Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
✝ Edda MargrétKjartansdóttir
fæddist á Siglufirði
hinn 5. ágúst 1945.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
hinn 5. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Krist-
ín Jónsdóttir, f. 30.
ágúst 1919, d. 5. júlí
1978 og Kjartan
Friðbjarnarson, f. 23. nóvember
1919, d. 29. apríl 2003.
Edda átti níu systkini. Alsystk-
ini: Daníel Jón Kjartansson, f. 12.
janúar 1940, og Alda Kjart-
ansdóttir, f. 27. júlí 1942. Sam-
aði ætíð um að gleði og ánægja
hefði einkennt dvöl hennar þar.
Á fertugsaldri flutti Edda að Ár-
túni í Austur-Húnavatnssýslu og
vann þar sem verkakona þar til
hún flutti til Hafnarfjarðar til að
vera nær fjölskyldu sinni. Edda
bjó í sjö ár á sambýli í Smára-
hvammi í Hafnarfirði og fluttist
þá á sambýli á Ægisgrund í
Garðabæ þar sem hún undi hag
sínum vel og bjó til æviloka.
Hún var dugleg verkakona,
vann hjá Örva og síðan hæfing-
arstöðinni á Dalvegi. Edda hafði
alla tíð yndi af músík og söng,
sótti leikhús og tónleika. Hún
lærði útsaum og hannyrðir og
sinnti því af miklu listfengi um
ævina. Edda var forvitin og æv-
intýragjörn og ferðaðist mikið.
Útför Eddu fer fram frá Vídal-
ínskirkju 20. maí 2020. Í ljósi að-
stæðna verða einungis nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir
athöfnina.
feðra: Ómar Kjart-
ansson, f. 22. ágúst
1946, Elsa Súsanna
Kjartansdóttir, f.
18. nóvember 1949,
Kjartan Kjart-
ansson, f. 26. apríl
1957, og Sigríður
Kjartansdóttir, f.
14. apríl 1959. Sam-
mæðra: Níels Jen-
sen Kristjánsson, f.
23. júlí 1955, d. 17.
apríl 2007, Anne Maríe Jensen
Kristjánsdóttir, f. 28. apríl 1958,
og Karen Soffía Kristjánsdóttir,
f. 24. maí 1961.
Edda bjó á Sólheimum í
Grímsnesi frá unga aldri og tal-
Elsku Edda. Það er skrýtið að
vera að kveðja þig núna. Það síð-
asta sem við ræddum um í síma
vikuna áður en þú fórst var að
við gætum mögulega farið að
hittast og þá jafnvel að fara í
smá bíltúr, spila músík og keyra
eitthvað út fyrir bæinn. Síðasta
skiptið sem við hittumst var fyr-
ir páskana, kom ég við með
páskaegg og ávaxtahlaup handa
þér. Ég stóð úti þar sem ég
mátti ekki koma inn, mikilvægt
að passa upp á þig vegna farald-
ursins. Þú varst svo glöð að sjá
mig og ég að fá að sjá þig. Þú
varst alltaf svo jákvæð og glöð.
Lifðir í núinu. Það skipti mig öllu
máli að þú fengir að njóta lífsins
á þínum forsendum og það gerð-
ir þú svo sannarlega eftir að þú
fluttir í bæinn. Þú áttir nefnilega
skilið að upplifa öll þau ævintýri
að þinni ósk og það gerðir þú svo
sannarlega; fórst í leikhús, sóttir
tónleika og ferðaðist til útlanda.
Það þurfti stundum að minna þig
á að þú máttir velja og hafa
skoðanir á því sem þig langaði að
gera. Þó að þú hafir ekki verið
ræðin var svo gaman að fá að
hafa þig með, þú varst alltaf til í
að koma í veislur og fjölskyldu-
boð. Þú undir þér vel á meðal
fólks og varst glöð þegar það var
hlátur og tónlist í kringum þig.
