Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 ✝ Sigríður Krist-ín Pálsdóttir fæddist 8. febrúar 1952 í Holti í Ytri- Njarðvík. Hún lést 12. maí 2020 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar Sig- ríðar eru Páll Val- geir Sveinsson, f. 28. október 1921, d. 24. apríl 1991, og Guðrún S. Kristjánsdóttir, f. 27. október 1928. Systkini Sigríðar eru 1) Val- gerður Pálsdóttir, f. 1949, 2) Alexander Pálsson, f. 1956, m. jónsson lögmaður, f. 10. febrúar 1973, m. Ólöf Hildur Pálsdóttir, f. 19. mars 1977. Börn þeirra eru: Kristín Ásta, f. 2003, Hild- ur Helga, f. 2008, og Stefán Bjarni, f. 2017. 2) Sveinn Heið- ar Guðjónsson fjármálahag- fræðingur, f. 8. september 1978, m. Sigrún Helga Ásgeirs- dóttir, f. 29. október 1989. Sigríður ólst upp í Keflavík og lauk námi frá Gagnfræða- skóla Keflavíkur árið 1969. Sig- ríður vann síðan framan af sem heimavinnandi húsmóðir og at- vinnurekandi í Reykjavík og bjuggu þau hjónin í 24 ár í Skildinganesi í Reykjavík. Síð- astliðin 18 ár bjó hún í Hafnar- firði og starfaði þar sem at- vinnurekandi við rekstur efna- laugarinnar Glæsis. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 27. maí 2020, klukkan 13. Rannveig Vern- harðsdóttir. Sigríður giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guð- jóni Sigurðssyni, f. 20. janúar 1952, þann 2. nóvember 1974. Foreldrar Guðjóns voru Sig- urður Emil Ágústs- son, f. 29. janúar 1921, d. 29. októ- ber 2011, og Pálína Guðjóns- dóttir, f. 12. maí 1920 d. 10. febrúar 1990. Börn Sigríðar og Guðjóns eru: 1) Sigurður Valgeir Guð- Í dag kveð ég Siggu, elskulegu systur mína. Á kveðjustund rifjast upp svo margar góðar minningar. Hún hafði risastórt hjarta og var ávallt tilbúin að gefa af sér til annarra og það leið öllum vel í kringum hana. Betri systur væri ekki hægt að eiga. Hún var mikið fyrir fjöl- skylduna sína og vildi helst vera í kringum hana. Barnabörnin sín þrjú hafði hún gaman af að stjana við. Hún hafði einstaka hæfileika í eldhúsinu, hvort sem var að elda eða baka, en hafði meiri áhuga á mat í seinni tíð og fannst gaman að skoða uppskriftir og prófa eitt- hvað nýtt með mér. Við áttum margar góðar stundir bæði í Flórída og Seattle. Hún var mikið fyrir ferðalög og var alltaf byrjuð að skoða næstu ferð um leið og hún kom heim. Verslunarferðir okkar voru margar og hafði hún unum að skoða fín föt, en henni fannst tískan svo skrítin og var ekki al- veg nógu ánægð með hana síð- ustu árin. Elsku systir, allt í kring finn ég fyrir návist þinni. Þakka þér fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman. Þær voru ómetanlegar og ég mun endalaust sakna þín. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak í örmum þér á andartaki horfin varstu mér Ég trúi því á andartaki aftur verð hjá þér (Hannes Örn Blandon) Þín systir, Vala. Elsku Sigga. Ég hef saknað þess mikið að hlusta á þig tala um fjölskylduna þína. Allar sög- urnar sem þú áttir. Þú talaðir mikið um strákana þína og það leyndi sér ekki hvað þú varst ótrúlega stolt af þeim og því sem þeir höfðu afrekað í lífinu. Allar sögurnar af Kristínu Ástu enda fyndnasta barn sem ég hef nokk- urn tímann kynnst. Fannst líka svo gaman að vera með þér og systur þinni. Svo fyndnar og skemmtilegar saman. Það var alltaf svo fallegt að fylgjast með þér og Guðjóni. Hann sá ekki sólina fyrir þér og þið báruð svo mikla virðingu og traust hvort til annars. Mér leið alltaf svo vel í kring- um þig og ykkur öll, svona eins og ég væri komin heim. Hefur aldrei liðið svona áður. Þú varst alltaf