Morgunblaðið - 20.05.2020, Qupperneq 4
Um fimmtán hektara svæði í Norðurárdal í Borgarfirði
er illa leikið eftir eldinn sem kviknaði þar í fyrrakvöld.
Mosinn er illa farinn og birkikjarrið sömuleiðis. Marga
kílómetra af brunaslöngum þurfti til að ná tökum á eld-
inum en Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í
Borgarbyggð, sagði í samtali við mbl.is í gær að slökkvi-
liðið væri orðið reynt í að takast á við elda af þessu tagi.
Ríflega eitt hundrað slökkviliðsmenn og viðbragðs-
aðilar tóku þátt í að slökkva eldinn en síðustu glæðurnar
voru slökktar um klukkan sex í gærmorgun. Eldsupptök
voru í skoðun í gær. Töluvert af dýralífi er á svæðinu og
þar er fuglavarp sem Heiðar segir leiðinlegt að horfa
upp á verða fyrir eldinum, en nánar má lesa um málið á
mbl.is. hallurmar@mbl.is
Morgunblaðið/Hallur Már
Mosinn illa farinn eftir eldana
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan.
6,7L
Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö,
togar 1000 pund. Einn með öllu:
RAM box, Aisin sjálfskipting,
dual alternators 440 amps,
lofpúðafjöðrun, upphitanleg og
loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga,
nýr towing technology pakki.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Summit white/ svartur að
innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur bár-
ust alls 19 umsagnir vegna tillögu
að breytingu á deiliskipulagi við
Stórhöfða þar sem fyrirhugað er að
reisa þrjú smáhýsi fyrir skjólstæð-
inga velferðarsviðs borgarinnar.
Athugasemdirnar voru frá íbúum
og íbúasamtökum, fyrirtækjum og
hagsmunaaðilum á svæðinu.
Skemmst er frá að segja að allar
umsagnirnar nema ein voru nei-
kvæðar. Íbúar í nágrenninu telja
að áformin komi niður á notkun á
vinsælum göngustíg meðfram Stór-
höfða en fasteignaeigendur telja að
þau rýri verðgildi eigna sinna og
trufli starfsemi fyrirtækja. Þá er
sömuleiðis kvartað yfir skorti á
kynningu.
Trufli kaffihús og veitingastað
Samkvæmt gildandi deiliskipu-
lagi er gert ráð fyrir 40 bílastæðum
á því svæði sem um ræðir. Bíla-
stæðin hafa þó ekki komið til fram-
kvæmda og er svæðið ónotað og
grasi vaxið. Gert er ráð fyrir allt að
þremur smáhýsum á lóðinni. Húsin
eru allt að 35 fermetrar að stærð
en auk þess er heimilt að gera
skyggni yfir inngöngum. „Leitast
skal við að staðsetja húsin með bili
á milli þeirra, eða það sem hentar
skjólstæðingum, svo hvert og eitt
þeirra hafi möguleika á skjólsælu
og sólríku útisvæði,“ segir í kynn-
ingargögnum. Stefnt er að því að
girða lóðina af á vestur- og suður-
hlið til að veita skjól frá umferð.
Í athugasemd frá Kaffitári kem-
ur fram að fyrirtækið eigi húseign-
ina á Stórhöfða 17 þar sem séu tvö
rými. Kaffihús sé rekið í einu rými
en í hinu standi til að opna nýja
verslun. Gerð er alvarleg at-
hugasemd við fyrirhugaðar breyt-
ingar á deiliskipulagi. „Að okkar
mati gæti það rýrt verðgildi eign-
arinnar og haft truflandi áhrif á
starfsemi kaffihússins,“ segir Guð-
rún Drífa Hólmgeirsdóttir fjár-
málastjóri.
Þórður Magnússon hjá Flísabúð-
inni telur að rekstur verslunar-
innar á Stórhöfða 21 gæti liðið fyrir
þessi áform. „Bæði vegna mikillar
umferðar og vöruafgreiðslu svo og
trafala við móttöku vara,“ segir
hann og leggur auk þess fram ósk
um viðræður við skipulags- og sam-
gönguráð borgarinnar um hvort
fyrirtækið geti fengið umrædda lóð
úthlutaða. Þar yrði niðurgrafið
vöruhús og bílastæði á þakinu.
Fasteignaeigandinn Elías Gísla-
son segir að einn leigjandi sinn reki
matsölustað. „Leigjandinn hefur
gefið það í skyn að leigusamningi
verði sagt upp ef skjólstæðingar
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
gera sig heimakomna í kringum
veitingastaðinn, enda veitinga-
rekstur mjög viðkvæmur eins og
ástandið er í þjóðfélaginu,“ skrifar
hann. Elías rekur að erfitt hafi
reynst að leigja fasteignina út
vegna þess að öll áhersla Reykja-
víkurborgar sé á að þétta byggð
austan Elliðaánna og áform þessi
muni ekki hjálpa til. Hann kveðst
jafnframt hafa sótt um að fá að
breyta annarri hæð fasteign-
arinnar í íbúðir árið 2015 en þá
hafi verið skortur á litlum íbúðum.
