Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
22. maí 1995
Ísland vinnur mjög öruggan
sigur á Austurríki, 74:58, í
fyrsta leik sínum í C-riðli Evr-
ópukeppni karla í körfubolta í
Sviss eftir að hafa náð 26 stiga
forskoti í seinni hálfleik. Her-
bert Arnarson skorar 16 stig
fyrir Ísland, Guðmundur
Bragason 15 og Valur Ingi-
mundarson 14.
22. maí 1996
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik sigrar Lúx-
emborg, 96:63, í
fyrsta leik í und-
anriðli Evrópu-
keppninnar í
Laugardals-
höllinni. Ísland
var aðeins einu
stigi yfir í hálf-
leik. Teitur Örlygsson fer á
kostum í leiknum og skorar 31
stig fyrir Ísland en Marel Guð-
laugsson gerir 12.
22. maí 1997
Ísland vinnur stórsigur á Júgó-
slavíu, 27:18, í þriðja leik sínum
í heimsmeistarakeppni karla í
handknattleik í Kumamoto í
Japan. Valdimar Grímsson
skorar 11 mörk fyrir íslenska
liðið, sem leikur frábærlega í
seinni hálfleiknum eftir jafn-
ræði í þeim fyrri. Ísland er þá
komið með 5 stig eftir fyrstu
þrjá leikina.
22. maí 1998
Örn Ævar Hjartarson kylfingur
úr GS setur vallarmet á New
Course-
vellinum í St.
Andrews í
Skotlandi þeg-
ar hann leikur
annan hringinn
á St. Andrews
Links Trophy-
mótinu á aðeins 60 höggum,
ellefu höggum undir pari vall-
arins. Hann bætir vallarmetið
um þrjú högg. Árangur hans
vekur gríðarlega athygli í
breskum fjölmiðlum.
22. maí 2002
Noregur og Ísland skilja jöfn,
1:1, í vináttulandsleik karla í
knattspyrnu í Bodö. Jóhannes
Karl Guðjónsson skorar mark
Íslands beint úr aukaspyrnu af
um 40 metra færi strax á 6.
mínútu en Ole Gunnar Sol-
skjær jafnar fyrir Norðmenn í
seinni hálfleiknum. Átta leik-
menn úr norskum félagsliðum
tóku þátt í leiknum með ís-
lenska landsliðinu en marga
fastamenn vantaði.
22. maí 2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir vinn-
ur silfurverðlaun í 50 metra
bringusundi á
Evrópumeist-
aramótinu í
sundi í London
og kórónar
glæsilegan ár-
angur sinn á
mótinu. Hún
hafði áður fengið silfur í 100
metra bringusundi og brons í
200 metra bringusundi á
mótinu, en árangur hennar er
sá besti sem Íslendingur hefur
náð á Evrópumóti í sundi.
Á ÞESSUM DEGI
Þú vilt vinna hvern einasta leik og
ef það gerist er fátt sem getur kom-
ið í veg fyrir að þú lyftir bikar í lok
leiktíðar og það er klárlega mark-
miðið hjá FH.“
Þarf að horfa inn á við
FH tefldi fram hálfgerðu atvinnu-
mannaliði þegar Jónatan sneri aftur
til félagsins árið 2018.
„Við vorum með marga erlenda
leikmenn þegar ég kom aftur. Það
verður ekki þannig í sumar og það
má kannski segja líka að hugs-
unarhátturinn hafi aðeins breyst
innan félagsins. Það spilar líka inn í
að það er einfaldlega erfitt að fá
nýja leikmenn, hvort sem þeir eru
erlendir eða ekki, í ástandinu sem
nú ríkir bæði hér sem og annars
staðar í heiminum vegna kór-
ónuveirufaraldursins.
FH, líkt og önnur lið hér á landi,
þarf þess vegna að horfa inn á við
núna og reyna að búa til góða leik-
menn í gegnum yngriflokkastarfið.
Þetta er gott tækifæri fyrir þá til
þess að sýna sig og sanna en ég er
líka á þeirri skoðun að menn þurfi
að vera nægilega góðir til þess að fá
sénsinn. Það eru flottir strákar að
koma upp og það verður virkilega
spennandi að sjá hvernig þeir munu
pluma sig því það verður spilað þétt
og yngri leikmenn munu fá tæki-
færi.“
Ekkert grín í Hollandi
Jónatan var einungis 16 ára gam-
all þegar hann hélt út í atvinnu-
mennsku og samdi við AZ en hann
sér ekki eftir þeirri ákvörðun, þar
sem hann hafi verið tilbúinn að
standa á eigin fótum á þessum tíma.
„Þú getur aldrei ákveðið fyrir
fram hvað er rétt og hvað er rangt í
þessum efnum. Það er gríðarlega
persónubundið hvernig mönnum
reiðir af þegar þeir fara svona ungir
út. Ég var sjálfur tilbúinn að standa
aðeins á eigin fótum ef svo má segja
og læra að bjarga mér. Atvinnu-
mennskan er ekkert grín og það
segir ekkert alla söguna að vera
bara góður í fótbolta.
Það hentar sumum betur að vera
áfram í þægindarammanum og þróa
leik sinn hér á landi. Ég var byrj-
aður að æfa með meistaraflokknum
þegar ég fór út en ég vissi samt að
ég væri aldrei að fara að fá einhvern
spiltíma þar. Ég var í 2. flokki á
þessum tíma og mér fannst rétt
skref að fara frekar út en að taka
þátt í Íslandsmótinu með 2. flokki.
Svo eru líka leikmenn eins og
Gylfi Þór Sigurðsson sem fara mjög
ungir út og slá engu að síður í gegn.
Eftir þessi þrjú ár mín hjá AZ stóð
mér til boða að spila áfram með
varaliðinu en þá fannst mér kominn
tími á að ég færi að spila alvöru
meistaraflokksbolta. Ég vissi að ég
væri ekki að fara að spila með að-
alliðinu og því ákvað ég að meta
stöðuna upp á nýtt og koma heim.“
Getur haft öfug áhrif
Jónatan segir að það sé mjög per-
sónubundið hvort það henti ungum
leikmönnum að fara snemma út í at-
vinnumennsku og það sé ýmislegt
sem þurfi að hafa í huga þegar sú
ákvörðun er tekin.
„Tími minn úti kenndi mér mjög
mikið og í dag veit ég nákvæmlega
hvað ég þarf að gera til þess að ná
árangri. Ég veit hvar ég stend
gagnvart öðrum leikmönnum sem
dæmi og svo er lífið allt öðruvísi en
hérna heima á Íslandi. Þú ert ekki
með vini og fjölskyldu í kringum þig
og það getur tekið á og verið erfitt,
sérstaklega þegar í harðbakkann
slær.
AZ endaði á toppnum í ár ásamt
Ajax í hollensku úrvalsdeildinni og
þar var maður að æfa með gríð-
arlega góðum leikmönnum. Gæðin á
æfingum voru allt önnur en hér
heima og þú veist því hvað þú þarft
að leggja á þig, ef þú vilt koma þér á
þennan stað. Þetta getur gert
mönnum mjög gott en þetta getur
líka haft öfug áhrif.
Þegar allt kemur til alls fer þetta
mest eftir leikmanninum sjálfum,
hvað hann trúir á og vill. Eins þarf
að horfa á liðið sem menn eru að
fara í og hvernig þeir sjá þetta fyrir
sér. Ert þú bara einn af þúsund öðr-
um sem þeir vonast til að slái í gegn
eða eru þeir virkilega búnir að vera
að fylgjast með þér og eru tilbúnir
að gera þig að betri knattspyrnu-
manni?“
Þótt sóknarmanninn dreymi um
að snúa aftur í atvinnumennsku
einn daginn er það ekki á forgangs-
listanum hjá honum þessa dagana.
Lít ekki á FH sem stoppistöð
„Draumurinn er að komast aftur
út í atvinnumennsku þegar ég er
tilbúinn í það og orðinn nægilega
góður. Ég er búinn að vera smá jójó
undanfarin tvö ár, og átt góða og
slæma leiki inni á milli. Ég er ekki
tilbúinn að fara út í eitthvert lið því
þú þarft að vera á meðal bestu leik-
manna úrvalsdeildarinnar áður en
þú getur farið að sýna þig í ein-
hverri annarri deild.
Ég er þess vegna ekki að bíða eft-
ir því að komast aftur út þótt ég sé
vissulega að stefna á það, hvenær
sem það svo verður. Ég lít því alls
ekki á FH sem einhverja stoppistöð
fyrir mig, mér líður mjög vel þar og
ég get enn bætt mig mikið sem leik-
maður, og svo bara þurfum við að
bíða og sjá hvað framtíðin ber í
skauti sér.“
Ná vonandi að slá í gegn
Jónatan á von á mjög skemmti-
legu knattspyrnusumri. „Ég held að
við munum fá mörg óvænt úrslit í
sumar og það er alveg klárt mál að
byrjunin á tímabilinu mun skipta
sköpum fyrir mörg lið í deildinni.
Ég á von á því að það verði mikið
um breytingar á liðunum á milli
leikja enda verður spilað þétt í sum-
ar eins og margoft hefur komið
fram. Það er mikil spenna hjá öllum
að hefja mótið og fara almennilega
af stað. Ég á þess vegna von á því að
deildin verði mjög skemmtileg og að
við fáum að sjá fleiri unga og efni-
lega stráka í sumar sem ná vonandi
að láta ljós sitt skína og slá í gegn,“
bætti Jónatan Ingi við.
Ekki í for-
gangi að fara
strax aftur út
Jónatan Ingi er spenntur fyrir kom-
andi tímabili með FH Vill verða einn
af betri leikmönnum deildarinnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kantmaður Jónatan Ingi Jónsson er að hefja þriðja tímabil sitt með
meistaraflokki FH, sem sækir HK heim í fyrstu umferðinni 14. júní.
FH
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Jónatan Ingi
Jónsson sá fram á fá tækifæri með
meistaraflokki FH árið 2015 og
ákvað þess vegna að ganga til liðs
við hollenska úrvalsdeildarfélagið
AZ Alkmaar, þar sem hann lék með
unglingaliði félagsins.
Jónatan sneri aftur til FH árið
2018 og kom við sögu í fjórtán leikj-
um í efstu deild með liðinu á fyrsta
tímabili sínu eftir að hann kom aftur
til Íslands, þá 19 ára gamall.
Hafnfirðingurinn á að baki 35
leiki í efstu deild, þar sem hann hef-
ur skorað 3 mörk, en hann er að
fara inn í þriðja Íslandsmót sitt með
FH, sem varð síðast Íslandsmeistari
2016.
„Ég er mjög spenntur fyrir sumr-
inu,“ sagði Jónatan Ingi í samtali við
Morgunblaðið. „Ég er löngu byrj-
aður að æfa og við getum í raun
ekki beðið eftir því að byrja að spila.
Það hefði verið hægt að byrja mótið
fyrr, en að sama skapi er jákvætt að
það var ákveðið að bíða með það
fram í miðjan júní.
Það er gott fyrir liðin að fá smá
tíma til þess að koma sér í gang og
það ætti að koma í veg fyrir meiðsli
í fyrstu umferðunum. Þótt maður sé
búinn að vera duglegur að æfa einn
og sér síðan samkomubannið var
sett á er það ekki það sama og að
spila fótbolta. Þú dettur alltaf að-
eins niður þegar þú byrjar að spila á
fullu og þess vegna er gott að fá
nokkrar vikur í undirbúning.“
Tækifæri til að stíga upp
„Þegar þú spilar með liði eins og
FH gerirðu ákveðnar kröfur til
sjálfs þíns. Undanfarin fimmtán til
tuttugu ár hefur FH alltaf verið í
baráttu um titla og á síðustu leiktíð
sem dæmi áttum við að vinna bikar-
inn en það gekk ekki eftir. Við end-
uðum í þriðja sæti deildarinnar, sem
er ágætt, en stefnan í Hafnarfirði er
aldrei að enda í þriðja sæti.
Hópurinn í ár er þynnri en oft áð-
ur og það eru margir lykilleikmenn,
bæði innan sem utan vallar, horfnir
á braut, eins og Davíð Þór Við-
arsson og Pétur Viðarsson. Það er
því tækifæri fyrir aðra til þess að
stíga upp í sumar og við höfum
fengið Baldur Sigurðsson til félags-
ins, en honum svipar mjög til Davíðs
þegar kemur að leiðtogahæfileikum.
FH-ingar staðfestu í gær að Andrea
Mist Pálsdóttir, sem hefur leikið
með Þór/KA í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu undanfarin sex ár, væri
gengin til liðs við félagið. Morgun-
blaðið skýrði frá því fyrr í vikunni
að hún væri á leiðinni þangað. Þar
með hafa nýliðar FH fengið þrjá
leikmenn sem eiga A-landsleiki að
baki. Andrea hefur spilað þrjá lands-
leiki, Sigríður Lára Garðarsdóttir
sem er komin frá ÍBV hefur spilað
20 landsleiki og Hrafnhildur Hauks-
dóttir, sem kom frá Selfossi, á fjóra
landsleiki að baki.
Þriðja landsliðs-
konan í FH
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Opinbert Andrea Mist Pálsdóttir er
komin til liðs við FH-inga.
Enska knattspyrnufélagið Man-
chester United skýrði frá því í gær
að það hefði þegar tapað 28 millj-
ónum punda, um fimm milljörðum
íslenskra króna, vegna útbreiðslu
kórónuveirunnar og reiknað væri
með því að það væri bara brot af
heildartapinu sem það yrði fyrir. Af
því væru um 20 milljónir punda í
sjónvarpstekjur sem skila þyrfti til
baka og átta milljónir hefðu tapast
vegna frestana leikja fyrstu þrjár
vikur faraldursins. Megnið af tap-
inu ætti eftir að koma fram þegar
tímabilið apríl-júní yrði gert upp.
Hafa þegar tapað
fimm milljörðum
AFP
Tap Kórónuveiran kemur illa við
fjárhag knattspyrnufélaganna.
GOLF
Fyrsta mótið á mótaröð GSÍ 2020, B59
Hotel-mótið, hefst á Leynisvelli á Akranesi
klukkan 8 í dag og síðustu keppendur hefja
leik klukkan 14.50. Flestallir bestu kylfing-
ar landsins eru með, alls eru 98 karlar og 27
konur meðal keppenda, en leiknir verða
þrír hringir á þremur dögum og mótinu
lýkur því síðdegis á sunnudaginn.
Í DAG!