Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 28

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 verð áður 11.900.- nú 10.115.- Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is TILBOÐ MÁNAÐARINS Í MAÍ 15% afsláttur af öllum vörum frá Sign skartgripirogur.is Njóttu sumarsins í miðbænum verð áður 29.900.- nú 25.415.- verð áður 19.900.- nú 16.915.- verð áður 19.900.- nú 16.915.- verð áður 9.900.- nú 8.415.- verð áður 16.900.- nú 14.365.- Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri SinfoniaNord, líkir ástandinu við upptökur á tónlist fyrir erlend fyrirtæki í Hofi, á undan- förnum vikum, við kvikmynd um njósnarann James Bond. Nýverið lauk tökum á tónlist fyrir tvær kvik- myndir fyrir streymisveituna Netflix með heimsfrægum leikurum í aðal- hlutverkum og segir Þorvaldur mjög strangar reglur hafa verið settar vegna COVID-19-farsóttarinnar. 20 á sviðið í einu „Við fengum beiðni um hvort við gætum tekið upp og hvort það væri leyfi hér til þess og við sögðum ein- faldlega já. Þá hélt ég að þetta væri staðfest og við færum bara að gera þetta eins og venjulega því við vær- um hvort eð er með leyfi fyrir 20 manna samkomum. Þeir vildu fá um 40 manna strengjasveit og við kom- um með þá tillögu að taka upp efri hluta strengjanna sér og selló og bassa sér og þá væru aldrei fleiri en 19 á sviðinu, 20 með stjórnanda. Það þótti strax geta gengið upp en þá byrjuðu „risk assessment“-kröfur Bandaríkjanna. Við fengum skjal með endalausum spurningum um hvernig við ætluðum að framkvæma þetta og í ljós kom að engin leið væri að gera þetta nema vera með a.m.k. eitt fyrirtæki sem sérhæfði sig í heilsuvernd og með hjúkrunarkonur á svæðinu. Enginn mátti koma inn og byrja að vinna nema hann væri búinn að svara spurningalista og búinn að fara í próf til að athuga hvort við- komandi væri með hita eða einhver einkenni,“ segir Þorvaldur og nefnir að einum hljóðfæraleikara hafi verið hafnað vegna COVID-19-einkenna. Hann reyndist þó ekki vera með veiruna. Öryggisverðir, spritt og grímur Til að byrja með var farið fram á að allir hljóðfæraleikararnir færu í sýnatöku en Þorvaldur segir að hætt hafi verið við það þegar í ljós kom hversu hár kostnaðurinn yrði og hversu tímafrekt yrði að prófa alla. Því hafi verið ákveðið að Hof mætti aðeins vera með einn inngang opinn og að ráða þyrfti öryggisverði sem pössuðu upp á að aldrei mynduðust raðir fyrir utan. Verðirnir sáu til þess að allir væru sprittaðir og fengju grímur og þurftu svo hljóð- færaleikarar að fara að sínum borð- um í sal sem voru merkt með nöfnum þeirra. Hver og einn fékk box með mat og þess gætt að tveir metrar væru á milli allra. Þegar skipt var um hljóðfærahópa kom hreingern- ingahópur inn í salinn og sótthreins- aði allt. „Þetta var eins og hernaðar- áætlun,“ segir Þorvaldur. Með vaðið fyrir neðan sig SinofiaNord-verkefnið er það um- svifamikið, að sögn Þorvaldar, að kalla þarf til hljóðfæraleikara víða að. Þeir eru einfaldlega ekki nógu margir fyrir norðan. „Þetta verkefni nær því um allt Ísland og stundum út fyrir það,“ segir hann. En hvernig stendur á því að erlend fyrirtæki, bandarísk eða frá öðrum löndum, geta gert svo strangar kröf- ur um sóttvarnir á Íslandi? Var ein- hver á þeirra vegum á staðnum? „Það var enginn frá þeim á staðnum, þannig séð, þeir mega einfaldlega ekki ferðast og við bjóðum upp á fjarupptökur þar sem viðskiptavin- urinn er í sínu eigin hljóðveri og fylg- ist með í rauntíma í gegnum forrit sem heitir Source Connect Live,“ svarar Þorvaldur, „en þetta er al- gjörlega vegna þess að í Bandaríkj- unum og í þessum alþjóðlega bransa eru svo rosaleg tryggingaviðurlög. Ef það hefði komið upp smit hér og frést að Netflix hefði haldið áfram að framleiða og það valdið frekari smit- um hefðu þeir verið lögsóttir í bak og fyrir og það hefðu líka verið vond al- mannatengsl. Þeir vildu nýta sér þjónustuna og í ljós kom að við vor- um eina hljómsveitin í heiminum sem gat gert þetta út af því hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessu hér. Við urðum miðpunktur athyglinnar í bransanum og ég hef ekki undan þessa dagana að svara fyrirtækjum, EMI, Sony, sjálfstæðum fyrir- tækjum, One Little Indian og fleir- um,“ segir Þorvaldur. Hann segist búinn að senda kostnaðaráætlun á fjölda fyrirtækja og að mörg verk- efni séu í biðstöðu. Það megi því bú- ast við annríkissumri hjá Sinfoniu- Nord en nú þegar hafa upptökur fyrir eina Hollywood-mynd, innlenda mynd og söngleik verið bókaðar í Hofi. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Upplifun „Þetta var eins og hernaðaráætlun,“ segir Þorvaldur Bjarni um öryggiskröfur Netflix og eftirlit í Hofi við upptökur SinfoniaNord. Eins og í Bond-mynd  Uppfylla þurfti strangar öryggiskröfur Netflix við upptökur SinfoniaNord  Mörg verkefni fram undan í sumar að sögn framkvæmdastjóra verkefnisins AFP Tímanna tákn Kórónuveiran á skjá og merki Netflix í snjallsíma. COVID-19- faraldurinn hefur frestað kvikmyndatökum víða um lönd en streymisveitan Netflix sækir í sig veðrið með stóraukinni eftirspurn í kófinu. Bandaríski list- málarinn Susan Rothenberg, sem sló í gegn með expressjónískum málverkum af hrossum, verk- um sem voru á sínum tíma eins konar andsvar við ríkjandi mínimalisma í listheiminum vestanhafs, er látin, 75 ára að aldri. Tjáningarrík málverk Rothen- berg slógu í gegn á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar og er að finna í öllum helstu listasöfnum Bandaríkjanna. Þau eiginmaður hennar, myndlistarmaðurinn kunni Bruce Nauman, settust síðan að í Nýju-Mexíkó, fjarri háværum list- heiminum, og unnu þar markvisst í sjálfskipaðri einangrun að mynd- sköpun sinni. Rothenberg hélt til dauðadags áfram að kanna nýjar leiðir í málverkinu. Hrossamálarinn Rothenberg látin Susan Rothenberg Sýning blaða- og fréttaljósmynd- ara, Myndir árs- ins, stendur nú yfir í Ljósmynda- safni Reykjavík- ur í Grófarhús- inu. Þrír ljós- myndaranna sem hlutu verðlaun fyrir myndir sín- ar kynna þær í safninu í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12.10. Það eru þau Kjartan Þor- björnsson (Golli) sem hlaut verð- laun fyrir mynd ársins og mynda- röð ársins, Aldís Pálsdóttir sem tók tímaritsmynd ársins og Kristinn Magnússon sem tók íþrótta- ljósmynd ársins. Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Til að fylgja tveggja metra reglunni takmarkast fjöldi gesta við 20, fyrstir koma fyrstir fá. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 30. maí og fæst bók með öllum myndum sýningar- innar í verslun safnsins. Segja frá verð- launamyndum Kjartan Þorbjörnsson - Golli Metfjöldi sótti um styrki í auka- úthlutun Hönnunarsjóðs. Sjóðnum var falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, samkvæmt þings- ályktun um tímabundið fjárfest- ingarátak til að vinna gegn sam- drætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19. Þegar umsóknarfrestur rann út á mánu- dag var ljóst að met var slegið hvað varðar fjölda umsókna til sjóðsins. Alls bárust 276 umsóknir þar sem sótt var um 520 milljónir. Í tilkynningu segir að sjóðnum hafi ekki borist slíkur fjöldi um- sókna frá stofn- un hans árið 2013. Í tilkynn- ingunni segir að ljóst sé að allar greinar hönn- unar og arki- tektúrs finni fyrir mikilli niðursveiflu samanber niður- stöður könnunar sem Hönnunar- miðstöð stóð fyrir í apríl og sýndi fram á að 70% þeirra sem starfa í hönnun og arkitektúr finna fyrir verulegum áhrifum faraldursins. Umsóknir eru fjölbreyttari en oft áður og fleiri umsóknir frá fyrir- tækjum í eigu hönnuða og arki- tekta en oft áður. Úthlutað verður fyrir 1. júní. Metfjöldi umsókna í Hönnunarsjóð Frá Hönnunarmars. Í tilefni af 40 ára afmæli kvikmynd- arinnar The Shining og 25 ára af- mæli The Shawshank Redemption munu SAMbíóin í Álfabakka, í sam- starfi við Warner Brothers, sýna þær aftur. Báðar eru byggðar á sögum Stephens Kings og teljast sí- gildar. The Shining segir af rithöfundi og fyrrverandi kennara sem gerist húsvörður á mannlausu hóteli veturlangt og dvelur þar með eigin- konu sinni og syni. Fljótlega fara dularfullir atburðir að gerast og rithöfundurinn missir hægt og síg- andi vitið. Leikstjóri myndarinnar er Stanley Kubrick og í aðalhlut- verkum Jack Nicholson, Shelley Duvall og Danny Lloyd. The Shawshank Redemption segir af ungum manni sem sakfelldur er fyrir að myrða eiginkonu sína og elskhuga hennar. Hann er dæmdur í lífstíðarfangelsi og fer sagan fram innan veggja fangelsisins Shaw- shank. Leikstjóri myndarinnar er Frank Darabont og með aðal- hlutverk fara Tim Robbins og Morgan Freeman. SAMbíóin sýna afmælisperlur Klassík Úr The Shawshank Redemption.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.