Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Audi A3 Sportback e-Tron Hybrid.
Modelár 2018. Ek. 28 þús km.
Sport typa með sport stólum og Pa-
norama glerþaki. Bensín / Rafmagn.
Audi Sound System ofl.
Á gömlu gengi aðeins kr.
3.980.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Urðunarstaður í Stekkjarvík, aukin urðun,
landmótun og rekstur brennsluofns
Norðurá bs. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar
frummatsskýrslu um urðunarstaðinn í Stekkjavík, aukna urðun,
landmótun og rekstur brennsluofns, Blönduósbæ.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 22. maí.— 7. júlí á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu
Blönduósbæjar, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar
www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 7. júlí 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Leiðb. úthlutar tíma en aðeins 6 geta verið í einu. Hafið samband í
síma 411-2600. Spritta sig þegar komið er inn og þegar farið er út.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf verður á þessu vori í ljósi að-
stæðna, við munum ekki taka neina sénsa. Ekki verður messað á upp-
stigningadag í Bústaðakirkju en helgistund verður streymt á heima-
síðu og facebooksíðu kirkjunnar. Við sjáumst hress í haust, vonandi
eigið þið gott sumar. Kærleikskveðja, Hólmfríður djákni
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á
félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir
svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að
handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar farið er út.
Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar í
síma 411-2790. Hlökkum til að sjá þig.
Korpúlfar Opið í Borgum 8:00 til 15:30 og kaffi á könnunni. Virðum
20 manna regluna og 2 metra. Förum rólega af stað og munum kynna
fljótlega sumarstarfið. Gönguhópar leggja af stað frá Borgum og
Grafarvogskirkju kl. 10 mánudaga. En miðvikudaga og föstudaga kl.
10 frá Borgum, boðið verður upp á nýjar gönguleiðir í sumar. Spritta
þarf hendur þegar komið er inn og út í Borgir. Allir velkomnir.
Seltjarnarnes Kaffispjall í krók kl. 10.30. Leikfimi með Evu. Ath. bre-
yttur tími. Fyrir íbúa utan Skólabrautar kl. 13.00 og fyrir íbúa
Skólabraut ar kl. 14.00. Nk. mánudag förum við yfir í hefðbundna
dagskrá með leir og gleri kl. 9. og 13. Billjard í Selinu kl. 10.00 og
kaffikrókurinn kl. 11.00. Jóga fyrir alla í salnum á Skólabraut kl. 11. og
nú opnum við einnig handavinnuna fyrir alla. Vatnsleikf. kl. 18.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ AðalsteinnVestmann
fæddist 12. ágúst
1932 á Akureyri.
Hann lést 9. maí
2020 á Sjúkrahús-
inu á Akureyri.
Foreldrar Aðal-
steins voru Þor-
valdur Vestmann
Jónsson, banka-
gjaldkeri á Akur-
eyri, f. 1896 í Kan-
ada, d. 1940, og Margrét
Aðalsteinsdóttir Vestmann hús-
freyja, f. 1898 á Skeiði í Svarf-
aðardal, d. 1982.
Systkini Aðalsteins: Þórlaug
Vestmann, f. 1920, d. 1993, Elsa
Aðalheiður Vestmann, f. 1928,
d. 2008, Jóna Hlíf Vestmann, f.
1936, d. 2012 og Friðrik Rúdý
Vestmann, f. 1939.
14. september 1960 giftist
Aðalsteinn eftirlifandi eigin-
konu sinni, Birnu S. Ingólfs-
dóttur Vestmann, f. 1938 á
Grímsstöðum á Fjöllum. For-
eldar Birnu voru Ingólfur Krist-
jánsson, f. 1889, d. 1954 og Katr-
ín María Magnúsdóttir, f. 1895,
d. 1978.
Börn Aðalsteins og Birnu eru:
Inga Katrín Vestmann, f. 1958,
m. Kristján Þ. Kristinsson, börn
þeirra: Bjarki Þór Albertsson
Vestmann, Vera Kristín Krist-
jánsdóttir (m. Kári Jóhannes-
son, börn þeirra
eru Kristján Logi,
Róbert Bragi og
Karen Emilía),
Kristinn Þráinn
Kristjánsson (m.
Þórey Kara), Þor-
valdur Vestmann, f.
1963, m. Þórdís
Þórólfsdóttir, börn
hennar eru Eva Dís
(barn Daníel Snær)
og Bjarki Þór (barn
Aríana Ísis), Margrét Vestmann,
f. 1967, barnsfaðir Aðalbjörn R.
Svanlaugsson, börn þeirra:
Aðalsteinn Vestmann, Anita
Vestmann (m. Viðar Einarsson,
barn þeirra Amanda Vestmann),
Almar Vestmann og Axel Vest-
mann, Vera Vestmann, f. 1976,
d. 1978 og Valur Vestmann, f.