Reykjavíkurborg hafi ekki getað
samþykkt umsóknina vegna skipu-
lagsmála og spyr Elías hvað hafi
breyst síðan þá.
Lítil kynning fyrir íbúa
Í umsögn Íbúaráðs Grafarvogs
segir að meðlimir ráðsins hafi
skynjað blendin viðbrögð og
óvissu hjá íbúum Grafarvogs og
Bryggjuhverfis vegna þessara
áforma, ekki síst í ljósi fyrirhug-
aðrar uppsetningar smáhýsa á
Gufunessvæðinu. Lítil kynning
hafi farið fram fyrir íbúa og sé
horft til þess hvernig til hafi tekist
með smáhýsi við Fiskislóð á
Granda óttist fólk að fá slíkt í sitt
nærumhverfi. Því er óskað eftir
frestun fram á haust.
Kristján Lindberg Björnsson er
fulltrúi þeirra radda sem styðja
þetta framtak. Kveðst hann vilja
koma því á framfæri að hann og
líklegast flestir í Grafarvogi fagni
því að heimilislausir fái heimili og
því sé hann sáttur við þetta skipu-
lag. „Einnig vona ég innilega að
skipulaginu verði ekki breytt
vegna örfárra en hárra radda
meðal íbúa Grafarvogs.“
Mótmæla smáhýsum við Stórhöfða
Fyrirhuguð
við Stórhöfð
í Reykjavík
Heimild: Reykjavíkurborg. Skipulagstillaga: Teiknistofan Stika. Kortagrunnur: OpenStreetMap.
17
19 21 23
S t ó r h ö f ð i
H
ö
fð
a
b
a
k
k
i
fð
a
b
a
k
k
i
Grafarvogur
Gert er ráð fyrir
þremur 35 m2 smá-
hýsum á lóðinni
Tillaga að skipulagismáhýsi
a 19
Smáhýsi við Stórhöfða
» Velferðarsvið Reykjavíkur-
borgar leitast eftir að koma
fyrir smáhýsum á völdum stöð-
um í borginni sem búsetuúr-
ræði fyrir skjólstæðinga sína.
» Áætlað er að koma fyrir
þremur smáhýsum á lóðinni.
Ekki er gert ráð fyrir að búseta
sé varanleg notkun á lóðinni.
» Við breytinguna verður til ný
lóð sem verður 2.278 m2 að
flatarmáli.
Íbúar og fyrirtæki lýsa yfir óánægju með áform um að smáhýsi verði reist við Stórhöfða fyrir
skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar Rýri verðgildi eigna og trufli notkun vinsæls göngustígs
Skýrsla starfshóps um stöðumat og
aðgerðaáætlun um eflingu þjónustu
ríkisins á Suðurnesjum verður
kynnt á Alþingi í dag. Sigurður
Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, sagði í
samtali við mbl.is í gær að um væri
að ræða 17 tillögur sem unnar
hefðu verið með heimamönnum.
Ráðherra bendir á að upphaflega
hafi starfshópurinn verið stofnaður
vegna „vaxtarverkja“ á Suðurnesj-
um og bendir á að undanfarin sjö
ár hafi íbúafjölgun á svæðinu verið
um það bil 30%. Á sama tíma var
hún 13% á lands-
vísu.
„Starfshópur-
inn skoðaði þetta
en á endanum
breyttist svolítið
staðan í þetta
ástand sem við
horfum upp á,“
segir Sigurður
Ingi og vísar til
þess að atvinnu-
leysi á Suðurnesjum hafi aukist
mjög í kórónuveirufaraldrinum.
„Við settum í aðgerðapakka tvö 250
milljónir til aðgerða á Suður-
nesjum. Í skýrslunni eru 17 tillögur
sem lúta að ýmsu; allt frá því að
viðhalda þessum samráðshópi,
stuðningsaðgerðir við erlenda rík-
isborgara yfir í stuðning við
Reykjanes Geopark,“ segir ráð-
herra.
Sigurður Ingi segir að verkefnin
séu að mestu fjármögnuð og fari af
stað bráðlega. Auk þess nefnir
hann aðrar aðgerðir, líkt og fjölgun
sumarstarfa á Suðurnesjum, sem
eigi að vinna sérstaklega á atvinnu-
leysinu á svæðinu. johann@mbl.is
Vilja efla þjónustu ríkisins
Sautján tillögur til að bæta úr stöðunni á Suðurnesjum
Sigurður Ingi
Jóhannsson