Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Menn gráta nú sölt-
um tárum yfir hruni
ferðaþjónustunnar.
Það hlýtur óhjákvæmi-
lega að valda miklum
hjartsláttartruflunum
þegar græðgisvæðing-
unni skyndilega lýkur.
Tveggja lítra kók-
flaska í sjoppu við Gull-
foss seld á 1.330 kr.
Kjötsúpudiskur í vega-
sjoppu á Snæfellsnesi fyrir tveimur
árum kostaði 3.700 kr. með þremur
litlum kjötbitum og hálfri kartöflu.
Bændagisting, tvö rúm í herbergi,
20.000 kr. nóttin eða 30-40.000 kr.
tveggja manna herbergi nóttin á
tveggja stjörnu hóteli. Morgun-
verður extra. Við skulum ekki eyða
mörgum orðum í Bláa lónið, verðlag-
ið þar hefur í gegnum tíðina verið
svo hátt uppi í skýjunum að ekki lík-
ist það neinu öðru sem við venjulegt
fólk höfum augum litið. Og verðskrá-
in höfð í evrum. Lítur betur út
þannig. Svo er bara grátið.
Ferðamannastraumurinn byrjaði
að minnka snemma á síðasta ári og
þó að gjaldþrot WOW hafi ekki verið
stór orsakavaldur í því samhengi
hafði það samt áhrif, hugsanlega
meiri en margur vill viðurkenna. Oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi. Síðast-
liðið haust var ferðamannastraum-
urinn kominn niður í 40% og hélt
áfram að minnka. Ekki var vírusinn
þá kominn til landsins! Hafa menn
ekkert velt þessu fyrir sér? Af
hverju eru ekki sett lög um há-
marksálagningarprósentu ofan á
verð frá birgi? Er það ekki aðal-
orsakavaldur hruns ferðamannaiðn-
aðarins á Íslandi; siðlaus græðgin,
og svo hinn slæmi og skipulagslausi
aðbúnaður sem að ferðamönnum
snýr á Íslandi þar sem menn oft á
tíðum ösla forina upp á kálfa á ferð
sinni um landið.
Netið er fljótt að
flytja alla þessa nei-
kvæðu hluti út um
heiminn þveran og
endilangan. Það á að
umgangast ferðamann-
inn með virðingu og
sanngirni ef ekki á illa
að fara. Við viljum
nefnilega að hann komi
aftur og stoppi lengur í
hvert skipti og yfirgefi
landið sáttur, með
þakklæti í huga. Orð-
sporið er svo mikil-
vægt. En það hefur víst ekki verið
inni í myndinni.
Menn eru nokkuð sammála um að
ferðaþjónustan verði aldrei sú sama,
hugsanlega 40% af því sem áður var
þegar best lætur og þá ekki fyrr en
eftir eitt til tvö ár. Verður heimurinn
sá sami eftir vírusinn? Ekki segja
menn.
Það er heldur ekki létt að sjá það
fyrir hverjar helstu breytingarnar
verða eða hve miklar. Evrópa er
okkar heimshluti og efnahagslægð
er nokkuð fyrirsjáanleg þar, hve
mikil er ekki gott að segja. Heim-
urinn verður fátækari eftir hörm-
ungarnar. Það tekur sinn tíma að
koma hjólunum aftur í gang og þau
koma ekki til með að snúast jafn-
hratt og áður, það er nokkuð víst.
Vandamálin eru einnig ærin á Ís-
landi; túristinn horfinn, atvinnuleys-
ið í hæstu hæðum og gjaldmiðill
þjóðarinnar stöðugt að veikjast, sem
þýðir að kjarasamningarnir síðustu
eru allir brostnir. Enn og aftur eru
það fiskveiðarnar sem halda í okkur
lífinu.
Hvernig dettur íslenskum stjórn-
málamönnum í hug að bjóða þjóðinni
upp á þennan handónýta gjaldmiðil,
sem er aðeins til heimabrúks?