svo ótrúlega góð við mig og sýnd- ir mér svo mikinn skilning, vænt- umþykju og nánd þótt ég hafi oft átt allt annað skilið. Það var svo oft sem ég sat í stofunni heima hjá þér og fylgdist með þér og fjölskyldunni þinni og hugsaði: vá hvað þau eru heppin að eiga hvert annað að. Ég hleypi ekki mörgum inn að hjarta mínu en þegar kom að þér reyndi ég ekki einu sinni að stoppa það og hef haldið þér eins langt inni í hjartanu og hægt er síðan ég kynntist þér. Í byrjun árs sendir þú mér vinabeiðni á Facebook og aldrei hef ég verið eins glöð yfir vinabeiðni á ævi minni. Þú spurðir hvar við ættum heima og að þú vildir hitta okkur. Ég hafði hitt þig seinast 10 árum áður. Sá hittingur var mér mjög erfiður því ég hugsaði allan tím- ann: ég mun aldrei aftur hitta hana. Ég grét alla leiðina heim og því miður sá ég þig aldrei aftur. Ég hef samt aldrei hætt að sakna þín og hugsa stöðugt um þig og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun aldrei geta þakkað þér eða fjölskyldunni þinni nóg fyrir hversu vel þið komuð fram við mig. Andlega átti ég mjög erfitt á þessum tíma og ég hreinlega get ekki ímyndað mér að hafa komist í gegnum þetta án þín. Ég hef alltaf vitað að ef ég fengi þær fregnir að þú værir lát- in myndi ég taka því mjög illa. Þegar ég sá myndbandið sem frændi þinn bjó til á Facebook og fékk svo seinna staðfest að þú værir látin slokknaði eitthvert ljós innra með mér. Hvernig mér líður er nokkuð sem ég hefði ekki getað búið mig undir. Tilfinn- ingalega er ég mjög náin þér og hef oft hugsað: kannski þetta sé líkt tilfinningunni sem flestir hafa til móður sinnar. Ég reyni að hugsa að þú sért komin á betri stað, en ég get ekki ímyndað mér stað betri en þann sem þú varst á með fjölskyldunni þinni. Elsku Sigga, þú varst svo fyndin og skemmtileg. Elskaði hvað þú varst ákveðin og gerðir ávallt það sem þér fannst vera rétt. Svo góð og komst fram við alla af svo miklum kærleik. Ég mun aldrei hætta að horfa upp til þín og taka þig til fyrirmyndar. Er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og er minning þín mér mjög dýrmæt og ég mun varðveita hana að eilífu. Elsku Guðjón, Svenni, Siggi, Ólöf, Kristín Ásta, Hildur Helga og Vala. Mér þykir ótrúlega vænt um ykkur. Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sunna. Elsku Sigga mín, þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við nutum saman. Minning þín mun alltaf vera ljós í lífi okkar. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Þín Jenný og fjölskylda. Sigríður Kristín Pálsdóttir ✝ Árni Jón Sig-urðsson fædd- ist 19. maí 1937 í Brúnuvík, Desja- mýrarsókn. Hann lést á Fossahlíð Seyðisfirði 14. maí 2020. Árni fluttist frá Brúnuvík 2 ára á Dvergastein á Seyðisfirði. For- eldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, f. 1915, d. 1996, og Elín Einarsdóttir, f. 1941, d. 1982. Árni Jón ólst upp í stórum systkinahóp. Árni Jón giftist Pálínu Har- aldsdóttur 16. maí 1964. Börn þeirra eru Haraldur Árnason, f. 2. feb. 1964, maki er Stefanía Stefánsdóttir, f. 14. júlí 1963, Mekkín Árnadóttir, f. 1. júlí 1969, maki er Páll Þórir Rún- arsson, f. 15. des. 1967. Barnabörn þeirra eru Sverrir Haraldsson, maki Fríða Björk Teits- dóttir, Stefán Har- aldsson, maki Ólöf Brynjólfsdóttir, Pálína Haralds- dóttir, maki Hall- dór Hinriksson. Árni Jón Pálsson, maki Ása Jacobsen, Elínborg Steinunn Pálsdóttir, maki Tomas Brattelid. Barna- barnabörn þeirra eru Teitur Logi Sverrisson, Stefanía Stef- ánsdóttir, Vala Björk Stef- ánsdóttir, Natalía Rán Halldórs- dóttir, Mikael Árnason, Stefán Árnason og Jakob Árnason. Útför Árna Jóns fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 27. maí 2020, klukkan 14. Elsku pabbi okkar. Það er svo margt að minnast á frá morgni æskuljósum Er vorið hló við barnsins brá og bjó sig skarti‘af rósum (Einar E.S.) Hugurinn reikar til baka til allra dásamlegu stundanna með þér, þegar við sungum saman í bílnum og öll lögin sem þú kenndir mér. Þú varst hafsjór af fróðleik og víðlesin. Þig langaði svo að ég lærði á hljóðfæri að þú seldir bát- inn þinn til að kaupa píanó, við lít- inn fögnuð bróður míns. Þetta pí- anó á ég enn. Seinna meir lærði ég svo á harmonikku og minnist ég ófárra stunda þar sem við spiluð- um saman. Mikil tilhlökkun var hjá þér, mömmu, mér og börnun- um þegar við fórum saman í úti- legu á harmonikkumótin. Þá var nú oft kátt á hjalla. Þú sagðir að þegar þú varst strákur hefði draumur þinn verið að eignast bát og byssu. Þetta tókst þér. Við unnum öll fjölskyld- an saman í útgerðinni og þar lærði ég að vinna. Oft var mikil stemm- ing í beituskúrnum og spennan mikil að sjá hvað kæmi mikill afli úr hverjum róðri. Það voru for- réttindi fyrir barnabörnin að kynnast lífinu í beituskúrnum og fá að fara á sjó. Það er ekki lengra síðan en fyrir ári að 5 ára langaf- astrákurinn þinn fékk að fara út á fjörð með þér á bátnum og renna færi. Sú minning lifir enn í huga hans. Þú varst svo mikil fyrir- mynd og góður fjölskyldufaðir, hugsaðir svo vel um okkur öll. Al- veg sama hvað þú gerðir, allt lék í höndunum á þér. Þú fylgdist mjög vel með afkomendum þínum og varst stoltur af þeim. Við feðgarnir áttum svo margar góðar stundir saman, allt snerist þetta um sjóinn, beituskúrinn og gera bátana fína. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum þegar Byr var í smíðum og rerum við í sameiningu á honum í nokkur ár og var það upphafið að útgerð okkar saman sem hefur staðið fram á þennan dag. Það var ótrú- legt að sjá seigluna og áhugann hjá þér fyrir útgerðinni, þrátt fyr- ir háan aldur. Elsku pabbi, ég lærði svo ótrúlega margt af þér og á svo góðar og fallegar minningar með þér. Það voru forréttindi að geta komið saman öll í lok apríl, allir ættliðir frá börnum og niður í langafabörn, til að minnast góðra stunda með þér og þakka þér fyrir visku þína og leiðandi hönd í gegn- um líf okkar. Nafni þinn gaf þér mynd í jóla- gjöf þegar hann var lítill. Á henni stendur „Guð getur ekki verið alls staðar, þess vegna skapaði hann afa“. Þetta lýsir vel því ljósi sem þú hefur verið í lífi okkar allra. Orð fá því ekki lýst hve mikið við munum sakna þín, það er svo margt sem þú kenndir okkur um lífið, þú varst svo réttsýnn og já- kvæður og ekkert verkefni var þér of stórt. Minningin um þig mun lifa með okkur alla tíð. Takk fyrir allt, elsku pabbi okk- ar. Mekkín Árnadóttir, Haraldur Árnason. Elskulegur tengdafaðir minn. Það er komið að kveðjustund, þín verður sárt saknað hjá mörg- um það veit ég. Ég var svo hepp- inn að fá að upplifa lífið með þér og fjölskyldunni þinni síðastliðin 35 ár. Ég var ekki nema 17 ára þegar við kynntumst á Seyðisfirði. Það eru ótrúlega margar góðar minn- ingar sem ég hef frá þessum tíma, man alltaf hvað ég leit upp til þín, virtist vera alveg sama hvað þú gerðir, allt einhvern vegin lék í höndunum á þér. Held ég leyfi mér að fullyrða það að fjölhæfari mann er erfitt að finna, þú varst góður sjómaður, járnsmiður, tré- smiður og já bara nánast alveg sama hvar er borið niður, þú gast þetta allt. Ég mun ævinlega vera þér og konunni