Morgunblaðið - 20.05.2020, Síða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Atli Örvarsson tónskáld er þessa
dagana að semja tónlist við Holly-
wood-mynd af dýrari gerðinni,
framhald gamanhasarmyndarinnar
The Hitmans’s Bodyguard sem
nefnist The Hitman’s Wife’s Body-
guard, eða Lífvörður eiginkonu
leigumorðingjans. Atli samdi líka
tónlistina við fyrri myndina og
verður sú sem hann er núna að
semja flutt af SinfoniuNord og
tekin upp í Hofi á Akureyri. „Við
ætlum að taka upp 19.-21. júní
þannig að ég er ennþá að semja
músíkina,“ segir Atli.
Banderas vondi karlinn
– Byggirðu tónlistina á þeirri
sem þú samdir fyrir fyrri mynd-
ina?
„Já, algjörlega, ég byggi á þeim
stefjum sem voru í fyrri myndinni
og m.a.s. þegar klippið kemur til
mín er klipparinn búinn að setja
inn fullt af tónlist úr fyrri mynd-
inni. Þetta eru auðvitað sömu per-
sónur og mikið til svipaðar að-
stæður þannig að þetta passar
bara en það er auðvitað nýr vond-
ur karl sem Antonio Banderas
leikur og hann fær nýtt stef. Þetta
er bland af nýju og eldra efni,“
svarar Atli. Aðrir helstu leikarar í
myndinni eru Ryan Reynolds,
Samuel L. Jackson, Salma Hayek
og Morgan Freeman.
Vildi meira rokk og blús
Leikstjóri myndarinnar, líkt og
þeirrar fyrri, er Patrick Hughes
og segir Atli að þegar þeir hafi
hist í fyrsta sinn hafi Hughes sagt
honum að hann þyldi ekki dæmi-
gerða hasarmyndatónlist. Hann
vildi gjarnan fá meira rokk og ról
og sátu þeir lengi saman og
hlustuðu á blús og rokk.
„Sumt af þessu er svolítið blús-
skotið og karakterinn hans Samu-
els Jacksons notar munnhörpu og
Fender Rhodes. Það er s.s. sinfón-
íuhljómsveit og svo er rokk og ról-
blúsband sem spilar hluta af
þessu,“ útskýrir Atli. Hann hafi
því reynt að hafa tónlistina bræð-
ing af sinfóníutónlist, blús og
rokki.
Tónlistin í fyrri myndinni var
tekin að hluta upp í hinu sögu-
fræga stúdíói við Abbey Road í
London en að þessu sinni verður
allt tekið upp á Íslandi enda ýms-
ar samkomuhömlur enn í gangi
vegna COVID-19-farsóttarinnar.
Eurovision og Netflix
Atli segir alltaf gott að hafa ein-
hvern ramma eða stefnu hvað
hvert verkefni varðar; að vita
nokkurn veginn hverju leikstjór-
inn er að leita að. „Kosturinn við
að vinna aftur með sama leik-
stjóra, eins og ég er að gera með
Patrick núna, er að traust hefur
myndast. Ég veit hvernig hann
fúnkerar og þekki hans smekk og
hvað hann vill. Þetta er ekki
fyrsta stefnumótið; maður er far-
inn að þekkja inn á manneskjuna,“
útskýrir Atli.
Eins og fjallað var um í Morg-
unblaðinu fyrir um tveimur mán-
uðum var tónlist Atla við Eurovisi-
on-kvikmynd gamanleikarans
Wills Ferrells tekin upp í Hofi á
Akureyri og vakti það bersýnilega
athygli í kvikmyndageiranum
vestra. „Þá opnuðust augu Netflix
fyrir því að hér væri einhver lausn
fyrir þá og úr því hefur orðið dá-
lítil holskefla af verkefnum og útlit
fyrir áframhald á því. Þetta hefur
gengið rosalega vel. Ég er búinn
að taka upp kvikmyndatónlist
hérna frá árinu 2015 og það hefur
einfaldlega skapast hér þekking
og reynsla sem er farin að skila
sér. Þetta hefur alltaf gengið mjög
vel en hljómsveitin verður sífellt
betri og tæknimennirnir og það
sem við erum að gera hérna er
komið á heimsmælikvarða. Annars
væri ég ekkert að gera þetta held-
ur.“
Hvað önnur Netflix-verkefni
varðar segir Atli að ekki megi
greina frá hver þau eru en Netflix
hafi pantað stúdíóið heilmikið í
sumar. „Þeir segja okkur ekki
einu sinni hvaða verkefni þetta
eru,“ segir Atli en það verður í
það minnsta nóg að gera fyrir
norðan.
Vildi auka á fegurðina
Breiðskífa Atla, You Are Here,
kemur út 3. júlí en Atli hefur ekki
gefið plötu út áður með eigin tón-
list og þá tónlist sem er ekki sam-
in fyrir kvikmyndir eða sjónvarps-
þætti. Hann er spurður hverju
fólk má eiga von á. Er þetta eitt-
hvað allt annað en hann hefur gert
hingað til? „Já, já, það er það auð-
vitað og þeir sem hafa séð seríuna
Defending Jacob á Apple TV Plus
hafa heyrt tónlist sem er kannski
hvað næst þessari. Maður á alltaf
að forðast að nota einhverjar skil-
greiningar en þetta er svona post-
eða neo-klassísk tónlist, instru-
mental, frekar róleg og hæg og
intróvert músík. Mikið píanó og
strengir, bæði kvartett og sveit,
og talsvert af rafhljóðum með. Mig
langaði til að reyna að auka á feg-
urðina í heiminum,“ svarar Atli.
Annar vöðvi
Hann segir það hafa verið
skemmtilegt ferli að læra að búa
til plötu. „Þótt ég hafi verið að
semja tónlist í tuttugu og eitthvað
ár er allt önnur nálgun að semja
plötu. Í fyrsta lagi ertu ekki að
semja fyrir eitthvert annað verk-
efni og í öðru lagi er nálgunin við
að kafa ofan í sinn innri mann og
sjálfan sig sem listamann önnur
pæling, en þegar maður er kominn
af stað í því kemur ekki til greina
að hætta. Þetta er annar vöðvi
sem maður þarf að þjálfa og mér
finnst ég hafa orðið betra tónskáld
af því að semja fyrir sjálfan mig.“
Hvers vegna að skapa?
Atli segir að erfiðasta spurn-
ingin sem hver listamaður þurfi að
svara sé hvers vegna hann skapi.
„Hvað er ég að segja? Hvaða sögu
er ég að segja? Þegar þú ert að
gera kvikmyndatónlist er búið að
svara þeirri spurningu en um hvað
er ég að fara að gera plötu? Og
eins og titillinn ber með sér fjallar
þetta bæði um að vera þar sem
maður er en líka andlega, fyrir
okkur öll, að vera aðeins meira til
staðar daglega. Að hægja á hug-
anum og vera meira til staðar.“
– Leggurðu stund á núvitund?
„Já, ég geri það og það eru klár
tengsl þarna við hana. Ég held að
það heyrist glöggt í þessari tónlist
að það er núvitundarhugsun á bak
við hana. Þetta er kannski mynd-
ræn núvitund, ef þannig mætti að
orði komast, því þeir sem ég hef
leikið þessa tónlist fyrir tala um
að þeir sjái fyrir sér myndir og
jafnvel atvik úr eigin lífi. Þannig
að þetta er vonandi einhvers kon-
ar hugvekja.“
Stuð Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson í The Hitman’s Bodyguard, sem
Atli samdi tónlistina við og semur nú tónlist við framhald myndarinnar.
Ljósmynd/Alex Soutré
Fegurð „Mig langaði til að reyna að auka á fegurðina í heiminum,“ segir
Atli um fyrstu breiðskífu sína sem gefin verður út 3. júlí næstkomandi.
„Ekki fyrsta stefnumótið“
Atli Örvarsson semur tónlist við framhald Hollywood-myndarinnar The Hitman’s Bodyguard
Netflix hefur bókað Hof í sumar fyrir tónlistarupptökur Fyrsta breiðskífa Atla væntanleg
Eldfjallamaður Will Smith og Rachel McAdams í myndbandi við lagið Volc-
ano Man, eða Eldfjallamaður, sem kom út fyrir fáeinum dögum og tengist
grínmyndinni Eurovision sem segir af íslenskum keppendum í Eurovision.