Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 21

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 ✝ Baldur Jónssonfæddist á Freyshólum 16. október 1933. Hann lést 13. maí 2020 á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Guðmundsson frá Hryggstekk í Skriðdal og Hildur Stefánsdóttir frá Ketilsstöðum á Völlum. Þau hófu búskap á Freyshólum árið 1927. Systkini Baldurs: 1) Stefán Jónsson, f. 1927, d. 2015. 2) Guð- mundur Jónsson, f. 1930, d. 1992, kona hans er Heiðrún Valdimarsdóttir, sonur þeirra er Jón Kristinn Guðmundsson, maki Magnea Vilborg Þórs- dóttir, börn þeirra eru Ásta Svandís, Íris Mjöll og Heiðar Þór, barnabörnin eru 5. 3) Hulda Jóns- dóttir, f. 1931, d. 2004, maki Gunn- steinn Stefánsson, látinn. 4) Bragi Jóns- son, tvíburabróðir Baldurs, f. 1933. Baldur fór ásamt bróður sínum Braga í smíðanám á Laug- um veturinn 1953- 54. Þeir hafa búið á Hallormsstað frá 1977. Baldur vann brot úr ári hjá Símanum og svo 50 ár hjá Skóg- ræktinni á Hallormsstað. Jarðað verður 22. maí 2020 kl. 14. Vegna aðstæðna verður að- eins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá athöfninni á Youtube/Egilsstaðakirkja. Stytt slóð á streymið: https:// n9.cl/8di9. Slóðina má nálgast á www.mbl.is/andlat. Mannlífsflóran á Hallormsstað er mun fátækari við andlát Bald- urs Jónssonar. Hann var fæddur á Freyshólum rétt utan við skóg- inn, starfaði starfsævina út í skógræktinni á Hallormsstað eins og tvíburabróðir hans Bragi. Baldur bjó í áratugi í skóginum í glæsilegu húsi sem þeir bræður gáfu nafnið Laufland. Baldur var virtur í hópi skógræktarfólks og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til skógræktar. Hugurinn reikar rúma þrjá áratugi til baka er við hjónin tók- um þá ákvörðun að flytja úr Reykjavík og austur á Hallorms- stað. Fljótsdalshérað var okkur með öllu ókunnugt. Þetta sem átti einungis að vera eins árs tilbreyt- ing frá höfuðborginni reyndist verða hátt í tveggja áratuga bú- seta í faðmi Hallormsstaðaskógar og ekki síður þess fólks sem þar bjó og býr margt hvert enn. Okk- ur var vel tekið. Baldur Jónsson var ekki sá fyrsti sem við kynnt- umst. Okkur fannst hann örlítið dulur. Hann vann líka í skógrækt- inni en við í skólanum. Smátt og smátt tókst með okkur og Baldri og auðvitað Braga bróður hans traust vinátta sem við metum mikils. Þær voru ófáar samveru- stundirnar sem við nutum með Baldri er við vorum nágrannar á Fjósakambinum. Ýmist komu bræður til okkar eða skotist var yfir götuna í spjall eða til að biðja um hjálp eða aðstoð við ólíkleg- ustu verkefni. Minnisstæðar eru heimsóknir Baldurs og Braga eft- ir utanlandsferðir þeirra fjöl- margar. Baldur kom með bunka af ljósmyndum og hverri mynd fylgdi stutt frásögn. Þá var gam- an. Baldur Jónsson var skemmti- legur maður og glettinn. Hann kunni ógrynni af vísum. Þegar vel lá á Baldri kom hver vísan á fætur annarri og eftir fylgdi þessi hnellni smitandi hlátur. Baldur var líka hagleiksmaður. Þeir eru margir munirnir sem okkur hafa áskotnast úr hans smiðju. Eftir að við fluttum suður fækkaði samverustundum. Baldur kom heldur ekki til Reykjavíkur til að skemmta sér. Hann kom til að leita sér lækn- inga og tók fyrstu flugvél austur eftir að hafa lokið erindi sínu. Samt gáfust stundir til að fara í bíltúra t.d. austur fyrir fjall, skjótast í Handverkshúsið eða heimsækja ýmis umboð fyrir vél- ar og tæki því Baldur kunni að meta góðar græjur. Baldur kom alltaf færandi hendi. Gaf okkur plöntur í sumarbústaðalandið og aðstoðaði við