Morgunblaðið - 20.05.2020, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
www.flugger.is
Viðarvörnina fyrir
pallinn færðu
hjá Flügger
„OG MESTUR TÍMI OKKAR FER Í
HRINGSÓL.”
„HVAÐ BJÓSTU EIGINLEGA VIÐ AÐ FINNA
Í UXAHALASÚPU?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gefa hjarta sitt af
fúsum og frjálsum vilja.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
RUSLA-
GÁMURINN Á
HRÓS SKILIÐ!
ÞETTA VAR
EÐALMÁLTÍÐ
MAAAL SVO FJÖL-
BREYTTUR
MATSEÐILL
OG ÁHUGAVERÐAR
SAMSETNINGAR
VIÐ VERÐUM
AÐ PRÓFA
AFTUR
MEGUM VIÐ SJÁ
MATSEÐILINN?
VIÐ ERUM EKKI MEÐ MATSEÐIL!
Foreldrar Jóhanns Bjarna eru
Kristín Magnúsdóttir, f. 27.2. 1950,
lífefnafræðingur og frumkvöðull, og
Kolbeinn Bjarnason, f. 14.7. 1958,
flautuleikari og tónskáld. Eiginkona
Kolbeins er Guðrún Óskarsdóttir, f.
5.10. 1962, semballeikari.
Jóhann Bjarni var skírður í höf-
uðið á Jóhanni Eyfells myndlistar-
manni, f. 1923, d. 2019, en Jóhann
Eyfells var giftur afasystur Jóhanns
Bjarna, Kristínu Eyfells, myndlist-
armanni og kaupkonu í kjólaversl-
uninni Fix, f. 1917, d. 2002. „Sem
barn dvaldi ég töluvert á heimili
þeirra hjóna í Flórída og leit alla tíð á
þau sem ömmu mína og afa.“
Ömmur Jóhanns Bjarna hafa alla
tíð verið honum sérstaklega nánar,
bæði Þórunn Júlíusdóttir, f. 1928, d.
2019, fiskverkakona og pósthús-
starfsmaður, og Adda Bára Sigfús-
dóttir, f. 1926, veðurfræðingur og
stjórnmálamaður. „Ég bjó á heimili
ömmu Öddu Báru í Laugarnesinu
sem barn og fram á unglingsárin, og
hafði sambúðin við ömmu mikil og
mótandi áhrif á mig.“
Jóhann Bjarni
Kolbeinsson
María Jenný Jónasdóttir
húsfreyja á Siglufirði
Halldór Kristinsson
héraðslæknir á Siglufirði
Magnús Halldórsson
útvarpsvirkjameistari í Reykjavík
Þórunn Júlíusdóttir
fiskverkakona og póstmaður í Reykjavík
Kristín Magnúsdóttir
lífefnafræðingur og frumkvöðull í Rvík
Sigríður Helgadóttir
húsmóðir á Grund
Júlíus R. Guðlaugsson
trésmiður og sjómaður á Grund í Garði
Ari Eldjárn
skemmtikraftur
Kristín Eyfells
myndlistarmaður og kaupkona í Bandaríkjunum
Þórarinn
Eldjárn
rithöfundur
Róbert Magnússon
rafmagnsverkfræðingur í Texas
Einar Már
Guðmundsson
rirhöfundur
Sigrún Sigurhjartardóttir
húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal
Anna Pálmadóttir
skrifstofum.
í Reykjavík
Kristján Eldjárn
forseti Íslands
Soffía Sigurhjartardóttir
húsfreyja í Rvík
Sigurður Flosason
tónlistarmaður
Hulda Sigfúsdóttir
bókasafnsfræðingur í Rvík
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
bóndi og rith. á Hofteigi, síðar í Rvík
Sigfús Sigurhjartarson
ritstj. og alþingismaður í Rvík
Adda Bára Sigfúsdóttir
veðurfræðingur og stjórnmálamaður, bús. í Rvík
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi
rithöfundur í Reykjavík
Sigríður Stefánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Geirþrúður Bjarnadóttir
húsfreyja á Hofteigi
á Jökuldal, síðar í Rvík
Úr frændgarði Jóhanns Bjarna Kolbeinssonaer
Kolbeinn Bjarnason
flautuleikari og tónskáld í Reykjavík
Nú er veður til að sinna vorverk-unum. Pétur Stefánsson lítur
yfir afrek dagsins:
Blettaði grindverk og penslaði pall,
plokkaði rusl úr beði.
Nú er ég rogginn og rígmontinn kall
sem ræður sér vart fyrir gleði.
Ég var að blaða í gömlum papp-
írum og rakst þá á þessa limru
Kristjáns Karlssonar:
Ó, skömmóttust skáld vors lands,
ég skil yður déskotans
órétti beitta,
ýmist rúna eða reytta.
Auk reiði sitjandi manns.
Og nú rifjast upp fyrir mér þessi
limra Kristjáns:
„Nú væri skömminni skárra,“
sagði Skúli, „að segja blárra.
En að segja að blátt
sé blátt sem er blátt
væri bull og næði til fárra.“
Nú berast fréttir af því, að þakið
sé ónýtt á dómkirkjunni í Skálholti
og að bókasafn Þorsteins Þorsteins-
sonar Dalasýslumanns, sem þar er
geymt, liggi undir skemmdum ef
ekkert verður að gert. Þetta gefur
tilefni til að rifja upp vísu Guð-
mundar Böðvarssonar sem hann
orti þegar Þorsteinn féll frá, en
hann var þjóðkunnur bókasafnari:
Fallega Þorsteinn flugið tók
fór um himna kliður.
Lykla-Pétur lífsins bók
læsti í skyndi niður.
Í „100 kosningavísum“ eftir
Brand bílstjóra, sem út komu árið
1949, stendur um Þorstein:
Þorsteinn Dalaþengill hár
þurrkar sveittan skalla
óttast hvergi illar spár.
„Aldrei skal ek falla.“
Á Boðnarmiði kveður Anton
Helgi Jónsson:
Ef berangur breiðir úr sér
í birkis og skógar stað
menn grunar hvað gróðri eyði
en greinir samt á um það.
Svo lengi sem féð telst fleira
en fólkið er Bjartur sæll
að heiðum sé hætt við ofbeit
er hjartveikiskvein og væll.
Í næðingnum norpa hjarðir
sem nöguðu oní rót
en kjöt fyrir réttir reddast
því rollurnar éta grjót.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Dalasýslumanni og
blátt er blátt