Morgunblaðið - 20.05.2020, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingum á
deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Miðbær – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll.
Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni
línu samhliða langhlið kyndistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi
1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er um 14 ha. Meginmarkmið við endurskoðun
deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og
íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu.
Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti
deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að
auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum
göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins.
Uppsalir – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 3 sem er 3,5 ha að stærð. Heimilt verður að
byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2.
Þingheimar – Deiliskipulagsbreyting
Breytingin felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu á Þingheimum (áður Forsæti 3) til suðvesturs um ca 50m.
Innan stækkunarinnar er afmarkaður nýr byggingarreitur D þar sem heimilt er að byggja skemmu/hesthús
allt að 500 m2 að stærð. Hámarkshæð byggingar er 7m. Byggingarreitir/lóðir A, B og C verður breytt úr
frístundahúsalóðum í íbúðarlóðir.
Ofangreindar deiliskipulagsbreytingar er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is
og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. maí 2020. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum
til 1. júlí 2020. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings
eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsing um skipulagsmál í
Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga
að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Leynir 2 & 3, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.1.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar
á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit,
þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Fyrir liggur álit
Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við breytinguna skuli ekki háðar mati á
umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi
deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi
Leynir 2 & 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir Leyni 2 & 3 samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem
gerir ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Á svæðinu hefur verið rekið tjaldsvæði um árabil
en landeigandi áformar að efla rekstur þess og koma jafnframt á fót gisti- og veitingarekstri. Meðal
breytinga frá kynningu lýsingar þá hefur frístundasvæði verið tekið út og umfang varðandi gestafjölda
verið minnkað. Gistiskálar komi í stað hjólhýsa á tjaldsvæði. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Land vegi
(nr. 26). Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við tillöguna
skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra,
www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. júlí 2020
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
------------------------------
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Raðauglýsingar 569 1100
Árskógar Spænskukennsla kl. 10.45, stóladans með Þóreyju kl.
13.30, hámarksfjöldi 20 manns, það verður að skrá sig í síma 411-
2600. Spritta sig þegar komið er inn og þegar farið er út
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf verður á þessu vori í ljósi
aðstæðna, við munum ekki taka neina sénsa. Ekki verður messað á
uppstigningardag í Bústaðakirkju en helgistund verður streymt á
heimasíðu og facebook síðu kirkjunnar. Við sjáumst hress í haust,
vonandi eigið þið gott sumar. Kærleikskveðja, Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á
félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir
svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að
handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar farið er út.
Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar
í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá þig.
Félagsstarf eldri borgara Eldri borgara messa uppstigningardag
kl. 14, prestar sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. Pétur Ragnhildarson.
Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur. Boðið
verður upp á kaffi og konfekt á eftir messuna. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verður þetta svona þetta árið.
Korpúlfar Opið í Borgum kl. 8 til 15.30 og kaffi á könnunni. Virðum
20 manna regluna og 2 metra. Förum rólega af stað og munum kynna
fljótlega sumarstarfið. Gönguhópar leggja af stað frá Borgum og
Grafarvogskirkju kl. 10 mánudaga. En miðvikudaga og föstudaga kl.
10 frá Borgum, boðið verður upp á nýjar gönguleiðir í sumar. Spritta
þarf hendur þegar komið er inn og út í Borgir. Allir velkomnir.
Seltjarnarnes Gler og leir í dag í samráði við leiðbeinendur. Kaffi-
krókur og handavinna er eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut í dag.
Ath. að mánudaginn 25. maí stendur til að rýmka mjög allar takmark-
anir og þá geta allir farið að koma í heimsókn í aðstöðu félagstarfsins
á Skólabraut. Hvetjum fólk samt sem áður til að virða 2ja metra regl-
una, handþvott og sprittun.
Félagsstarf eldri borgara
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Íslenskir sjávarhættir 1-5,
Skarðsbók, Árbækur Espolíns 1-
12, Manntalið 1703, Kollsvíkur-
ætt, Lögfræðingatal, 4 bindi,
Reykvíkingur 1928-1929, Gestur
Vestfirðingur 1-5, Svartar Fjaðrir
D.S. 1919, Chess in Iceland,
Willard Fiske, Snæfellingar og
Hnappdælingar 1-2, Kortasaga
Íslands, 1-2, Súgfirðingabók,
Stjórnartíðindi 1885-2000, 130
bindi, Blöndalsorðabókin, Prent-
listin 500 ára, Þorpið, Jón úr Vör,
1. útg. prentsmiðjueintak, Alma-
nak Þjóðvinafélgasins 1875-2000
ib., Fremrihálsætt, Hallbjarnar-
ætt, Ævisaga Churshill, 1- 6 á
ensku, Old Nordisk Ordbog, Erik
Jonson, 1863, Ordbok Finns
Jónssonar, 1926.
Uppl. í síma 898 9475
Þórbergur
Þórðarson
Eigin handrit Þórbergs
Þórðarsonar, 400
blaðsíður, til sölu ef
viðunandi tilboð fæst.
Uppl. í síma 898 9475
Húsnæði óskast
Raðhús í Fossvogi óskast
Fjögurra manna fjölskylda óskar
eftir raðhúsi í Fossvoginum.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband í
fjolskyldan108@gmail.com
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
VAÐNES - sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. Allar nánari upplýsingar gefur
Jón í síma 896-1864 og á facebook
síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð kr. 4.990
Verð kr. 3.990
Verð kr. 6.990
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
Nýr 2020 Renault Zoe 52 Kwh.
VINSÆLASTI RAMAGNSBÍLL Í
EVRÓPU. Drægni 395 km.
Flottasta typa = Intens +. Með
hraðhleðslu. 3 litir í boði á staðnum.
Á GAMLA GENGINU: kr.
4.190.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.