Þú varst líka ævintýragjörn og
forvitin, kannski smá adrena-
línfíkill. Elskaðir að ferðast, fara
í flugvél og gast alltaf fengið mig
til að fara með þér í rússíbana
eða önnur tryllitæki. Ég held að
það hafi verið toppurinn á tilver-
unni hjá þér þegar þú fékkst að
fara í þyrluflug í Orlando þegar
þú varst sextug. Þú ljómaðir öll
og brostir allan hringinn eftir þá
ferð. Ég á eftir að sakna þess að
heyra í þér, gleðja þig og sjá þig
brosa jafn innilega og þú gerðir
alltaf.
Ég kveð þig Edda mín með
þakklæti og takk fyrir allt sem
þú hefur kennt mér.
Takk fyrir allt og allt. Ljósið
þitt lifir.
Þín systir,
Karen.
Í dag kveðjum við Eddu,
elskulega systur mína. Á kveðju-
stundu rifjast upp margar minn-
ingar. Fyrsta minning mín um
Eddu er frá árunum okkar á
Siglufirði. Ég var að passa hana
á meðan mamma fór út í búð og
ég var að klæða hana í fallegan
kjól. Svo man ég eftir því að það
kom læknir heim að skoða hana,
hann lét lyklakippu detta á gólfið
fyrir aftan hana en hún sneri sér
ekki við. Þá var talið að hún væri
heyrnarlaus en svo reyndist ekki
vera. Edda var svolítið krefjandi
sem lítið barn. Hún talaði ekki
neitt og átti erfitt með að tjá sig.
Það reyndi bæði á hana og fjöl-
skylduna. Svo skildu foreldrar
okkar og við systkinin þrjú fór-
um hvert í sína áttina. Edda fór
á Sólheima þriggja ára og við
Daddi bróðir fórum í sveit. Þetta
voru erfiðir tímar. Mamma
þurfti að vinna svo mikið til að
borga fyrir Eddu á Sólheimum,
en á þeim tíma tók ríkið ekki
þátt í neinum kostnaði sem
hlaust af svona vistun. Ég sá
Eddu ekki fyrr en löngu síðar er
við mamma fluttum í Hveragerði
til að vera nær Eddu. Við mátt-
um bara heimsækja hana á af-
mælinu hennar. Á Sólheimum
var rekin Rudolf Steiner-stefna
við uppeldi þroskaheftra og ekki
mátti trufla starfið þar með
heimsóknum. Árið 1979, ári eftir
að mamma dó, var Edda send
frá Sólheimum í sveit eitt sumar
og ílengdist þar. Hún fór ekki
aftur á Sólheima, en hún kom
alltaf í sumarfrí til Alídu og
pabba einu sinni á ári. Alída var
alla tíð svo góð við Eddu. Þegar
hún kom til þeirra dvaldi hún
iðulega líka hjá mér í nokkra
daga. Edda var svo flink í hönd-
unum. Hún saumaði út og prjón-
aði og gerði marga fallega hluti.
Edda var góð og þægileg í um-
gengni. Hún talaði ekki mikið,
vildi bara skoða blöð og hlusta á
tónlist. Svo var hún alltaf að tala
um að sig langaði að flytja suður.
Einu sinni var smiður í heim-
sókn hjá mér þegar Edda dvaldi
hjá mér. Hún bað hann að smíða
hús fyrir sig í Reykjavík. Þessi
ósk hennar um að flytja suður
rættist árið 2001 þegar hún flutti
og bjó hjá Siggu systur í níu
mánuði þar til hún flutti á nýtt
sambýli í Hafnarfirði í nóvember
sama ár. Hún fór að vinna í Örva
í Kópavogi hluta úr degi og líf
hennar fór að komast í fastar
skorður.
Þegar Edda varð 60 ára fór-
um við systur Anne Maríe og
Karen með hana í afmælisferð til
Flórída. Við fórum með hana í
Disney og Sea World en topp-
urinn fyrir Eddu í ferðinni var
að fara í þyrluflug. Ég lenti í því
að fara með henni í þyrluna og
ég hef aldrei orðið eins hrædd á
ævinni. En Edda var alsæl með
flugið og ljómaði eftir ævintýrið.
Henni fannst svo gaman að hún
vildi fara aftur daginn eftir. Þeg-
ar Edda varð 70 ára fórum við
með hana til Spánar en það var
líka mjög góð ferð. Edda elskaði
að ferðast, hún fór nokkrum
sinnum til Kanaríeyja og einu
sinni til Póllands. Það má segja
að eftir að Edda flutti suður hafi
hún loksins farið að lifa lífinu og
fékk að hitta fólkið sitt reglu-
lega. Öll jól og áramót dvaldi
Edda hjá okkur systrum til
skiptis og höfðum við ánægju af
því að hafa hana hjá okkur og
fjölskyldum okkar. Edda var
orðin slæm til heilsunnar undir
það síðasta og mikil veikindi far-
in að hrjá hana. Hún var samt
svo sterk og dugleg. Hún passaði
alltaf að taka lyfin sín á réttum
tíma og minnti á þau þegar hún
var í heimsókn. Aldrei kvartaði
hún yfir heilsubrestinum, það
var aldrei neitt vesen hjá henni.
Í einni sjúkrahúsdvölinni sagði
einn hjúkrunarfræðingurinn að
Edda væri fyrirmyndarsjúkling-
ur, alltaf svo jákvæð og góð.
Þessi ummæli voru mjög lýsandi
fyrir hana.
Nú er elsku Edda mín umvaf-
in englum í sumarlandinu. Hún
sem sagðist aldrei ætla að deyja.
Ég mun sakna elsku Eddu minn-
ar og samverustundanna okkar.
Ég þakka henni samfylgdina í
gegnum lífið og bið englana að
gæta hennar.
Alda Kjartansdóttir.
Elsku hjartans Edda hefur
kvatt og haldið á vit nýrra æv-
intýra. Edda hefur alltaf átt sér-
stakan sess í fjölskyldunni. Þeg-
ar við systkinin vorum börn átti
Edda heima fyrir norðan. Hún
kom hins vegar í sumarfríum í
bæinn og þá oftast líka í heim-
sókn til mömmu. Hún var ánægð
að fá tímarit til að fletta og gott
að borða. Best þótti Eddu að fá
kjötbollur í brúnni sósu og kart-
öflumús, eða fiskibollur og nóg af
sósu, svo graut í eftirrétt. Svona
hélst uppáhaldsmatseðillinn
hennar allar götur frá því að ég
man eftir henni heima og
mamma sá alltaf til þess að Edda
fengi það sem hún vildi.
Á milli mömmu og Eddu var
þéttur systrastrengur. Mamma
var elsta systir hennar en vegna
aðstæðna þeirra í æsku áttu þær
sama heimili aðeins í örfá ár.
Mamma hefur alltaf borið hag
Eddu fyrir brjósti. Hún dekraði
við hana þegar hún gat, klippti
hana ef þess þurfti og passaði að
hún ætti góð föt og annað sem
hana vantaði. Edda átti öfluga
málsvara í mömmu og systrum
hennar. Þegar Edda vildi flytja
suður þá gengu þær vasklega í
það verkefni. Það var mikill létt-
ir í fjölskyldunni þegar af því
varð árið 2001. Hún bjó fyrst í
nokkra mánuði hjá Siggu systur
sinni og fjölskyldu hennar. Þar
var hugsað vel um hana þar til
hún flutti á sambýli í Hafnar-
firði. Um það leyti var ég að
flytja í Hafnarfjörðinn, rétt á
eftir mér flutti mamma þangað
líka og þá var hún nær Eddu en
hún hafði verið frá því að þær
voru litlar. Ég veit að það var
mömmu hjartans mál og þungu
fargi var af henni létt.
