Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram
frumvarp um ný þjóðaröryggislög í
Hong Kong, sem kveða á um bann
við uppreisnaráróðri, landráði og
sjálfstæðisumleitunum sjálfstjórnar-
héraðsins.
Að sögn stjórnvalda er frumvarp-
inu ætlað að taka á hryðjuverka-
starfsemi í Hong Kong og koma í veg
fyrir afskipti erlendra ríkja af innan-
ríkismálum. Óttast lýðræðissinnar
að lögin verði notuð til að traðka á
mannréttindum sem tryggð eru í
grunnlögum Hong Kong, sem ríkið
erfði frá Bretum, en þar eru íbúum
tryggð ýmis réttindi sem íbúar
meginlandsins njóta ekki. „Ef þessi
breyting tekur gildi mun gamla
stefnan um Eitt ríki, tvö kerfi heyra
sögunni til. Þetta eru endalok Hong
Kong,“ hefur Reuters eftir Dennis
Kwok, þingmanni á þingi Hong
Kong.
Kínversk stjórnvöld hafa ekki áð-
ur beitt völdum sínum til þess að inn-
leiða öryggislög í grunnlög Hong
Kong, en talið er að útspil þeirra nú
sé komið til vegna ótta við aukin yfir-
ráð stjórnmálaflokka í Hong Kong,
sem styðja aukið lýðræði í sjálf-
stjórnarhéraðinu. Kosið verður til
þings í Hong Kong í september og ef
niðurstaðan verður í samræmi við
héraðsstjórnarkosningar í fyrra má
vænta þess að lýðræðissinnar auki
hlut sinn á þinginu til muna.
Frumvarpinu hefur verið mót-
mælt innan Hong Kong sem og á al-
þjóðavettvangi.
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru
Donald Trump Bandaríkjaforseti, en
hann hefur heitið því að Bandaríkin
muni bregðast við af krafti verði
frumvarpið samþykkt.
Þá hefur Chris Patten, síðasti
ríkisstjóri Breta í Hong Kong, sagt
frumvarpið vera „umfangsmikla
árás á sjálfstæði borgríkisins“.
Kínverjar herða
tökin á Hong Kong
AFP
Þing 13. alþýðuþing kommúnista-
flokksins verður sett í dag.
„Endalok Hong
Kong“ ef ný örygg-
islög eru samþykkt
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rúmlega fimm milljónir manna hafa
nú sýkst af kórónuveirunni, og um
það bil 330.000 manns hafa látist af
völdum hennar. Tilfellum hefur
fjölgað hratt að undanförnu í ríkjum
Suður-Ameríku, og eru skráð tilfelli í
Brasilíu nú rúmlega 291.000 talsins,
sem er hið þriðja mesta í heimi á eft-
ir Bandaríkjunum og Rússlandi.
Auk Brasilíu hafa stjórnvöld í
Perú, Mexíkó og Síle einnig tilkynnt
mikla fjölgun tilfella, og sögðu hjúkr-
unarkonur í Líma, höfuðborg Perú,
við AFP-fréttastofuna í gær að þær
óttuðust að álagið yrði heilbrigðis-
kerfi borgarinnar ofviða.
Í Brasilíu er komin upp hörð deila
á milli Jair Bolsonaro, forseta lands-
ins, og ríkisstjóra helstu héraða
Brasilíu, en þá greinir á um hversu
harðar aðgerðir eigi að ráðast í
vegna veirunnar. Telur Bolsonaro að
skaðinn sem hljótist af hörðum sótt-
varnaraðgerðum geti orðið meiri en
sá skaði sem kórónuveiran geti
valdið, og hefur hann hótað því að
skerða fjárveitingar ríkisins, meðal
annars til Sao Paulo-héraðs, þess
stærsta í landinu.
