Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Knattspyrnufélagið Valur
Aðalfundur
Aðalfundur knattspyrnufélagsins Vals verður
haldinn í Origo höllinni að Hlíðarenda
þriðjudaginn 2. júní, kl. 17:00.
Dagsskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum
félagsins
Stjórn Vals
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta fer allt að lagast,“ segir
Ragnhildur Árnadóttir, sem er 100
ára í dag. Hún býr á Hrafnistu í
Reykjavík og vegna kórónuveir-
unnar hefur hún verið innilokuð á
sinni hæð og heimsóknir takmark-
aðar. En hún sér fram á bjartari tíð.
„Þetta fer að lagast,“ segir hún.
„Boðið verður upp á kaffi og
rjómatertu í tilefni dagsins,“ heldur
afmælisbarnið áfram og segir að
sonurinn Oddur Garðarsson flug-
virki og tengdadóttirin séu vænt-
anleg. „Oddur og Racel, kona hans,
fá að koma en ég á ekki von á öðr-
um vegna flensunnar.“
Ragnhildur fæddist á Njálsgötu í
Reykjavík en síðan flutti fjöl-
skyldan upp í Þverholt, þar sem
faðir hennar keypti hús. „Þver-
holtið þótti vera uppi í sveit,“ rifjar
hún upp.
Ýmis minningarbrot koma upp í
hugann og Ragnhildur segist hafa
upplifað margt en lífið hafi gengið
sinn gang, rétt eins og hjá öðrum.
Hún hafi því enga sérstaka sögu að
segja. „En Reykjavík hefur breyst
mikið síðan ég ólst upp, var að leika
mér, passaði krakka, fór í skóla og
vinnu.“
Eftir tveggja ára nám í Ingimars-
skóla að loknu barnaskólanámi fór
Ragnhildur að vinna í Mjólkursam-
sölunni. Eiginmaður hennar, Garð-
ar Ólafsson tannlæknir, sem and-
aðist 1978, fór í nám til Banda-
ríkjanna og bjuggu þau í Portland í
fjögur ár. „Þegar við komum til
baka var ekki hægt að fá gjaldeyri
til að kaupa nauðsynleg tæki í tann-
læknastofuna nema hún væri á Sel-
fossi eða í Keflavík. Við vorum
næstum því flutt út aftur en
ákváðum síðan að setjast að í Kefla-
vík. Þar var prýðilegt að vera og
mér þykir vænt um Keflavík.“
Hjónin ferðuðust mikið á meðan,
en Ragnhildur segir lítið um að
vera um þessar mundir. „Ég hef
lesið mikið, fræðibækur og fleira,
en það er lítið hægt að gera annað
en lesa svona innilokuð.“
Langlífi er þekkt í fjölskyldunni.
„Mömmu vantaði bara þrjá mánuði
upp á 100 árin,“ segir Ragnhildur,
en foreldrar hennar voru Branddís
Guðmundsdóttir, sem varð 99 ára,
og Árni Jónsson verkamaður, sem
varð 95 ára. Ragnhildur er yngst
fjögurra systra og varð ein þeirra
94 ára. „Ég tóri enn og má þakka
fyrir það,“ segir Ragnhildur.
Tímamót Ragnhildur Árnadóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag.
Ragnhildur Árnadóttir
sér fram á bjartari tíð
Heldur upp á 100 ára afmælið innilokuð vegna veirunnar
Telur fyrirtæki að minni umhverfis-
áhrif verði af eldi í lokuðum kvíum af
þessu tagi.
Í bráðabirgðaákvæði fiskeldislag-
anna kemur fram að úr gildi falla
umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjó-
kvíaeldi á hafsvæðum sem ekki er
búið að meta til burðarþols við gild-
istöku ákvæðisins. Burðarþol Eyja-
fjarðar hefur ekki verið gefið út.
Hafrannsóknastofnun þarf að fá
beiðni frá ráðherra til þess og hún
hefur ekki verið lögð fram. Hvorugt
fyrirtækið var komið með frummats-
skýrslu vegna umhverfismats.
Staðan er því sú að engin vinna fer
nú fram við að undirbúa laxeldi í
sjókvíum í Eyjafirði.
Kveikjan að umræðunni nú
Umræðan sem leiddi til bókunar
meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri
kemur til af því að landeigendur við
austurhluta Eyjafjarðar og ferða-
þjónustufyrirtæki hafa sent erindi til
sveitarstjórna þar sem varað er við
áhrifum sjókvíaeldis á hagsmuni
þeirra. Einnig kveikti það umræðu
að sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra kynnti í lok mars aðgerðir á
sínu málasviði vegna kórónuveiru-
faraldursins. Ein af þeim er að flýta
afgreiðslu rekstrarleyfa í fiskeldi
enda gæti það leitt til mikilla fjár-
festinga og fjölgunar starfsfólks.
Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfé-
laga og atvinnuþróunar á Norður-
landi eystra, tók málið fyrir á fundi í
byrjun mánaðarins og samþykkti
bókun þar sem fram kemur það álit
að sýna beri mikla varkárni varð-
andi lífríki Eyjafjarðar, áhrif á
ferðaþjónustu sem og ásýnd fjarð-
arins. Telur stjórnin það lykilatriði
að samráð verði haft við sveitarfélög
og íbúa varðandi uppbyggingu.