plöntun. Ekki má gleyma rabarbaranum og berjun- um sem þeir bræður hafa gaukað að okkur á hverju hausti. Hin seinni ár hafa heimsóknir okkar til bræðra á Hallormsstað verið einstakar gæðastundir. Þá er dreypt á eðalveigum og spjallað, stundum grillað. Já, það er margs að minnast. Nú er Baldur Jónsson allur, blessuð sé minning hans. Við sendum Braga og ættingjum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Guðmundsson og Kristín Björk Gunnarsdóttir. Freyshólar í Skógum höfðu sérstakan sess í huga mínum á æskuárum. Þar bjó kjarnafjöl- skylda við lítil efni í torfbæ með fjósbaðstofu fram undir 1950, býl- ið fyrrum hjáleiga frá Hafursá. Guðmundur og Sigurbjörg höfðu tekið við jörðinni 1906, hann fæddur 1857, og spjallaði ég við hann þar sem hann lá í kör á bað- stofuloftinu. Jón sonur þeirra var þá bóndinn ásamt Hildi Stefáns- dóttur og eignuðust þau fimm börn: Stefán, Huldu, Guðmund og tvíburana Baldur og Braga. Þar var þröngt í búi á kreppuárum fjórða áratugarins og var Jóni bónda eitt sinn á jólaföstu neitað um úttekt í kaupfélaginu á Reyð- arfirði. Frekar en snúa tómhent- ur heim leitaði hann til Kristins kaupmanns sem tók hann í við- skipti. Öll urðu Freyshólasystkin góð- ir vinir okkar barna sem þá ól- umst upp á Hallormsstað, m.a. lágu leiðir sumra þeirra saman með okkur í farskóla sem starf- ræktur var í nokkrar vikur á Haf- ursá veturna 1944 og 1945. Klukkutímagangur var þangað í skólann frá Hallormsstað en að- eins 20 mínútna labb frá Freys- hólum. Við Gunnar tvíburabróðir minn urðum eðlilega nánastir þeim Baldri og Braga, sem báðir gerðust starfsmenn skógræktar- innar á Hallormsstað vorið 1953. Þótt ekki væru þeir eineggja var samheldni þeirra mikil alla tíð, jafnt í starfi og tómstundum. Engir geta með meiri rétti talist skógarhöggsmenn, þar sem þeir byrjuðu með öxina áður en vélsög- in tæki við. Alla tíð var Hallormsstaður starfsvettvangur þeirra tvíbura og þar komu þeir sér upp fallegu húsi undir Fjósakambi 1978, sem átti eftir að verða eins konar lista- smiðja, þar eð báðir voru prýði- lega hagir og vandvirkir. Á Hall- ormsstað staðfestist einnig Guðmundur eldri bróðir þeirra ásamt með Heiðrúnu Valdimars- dóttur. Heimsókn til tvíburanna á Lauflandi hefur verið fastur liður í árlegri komu okkar Kristínar á staðinn og margir góðir gripir úr smiðju þeirra bræðra farið um okkar hendur. Minningin um Baldur Jónsson lifir í margra huga og bróðurnum Braga send- um við innilegar samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Farsæl ævi öðlings er á enda runnin. Baldur Jónsson skilur eftir sig minningar um natni og notalegheit, fagurt handbragð og tryggð. Hann ólst upp á Freys- hólum á Völlum ásamt foreldrum sínum og systkinum. Baldur og tvíburabróðir hans Bragi hófu störf hjá Skógrækinni á Hall- ormsstað árið 1953 og urðu þann- ig órjúfanlegur hluti af tilveru okkar systkina sem varð að ævi- langri vináttu. Þar unnu þeir báð- ir óslitið til ársins 2003 þegar þeir hættu fyrir aldurs sakir. Baldur var framúrskarandi verkmaður, samviskusamur og notalegur í allri umgengni, snyrtimenni fram í fingurgóma. Hann var einstakur hagleiksmað- ur og smíðaði óteljandi fallega hluti, stóra og smáa. Baldur vann þau störf í skógræktinni sem vinna þurfti; skógarhögg, plönt- un, smíðar og hvers konar véla- vinnu. Hægur í fasi en kíminn og hafði gaman af því að spjalla um heima og geima enda hafði hann skoðanir á mönnum og málefnum þó ekki væri hann stóryrtur. Þeir bræður reistu sér hús á Hallormsstað og bjuggu