Þá sannfærði Bolsonaro heil-
brigðisyfirvöld landsins um að mæla
með notkun malaríulyfjanna klórók-
ín og hydroxýklórókín til að vinna á
veirunni í öllum tilvikum, en
heilbrigðisyfirvöld í öðrum ríkjum
hafa til þessa ekki viljað mæla með
notkun lyfjanna nema í alvarlegum
tilfellum. Nelson Teich, heilbrigðis-
ráðherra Brasilíu, sagði af sér í síð-
ustu viku og er talið að hann hafi
greint á við Bolsonaro um hvort
mæla ætti með malaríulyfjunum.
Krefjast svara frá Kínverjum
Alþýðuþing Kína kom saman í
gær og ræddi meðal annars viðbrögð
við kórónuveirufaraldrinum. Sagði
talsmaður þingsins ljóst að Kínverj-
ar myndu gjalda líku líkt ef tillaga m
refsiaðgerðir gegn kínverskum
stjórnvöldum, sem nú er rædd á
Bandaríkjaþingi, yrði að veruleika.
Spenna milli Bandaríkjanna og
Kína hefur magnast jafnt og þétt
vegna kórónuveirufaraldursins, og
sagði Donald Trump Bandaríkjafor-
seti í fyrradag að Kínverjar bæru
ábyrgð á fjölda andláta um allan
heim vegna þess hvernig haldið hefði
verið á málum í upphafi faraldursins.
Repúblíkanar í öldungadeild
Bandaríkjaþings lögðu fram í síð-
ustu viku frumvarp sem myndi veita
Trump heimild til þess að beita Kín-
verja refsiaðgerðum ef kínversk
stjórnvöld útskýra ekki hvernig far-
aldurinn hófst.
Zhang Yesui, talsmaður kínverska
alþýðuþingsins, sagði í gær að það
væri hvorki „ábyrgt né siðlegt að
breiða yfir eigin vandamál með því
að kenna öðrum um“. Bætti hann við
að Kínverjar myndu ekki sætta sig
við málshöfðanir vegna kórónuveir-
unnar, en Missouri-ríki hefur höfðað
skaðabótamál á hendur kínverskum
stjórnvöldum.
Mikil fjölgun tilfella í S-Ameríku
Yfir fimm milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni Kínverjar hyggjast svara refsiaðgerðum
AFP
Mótmæli Bolsonaro er umdeildur í
Brasilíu og var mótmælt í gær.
Að minnsta kosti 95 manns létust í fyrrinótt
þegar fellibylur skall á Indlandi og Bangladess.
Skildi óveðrið eftir sig langa slóð eyðileggingar í
báðum ríkjum, en fellibylurinn er talinn hinn
stærsti á þessum slóðum frá árinu 1999.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 500.000
manns hafi misst heimili sín í Bangladess vegna
hamfaranna, og 23 létust þar. Þá létust 72 í
Vestur-Bengal-héraði Indlands.
AFP
Að minnsta kosti 95 látnir eftir fellibyl
Donald Trump
Bandaríkja-
forseti tilkynnti
í gær að hann
hygðist segja
upp „Open
Skies“-sam-
komulaginu, en
það veitir þeim
ríkjum sem rit-
að hafa undir
það rétt til þess að stunda eftir-
litsflug innan lofthelgi hinna
ríkjanna með skömmum fyrir-
vara.
Trump segir að Rússar hafi
ekki staðið við sinn hluta sam-
komulagsins, en því var ætlað að
auka gagnsæi og traust milli stór-
veldanna. Bandaríkjamenn telja
hins vegar að Rússar hafi reynt
að meina eftirlitsflugi aðgang að
vissum svæðum, þvert á ákvæði
samkomulagsins.
Sendiherrar Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna munu funda í Bruss-
el í dag til þess að ræða afleið-
ingar ákvörðunar Trumps, en
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, skoraði á Trump að
skipta um skoðun.
Segja sig frá eftir-
litssamkomulagi
Donald Trump
BANDARÍKIN