1978, m. Vera W. Vestmann,
börn þeirra: Símon og Jóhann-
es.
Aðalsteinn lauk námi frá
Handíða- og myndlistaskóla Ís-
lands 1951 og var einnig um
tíma í Finnlandi að kynna sér
myndlist. Hann starfaði sem
myndmenntakennari við Barna-
skóla Akureyrar í fjöldamörg ár
og sem húsamálari, auk þess
sem hann sinnti sinni eigin
myndlist og hélt einkasýningar,
sem og tók þátt í samsýningum.
Útförin fer fram í kyrrþey 22.
maí 2020 frá Akureyrarkirkju.
„Nei halló, vinskapur!“ Svona
heilsaði pabbi mér þessi síðustu ár
þegar hann var orðinn einn heima,
mamma komin á dvalarheimili og
ég datt inn í spjall: „Viltu kaffi?
Það er til nóg af brauði,“ en
hann passaði að eiga alltaf birgðir
af alls konar bakkelsi handa
gestum.
„Verst hvað heyrnin er orðin lé-
leg,“ en það var í lagi því mikið
blaður er óþarft, það var svo nota-
legt að sitja í þögn og njóta nær-
veru hans.
Alli Vestmann var kennari ára-
tugum saman, hann kenndi teikn-
ingu frá því um tvítugt og þangað
til hann var orðinn sjötugur, og
það ekki á neinum annars flokks
stað, nei hann var við þá virðulegu
menntastofnun Barnaskóla Ís-
lands. Allir krakkar í bænum virt-
ust þekkja hann, því ótrúlega
mörg heilsuðu honum á förnum
vegi, sem gladdi hann greinilega,
því honum þótti vænt um þau öll.
Það var líka þannig að öll börn
sem komu í heimsókn fengu blað
og blýant til að teikna og lita, sum
fengu jafnvel striga og akrýlliti til
þess að búa til málverk handa
mömmu.
Hann var líka málarameistari,
ég lærði fagið hjá honum og við
unnum saman í fjölda ára, ég er
þakklátur fyrir þessi ár með pabba
og brosi innra með mér yfir ýmsu
sem rifjast upp nú um stundir.
Pabbi var dagfarsprúður maður
sem trúði á það góða í öllum og
aldrei heyrði ég hann tala illa um
nokkra manneskju eða hallmæla
neinum.
Hann missti föður sinn þegar
hann var átta ára og ég held að
hann hafi saknað hans alla tíð þótt
það hafi ekki verið rætt mikið.
Þegar æskuárin bar á góma kom
fram að þau hefðu oft verið erfið
og róðurinn þungur hjá ömmu,
ekkju með fimm börn árið 1940.
En fyrst og fremst var hann
samt listamaður af lífi og sál sem
vissi ekkert betra en að sitja og
mála myndirnar sem hafa glatt svo
marga og hann undi sér við fram á
síðasta dag, en handstyrk og sköp-
unargleðinni hélt hann alla tíð sem
betur fer.
Ég tók eftir því að hann hætti
að nota vatnsliti þessi síðustu ár,
þegar hann hafði loksins tíma til að
sinna málverkinu eða sulla eins og
hann kallaði það, því vatnsliti hafði
hann notað þegar tími var knapp-
ur og hann gat klárað vatnslita-
mynd á mun skemmri tíma en með
annarri tækni, nú þurfti þess ekki.
Við systkinin eigum eftir að
sakna þín en munum sennilega öll
að þegar þér þótti komið nóg í bili
af spjalli þá sagðir þú: „Jæja,“ og
fórst inn á vinnustofu til að halda
áfram að sulla, því allt hefur sinn
tíma, það er gott að tala um daginn
og veginn en málverkið togar og
þar er endalaus uppspretta
ánægju.
Nú er þetta sem sagt orðið gott
og tími til að halda áfram.
Fyrir hönd okkar systkinanna
segi ég: Takk fyrir okkur, vin-
skapur.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varstu ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
megi algóður Guð þína sálu nú geyma.
Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Þorvaldur Vestmann (Brói).
Elsku afi. Stórt skarð er höggvið
í veröldina eftir að þú kvaddir
svona skyndilega. Að þú sért farinn
er óskaplega óraunveruleg tilfinn-
ing og erfitt að meðtaka, en það er
samt sem áður nóg að líta í kring-
um sig og skoða allan þann fjölda af
myndum og teikningum sem þú
skilur eftir þig og hafa þá alltaf
ákveðinn hluta af þér nálægan.
Stærsta og sterkasta minningin
frá því ég man eftir mér er afi inni í
vinnuherbergi með penslana á
lofti, málningarlykt og nýjar og
nýjar myndir sem bættust við í
safnið hver á fætur annarri.
