Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI.
AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK
Tvær frábærar eftir sögu Stephen King
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
Ragna Kjartansdóttir tónlistar-
kona mælir með verkum sem
njóta má innan veggja heimilisins
á tímum kórónuveirufaraldurs.
„Ég verð að viðurkenna að ég
les ekki mikið og er ekkert endi-
lega heldur mikið fyrir að horfa á
hvað sem er. En þegar ég dett inn
á einhverja góða seríu eða kvik-
mynd þá skilur hún yfirleitt eitt-
hvað eftir sig. Ég sá til dæmis ný-
verið óskarsverðlaunamyndina
Parasite. Ég
verð að viður-
kenna að það er
eitthvað við að
horfa á erlendar
myndir þegar
maður þekkir
ekki leikarana,
þá trúir maður
þeim mun
meira. Frá
fyrstu mínút-
unum fangaði
myndin athygli mína. Hún er
óþægileg og svívirðileg, mannleg
og auðmýkjandi, ófyrirsjáanleg
með miklum kaldhæðnislegum
húmor og fær mann til að hugsa.
Akkúrat þegar maður heldur að
maður hafi séð allt slær þessi
mynd mann eins og blaut tuska í
andlitið.
Undanfarið hef ég verið að
hlusta á podcast með Conan
O’Brien sem heitir Conan O’Brien
needs a friend. Hann tekur einlæg
viðtöl á léttu nótunum við marga
bransavini sína eins og Dana Car-
vey, Charles Barkley, Will Ferrell,
Keegan-Michael Key, Ricky
Geevais, Ali Wong, Tinu Fey og
Ellen. Mjög skemmtilegir þættir
og ég hlæ alveg oft upphátt. Þá er
að finna til dæmis á Spotify og öll-
um helstu streymisveitum.
Það sem er hins vegar oft topp-
urinn eru VERZUZ-sessjónirnar á
Instagram. Þar eru tveir tón-
listarmenn settir hvor upp á móti
öðrum og fengnir til að battla
þannig að þeir skiptast á að spila
lög eftir sjálfa sig, allt frá under-
ground-lögum yfir í mjög þekkta
billboard-hittara, og dæma þá
áhorfendur hver fyrir sig hvor
hefur betur eftir kvöldið. Þetta
snýst nú aðallega um nostalgíu-
kast áhorfenda; að vera akkúrat á
þessum stað og stund með þeim að
upplifa uppáhaldslögin sín spiluð
og sungin ásamt því að fá líka oft
söguna á bak við tjöldin frá þeim
sjálfum í leiðinni. Upphafsmenn
viðburðarins voru Timbaland og
Swizz Beats. Eftir það hafa boom
bap-pródúserarnir RZA og Premo
mæst, þar á eftir voru R&B-
risarnir Teddy Riley vs. BabyFace
og nýverið engar aðrar en Erykah
Badu á móti Jill Scott. Möst að ná
þessu í beinni útsendingu og vaka
langt fram á nótt.
Hvað varðar að taka ástfóstri
við tónlistarmenn er ég ein af
þeim sem eru oft annaðhvort á
undan hæpinu eða eftir á. Það er
leiðinlegra að vera eftir á, sér-
staklega þegar viðkomandi er lát-
inn. Það var svolítið þannig þegar
Biggie dó og núna sama að segja
með Mac Miller. Ég er búin að
vera með tónlistina hans á repeat
undanfarna mánuði og það er
eiginlega ótrúlegt hvað hún er
viðeigandi akkúrat núna. Það er
eitthvað við einlægni hans sam-
tvinnaða við djassað hipphopp,
tón og frösun, svo ekki sé minnst
á hversu klár hann er textalega.
Hann fer með mann um allan
tilfinningaskalann, sem er svolítið
það sem fær mann til að tengjast
honum. Hann nær að vera nógu
einlægur án uppgerðar en samt
svo ótrúlega töff týpa á sama tíma
og það ásamt góðri tónlist þykir
mér sjaldgæft og mæli með.“
Mælt með í kófinu
Sníkjudýr Suðurkóreska Óskarsverðlaunamyndin hefur heillað marga.
Óþægileg, svívirðileg,
mannleg og auðmýkjandi
Ragna
Kjartansdóttir
Ljósmynd/Nicolas Völcker
Endurtekning Ragna hefur hlusað
endurtekið á Mac Miller heitinn.
Titillinn segir margt.Glæpasagan Illvirki eftirsænska rithöfundinnEmelie Schepp fjallar ein-
mitt um það og heldur betur ásamt
ýmsum flækjum helstu persóna í
vægast sagt mjög spennandi frá-
sögn.
Jana Berzelius saksóknari er
ekki öll þar sem hún er séð, eins
og fram hefur
komið í tveimur
fyrri bókum höf-
undar um þessa
helstu persónu
þeirra. Fortíðin
þvælist fyrir
henni og tog-
streita á milli
þess liðna og nú-
tímans er sem
rauður þráður í Illvirki. Jana virk-
ar glæsileg og örugg í starfi en er
fráhrindandi, harður nagli utan
þægindarammans sem fylgir starf-
inu. Flott og ákveðin kona sem á
alltaf síðasta orðið. Með góðu eða
illu.
Sagan hverfist á skemmtilegan
og markvissan hátt um Jönu. Morð
er framið í Norrköping og í hönd
fer æsispennandi atburðarás sem
enginn sér fyrir endann á. Rann-
sakendur eru misjafnlega hvatvísir
og sérstaklega er gaman, ef svo má
að orði komast í allri alvörunni, að
fylgjast með viðbrögðum Miu Bol-
ander á hinum ýmsu stigum rann-
sóknarinnar.
Uppbygging sögunnar er
snilldarlega vel gerð og nánast
hugsað fyrir öllu. Spennan helst út
í gegn og allan tímann veit lesand-
inn hvorki í þennan heim né annan.
Einkalíf þeirra sem helst koma við
sögu, einkum vandamálin, eru sem
þeyttur rjómi á kökuna og falla vel
að því sem upphaflega var lagt upp
með, að komast að hinu sanna.
Þessi blanda gerir söguna líka trú-
verðugri en ella, því almenningur,
hvar sem hann er staddur, á sér
drauma og þrár en misstígur sig á
lífsins gangi, því enginn er fullkom-
inn.
Glæpasagan Illvirki er í raun
miklu meira en það. Lýsingarnar á
afbrotunum eru óhuggulegar og
vart eftir hafandi. Inn í þennan við-
bjóð fléttast samfélagsleg vanda-
mál, fjölskyldumál, siðferði, lög og
réttur, en líka félags- og sál-
fræðilegir þættir, sem allir líta ekki
sömu augum. Þetta er mikill kokkt-
eill, en Emelie Schepp kann á hon-
um tökin og blandan bregst ekki.
Ljósmynd/Helén Karlsson
Höfundur Emelie Schepp.
Kokkteill gerður af
meistarahöndum
Spennusaga
Illvirki bbbbm
Eftir Emelie Schepp.
Kristján H. Kristjánsson þýddi.
MTH 2020. Kilja, 432 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR