Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Vegna frábærra undirtekta
framlengjum við afmælistilboðið!
Leyndarmál Matarkjallarans,
6 réttir að hætti kokksins á 6.990 kr.
Gildir út maí.
AFMÆLISTILBOÐ
Það er lífsins gang-
ur að ein kynslóð tek-
ur við af annarri. Allt
er breytingum undir-
orpið og flest reynum
við að undirbúa okkur
sem best, hvort sem
við erum að yfirgefa
þennan heim eða taka
hann í arf. Í því rétt-
arríki sem við lifum
núna hefur löggjafinn
nokkurn viðbúnað til að tryggja að
allt fari eftir settum reglum þó að
kaldhæðnir menn hafi stundum á
orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn
þegar kemur að uppgjöri arfs.
Þannig hefur skapast hefð fyrir
því að þegar verðmæti fara á milli
kynslóða mætir ríkisvaldið og það
mun mæta aftur næst þegar sami
arfur gengur milli næstu kynslóða.
Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun
allt að endingu hverfa til ríkisins.
Þannig má segja að það sé erfingi
allra erfingja enda aðeins tvennt
öruggt í lífinu; skatturinn og dauð-
inn.
Við getum haft skoðun á því hve
sanngjarnt þetta kerfi er en hér
hefur myndast sátt um að hafa
lagalega umgjörð um erfðamál sem
allir Íslendingar þurfa
að gangast undir. Nú
hefur verið upplýst að
eigendur eins stærsta
sjávarútvegsfyrirtækis
landsins hafa ákveðið
að færa eignarhlut
sinn í fyrirtækinu til
afkomenda sinna. Það
er gert fyrir opnum
tjöldum og öllum
reglum fylgt þannig
að ríkiserfinginn fái
nú örugglega sinn
hlut, sem hann mun
líka fá næst og svo aftur koll af
kolli eins og áður var rakið. Sann-
gjarnt? Já, um það má deila en
þeir sem hafa skilað miklu ævi-
verki og farnast vel skila meiru frá
sér til næstu kynslóða. Sumir geta
glaðst yfir því að skuldir erfast
ekki.
Eins og skýrt hefur komið fram
þá er verið að færa hluti í atvinnu-
fyrirtæki, með öllum réttindum og
skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin
nær eingöngu til hlutabréfa Sam-
herja. Aflamarkskerfið hefur ekk-
ert með þetta fyrirkomulag að
gera, fyrirtækið sem hér um ræðir
hefur þar réttindi og skyldur eins
og á svo mörgum öðrum sviðum og
mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau
veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur
aðgang að verður að greiða veiði-
leyfagjald, rétt eins og á við um
aðra skatta sem þarf að greiða af
starfseminni. Það sem var greitt
áður, verður greitt áfram, óháð
eignarhaldi. Eina breytingin er að
ríkissjóður mun fá mikla fjármuni
til sín vegna fyrirframgreidds arfs.
Þessi umræða í kjölfar kyn-
slóðaskipta Samherja minnir hins
vegar á hve umræðan um sjávar-
útveginn getur orðið undarleg. Í
síðustu grein minni benti ég á að
sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru
síður en svo stór þegar borið er
saman við önnur fyrirtæki sem
hafa mikil áhrif á afkomu heim-
ilanna í landinu. Þegar þess er
gætt er stundum undarleg hve há-
vær umræðan um sjávarútveginn
er. Þar vitnaði ég til Einars Bene-
diktssonar úr Íslandsljóði hans og
er byrjunin þar yfirskrift þessa
pistils.
Við eigum að vera stolt af okkar
sjávarútvegi og eigum að standa
saman að því að gera þar enn
betur. Hættum að líta til sjávar-
útvegsins með öfundaraugum og
gleðjumst yfir farsæld hans og
styrk enda mikilvægt fyrir hag
allrar þjóðarinnar að sjávarútvegs-
fyrirtækin séu vel rekin og haldi
áfram að þróast.