Það var sama hvar þú varst í
ferlinu; alltaf þegar eitthvert okk-
ar barnabarnanna kom varstu
snöggur að færa allt til og lofa okk-
ur að teikna við vinnuborðið þitt.
Það gleður mig að hugsa til þess að
Amanda mín hafi verið byrjuð að
fá að koma inn í vinnuherbergið
hans langafa og leika sér með blöð
og liti.
Takk fyrir allt, afi minn. Við
sjáumst í sumarlandinu.
Þín
Aníta.
Aðalsteinn
Vestmann
Í dag kveð ég
elsku Stínu mína
sem ég hef þekkt frá
því ég var tólf ára gömul. Við
kynntumst er hún flutti aðeins
tuttugu og tveggja ára gömul
ásamt Tryggva sínum og tveimur
eldri börnum, þeim Helgu og
Magnúsi, til Reyðarfjarðar. Þá
var reyndar stutt í fæðingu Þór-
halls, sem fæddist á Egilsstöðum
stuttu eftir komu þeirra austur.
Unga fólkið vantaði einhvern til
að gæta barnanna og varð það úr
að við kynntumst og urðum strax
perluvinkonur. Stína var mikil
hannyrðakona og í fyrsta sinn
sem ég kom til hennar að gæta
barnanna mætti ég með prjónana
mína með mér. Henni fannst mik-
ið til þess koma að ég tólf ára
gömul væri farin að prjóna. Upp
frá þessu eyddum við mörgum
stundum saman við prjónaskap
og margt annað skemmtilegt. Ég
lærði mikið af henni í gegnum tíð-
Kristín Ólöf
Björgvinsdóttir
✝ Kristín ÓlöfBjörgvins-
dóttir fæddist 5.
nóvember 1938.
Hún lést 5. maí
2020.
Útför Kristínar
fór fram 19. maí
2020.
ina. Hún lagði alltaf
mikla áherslu á
vandvirkni í prjóna-
skapnum. Mér er
mjög minnisstætt
þegar hún sagði við
mig: Anna mín, þú
verður að rekja upp
því annars munt þú
alltaf sjá þessa mis-
fellu. Minningarnar
eru margar og góð-
ar. Við tókum sam-
an slátur í mörg ár og var þá oft
glatt á hjalla. Þykir mér vænt um
að hugsa til þeirra góðu samveru-
stunda. Vinátta okkar hefur hald-
ist í gegnum árin og alltaf verið
mér mjög kær.
Kallið kom skyndilega því
stutt er síðan við sátum saman á
sólríkum degi á svölunum og
drukkum saman kaffi. Ég er
þakklát fyrir þessa góðu síðustu
stund okkar vinkvennanna sam-
an. Sú minning mun ávallt vera
mér kær. Ég veit að Tryggvi þinn
hefur verið farinn að bíða eftir
þér og hefur hann eflaust tekið
fagnandi á móti Stínu sinni.
Elsku Stína mín, takk fyrir
allt. Votta börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
mína.
Þín vinkona,
Anna Þórey Sigurðardóttir.
Mig langar að
reyna að minnast
frænda míns
Björns Emilssonar
(Bía), sem ég hitt
allt of sjaldan. Að vísu vissum
við hvor af öðrum, hann að sinna
sínu en ég til sjós og seinna meir
sjúkraliði. Síðast hitti ég hann á
Hrafnistu en þá yngdist hann
upp við að sjá myndir af för
minni til Grænlands (Quaogor-
toq) til að hitta Eddu frænku.
Úti á flugvelli átti ég að hafa
augun með hávaxinni ljóshærðri
konu sem svo reyndist móðir
Björn Emilsson
✝ Björn Emilssonfæddist 15.
apríl 1936. Hann
lést 5. maí 2020.
Útför Björns fór
fram í kyrrþey 15.
maí 2020.
Stefáns Hrafns sem
stundar hreindýra-
rækt. Áður en að
því kom birtist hóp-
ur af fólki frá
Grænlandi sem
hafði unnið við sýn-
ingu á grænlenskri
menningu. Hópur-
inn kom rakleiðis til
mín og heilsaði mér
með miklum virkt-
um, líkt og væri ég í
framboði. Þetta hélt áfram eftir
að út var komið enda hálfaumur
í hendinni. Að vísu talaði Edda
um að ég líktist pabba hennar
en það gat alveg verið hluti af
ástæðunni hver svo sem hún
var. Eitthvað hlýtur maðurinn
að hafa skilið eftir sig svo um
munaði! Ég virðist þurfa að fara
út aftur – svei mér þá.
Valdimar Elíasson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt
á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eft-
ir birtingu á útfarardegi verð-
ur greinin að hafa borist eigi
síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningar-
greinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og
loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | Minningar-
greinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar