki eftir þá
gæti samdráttur ársins orðið allt að
20%. Eftirspurn eftir vörum og
þjónustu innanlands hefur þegar
dregist saman, eftirspurn eftir út-
flutningsvörum hefur einnig dregist
saman.
Bandaríski fjárfestingabankinn
Goldman Sachs spáir því að atvinnu-
leysi í USA verði a.m.k. 25% [35%
með óskráðu atvinnuleysi], sambæri-
legt eða verra en í heimskreppunni
1930, og mun það valda verulegum
eftirspurnarvanda ekki bara í USA
heldur um allan heim.
Þeir óttast að atvinnu-
leysi í USA verði veru-
legt í lok árs 2021 og
að það taki milli 5 og
10 ár fyrir atvinnulífið
að jafna sig að fullu. Í
nýrri könnun fyrir
Samtök atvinnulífsins
kom í ljós að 75%
þeirra fyrirtækja sem
tóku þátt í könnuninni
hafi gert ráðstafanir til
að mæta minni eft-
irspurn. Tekjur 25%
fyrirtækjanna höfðu lækkað meira
en 75% í apríl sl.
Viðskiptabankarnir stigu á brems-
urnar strax á árinu 2018 og minnk-
uðu útlán til fyrirtækja og almenn-
ings. Þeir hafa notað vaxtalækkanir
Seðlabankans til að auka vaxtamun
og auka tekjur sínar. Síðustu daga
hafa viðskiptabankarnir tilkynnt að
þeir séu að leggja í afskriftarsjóði til
að mæta væntanlegum töpum á lán-
um. Þessar aðgerðir viðskiptabank-
anna munu auka samdrátt efnahags-
lífsins.
Aðgerðir Seðlabankans í byrjun
COVID-faraldurs gerðu ráð fyrir að
viðskiptabankarnir gætu tekið á sig
áföll frá viðskiptavinum sínum allt
að 300 ma. [um 10% af útistandandi
lánum]. Viðskiptabankarnir virðast
ekki tilbúnir að taka á sig nema lít-
inn hluta af þessari fjárhæð. Rík-
isbankarnir standa sig vel í sinni
starfsemi, sem meðal annars þýðir
að þeir eru ekki að fara eftir beinum
og óbeinum tilmælum Seðlabanka
og ríkisstjórnar um útlán, vexti,
vaxtamun og viðbrögð við COVID.
Hvað ætlar ríkið að gera? Taka
fram fyrir hendurnar á ríkisbönk-
unum?
Góðu fréttirnar eru þær að ýmis
erlend aðföng hafa lækkað í verði,
svo sem olía. Þessi lækkun ætti að
skila því að viðskiptahalli við útlönd
á árunum 2020 og 2021 ætti að
verða lítill. Aðrar góðar fréttir eru
að 17% lækkun gengis íslensku
krónunnar virðist ætla að ganga eft-
ir án þess að verðbólgan fari af stað.
Rétt er að hrósa ríkisstjórninni
fyrir útfærslu á opnun landamæra
Íslands fyrir ferðamönnum. Þar var
hugsað aðeins út fyrir boxið, tekið
frumkvæði með fínar lausnir þar
sem hægt er að leyfa Íslendingum
og erlendum ferðamönnum að koma
til Íslands án þess að þurfa að fara í
2 vikna sóttkví. Hvernig væri að búa
til svipaða lausnir fyrir ferðir hand-
hafa íslenskra vegabréfa til útlanda?
Eins og það er vond hagfræði að
ríkið eigi viðskiptabankana, þá á það
sama við um flugfélög. Það var dýrt
að sjá WOW fara af markaðinum og
enn verra ef Icelandair fer á haus-
inn. Áður en COVID-faraldurinn
kom til voru farnar að berast slæm-
ar fréttir af Icelandair, mistök í
vörnum gegn háu olíuverði, mjög
lág framleiðni og það virðast hafa
verið gerð mistök í kaupum á MAX-
flugvélum. Icelandair þarf að ná
samningum við starfsfólk um að
laga framleiðnina, við ríkið um
styrki, brúarlán til langs tíma og að
fá aukið hlutafé frá hluthöfum. Ríkið
ætti að gera þjónustusamning við
Icelandair og önnur íslensk flugfélög
[Play og önnur] til langs tíma þar
sem þau væru studd en eigendur og
starfsfólk tækju á sig ákveðnar
skyldur á móti. Fyrirsjáanleiki er
mikilvægur, ekki bara fyrir flug-
félögin og ríkið heldur líka ferða-
þjónustuna í heild sinni.
Samkvæmt nýjustu hagspám
verður árið 2020 mjög erfitt, þá
gera erlendar hagspár ráð fyrir enn
verra árferði en spáð er á Íslandi.
Vonandi eru íslensk stjórnvöld
ekki bara að gera áætlanir um
hvernig við komumst vel frá 8%
samdrætti til skamms tíma heldur
einnig áætlanir um hvernig við ráð-
um við stöðuna fari svo að svart-
sýnni spár um þjóðarframleiðslu
2020 og til næstu ára gangi eftir.
Eftir Holberg
Másson » Þegar lífskjarasamn-
ingarnir voru gerðir
í apríl 2019 voru komin
svört ský á loft, WOW
air farið á hausinn, at-
vinnuleysi að aukast
Holberg Másson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
COVID, leggjast á árarnar,
róa saman
Hvað er gert fyrir
eldri borgara sem eru
með veikan maka? Lyf
kosta sitt þegar kaup-
ið er lágt. Jú, það er
gott fyrir einstaklinga
sem eiga erfitt upp-
dráttar, eru kannski
einmana, jafnvel ör-
yrkjar eða veikir, að
hringja í síma Rauða
krossins 1717. Gott
framtak! Vonandi að eldri borgarar
og öryrkjar noti sér það.
Nú er verið að tala um aðgerða-
pakka fyrir stærri fyrirtæki, miðl-
ungsfyrirtæki og lítil. En hvað með
fólkið í landinu? Til dæmis eldri
borgara og öryrkja. Getum við farið
í bankann og fengið lán eða hækkun
á heimild á korti? Getum við sleppt
því að borga skatta eða, ef fólk er í
vanskilum, borgað seinna meðan
veiran gengur yfir? Þessar lausnir
eru boðnar fyrirtækjum en ekki
fólkinu í landinu. Svo mikið er víst
að ekki hækka launin hjá okkur elli-
lífeyrisþegum og öryrkjum. Þeir
eiga kannski 30.000 krónur eftir til
að lifa á út mánuðinn þegar búið er
að borga skuldir og húsnæðis-
kostnað. Það væri lausn að minnka
við sig húsnæði ef eldri borgarar
eiga stórar eignir, en þá kemur ann-
að til: einungis standa
til boða rándýrar nýjar
íbúðir, þannig að verðið
sem fæst fyrir gömlu
eignina dugir ekki fyrir
minni eign. Ég las um
daginn í Morgun-
blaðinu grein eftir Ingu
Sæland: Hvenær kem-
ur að fólkinu? Hún tal-
ar um að fjölskyldur
láglaunafólks, aldraðra
og öryrkja væru við-
urkenndir hópar í sam-
félaginu. Hún nefnir
líka verðtrygginguna sem gerir það
að verkum að maður borgar bara af
verðbótum á höfuðstól og verðbæt-
ur á vexti. Höfuðstóllinn lækkar
aldrei svo þú borgar margfalt meira
en upphaf lánsins og í öll þau skipti
sem þú borgar virðist lánið vera
hærra og minnkar ekkert. Verð-
trygginguna burt – þá kannski sér
maður höfuðstólinn lækka af lán-
unum.
Hlustið á þingmenn Flokks fólks-
ins, Ingu Sæland og Guðmund Inga.
COVID-19 og eldri
borgarar
Eftir Ragnheiði
Hrefnu Gunn-
arsdóttur
Ragnheiður Hrefna
Gunnarsdóttir
» Þessar lausnir eru
boðnar fyrirtækjum
en ekki fólkinu í landinu.