Hvergi erlendis á byggðu bóli er
hann tekinn gildur, er algerlega
ósýnilegur nema innan landamær-
anna. Svo lítilvægur og viðkvæmur
að seðlabankastjóri er pungsveittur
við að reyna halda krónunni stöðugri
með inngripum sem duga ekki betur
en svo að krónan íslenska hefur sigið
eða hrapað um 20% síðasta ársfjórð-
ung. Því í ósköpunum hefur krónan
ekki fyrir löngu verið tengd við er-
lendan sterkan gjaldmiðil? Óskilj-
anlegt. Það er alveg útilokað að
skilja hvers vegna menn halda svona
fast í vesalings krónuna, svo kemur
þetta hrun hennar alltaf verst niður
á skuldsettum heimilum.
Á tímum sem þessum, þegar allt
ber svo skjótt að, er erfitt fyrir eina
ríkisstjórn að gera allt rétt og það
besta í stöðunni. Auðvitað á hún eftir
að gera sín mistök, engin spurning.
Samt er það svo í gegnum tíðina
að heimilin verða alltaf harðast úti,
sama hvaða fár geisar, fjárnámin
hlaðast upp hjá fógeta, alltaf sama
sagan. Þess vegna verður að skora á
ríkisstjórnina að koma strax með að-
gerðir til verndar heimilunum og
það með beinum stuðningi. Að setja
fé í fyrirtæki sem er búið að missa
afkomu sína um ókomna framtíð er
að brenna peningum.
Auðvitað veltur afkoma Íslend-
inga mikið á því hvernig Evrópa fer
út úr öllum þessum hörmungum. Við
skulum bara vona að ríkisstjórn Ís-
lands sé í fyrsta skiptið með hjartað
á réttum stað hvað varðar hinar fjöl-
mörgu skuldsettu barnafjölskyldur
á Íslandi.
Höldum í vonina
Eftir Jóhann L.
Helgason » Auðvitað veltur af-
koma Íslendinga
mikið á því hvernig Evr-
ópa fer út úr öllum þess-
um hörmungum. Við
skulum bara vona að
ríkisstjórn Íslands sé í
fyrsta skiptið með hjart-
að á réttum stað.
Jóhann L. Helgason
Höfundur er húsasmíðameistari.
Við sem byggjum
þetta land okkar
spáum líklega ekki oft í
það hversu gott landið
okkar er og erum oft
upptekin af því að tala
mikið um rigninguna
og köld veður þó svo að
síðastliðið sumar hafi
verið nokkuð mikið
öðruvísi en mörg
síðastliðin ár með sól
og hita, hvað svo sem það kann að
boða okkur, en það var ekki ætlunin
að ræða þau mál nú.
Ég held að dags daglega spáum
við ákaflega lítið í það hversu frá-
bært land við eigum og kannski eiga
einhverjir erfitt með að koma auga á
það en veltum fyrir okkur nokkrum
staðreyndum. Hvar í Evrópu getum
við drukkið vatnið beint úr kran-
anum? Líklega mjög óvíða, hérna
hjá okkur getum við alls staðar feng-
ið okkur vatn að drekka beint úr
krönum heimilanna með einstökum
tímabundnum undantekningum.
Getum við drukkið vatn úr lækjum
Suður-Evrópu, hugsanlega efst í
hinum fögru löndum Alpafjallanna?
Á landinu okkar, hvar sem við förum
um fjöll eða dali landsins, getum við
alls staðar óhrædd fengið okkur að
drekka úr hreinum fjallalækjum,
nánast við hvert fótmál, og það ekk-
ert flöskuvatn heldur býðst okkur ís-
kalt og hreint fyrsta flokks drykkj-
arvatn – við leggjumst jafnvel beint
á magann eða drekkum það úr hendi
okkar. Þetta getum við gert nánast
við hvert fótmál á landinu okkar, blá-
kaldur raunveruleikinn, en við meg-
um ekki gleyma okkur yfir kalda
vatninu okkar.