Tveir af þeim fulltrúum sem sam-
þykktu þessa bókun, þar á meðal
formaður SSNE, Hilda Jana Gísla-
dóttur, samþykktu síðan tillögu í
bæjarstjórn Akureyrar sem gengur
mun lengra, þar sem lagt er til að
fjörðurinn verði friðaður fyrir eldi.
Skiptar skoðanir sveitarfélaga
Gunnar Gíslason, oddviti sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn Akur-
eyrar, flutti tillöguna. Hún var sam-
þykkt með atkvæðum allra fulltrúa
minnihlutans auk fulltrúa Samfylk-
ingarinnar sem eru í meirihlutasam-
starfi með Framsókn og L-lista.
Gunnar nefnir umhverfissjónar-
mið fyrir afstöðu sinni, meðal annars
hættu á að lax sem sleppur úr kvíum
fari upp í ár í nágrannahéruðum og
að eldi skapi aukna hættu á að laxa-
lús leggist á bleikjustofna. Hann
nefnir einnig sjónmengun. Fjörður-
inn sé þröngur og kvíar geti truflað
ferðir stórra skipa inn fjörðinn, með-
al annars skemmtiferðaskipa. „Við
viljum frekar láta náttúruna njóta
vafans og vernda ásýnd fjarðarins,
en að taka áhættu sem við vitum ekki
hver er og fórna þannig meiri hags-
munum fyrir minni,“ segir Gunnar.
Andri Teitsson, bæjarfulltrúi L-
listans, segist frekar vera í hópi efa-
semdarmanna en fylgjenda sjókvía-
eldis, en honum finnist óþarfi að slá
það alveg út af borðinu. Hann studdi
tillögu fulltrúa L-lista og Fram-
sóknarflokks um að gert yrði strand-
svæðaskipulag af öllum firðinum og
engin leyfi veitt fyrr en að því loknu.
Tillagan var samþykkt vegna hjá-
setu sjö fulltrúanna sem áður höfðu
samþykkt friðun.
Þau sjókvíaverkefni sem unnið var
að voru öll fyrir ströndum annarra
sveitarfélaga, meðal annars Dal-
víkurbæjar. Bæjarstjórnin þar hefur
ekki samþykkt stefnu í þessum mál-
um en hvatt til framhalds á umræðu
sem farið hefur fram á vegum lands-
hlutasamtakanna á síðustu árum.
Ólafsfirðingar höfðu vonir um að
fá innspýtingu í samfélagið með
starfsstöð þar. Elías Pétursson, bæj-
arstjóri Fjallabyggðar, telur bókun
bæjarstjórnar Akureyrar nokkuð
bratta. Bæjarstjórn Fjallabyggðar
hafi viljað horfa til þessarar greinar,
eins og annarra við fjölgun atvinnu-
tækifæra.
Bæjarstjórn vill friða fjörðinn
Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri vill ekki sjókvíaeldi í Eyjafirði Telja hagsmuni umhverfis og
ferðaþjónustu mikilvægari Búið var að stöðva allt leyfisferli Horft til Ólafsfjarðar sem starfsstöðvar
Sjókvíar í Eyjafirði
» Á árinu 2004 var ákveðið að
banna eldi laxfiska í nágrenni
við stærri laxveiðiár. Á Norður-
landi stóð Eyjafjörður eftir sem
raunhæft eldissvæði.
» Í könnun sem gerð var með-
al íbúa fyrir rúmu ári kom í ljós
að þriðjungur íbúa var á móti
sjókvíum, rúmlega fjórðungur
var fylgjandi en flestum stóð á
sama.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyjafjörður Áform voru um sjókvíaeldi í Eyjafirði. Mörg þeirra voru í nágrenni Hríseyjar. Tröllaskagi í baksýn.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihluti fulltrúa í bæjarstjórn
Akureyrar hefur samþykkt að
leggja til við sjávarútvegsráðherra
að Eyjafjörður verði friðaður fyrir
sjókvíaeldi. Meirihlutinn klofnaði við
afgreiðslu tillögunnar því tveir
fulltrúar hans samþykktu tillöguna
ásamt öllum fulltrúum minnihlutans
en fjórir fulltrúar úr meirihlutanum
sátu hjá og lögðu til mildari leið.
Skoðanir eru skiptar í Eyjafirði um
sjókvíaeldi. Til dæmis var unnið að
því í Fjallabyggð að koma upp að-
stöðu til rekstrar fiskeldis frá höfn-
inni í Ólafsfirði.
Nokkurt fiskeldi var í Eyjafirði
fyrir nokkrum árum en því hefur
öllu verið hætt. Tvö fyrirtæki hafa
undirbúið stóreldi í sjókvíum og
voru komin áleiðis í rannsóknum og
matsferli þegar ferlið var stöðvað
með breytingum á fiskeldislögum á
síðasta ári.
Umsóknarferlið var stöðvað
Arnarlax kynnti á árinu 2017
áform um 10 þúsund tonna eldi í
sjókvíum utarlega í Eyjafirði.
Áformin eiga sér lengri sögu því
Fjarðarlax, sem síðar sameinaðist
Arnarlaxi, hafði nokkrum árum fyrr
hafið matsferli miðað við 8 þúsund
tonna eldi.
Þau áform sem lengst voru komin
voru borin fram af norska fyrir-
tækinu AkvaFuture, sem hugðist
koma upp lokuðum sjókvíum innar-
lega í Eyjafirði, á grundvelli nýrrar
tækni sem fyrirtækið hefur hannað
og notað við eldi í Noregi. Ætlunin
var að framleiða 20 þúsund tonn.