Morgunblaðið - 20.05.2020, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
20. maí 1976
„Þetta var klassaleikur og sig-
urinn mjög svo sanngjarn,“
segir Ásgeir Sig-
urvinsson við
Morgunblaðið
eftir 1:0-sigur Ís-
lands á Norð-
mönnum í vin-
áttulandsleik í
knattspyrnu í
Ósló. Ásgeir skorar sigur-
markið með skoti upp í sam-
skeytin af löngu færi.
20. maí 1980
Morgunblaðið segir frá
árangri akureyrska kraftlyft-
ingamannsins Arthúrs Boga-
sonar sem setur Evrópumet í
réttstöðulyftu á móti á Akur-
eyri. Arthúr keppir í -125 kg
flokki og lyftir 335 kílóum.
20. maí 1987
Morgunblaðið segir frá Ís-
landsmeti sem Helga Halldórs-
dóttir setti í 400 metra hlaupi
þegar hún sigraði með yfir-
burðum á frjálsíþróttamóti í
Sacramento. Helga, sem aðal-
lega keppir í 400 metra
grindahlaupi, hleypur á 53,92
sekúndum og bætir Íslands-
met Oddnýjar Árnadóttur um
42/100 úr sekúndu.
20. maí 1989
Ragnheiður Runólfsdóttir,
sundkona frá Akranesi,
er kjörin besti íþróttamaður
Smáþjóðaleikanna á Kýpur.
Hún vinnur til sex gull-
verðlauna á leikunum, fær ein
silfurverðlaun og setur sam-
tals sjö Íslandsmet. Í frjáls-
íþróttakeppni leikanna vinnur
Oddný Árnadóttir einu gull-
verðlaun Íslands þegar hún
sigrar í 400 metra hlaupi.
20. maí 2001
Magdeburg, undir stjórn Al-
freðs Gíslasonar, er þýskur
meistari í handknattleik og
Ólafur Stefánsson er í lyk-
ilhlutverki í
liðinu. Magde-
burg vinnur
Flensburg á
heimavelli,
30:23, í hrein-
um úrslitaleik í
lokaumferð
deildarinnar. Ólafur skorar
níu mörk í leiknum og er í kjöl-
farið valinn leikmaður ársins
hjá Magdeburg en hann var
langmarkahæsti leikmaður
liðsins á tímabilinu með 302
mörk í deildinni, bikarkeppn-
inni og EHF-bikarnum.
20. maí 2008
Arnór Atlason er danskur
meistari í handknattleik með
FCK eftir jafntefli, 31:31, gegn
Snorra Steini Guðjónssyni, Ás-
geiri Erni Hallgrímssyni og fé-
lögum í GOG, í öðrum úrslita-
leik liðanna um titilinn. FCK
hafði unnið fyrsta leikinn
36:29. Arnór skorar fjögur
mörk fyrir FCK í leiknum en
Mikkel Hansen skorar 15
mörk fyrir silfurlið GOG og
Snorri Steinn átta.
20. maí 2015
Spjótkastarinn Helgi Sveins-
son stórbætir heimsmetið í
fötlunarflokki
F42 þegar
hann kastar
54,62 metra á
JJ-móti Ár-
manns í Laug-
ardal. Fyrra
metið átti Kín-
verjinn Yanlong Fu en það var
52,79 metrar og sett á Ólymp-
íumóti fatlaðra í London árið
2012.
Á ÞESSUM DEGI
BÚLGARÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Stuðningsmenn liðsins hafa verið
ótrúlegir undanfarna mánuði og eru
búnir að bjarga félaginu algjörlega,“
sagði Hólmar Örn Eyjólfsson lands-
liðsmaður í knattspyrnu við Morg-
unblaðið í gær en félag hans, Levski
Sofia, rambar á barmi gjaldþrots
eftir að eigandinn flúði land.
Búlgarski auðjöfurinn Vasil Boj-
kov, sem er talinn ríkasti maður
Búlgaríu, hefur margoft verið orð-
aður við margskonar ólöglega starf-
semi. Hann gerðist aðaleigandi
Levski Sofia, sögufrægasta félags
Búlgaríu, á síðasta ári. Bojkov dvel-
ur nú í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum en búlgörsk yfirvöld vilja
fá hann framseldan til að rétta yfir
honum.
Bojkov hefur svarað þeim fullum
hálsi og m.a. boðist til að gefa for-
sætisráðherra landsins, Boyko Bor-
issov, sinn hlut í Levski, enda hafi
forsætisráðherrann á ólöglegan hátt
lagt undir sig þau fyrirtæki sem séu
lífæð félagsins. Borissov mun sjálfur
vera stuðningsmaður Levski en hef-
ur hafnað „tilboði“ Bojkovs, sem
m.a. átti þjóðarlottóið í Búlgaríu en
Borissov og ríkisstjórn hans hafa nú
yfirtekið reksturinn á lottóinu.
„Þetta tilboð er móðgun og nið-
urlægjandi, og það er fáránlegt að
senda svona lagað frá sér,“ sagði
talsmaður forsætisráðherrans sam-
kvæmt frétt Balkan Insight.
Málshöfðun í mörgum liðum
Búlgarskur saksóknari höfðaði
mál á hendur Bojkov snemma á
þessu ári fyrir skipulagða glæpa-
starfsemi, fjárkúgun, hótanir, skatt-
svik og tilraun til að múta opinber-
um aðila. Bojkov segir að allur
málatilbúnaður búlgarska ríksins á
hendur sér sé uppspuni. Yfirvöld séu
að reyna að sölsa undir sig allan sinn
rekstur. Í yfirlýsingu sem hann
sendi fréttastofu Bloomberg sagði
Bojkov að hann og fyrirtæki sín
hefðu staðið skil á öllum sínum
sköttum til búlgarska ríkisins og
enginn væri sekur fyrr en sekt hans
hefði verið sönnuð í dómsal.
Hreint með ólíkindum
„Stuðningsmennirnir hafa staðið
fyrir alls konar söfnunum, keypt
miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki
fram vegna kórónuveirunnar, og
maður er búinn að heyra ítrekað á
undanförnum mánuðum að í næstu
viku verði félagið gjaldþrota. En
stuðningsmennirnir ná alltaf að
safna saman nægilega miklum pen-
ingum til að halda þessu gangandi,
sem er hreint með ólíkindum,“ sagði
Hólmar.
Þurfa 800 þúsund evrur
Í bréfi sem Daniel Strezov, for-
maður eins af stuðningsmanna-
félögum Levski, sendi frá sér í vik-
unni segir að stuðningsmennirnir
hafi tekið málin í sínar hendur og frá
12. febrúar hafi þeir útvegað félag-
inu meira en eina milljón evra með
alls kyns ráðum, fimmfaldað sölu
ársmiða, hreinlega tæmt verslun fé-
lagsins og keypt 10 þúsund miða á
leik sem fór ekki fram. Nú sé staðan
þannig að félagið þurfi 800 þúsund
evrur í viðbót til að geta lokið þessu
keppnistímabili en kórónuveiran og
frestanir leikja hafi lokað á síðustu
tekjumöguleika félagsins.
Losnaði úr sóttkví í gær
„Þetta er allt saman frekar
óheppilegt. Klúbburinn var á mjög
góðri leið áður en þetta mál fór allt
af stað. Ástandið hefur ekki haft
mikil áhrif á okkur leikmennina
hingað til, en nú er ég nýkominn aft-
ur til Búlgaríu eftir tveggja mánaða
hlé svo ég veit ekki alveg hvernig
staðan er á því núna,“ sagði Hólmar,
sem í gær lauk tveggja vikna sóttkví
í Búlgaríu eftir komuna frá Íslandi
og má byrja að æfa með liðinu í dag.
Leikmenn Levski hófu æfingar á
mánudaginn í litlum hópum en
deildakeppnin í landinu á að halda
áfram 5. júní og stefnt er að því að
ljúka keppnistímabilinu fyrir miðj-
an júlí.
Hólmar, sem verður þrítugur í
sumar, er að ljúka sínu þriðja tíma-
bili með Levski en hann gerði fjög-
urra ára samning þegar hann kom
þangað frá Maccabi Haifa í Ísrael
og á því eitt ár eftir af honum.
Hann sagði að vegna ríkjandi
ástands væri erfitt að átta sig á
stöðunni.
Fjölskyldan heima á Íslandi
„Það verður bara að koma í ljós
þegar nýir eigendur taka við hvern-
ig þeir vilja standa að framhaldinu
hjá félaginu. Það gætu vel orðið
miklar breytingar á rekstrinum
þannig að óvissan er mikil sem
stendur. En í félaginu er mikið af
góðu fólki sem gerir allt til þess að
Levski komi sem best út úr þessu,“
sagði Hólmar en hann kom einn til
Búlgaríu fyrir tveimur vikum. Eig-
inkona hans Jóna Vestfjörð Hann-
esdóttir og börnin Sylvía og hinn
tveggja mánaða gamli Eyjólfur
Hannes urðu eftir á Íslandi.
„Já, okkur þótt betra að þau
væru heima á meðan þessi óvissa er
í gangi. Ég er líka væntanlega á leið
í þétt leikjaprógramm, við spilum
marga leiki á stuttum tíma þegar
fótboltinn fer aftur í gang og yrði
væntanlega mikið á hótelum og því
fjarri fjölskyldunni hvort sem er,“
sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
Meira en 50 stórir titlar og liðið
í öðru sæti
Levski er annað sigursælasta fé-
lag Búlgaríu og sagt það langvinsæl-
asta í landinu með yfir eina milljón
stuðningsmanna. Levski hefur orðið
26 sinnum meistari og 25 sinnum
bikarmeistari frá því það var stofn-
að af skólastrákum í höfuðborginni
Sofiu árið 1914. Félagið hefur þó
ekki náð að vinna meistaratitilinn
frá 2009 en Ludogorets hefur haft
yfirburðastöðu í landinu allan síð-
asta áratug. Þegar tólf umferðum er
ólokið er Ludogorets með 55 stig en
Levski, CSKA Sofia og Lokomotiv
Plovdiv eru öll með 46 stig.
Þá eru Hólmar og félagar komnir
í undanúrslit bikarkeppninnar eftir
að hafa slegið Ludogorets út í átta
liða úrslitunum í mars, áður en
keppni var frestað vegna kórónu-
veirunnar. Þeir mæta þar Lokomo-
tiv Plovdiv en bikarkeppnin á að
halda áfram í byrjun júlí.
Stuðningsmenn reyna
að halda félaginu á floti
Forseti Levski Sofia flúði land Stuðningsmennirnir ótrúlegir, segir Hólmar
Ljósmynd/Levski
Levski Hólmar Örn Eyjólfsson sækir að sóknarmanni Ludogorets í bikarleik liðanna í marsmánuði. Levski lagði
þar toppliðið að velli og er því í undanúrslitum bikarkeppninnar ásamt því að vera í öðru sæti deildarinnar.
Steinunn Hansdóttir, landsliðskona í
handbolta, hefur gert tveggja ára
samning við danska félagið Vend-
syssel. Kemur hún til félagsins frá
Gudme. Steinunn er vinstri horna-
maður. Landsliðsmarkvörðurinn El-
ín Jóna Þorsteinsdóttir leikur með
liðinu. Steinunn hefur lengi leikið í
Danmörku og var hún áður hjá Hor-
sens og Skanderborg. Lék hún síðast
með Selfossi hér á landi. Vendsyssel
leikur í efstu deild Danmerkur á
næstu leiktíð, en liðið var í efsta sæti
1. deildarinnar þegar tímabilinu var
aflýst og fór því upp um deild.
Landsliðskonur í
úrvalsdeildinni
Ljósmynd/Robert Spasovski
Vendsyssel Steinunn Hansdóttir
skorar í leik með landsliði Íslands.
Martin Hermannsson og félagar í
Alba Berlín fara í tíu liða úrslita-
keppni um þýska meistaratitilinn í
körfuknattleik í næsta mánuði.
Úrslitakeppnin fer fram í München,
en yfirvöld í Bæjaralandi hafa sam-
þykkt áætlanir deildarinnar.
Keppni var frestað 8. mars vegna
kórónuveirunnar. Félögin sam-
þykktu tillögu deildarinnar um að
fella niður síðustu ellefu umferðir
deildakeppninnar og í staðinn færu
tíu efstu liðin í stað átta í úrslita-
keppnina. Alba Berlín var í fjórða
sæti þegar keppni var stöðvuð.
Martin á leið í
úrslitakeppni
Ljósmynd/Euroleague
Úrslitakeppni Martin Hermannsson
hefur nóg að gera í júnímánuði.