Nýr kafli hófst í lífi Eddu þeg-
ar hún flutti suður. Hún átti góð
ár í Hafnarfirði og á Ægisgrund
í Garðabæ þar sem fór mjög vel
um hana. Hún vann hluta úr
degi, fór á tónleika, í ferðalög og
gerði margt skemmtilegt. Ná-
lægðin við fjölskylduna reyndist
Eddu vel. Á sambýlunum var
boðið reglulega í aðstandenda-
kaffi þar sem Edda fékk til sín
gesti. Þá voru systurnar dugleg-
ar að bjóða Eddu til sín eða fara
með hana í bíltúra. Mamma,
Karen og Anne Maríe buðu
henni alltaf til sín á jólum og
áramótum og var hún þá með
þeim yfir hátíðisdagana. Það var
gæfa Eddu að eiga svona góðar
systur. Þegar Edda varð sextug
fóru þær með hana til Flórída í
eftirminnilega afmælisferð. Við
hlæjum enn að þyrluferðinni
sem mamma fór með henni í,
stjörf af hræðslu á meðan Edda
naut sín í botn. Þegar Edda varð
sjötug fóru þær með hana í aðra
afmælisferð til Spánar, en þá var
Daddi bróðir þeirra líka á sama
svæði og áttu systkinin góðar
stundir saman.
Til okkar fjölskyldunnar og
systkina minna var Edda alltaf
velkomin. Ég er þakklát fyrir að
börnin mín hafi fengið að kynn-
ast Eddu og umgangast hana,
hvort sem var við minni eða
stærri tilefni. Þau fengu bæði
fallegar útsaumaðar myndir frá
Eddu i skírnargjöf. Edda var
einstök listakona þegar kom að
hannyrðum. Ég man eftir alls
konar verkum hennar, m.a. pínu-
litlum vettlingum sem hún
prjónaði með tannstönglum og
gaf mömmu.
Edda elskaði tónlist og ekki
var verra að hún væri hátt spil-
uð. Síðast þegar við hittum Eddu
var einmitt spiluð tónlist að
hennar skapi. Edda ætlaði að
vera hjá mömmu á jóladag síð-
ustu jól. Ég og Flosi sóttum
Eddu og ákváðum að fara í auka-
bíltúr með hana á leiðinni, hlusta
á tónlist og skoða jólaljósin.
Flosi fékk að velja lögin og þeg-
ar mér fannst lagavalið vera orð-
ið helst til mikið rapplög bað ég
hann að skipta, en þá sagði Edda
að þetta væri skemmtilegt og
rappið hlustuðum við því á, Edda
brosandi út að eyrum. Edda var
óvenju ræðin í þessum bíltúr en
það var hún annars alla jafna
ekki. Mér þykir vænt um þessa
góðu minningu af síðustu sam-
veru okkar. Aðeins örfáum dög-
um fyrir andlát hennar vorum
við fjölskyldan að tala um að
bjóða Eddu aftur í bíltúr um leið
og aðstæður leyfðu. Af þeim bíl-
túr verður víst því miður ekki.
Eddu verður saknað en við
yljum okkur við góðar minningar
um hana. Mömmu og systkinun-
um vottum við fjölskyldan inni-
lega samúð á kveðjustundu og
við biðjum Guð að gæta elsku
Eddu.
Rósa og fjölskylda.
Í dag kveðjum við hana Eddu
Margréti Kjartansdóttur, sem
flutti á heimilið Ægisgrund 19
hinn 12. desember 2009. Hún bjó
áður á heimilinu í Smárahvammi
2 og hélt ávallt tryggð við þau og
naut þess að fara þangað í heim-
sóknir, einnig naut hún samveru-
stunda með systrum sínum.
Eddu leið vel hér í Ægisgrund í
sátt og samlyndi við íbúa og
starfsfólk heimilisins.
Edda var frekar hæglát kona
og lét ekki mikið fyrir sér fara.
Áhugamál hennar voru m.a.
handavinna, tónlist og að fara í
göngutúra. Í mörg ár stundaði
hún nám í Fjölmennt og var
óhrædd við að prófa eitthvað
nýtt. Hún hafði unun af að
ferðast, jafnt innanlands sem ut-
an, sérstaklega þótti henni gam-
an að fara í heimsókn á Sólheima
en þar voru hennar æskuslóðir.