Hafið þekur ríflega sjö tíundu
hluta jarðarinnar og flestar þjóðir
sem búa við haf reka sinn sjávar-
útveg á ófullkominn og ósjálfbær-
an hátt. Ofveiði, mengun og sóun
er oft fylgifiskur þeirra stefnu en
hér á landi höfum við forskrift sem
getur gagnast vel öðrum þjóðum.
Við höfum því öfundsverð tækifæri
til þess að stefna út á við með okk-
ar fiskveiðistjórnunarkerfi og okk-
ar reynslu af því að reka sjávar-
útveg með hagkvæmum hætti. Það
er nægt pláss fyrir alla og þeir
sem kvarta undan því að komast
ekki í útgerð í hinum stóra heimi
geta það. Öllum þeim sem hingað
til hafa viljað breyta einhverju
gefst tækifæri núna til að breyta
heiminum. Hver er með?
Þjóð með eymd í arf
Eftir Svan
Guðmundsson » Við eigum að vera
stolt af okkar sjávar-
útvegi. Hættum að líta
til hans með öfundar-
augum og gleðjumt yfir
færsæld hans og styrk.
Svanur Guðmundsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og framkvæmdastjóri Bláa hagkerf-
isins.
svanur@arcticeconomy.com
Þó að ein kona geti
eignast eitt barn á 9
mánuðum geta 9 kon-
ur ekki eignast eitt
barn á einum mánuði.
Svona virkar raun-
veruleikinn ekki. Öll
þróun tekur sinn
tíma, sama hversu
mikla orku við setjum
í þróunina.
Þróun bóluefnis
fyrir kórónuvírus er
vandasamt verkefni. Slíkt bóluefni
hefur aldrei verið þróað fyrir
þessa tegund vírusa og óvíst er
hvort það takist frekar en fyrir
HIV-vírusinn. Ef það tekst mun
þróunin alltaf taka langan tíma,
enda er að mörgu að huga þegar
heilbrigt fólk er „sýkt“ með bólu-
efni. Bæði þarf að tryggja að
lækningin sé ekki hættulegri en
sjúkdómurinn og verndin sem
bólusetningin veitir sé nægjanleg
til að áhættan borgi sig. Óhætt er
að segja að fyrstu væntingar yf-
irvalda um skjóta úrlausn á kór-
ónufaraldrinum fyrir lok maí hafi
verið óskhyggja. Nú sjá flestir að
langt er í bóluefni og gefur já-
kvæðasta framtíðarsýn Lyfjastofn-
unar Evrópu til kynna að ár sé í
slíkt, ef það þá yfir höfuð finnst.
Skaðinn af öfgafullum
aðgerðum gegn kór-
ónuveikinni er því
margfaldur miðað við
það sem menn héldu
þegar þær hófust.
Þótt útlitið virðist
svart er ljós í myrkr-
inu. Í byrjun apríl
sýndu mælingar De-
code að 1% lands-
manna væri með virk
smit. Varfærið mætti
því áætla að um 2-5%
Íslendinga hafi smitast
fram að þessu. Sjálfur
hefur sóttvarnalæknir sagt að allt
að 5% kunni að hafa smitast. Ef
svo er, þá er dánartíðni kór-
ónuveikinnar orðin það lág að hún
er sambærileg og fyrir flensu.
Þessu ber saman við svæði erlend-
is þar sem mótefnaprófanir erlend-
is hafa sýnt hvað lægsta dánar-
tíðni. Á sumum svæðum erlendis
hafa mótefnamælingar hins vegar
sýnt nokkuð hærri dánartíðni
vegna staðbundinna aðstæðna, en
þær aðstæður eru greinilega ekki
á Íslandi. Þetta eru afar góðar
fréttir því engin ástæða er til að
bíða í von og óvon eftir bóluefni
fyrir svo skaðlítinn sjúkdóm.
Lág dánartíðni er ekki það eina
sem svipar með kórónuveiki og
flensu. Vísbendingar eru þegar
komnar fram um að árstíðasveiflur
séu í kórónusmitum líkt og þekkt
er fyrir flensu. Á sama tíma og
hægt hefur á smitum á norðurhveli
jarðar hefur orðið stökk í smitum í
nokkrum löndum á suðurhveli
(Síle, Argentínu og Suður-Afríku)
samhliða því að vetur hefur gengið
í garð.
Önnur mikilvæg kórónuveiki-
uppgötvun er að við ofursmits-
viðburði, sem verða einkum þegar
kalt er úti og mikið af smitandi
svifdropum er í inniloftinu, hefur
það sýnt sig að bæði smithættan
er mun meiri og að fólk sýkist mun
alvarlegar. Sama er þekkt fyrir
flensu, þar sem komið hefur í ljós
að smit slíkra ördropa svifagna
veldur alvarlegri sýkingu. (https://
www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/
PMC3372341/)
Loftraki er einn stærsti áhrifa-
þáttur í skaðsemi flensu á veturna.
Kalt vetrarloft verður mjög þurrt
þegar það er hitað upp innandyra.
Í þurru lofti endast vírusar lengur
og smitdropaagnir verða minni
þannig að þær svífa lengur í loft-
inu og smita því lengur. Einnig er
varnarkerfi líkamans gegn smiti
mun veikara í þurru lofti og smit
minni dropa berast dýpra í önd-
unarfærin og virðast hættulegri.
Hlýtt sumarloft ber margfalt meiri
raka en kalt vetrarloft. Það lokar
þannig á smitleiðir og eflir nátt-
úrulegar varnir líkamans. Einnig
hjálpar til að með hækkandi sól
batnar D-vítamínstaða líkamans,
sem hefur sýnt sig að gagnast
gegn kórónuveikinni. Þessi liðs-
auki gerir sumarið að besta tím-
anum til að eiga við þessa óværu.
Í ljósi þess gríðarlega skaða sem
öll hindrun á komu erlendra ferða-
manna mun hafa á möguleika Ís-
lendinga til að takast á við þá erf-
iðu tíma sem fram undan eru er
afar mikilvægt að gengið sé sem
vasklegast fram við að opna landið
sem fyrst meðan sumarið er með
okkur í liði. Þó að einhver við-
bótarsmit berist hingað með sum-
um þeirra eru sterkar líkur á að
slíkt verði ekki til vandræða, því ef
það er rétt hjá sóttvarnalækni að
allt að 5% Íslendinga hafi smitast
fram að þessu þýðir það að 90%
allra smita á Íslandi urðu til og
hurfu af sjálfu sér án þess að
nokkur tæki eftir. Ef smit verða
mildari með hækkandi sól mun
þetta hlutfall skaðlausra smita
hækka enn meira á næstu mán-
uðum.
Þær rándýru prófanir sem yfir-
völd ætla að gera á hverjum ferða-
manni eru vanhugsaðar. Í fyrsta
lagi geta slíkar prófanir aldrei
tryggt að smit berist ekki hingað
til lands. Enn verra er þó að með
því að halda vírussmiti niðri yfir
sumartímann meðan auðvelt er að
eiga við sjúkdóminn er verið að
flytja vandann yfir á næsta haust
þegar smithætta vex og smit verða
lífshættulegri. Aukið ónæmi yfir
sumarið mun draga úr hættunni
sem skapast næsta haust.
Þegar yfirvöld tilkynntu fyrst
opnun landsins vakti það strax at-
hygli í fjölmiðlum um allan heim
og erlendar kannanir sýndu strax
að fjöldi fólks myndi koma hingað
ef því stæði það til boða. Opnun
landsins gefur því efnahagslífi
raunverulega von. Önnur ríki eins
og Grikkland fylgdu í kjölfarið og
sögðust ætla að opna líka hjá sér.
Samkeppnin verður því grimm og
því getur of mikið hik nú skemmt
ávinninginn.
Farsælast er því að opna landið
alveg án allra óþarfra og íþyngj-
andi takmarkana. Sumarið er besti
tíminn til að undirbúa okkur undir
harðan vetur.
Eftir Jóhannes
Loftsson
Jóhannes
Loftsson
» Best er að eiga við
kórónuvírusinn á
sumrin og því ætti
opnun landsins í sumar
að vera án íþyngjandi
takmarkana.
Höfundur er verkfræðingur.
jloftsson@gmail.com
Sumarið er tíminn
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgun-
blaðsins og höfunda. Morgun-
blaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið.
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.