Víðast suður um alla Evrópu þarf
að nota olíu eða kol með
tilheyrandi mengun og
kostnaði til upphitunar
alls þess rýmis og vatns
sem hita þarf upp. Á
landinu okkar eru
margir áratugir og fer
líklega bráðum að nálg-
ast hundrað árin síðan
borgin okkar, Reykja-
vík, fór að nota hita-
veitu sem lögð var í
flest hús borgarinnar
með miklum sparnaði
fyrir íbúa og snemma á
síðustu öld voru byggðar sundlaugar
fyrir íbúana, allt hitað með náttúru-
legu heitu vatni. Ekki má gleyma því
að nánast sama hvar umhverfis land-
ið, jafnt á þéttbýlisstöðum og nokk-
uð víða úti á víðavangi, eru sund-
laugar. Við framleiðum mikið af
rafmagni með heita vatninu og má
geta þess að sú framleiðsla hefur
aukist nokkuð í seinni tíð og allt er
þetta nánast alveg mengunarlaus
framleiðsla meðan nágrannalöndin
þurfa mestmegnis að brenna olíu eða
kolum við sína raforkuframleiðslu og
þá með mikilli mengun, sem setur,
að mati virtra vísindamanna, plánetu
okkar í mikla hættu.
Við eigum eftir að telja upp marga
góða kosti landsins okkar, svo sem
að það að vera á eyju hér langt frá
stærstu landbúnaðarsvæðum ver-
aldarinnar veitir okkur mikil hlunn-
indi hvað varðar landbúnað í land-
inu. Hér erum við laus við margar
landlægar pestir sem hrjá land-
búnað í nágrannaríkjum okkar og
þar með spörum við lyfjakaup í bú-
stofna okkar með auknu heilbrigði
fyrir búfé okkar og ekki bara fyrir
búféð heldur þar af leiðandi heil-
brigðari og hollari fæðu fyrir fólkið í
landinu.
Ég á margt eftir til að fjalla um og
benda okkur á, en líklega er, þegar
allt kemur til alls, landið okkar og
fólkið ekki bara gott heldur frábært!
Ég sem þessar línur rita hef verið
bundinn við hjólastól í rétt um 12 ár
og þarf ekki að skrifa bara um landið
okkar góða heldur get ég bætt því
við hvað fólkið er frábært í landinu
því í allan þennan tíma, 12 ár, hef ég
ekki í eitt einasta skipti fundið fyrir
kuldalegu eða fráhrindandi viðmóti
heldur alltaf fengið hlýlegt og nota-
legt viðmót hjá öllum sem ég hef
mætt á lífsbraut minni og allir til-
búnir að sýna gott viðmót og bjóða
fram hjálp sína. Meira að segja eitt
sinn er ég var að fara í lyftu kom lítill
drengur til mín sem sá að ég var að
fara í lyftuna, hann bauð fram hjálp
sína. Ég hafði gaman af stráksa og
bað hann endilega að hjálpa mér, ég
væri svo mikill klaufi að ýta á takka.
Dengurinn var fljótur að bregðast
við og bjarga mér og spurði mig á
hvaða hæð ég vildi fara og var sá
stutti fljótur að ýta á réttu takkana,
drengurinn var ákaflega stoltur með
sig að hafa hjálpað manninum í
hjólastólnum og sá ég á eftir honum
þar sem hann hljóp glaður til for-
eldra sinna eftir þetta afrek sítt!
Hjálpsemin var þessum unga
dreng í blóð borin, við skulum því
vera stolt af því að tilheyra þessu
góða fólki og landinu okkar og geta
með gleði kallað okkur Íslendinga.
Ísland – landið okkar góða
Eftir Hjálmar
Magnússon »Dags daglega spáum
við lítið í það hversu
frábært land við eigum
og kannski eiga ein-
hverjir erfitt með að
koma auga á það.
Hjálmar Magnússon
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
Þegar við fengum ís-
lensku krónuna fyrir
100 árum hafði hún
sama verðgildi og sú
danska. Ein dönsk var
ein íslensk. Í dag er
staðan sú að ein dönsk
króna er 21 íslensk. Ís-
lenska krónan hefur
þannig fallið gagnvart
þeirri dönsku um 95%.
En þetta er ekki öll
sagan. Öðru nær.
Tvö núll voru sniðin af íslensku
krónunni 1981, hún uppfærð 100-falt
án þess að á bak við það byggju nein
ný eða aukin verðmæti. Þetta var í
reynd innihaldslaus uppfærsla eða
andlitslyfting. Nánast fals.
Það sanna og rétta er því að 1920
var ein dönsk króna ein íslensk, en
nú, árið 2020, er ein dönsk króna
2.100 íslenskar. Íslenska krónan hef-
ur í reynd fallið um 99,95%!
Með þessum sama rétta útreikn-
ingi er ein evra nú 16.000 krónur og
einn bandaríkjadalur 14.500 krónur.
Án þessarar „fölsunar“ kostaði lítri
af mjólk 20.000 krónur, eitt Myllu-
brauð 50.000, meðalleiga á íbúð væri
25.000.000 á mánuði og ódýrustu bíl-
arnir væru á 250.000.000. Gott ein-
býlishús væri á 20.000.000.000 (20
milljarða).
Margir sem ekki hafa kynnt sér
málið kunna að halda að þetta sé
svæsin lygasaga, ljótur og ósannur
óhróður um blessaða íslensku krón-
una, en því miður er svo ekki. Þetta
er allt satt og rétt!
Hví er íslenska krónan svona
ótrúlega veikburða, kunna menn að
spyrja. Skýringin er einföld. Ís-
lenska hagkerfið er örsmátt í sam-
anburði við þau hagkerfi sem á bak
við aðra gjaldmiðla standa. Smá-
vægilegar breytingar geta feykt
henni til, upp og niður, en þó allra
mest og til lengdar alltaf niður.
Stundum hef ég gert þá samlík-
ingu að íslenska krónan sé eins og 30
tonna fiskibátur í ölduróti efnahags-
legra úthafa en evran til að mynda
eins og 50.000 tonna hafskip.
Við getum líka velt upp þeirri
spurningu hvort Björgvinjarsvæðið í
Noregi, Árósasvæðið í Danmörku
eða Gautaborgarsvæðið í Svíþjóð
gæti haldið úti eigin mynt. Öll þessi
byggðasvæði eru svipuð Íslandi að
fólksfjölda og efnahagslegu um-
fangi.
Legði einhver til sjálfstæða mynt
fyrir eitthvert þessara svæða væri
hann ekki aðeins talinn geðveikur,
hann væri það!
Hví í ósköpunum erum við þá enn
með krónuna? Eitt er það að við
elskum og stöndum á bak við allt
sem íslenskt er. Við eigum líka til
málshátt á okkar tungu sem er
nokkuð sérstakur: „Svo má illu venj-
ast að gott þyki.“ Ég kannast ekki
við sama málshátt á þeim erlendu
tungumálum sem ég þekki.
Hann segir nokkuð um okkur,
eðlisfar okkar og blóðþráa, sem
reyndar hefur haldið íslensku mann-
lífi gangandi í harðræði undangeng-
inna alda.
Þrái og skynsemi fara þó sjaldn-
ast saman. Við hljótum smám saman
að læra þrennt:
1. Krónan er bara mælikvarði á
fjármuni; tekjur og gjöld, eignir og
skuldir, sem er kenndur við Ísland
til aðgreiningar frá öðrum krónu-
gjaldmiðlum (í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Tékklandi). Að öðru leyti
er ekkert íslenskt við hana. Það má
líkja krónu við metra, pund eða kíló.
Þetta er bara mælieining.
2. Þessi mælieining, eða veikburða
grunnur hennar, hefur valdið lands-
mönnum meiri vanlíðan, vandræð-
um, óvissu og tjóni en nokkuð annað;
eldgos, fár og plágur meðtalin. Síð-
asta stóra áfallið var
hrunið, sem nísti í
gegnum merg og bein
landsmanna.
3. Stjórnvöld hafa
endurtekið notað eða
öllu heldur misnotað
krónuna til að færa
verðmæti og fjármuni
frá launþegum og al-
menningi yfir á útflutn-
ingsatvinnuvegina,
einkum sjávarútveg-
inn, en eðli þessara til-
færslna er í raun eigna-
upptaka; nauðungartilfærsla á
tekjum og eignum milli þjóðfélags-
hópa.
Af hverju er þetta rakið allt hér?
Akkúrat þessa dagana er enn ein
eignaupptakan og fjármuna-
tilfærslan að eiga sér stað, nú í boði
Seðlabanka.
Um áramótin var einn bandaríkja-
dalur 121 króna. Nú er hann kominn
í 147. Hann hefur hækkað/krónan
fallið um 21%. Svipað gildir um evru.
Hún var 135 krónur og er komin í
160.
Á síðustu mánuðum hefur krónan
þannig fallið um 20%, sem mun
hækka verðlag á Íslandi um 10% að
meðaltali.
Margar verðhækkanir áttu sér
stað nú í seinni hluta apríl eða 1. maí.
5%, 7%, 10% hækkanir hafa verið í
gangi, segja kaupmenn mér, og
þetta er langt frá því að vera búið.
Fyrr en varir verður allur innfluttur
varningur kominn upp um 15-20%.
Framleiðslutakmarkanir og flutn-
ingsvandi gætu aukið kostnað enn
frekar.
Þessi þróun mun svo aftur hækka
vísitölur og tengdar skuldbindingar
og fara - beint eða óbeint - inn í al-
mennan kostnað og verðlag. Lífs-
kjarasamningurinn mun riðlast,
gæti fallið. Hrein óheillaþróun!
Ber Seðlabanki ábyrgð?
Hlutverk Seðlabanka er, skv. nýj-
um lögum, grein 1: „Markmið Seðla-
bankans er að stuðla að stöðugu
verðlagi, fjármálastöðugleika og
traustri og öruggri fjármála-
starfsemi.“ Auðvitað ber hann þá
ábyrgð.
Og hvernig hefur Seðlabanki
brugðist? Seðlabanki hefur að mati
undirritaðs brugðist heiftarlega með
því að láta krónuna falla með þessum
stórfellda hætti þegar stöðugleiki og
öryggi skipta meira máli en oftast
áður vegna kórónuveirunnar.
Hvað gat Seðlabanki gert? Er
krónan ekki á frjálsum markaði?
Seðlabanki býr yfir öflugasta gjald-
eyrisvarasjóði allra tíma, þökk sé
góðæri síðustu ára og ferðaþjónustu.
Síðast þegar ég vissi nam hann tæp-
lega 1.000 milljörðum króna.
Seðlabanki hefði átt að beita þess-
um mikla gjaldeyrisstyrk sínum og
öðrum tiltækum vopnum til að
styðja við krónuna og styrkja hana,
m.a. með öflugu inngripi í gjaldeyr-
ismarkaðinn og markvissum kaup-
um á krónunni.
Þetta vanrækti Seðlabanki, þess
vegna er rétt að þær verðhækkanir
sem dynja á okkur séu - alla vega að
miklu leyti – skrifaðar á hans reikn-
ing. Ekki góð byrjun hjá nýjum
seðlabankastjóra.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» 5%, 7%, 10% hækk-
anir hafa verið í
gangi, og þetta er langt
frá því að vera búið. Fyrr
en varir verður allur inn-
fluttur varningur kom-
inn upp um 15-20%.
Ole Anton
Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Þokkalegt
einbýlishús á
fimmtán milljarða