sér þar fallegt heimili. Gólfið úr íslensku lerki, lagt með síldarbeinam- unstri. Arinninn klæddur með ís- lensku grjóti sem þeir höfðu safn- að, skorið og slípað. Baldur hafði sérstakt auga fyrir fallegu grjóti og kom auga á álitlega steina í vegarköntum svo gjarnan varð að stoppa og kanna málið. Hann var náttúruunnandi og skógræktar- maður og plantaði heilmiklu í landið ofan við Freyshóla, þar sem nú er myndarlegur skógur. Lóðin fyrir framan Laufland, heimili þeirra bræðra, er falleg og þar er fyrir komið miklu af grjóti sem þeir hafa fundið á ferðum sínum. Baldur var gleðimaður og skemmti sér vel á samkomum. Hann hafði gaman af því að dansa og syngja og mætti á þorrablót á Iðavöllum og nágrannasveitunum allt fram á síðasta ár. Baldur var tryggur bakhjarl Húsmæðraskólans á Hallorms- stað, nú Hallormsstaðaskóla, og nýtur skólinn handbragðs Bald- urs og Braga í formi útibekkja og margskonar mataríláta sem voru rennd í bílskúrnum á Lauflandi. Það er skrítið að hugsa til þess að einhver, sem hefur alltaf verið hluti af tilverunni, hafi nú kvatt. Eftir stendur þakklæti fyrir tryggð Baldurs Jónssonar og greiðvikni, bæði við foreldra okk- ar og okkur systkinin. Vinátta hans og elskulegheit í okkar garð verða seint þökkuð. Við vottum Braga bróður hans og öðrum ástvinum innilega sam- úð. Blessuð sé minning Baldurs Jónssonar. Benedikt Blöndal, Sigrún Blöndal, Sigurður Björn Blöndal og fjölskyldur. Í dag er borinn til hvíldar Bald- ur Jónsson en hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Norðfirði hinn 13. maí. Langar mig að minnast Baldurs vinnufélaga míns til 16 ára og nágranna á Hallormsstað. Bræðrunum Baldri og Braga kynntist ég þegar ég hóf störf hjá Skógrækt ríkisins á Hallorms- stað fyrir einum 33 árum en þeir bræður unnu hjá Skógræktinni í yfir 50 ár. Baldur upplifði miklar breytingar í þróunarsögu skóg- ræktar á Íslandi. Verkfærin sem hann vann með fyrstu árin voru sög og exi til skógarhöggs en það var ekki fyrr en 1963 sem hann handlék fyrstu keðjusögina. Ég var svo heppin að fá að fara með Baldri í söluferðir á þeim árum meðan garðplönturækt og sala var á Hallormsstað. Var farið með fullan vörubílinn af plöntum á Vopnafjörð og alla leið á Horna- fjörð. Stærri hluti plantnanna var fyrirfram pantaður en einnig vor- um við með plöntur sem við seld- um á staðnum og stóð salan í eina til tvær klukkustundir á hverjum stað og restinni síðan pakkað á bíl og haldið heim á leið. Þetta voru skemmtilegar ferðir, mikið skraf- að og mikið hlegið. Í þessum ferð- um kynntist ég Baldri betur þar sem dags daglega unnum við ekki svo mikið saman en hann vann meira í skógarvinnunni og á tækj- unum. Baldur var handverks- maður og smiður góður og smíð- aði nær eingöngu úr timbri úr skóginum. Skálar, pennar, staup og margt fleira var bardúsað í skúrnum sem ratað hefur í jóla- pakkann eða tækifærisgjafir. Baldur hafði gaman af öllum gleð- skap og sá gjarnan spaugilegar hliðar við flest sem fyrir hann bar. Hér er eitt af þínum uppá- haldsljóðum, Hríslan og lækur- inn: Gott átt þú hrísla á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Það megið saman aldur ala unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans. Vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblöð falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og blossandi kyssir laufið þitt. „Þig skal ég ætíð, ætíð muna ástríka, blíða hjartað mitt.“ (Páll Ólafsson) Takk, kæri vinur, fyrir sam- fylgdina þessi ár og elsku Bragi, innilegar samúðarkveðjur við frá- fall bróður þíns. Bergrún Arna Þorsteins- dóttir, Akurgerði. Baldur Jónsson ✝ Hulda fæddistað Brandagili í Hrútafirði 21. ágúst 1922. Hún lést í Oklahoma 1. maí 2020. For- eldrar hennar voru þau Erlendur Þor- valdsson bóndi, f. 4. nóv. 1890, d. 11. maí 1924, og Stef- anía Guðmunds- dóttir ljósmóðir, f. 20. apríl 1895, d. 3. feb. 1973. Systkini Huldu: Ingibjörg Er- lendsdóttir, f. 17. október 1919, d. 22. júní 2001, Salómon G. Er- lendsson, f. 16. maí 1921, d. 5. sept. 1997 og Erlendur Jónsson kennari, f. 8. apríl 1929. Hulda giftist Jack Hudson arkitekt, f. 19. apríl 1916, d. 6. desember 1989, þann 25. nóvem- ber 1945. Synir Huldu og Jacks eru: 1) John, f. 17. desember 1946, kvæntur Anitu, dóttir þeirra er Kirsten. 2) Richard, f. 6. maí 1949, kvæntur Patriciu, sonur þeirra er Glendon, dóttir er Ryki. 3) Rex, f. 11. ágúst 1953, kvæntur Michelle, dóttir er Lauren. Hulda ólst upp í Brandagili og síðar Geitaskarði og gekk í Héraðsskól- ann að Reykjum og lauk þaðan prófi. Hún bjó svo hjá Guð- nýju móðursystur sinni og Magnúsi manni hennar í Reykjavík og starf- aði þar við sauma- skap á stríðsárun- um. Þar kynntist hún Jack Hudson sem var liðsforingi í bandaríska hernum. Hulda giftist Jack þeg- ar hann sneri heim til Ameríku 25. nóvember 1945. Hún og Jack bjuggu upp frá því í Tulsa Okla- homa. Hún var húsmóðir á sínu heimili og sá um uppeldi sona sinna. Hún var mjög virk í safn- aðarstarfi í biskupakirkjunni, vann þar við verslun með notaða muni og sá um að afhenda fötl- uðu og öldruðu fólki mat til síns heima. Þau Jack áttu sumar- bústað sem þau dvöldu í þegar færi gafst. Hulda var stolt af þjóðerni sínu, ætt og uppruna og rifjaði það upp fyrir afkomendur sína. Enda hafa þeir haldið tengslum við móðurland hennar. Útför Huldu hefur farið fram. Fyrsta minning mín um Huldu móðursystur mína var brúðkaups- mynd sem hékk í stofunni heima. Ekki skemmdi nú aldeilis fyrir að Jack var í officerabúningi með riff- il sér við hlið. Svo komu stórir pakkar um hver jól sem hlakkað var til 364 daga. En ég sá hana þá fyrst er ég var kominn í mennta- skóla og hún kom í heimsókn í ann- að sinn eftir næstum 20 ára hlé. Þegar við Regína fórum til náms ákváðum við að heimsækja Huldu í sumarhléi. Það var tveggja daga akstur um sveitavegi Suðurríkjanna þar sem fyrir augu bar fanga við vegavinnu í röndótt- um búningum og vopnaða verði á hestum. Við Mississippi-ána var skilti fyrir vörubílstjórana í kaffi- húsinu þar sem á stóð að ljótt orð- bragð varðaði afgreiðslubanni. Þegar til Huldu kom var hún að verða sextug og veisla stóð fyrir dyrum. Ekkert hafði hún haft orð á því. Þessi heimsókn varð til þess að við urðum mestu mátar þrátt fyrir 30 ára aldursmun. Ekki sak- aði nú að Reagan var tekinn við okkur Jack til mikillar ánægju. Við fórum í sumarbústaðinn með þeim og í square dans- kennslustund svo fátt eitt sé nefnt. Í ljós kom að riffillinn á myndinni hafði raunar bara verið arinsópur. En mest munum við hversu mikið var hlegið í þessari ferð. Þau heim- sóttu okkur svo til Tallahassee oft- ar en einu sinni. Þar áttum við Hulda reyndar nána ættingja og urðu miklir fagnaðarfundir. Jack og Hulda komu svo í heimsókn til Íslands og Hulda nokkuð oft eftir að Jack lést. Minningarnar um þau rifjum við oft upp og þetta að aldur þarf ekki að drepa húmorinn. Þegar Jack hafði farið til her- þjónustu á meginlandi Evrópu í stríðinu varð að ráði að hún flytti til Bandaríkjanna að bíða hans þar. Faðir Jacks kom til New York og sótti hana til skips. Hulda hafði gaman af að segja frá því að verð- andi tengdafaðir hennar fór með henni í fínar búðir að fata hana upp áður en haldið yrði heim á leið. Hann ætlaði sko ekki að sýna hana í íslenskum sveitafötum. Þau sögðu okkur af því þegar gamli herflokkurinn kom saman til að minnast Íslandsdvalarinnar. Þegar ein konan hitti Huldu sagði hún við mann sinn fremur súr í bragði: „En þú sagðir að íslensku stelpurnar hefðu allar litið út eins og fiskhausar.“ Hulda hafði gaman af og neitaði að tala við þennan kavaler með þeim orðum að hún væri nú bara fiskhaus. Í huga okkar verða Jack og Hulda eilíflega tengd við þá góðu tíma sem við áttum á skólaárum okkar í Bandaríkjunum. Það var bjart yfir Vatnajökli daginn eftir andlát Huldu. Eins bjart er yfir minningu þeirra hjóna sem nú hafa sameinast að nýju. Einar og Regína. Mig langar að minnast með nokkrum orðum Huldu frænku, sem kvatt hefur okkur í hárri elli. Hulda var sérstaklega léttlynd og hló mikið og gantaðist. Þegar ég var lítil var alltaf spenningur um jól að fá flottar gjafir frá Huldu í Ameríku, því þær voru vel valdar og eitthvað sem ekki fékkst hér á landi og jafnvel eitthvað flott sem hún hafði saumað á mig. Ég var svo heppin að vera eina stelpan hjá þeim systrum, mömmu og Huldu, á móti sjö strákum. Á þeim árum var fylgst með fjölskyldunni í bréfum og á mynd- um sem sendar voru, hún alltaf jafn sæt og fín, svo elegant eins og sagt er. Hún kom ekki í heimsókn til Íslands eftir að ég man eftir mér fyrr en 1972 þegar ég var unglingur og fór ég með henni heim og dvaldi hjá henni í einn og hálfan mánuð í dekri og var þar á fimmtugsafmælinu hennar. Á Ís- landi var heimsmeistaramótið í skák á þessum tíma og var tekið blaðaviðtali við okkur út af því þegar við komum til Tulsa, sem mér fannst hálfkjánalegt þar sem ég er engin skákmanneskja, en frænku fannst þetta bara skemmtilegt. Við gerðum margt skemmti- legt, þar á meðal að dvelja í sumarhúsi fjölskyldunnar á falleg- um stað við vatn, þar sem við keyrðum á malarvegum eins og tíðkast á Íslandi, en ég hélt að þetta væri ekki í henni stóru Am- eríku. Einnig fórum við á indíána- slóðir og villtumst á heimleiðinni, sem gerði ferðina bara ennþá skemmtilegri. Frænka mín var ólöt að þvælast í búðir með ung- linginn og skoða endalaust föt sem ekki voru í boði hér heima. Seinna fór ég svo með mann- inum mínum að hitta Huldu frænku þegar hún var orðin ekkja og dvöldum við hjá henni í nokkra daga og hittum hluta af fjölskyld- unni. Alltaf stóð til að fara einu sinni enn áður en það væri of seint, en ekki varð þó af þeirri ferð. Ég heyrði nokkuð reglulega í henni í síma og alltaf var hugurinn heima á Íslandi, hún talaði alltaf um hvort hún kæmi ekki einu sinni enn í heimsókn til landsins. Ég þakka elskulegri frænku minni samfylgd- ina og alla góðmennskuna í minn garð og óska henni góðrar ferðar í sumarlandið, að hitta mömmu og alla aðra sem á undan eru gengnir. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu hennar. Guðrún. Hulda Hudson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BJARNFRÍÐUR ODDNÝ VALDIMARSDÓTTIR, Grímsstöðum, Mývatnssveit, sem lést laugardaginn 9. maí, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 23. maí klukkan 15. Vegna gildandi reglna um fjölda á samkomum er athöfnin aðeins opin boðsgestum. Örn Arnar Hauksson Þóra Ottósdóttir Ellert Aðalgeir Hauksson Kristín A. Sigurðard. Hammer Birgir Valdimar Hauksson Steinunn Ósk Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.