Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og
fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsing-
um um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
Á hreint brilliant verði!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
400 mg töflur - 30 stk og 50 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Norska samsteypan NTS ASA
vinnur nú að stofnun eignarhalds-
félags í norsku kauphöllinni sem
mun fara með allt hlutafé í Fiskeldi
Austfjarða hf., að því er fram kem-
ur í tilkynningu NTS til norsku
kauphallarinnar. Þar segir jafn-
framt að núverandi minnihluta-
eigendur í Fiskeldi Austfjarða
hyggist selja af hlutafé sínu fyrir
89 milljónir norskra króna, jafn-
virði rúmlega 1,2 milljarða ís-
lenskra króna. Dótturfélag NTS,
Midt-Norsk Havbruk AS, er meiri-
hlutaeigandi og fer með 62,7% hlut
í Fiskeldi Austfjarða.
Með stofnun eignarhaldsfélags-
ins, sem mun bera nafnið Ice Fish
Farm AS, verður gefið út nýtt
hlutafé í félaginu sem ætlað er að
skila félaginu 300 milljónum
norskra króna, jafnvirði 4,2 millj-
arða íslenskra króna. Með sölu
bréfa minnihlutaeigenda, sem flest-
ir eru íslenskir, og útgáfu nýs
hlutafjár munu íslenskir aðilar sem
koma að Fiskeldi Austfjarða eiga
mun minna í starfseminni.
Norrænir sjóðir kaupa
Fram kemur í tilkynningu NTS
að fyrirhugað er að nýta fjár-
magnið sem fylgir hlutafjáraukn-
ingunni í að fjárfesta frekar í virð-
iskeðjunni hér á landi til þess að
hámarka nýtinguna á gildandi
rekstrarleyfum. „Innifalið í þessu
er stækkun seiðaeldis, nýr búnaður
og fjárfesting í lífmassa.“ Einnig á
að endurgreiða útistandandi lán frá
Midt-Norsk Havbruk en það nem-
ur 59 milljónum norskra króna eða
um 830 milljónum íslenskra króna.
Útboð hófst í dag og hefur dótt-
urfélag NTS þegar ákveðið að taka
til sín hlutabréf fyrir 70 milljónir
norskra króna til þess að halda
meirihluta. Auk þess hefur eigna-
stýringarsjóður á vegum norska
bankans DNB skuldbundið sig til
þess að eignast hlutafé fyrir 80 til
100 milljónir norskra króna og
sjóður á vegum Swedbank Robur
skuldbundið sig til kaupa á hluta-
bréfum fyrir 40 milljónir norskra
króna.
Gert er ráð fyrir að útboðinu
ljúki síðdegis á fimmtudag og við-
skipti með hlutabréf geti hafist í
kauphöllinni 8. júní.
Fiskeldi í
norsku
kauphöllina
Hyggjast afla 4,2
milljarða króna
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvö olíufélög hafa stefnt íslenska
ríkinu og krefjast endurgreiðslu
flutningsjöfnunargjalds sl. fjögur ár.
Þriðja olíufélagið telur að verði
frumvarp um nýtt flutningsjöfnun-
arkerfi, sem gert er ráð fyrir í frum-
varpi sem liggur fyrir Alþingi, að
lögum muni það leiða til þess að
gjaldendur láti reyna á það fyrir
dómstólum.
Frumvarp samgönguráðherra um
svæðisbundna flutningsjöfnun olíu-
vara er til umfjöllunar hjá umhverf-
is- og samgöngunefnd Alþingis. Með
því er ætlunin að draga úr flutnings-
jöfnun, úr 370 til 400 milljónum kr.
árlega í 170 milljónir og styrkjunum
beint til að tryggja framboð olíuvara
í viðkvæmum byggðum samkvæmt
mati Byggðastofnunar.
Telja innheimtu ólöglega
Í umsögnum Atlantsolíu, Samtaka
atvinnurekenda og Samtaka at-
vinnulífsins er því haldið fram að
flutningsjöfnunargjald sem lagt er á
innflytjendur olíuvara standist ekki
stjórnskipulegar kröfur. Þá kemur
fram í umsögn N1 að verði frum-
varpið að lögum muni það leiða til
þess að gjaldendur láti reyna á gjald-
ið fyrir dómstólum.
Samgönguráðuneytið upplýsir í
svörum við umsögnum að tvær
stefnur á hendur íslenska ríkinu hafi
verið þingfestar í héraðsdómi. Krefj-
ast Atlantsolía og Skeljungur endur-
greiðslu á flutningsjöfnunargjaldi sl.
fjögur ár. Grundvalla fyrirtækin
kröfur sínar á því að flutningsjöfn-
unargjaldið fullnægi ekki þeim kröf-
um stjórnskipunar sem gera verður
til skattlagningar. Fram kemur hjá
ráðuneytinu að íslenska ríkið hafi
hafnað kröfum olíufélaganna en það
bendir á að málið muni enda hjá
dómstólum, óháð nýja frumvarpinu.
Efasemdir hafa komið fram í um-
sögnum um að nýja fyrirkomulagið
standist ríkisstyrkjareglur EES-
samningsins. Sérfræðingar sam-
gönguráðuneytisins telja að fyrir-
komulagið feli ekki í sér verulegar
breytingar á markmiði ríkisstyrkj-
anna eða umfangi þeirra. Styrkja-
kerfið sé því ekki tilkynningarskylt
til Eftirlitsstofnunar EFTA.
Krefjast endurgreiðslu
Tvö olíufélög hafa stefnt ríkinu vegna innheimtu flutningsjöfnunargjalds olíu
Þriðja félagið segir að nýtt styrkjakerfi muni einnig enda fyrir dómstólum
Morgunblaðið/Ómar
Bensínstöðvar Málaferli verða
hvernig sem fer með frumvarp.
Þrífa þarf listaverk Reykjavíkur ekkert síður en
önnur mannanna verk. Þegar Sólfarið, úti-
listaverk Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut,
var hreinsað í gær var notast við vinnulyftu og
vatnsslöngur og glansaði verkið eftir þvottinn.
Sólfarið hefur verið á sínum stað frá 1990 en það
var valið á sínum tíma í samkeppni sem íbúa-
samtök Vesturbæjar stóðu fyrir. Verkið er unnið
úr ryðfríu hágæðastáli.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumarþvottur Sólfarsins við Sæbraut
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness og fyrr-
verandi varaforseti ASÍ, gerir at-
hugasemdir við ummæli Drífu Snæ-
dal, forseta ASÍ, um að lífskjara-
samningarnir hafi verið mjög hóf-
samir. Drífa kaus að tjá sig ekki um
ummæli Vilhjálms þegar mbl.is bar
þau undir hana í gær, en sagði að
menn vissu ekki fyrr en í haust hver
staðan raunverulega væri. Mikil
óvissa væri, m.a. um atvinnuleysi.
Vilhjálmur segir að samningarnir
hafi vissulega verið hófsamir fyrir
tekjuhæstu hópana vegna þess að í
stað prósentuhækkana hafi ein-
göngu verið samið um krónutölu-
hækkanir. Meira að segja hafi tekju-
lægsta fólkið á vinnumarkaði fengið
meiri krónutöluhækkanir en fólk
sem ekki tekur laun eftir töxtum.
Athugasemdir sínar setti Vil-
hjálmur fram í facebookfærslu. Til-
efnið var viðtal við Drífu í RÚV þar
sem fram kom það álit hennar að
samningarnir síðasta haust hefðu
verið mjög hófsamir og ekki hinir
„stóru samningar“. Gert hefði verið
ráð fyrir launahækkunum ef hag-
vöxtur yrði en á móti hefðu krónu-
töluhækkanir verið minni.
„Hvaða rugl er þetta og það er
eins og forseti ASÍ þekki ekki lífs-
kjarasamninginn en þar var samið
um mestu krónutöluhækkanir sem
gerðar hafa verið í marga áratugi til
handa lágtekjufólki. Öll áhersla í síð-
ustu samningum miðaði að því að
stíga þétt og kröftugt skref í að lag-
færa kjör þeirra sem höllustum fæti
standa á íslenskum vinnumarkaði,“
skrifaði Vilhjálmur.
Forseti ASÍ kýs að tjá sig
ekki um gagnrýni Vilhjálms
Greinir á um hvort samningarnir hafi verið hófsamir
Vilhjálmur
Birgisson
Drífa
Snædal