Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæð um 13,3 milljarða króna á árinu 2019 sam- kvæmt ársreikningi borgarinnar sem staðfestur var í borgarstjórn á þriðju- dag. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins setja fyrirvara við samþykkt ársreikningsins vegna Félagsbústaða. Íbúðir í eigu Félagsbústaða eru metn- ar í samræmi við markaðsvirði og hef- ur bókfært virði þeirra hækkað um 57 milljarða frá árinu 2012, þar af um rúma fjóra milljarða milli áranna 2018 og 2019. Í samtali við Morgunblaðið segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna í borginni, að óeðlilegt sé að meta eignirnar með þessum hætti. „Við höfum bent á að Félags- bústaðir eru ekki reknir í hagnaðar- skyni heldur eiga þeir að vera fé- lagslegt úrræði. Því setjum við spurningarmerki við að borgin geri upp með þessum hætti,“ segir Eyþór. Hagnað af þessu tagi sé ekki hægt að innleysa enda standi ekki til að selja eignir Félagsbústaða heldur fari þeim þvert á móti fjölgandi. Sætta sig ekki við góða niðurstöðu Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, segir að áhyggjur minnihlutans af reikningsstöðlum Fé- lagsbústaða hafi verið teknar mjög al- varlega. Vísar hún í sérstakt minnis- blað endurskoðunarnefndar borgar- innar, sem útbúið var eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði sig úr nefnd- inni. Þar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að óumdeilt væri sam- kvæmt alþjóðlegum reiknings- stöðlum, á borð við IFTS, að heimilt væri að meta eignirnar á hvort heldur markaðsverði eða kostnaðarverði. Þá hefði óháð mat ráðgjafa KPMG leitt í ljós að ekki væri aðeins heimilt að meta virði með þessum hætti, heldur væri það einnig „viðeigandi“ og gæfi „gleggri mynd af stöðu félagsins“. Dóra segir borgarfulltrúa minni- hlutans, með Vigdísi Hauksdóttur í broddi fylkingar, vera í ákveðinni vegferð gegn eftirlitsstofnunum með það fyrir augum að skapa ringulreið og grafa undan lýðræðinu. „Stað- reyndirnar henta einfaldlega ekki í þessu tilfelli og því er ansi langt geng- ið í því að villa um fyrir almenningi og ala á tortryggni.“ Ólík sýn á skuldir Á sama tíma og borgarsjóður var rekinn með rúmlega 13 milljarða hagnaði jukust skuldir hans um 21 milljarð. Eyþór segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að lækka skuldir í góð- æri síðustu ára. „Þetta eru ekki bara miklar fjárfestingar heldur hækka laun og rekstarkostnaður um 8-9%,“ segir Eyþór og bætir við að nýir kjarasamningar geri ráð fyrir allt að 30% hækkun launa. Segir hann tíma- bært að endurskoða ýmsar fjárfest- ingar borgarinnar, á borð við borgar- línu. Þessu er Dóra ósammála. Mikilvægt sé að halda því til haga að skuldsetning sé ekki notuð til að greiða niður hallarekstur, enda skili borgarsjóður hagnaði, heldur til að ráðast í fjárfestingar. „Sumir myndu segja að stjórnmálafólk sem vantar metnað finni sér skjól í því að leggja stanslausa áherslu á að borga niður skuldir.“ Setja fyrirvara við mat í ársreikningi Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Staða Félagsbústaða vænkast vegna hækkaðs fasteignamats.  13,3 milljarða hagnaður af rekstri borgarinnar í fyrra  4,8 milljarðar koma til vegna hækkaðs fast- eignamats  Óeðlilegt mat, segir oddviti sjálfstæðismanna  Óumdeild aðferð, segir fulltrúi meirihlutans Leiði Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, Ingibjarg- ar Einarsdóttur, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu er illa hirt og legsteinn og minnisvarði í slæmu ástandi. „Ég gekk þar fram hjá nýlega og sá mér til mikillar undrunar og vonbrigða að ekki aðeins er leiðið illa hirt heldur er bæði minnisvarðinn og legsteinninn í afar slæmu ástandi, sem er okkur öllum til mikils vansa,“ segir Árni Tómas Ragnarsson læknir í bréfi til Morgunblaðsins. Hann tekur sterkar til orða í samtali við blaðamann og segir þetta ástand leiðis helstu frelsishetju Íslendinga til skammar. Fæðingardagur Jóns var, eins og kunnugt er, valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga við stofnun lýð- veldisins. Þess vegna hefur það verið hefð í áratugi að leggja blómsveig að leiði þeirra hjóna í Hólavallakirkju- garði að morgni 17. júní. Árni Tómas segir ömurlegt að þangað sé marserað ár eftir ár með leiði og minnisvarða í þessu ástandi. Einhverjum verði falin umhirðan til framtíðar Árni Tómas telur löngu tímabært að hreinsa lágmynd- ina á minnisvarðanum og gera við steininn og sömuleiðis legsteininn. Hann segist ekki vita hver beri ábyrgð á um- hirðu leiðisins. Leggur hann til að Kirkjugörðunum eða einhverjum opinberum aðila verði falið að annast umhirðu þess og viðhald í framtíðinni þannig að Jóni og þeim hjónum báðum verði sýndur viðeigandi sómi og virðing um langa framtíð. Jón lést 7. desember 1879 eftir langvinn veikindi. Ingi- björg eiginkona hans lést níu dögum seinna. helgi@mbl.is Leiði og minnisvarði Jóns forseta í slæmu ástandi  Hvatt til að hið fyrsta verði gerð bragarbót þar á Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Minnisvarði Stein þennan reistu landar honum árið 1881. Óhreinindi eru á lágmynd Jóns og hluta steinsins. Legsteinn Hreinsa þarf legstein þeirra hjóna og leiði. Maðurinn sem slasaðist í bruna í húsi við Hafnarstræti á Akureyri síðastliðið þriðjudagskvöld er látinn. Hann var 67 ára gamall og lést síðari hluta miðvikudags á gjörgæsludeild Landspítala. Rannsóknarmenn úr tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar Brunamálastofnunar fóru á vettvang og hófu rannsókn þar á miðvikudag, ásamt lögreglu- mönnum frá embætti lögreglustjór- ans á Norðurlandi eystra. Lauk rannsókn á vettvangi í gær. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður brunans en lögreglan tók rafmagns- tæki og fleiri hluti til frekari skoð- unar. Eldurinn kom upp í Hafnarstræti 37, sem er eitt af elstu húsum Akur- eyrar, um kvöldmatarleytið á þriðju- dag. Reykkafarar náðu manninum út og var hann meðvitundarlaus. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur síðar um kvöldið og lagður inn á gjörgæsludeild Land- spítalans. Þar lést hann síðdegis í fyrradag, eins og fyrr segir. Húsið er talið ónýtt eftir brunann og aðgerðir slökkviliðs til að slökkva eldinn. Þurfti meðal annars að rífa þakið af húsinu. Talin var hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús og voru þau rýmd. Maðurinn lést eftir eldsvoða  Eldsupptök enn til rannsóknar Morgunblaðið/Margrét Þóra Hafnarstræti Lögreglumenn að ljúka athugun á vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.