Edda hafði gaman af að fara á
tónleika sem henni stóðu til boða
og naut sín þá vel. Síðustu ár
voru henni erfið veikindalega en
hún kvartaði aldrei og var dug-
leg að fara í gönguferðir þrátt
fyrir lélegt þrek. Við viljum
þakka henni samverustundirnar
undanfarin ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þínir vinir,
Torfhildur, Ólafur, Dagný
og starfsfólk Ægisgrund 19.
Edda Margrét
Kjartansdóttir
Elli móðurbróðir
minn var ekki maður
margra orða, en nú
þegar ég hugsa til
baka, sé ég hversu
orð skipta í raun litlu máli. Hann
Elli brosti með augunum af svo
mikilli hlýju að það eitt gerði
mann öruggan í návist hans.
Það var mjög kært á milli
þeirra systkina, mömmu og Ella,
og þegar sjónin fór að daprast hjá
þeim báðum sá maður þau stund-
um haldast í hendur, sitjandi hlið
við hlið. Sögðu ekkert endilega
mikið en studdu hvort annað alveg
fram á síðasta dag.
Elli var að mörgu leyti líkur
föður sínum, honum Gísla afa, eins
Elís Gíslason
✝ Elís Gíslasonfæddist 26. nóv-
ember 1932. Hann
andaðist 26. apríl
2020.
Útförin fór fram
9. maí 2020.
og ég man eftir hon-
um. Ég var níu ára
þegar hann féll frá
og ég held að oft hafi
mér fundist að Elli
hafi komið í hans
stað. Elli var heil-
steyptur, hjartahlýr
og heiðarlegur mað-
ur. Sjálfstæði var
honum mikilvægt og
hann vildi ekki
skulda neinum neitt.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur, hann var stoltur af börnunum
sínum og afar stoltur af barnabörn-
unum. Hann hampaði þeim óspart
og nú síðast Huldu Þóru sem hann
var svo heppinn að fá í hópinn sinn
síðasta sumar. Takk Elli fyrir sam-
veruna og góðvildina.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Huldu, Valdimars, Jó-
hönnu, Ragnheiðar, Hugrúnar,
Katrínar og Gísla, ásamt barna-
börnum og mökum.
Sólrún Halldórsdóttir.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA M. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Freyjugötu 36, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
miðvikudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 28. maí klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Sauðárkróki.
Jóhanna Hauksdóttir Kristján A. Ómarsson
Haukur Kristjánsson Ylfa Rún Sigurðardóttir
Sigvaldi Hauksson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
lést aðfaranótt föstudagsins 17. maí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 27. maí klukkan 15.
Þórlaug Rósa Jónsdóttir Stefán Svavarsson
Óskar Jónsson Ágústa Þorbergsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Friðrik Steinn Kristjánsson
Þórunn María Jónsdóttir Hávarður Tryggvason
Guðríður Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI ÞÓRÐARSON
byggingartæknifræðingur,
lést á Landakoti mánudaginn 18. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Sjöfn Guðmundsdóttir
Hulda Rós Guðnadóttir Dennis Helm
Sunna Jóna Guðnadóttir
Brynja Þóra Guðnadóttir Andri Páll Pálsson
Guðrún Tómasdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og tengdamóðir,
ÞÓRUNN SÍMONARDÓTTIR,
Gallerý hjá Tótu,
Barðavogi 26,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
fimmtudaginn 14. maí.
Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 26. maí
klukkan 11. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að styrkja eftirtalda aðila;
Krabbameinsdeild 11G/11C, HERA 1, Líknardeild Kópavogi og
Ljósið, eins berum við sérstakar þakkir til þessara sömu aðila
fyrir ómetanlega hlýju og umönnun.
Harald Peter Hermanns
Símon Adolf Haraldsson Birna Markúsdóttir
Svanhildur Luise Haraldsd. Leonard B. Francis
Ragna Steinunn Haraldsd. Kristinn Bjarnason
og barnabörn