Höfundur er fyrrverandi
sjúkraliði og nú eldri borgari.
rhrefna@visir.is
Erfitt er að finna
boðleg efni fyrir al-
menna greinahöf-
unda, sem og lesendur
þeirra, nú í kófinu.
Þó vekur athygli að
bókmenntirnar virð-
ast enn vera þjóðráð
Íslendinga á þreng-
ingatímum, hvort sem
það eru hér í blaði
glaðleg viðtöl um bók-
lestur, skrif um skáld eða vísna-
hornið.
Sláandi var um daginn er grein-
arhöfundur nokkur ræddi hér þá
kenningu sína að Jónas Hall-
grímsson, merkisberi ljóðskálda-
hefðar þjóðarinnar, hefði haft kók-
aínduft í huga er hann orti Alsnjóa!
Varð það að umtali úti í bæ og
þótti sitt hverjum.
En pínlegast þótti væntanlega
sumum að við skyldum enn vera að
hengja hatt okkar svo mjög á þetta
tveggja alda gamla skáld þegar við
höfum fengið nokkra jafnoka hans
síðan er vísa nú betur til seinni
tíma.
(Af látnum skáldum get ég þar
nefnt Grím Thomsen og Sigurð
Pálsson heitinn!)
(Við þökkum Guðna Björgólfs-
syni, fyrrv. skólastjóra og kennara,
fyrir greinina. Mættum við fá meira
að heyra!)
Það var enda vegna slíkrar upp-
lýsingaþarfar til almennings að ég
var í fyrra útnefndur sem Lárvið-
arskáld Íslands, að breskri (og nú
einnig bandarískri) fyrirmynd, en
vegna samkomubannsins í kófinu
eru nú góð ráð dýr um slíkar kynn-
ingar:
T.d. er ég að vinna á elliheimili
einu í borginni við umönnun og þar
er nú ekki lengur hægt, vegna kófs-
ins, að koma fram í hátíðarsalnum
okkar til menningarlegrar morg-
unstundar fyrir íbúana. (Og sam-
starfsfólkinu á minni deild er nú
víst orðið hugstæðara að líta til
sumarfrísins og ferða-
laga þá en til deild-
argleðskapar úti í bæ!)
Er kórónuveiran fór
að valda lokunum á elli-
heimilinu, stuttu eftir
að nóróveiran hafði áð-
ur gert það sama, þótt-
ist ég þá góður að geta
snúið ástandinu upp í
brandara, en hann var
svona:
„Einhver spurði:
Hver kom með kór-
ónuveiruna með sér hingað inn í
húsið? Önnur svaraði: Ég veit það
ekki, en í fyrradag kom hingað kona
í heimsókn sem kvaðst heita Nóra
kóróna!“ Þetta þótti nú innblásið
skop!
Ég segi nú pass að sinni, en ljúft
er þó að segja frá því í kófinu að
systir mín kæra, sem býr nú í út-
löndunum torsóttu, hringdi í mig
nýverið til að óska mér til hamingju
með afmælið og sagði mér í leiðinni
að hún væri loksins búin að lesa um
síðustu heimsókn sína í einni ljóða-
bókinni minni. Þar orti ég um hana í
ljóði sem heitir: Silfurhringur á sjö-
tugsaldri, svohljóðandi:
Systkini mín færa mér nú áritaðan
silfur-munnþurrkuhring bernskunnar;
horfinna sæludaga í Kópavogi;
áður en við dreifðumst út um veröldina.
Rikki bróðir fægir hann nú upp í topp
og Anna gleðst sem geymdi hann mér.
Kórónan og
kvæðaþjóðin
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Greinarhöfundur
nokkur ræddi hér þá
kenningu sína að Jónas
Hallgrímsson, merk-
isberi ljóðskáldahefðar
þjóðarinnar, hefði haft
kókaínduft í huga er
hann orti Alsnjóa!
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.