þinni, henni Pál- ínu, þakklátur. Aldrei man ég eftir öðru en mér hafi verið tekið með opnum örmum og alla tíð komið fram við mig eins og ég væri ykk- ar eigin sonur, þó svo að ég hafi nú kannski ekki alltaf verið sá stillt- asti á mínum yngri árum. Ég man vel þegar ég bjó heima hjá ykkur hjónum og bátaútgerðin var á fullu, allt snerist um sjóinn og útgerðina. Ég fékk um tíma að taka þátt í því líka, ég fór á sjóinn með þér og var að beita í skúrnum á bryggjunni. Þetta tímabil kenndi mér að það er hægt að gera margt ef dugnaður og áhugi er til staðar. Það var ótrúlegt að sjá dugnaðinn hjá ykkur , samheldnin og áhuginn á útgerðinni alltaf í fyrsta sæti, tók- uð fullan þátt í öllu saman, virki- lega skemmtilegur og lærdómsrík- ur tími fyrir mig og hefur nýst mér vel í öllu sem ég hef þurft að gera á minni ævi. Þegar ég og dóttir þín fluttum á Sauðárkrók voru þið alltaf svo ótrúlega dugleg að koma í heim- sókn þó svo að þetta væri töluvert ferðalag. Get ekki annað en minnst á hve duglegur þú varst að hjálpa okkur þegar við byggðum húsið okkar á Sauðárkóki. Þú varst mættur um leið og byrjað var að grafa og vannst með okkur dag og nótt í nokkra mánuði meðan við vorum að komast inn. Við vorum svo ung og óreynd þegar þetta var, þannig að fá mann eins og þig til að hjálpa til var algerlega ómetanlegt og þegar ég lít til baka eru tvö orð sem koma mjög sterkt upp í hug- ann, dugnaður og þakklæti. Þú háðir stutta en snarpa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm, ég sá líka vel hvað góðan mann þú hafð- ir að geyma, alltaf jafn jákvæður og tókst þessu öllu saman með æðruleysi og stakri ró. En núna er komið að leiðarlokum elsku tengdafaðir minn, minning mín um þig mun lifa með mér alla tíð. Megir þú hvíla í friði. Páll. Elsku afi nafni. Þú varst mér fyrirmynd á svo mörgum sviðum og eigum við margar yndislegar minningar sam- an. Þú varst einstakur maður sem aldrei skipti skapi, bráðgáfaður, blíður, nákvæmur, örlátur og harð- duglegur. Þú hafðir mannkosti sem svo sannarlega eru öfundsverðir og ég get vonandi tileinkað mér að einhverju leyti í lífinu. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu á Seyðisfirði beið mín alltaf camembert sem var svo mikið af að vita vonlaust var að komast yfir að klára hann jafnvel þótt ég hefði ekkert annað borðað yfir dvölina. Mér hafði nefnilega fundist hann svo góður þegar ég var pjakk- ur. Ég man þegar ég beið á tröpp- unum á Brekkutúninu eftir ykkur að koma í heimsókn til Sauðár- króks og biðin var heil eilífð. Suðu- súkkulaðið og brjóstsykur var svo alltaf klárt í bílnum við komuna. Þú hafðir mikil áhrif á mig á uppvaxtarárunum þar sem þú tókst mig með þér á sjóinn ungan að árum og leyfðir mér að reyna á mig ælandi yfir borðstokkinn og tókst mig svo með í beituskúrinn að beita bjóð sem fyrir litlar hendur tók allan daginn. Þessi reynsla bjó til sjálfstraust hjá ungum manni og skilning á að vinna verkefnin vel og klára það sem maður tekur sér fyrir hend- ur, sem ég bý að í dag. Þú talaðir alltaf við mig á jafningjagrund- velli þótt ég væri aðeins barn. Fyrir þetta er ég þér ótrúlega þakklátur. Aldrei heyrði ég þig kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut enda varst þú alltaf nægju- samur og þakklátur með það sem þú hafðir. Í seinni tíð vorum við duglegir að ræða pólitík, fjármál og efnahags- mál, sem oft gerði fólkið í kringum okkur algjörlega brjálað en mér fannst einstaklega gefandi. Við höfðum þó öðruvísi heimssýn á þessi mál en það sem ég held þó að ég hafi tekið út úr öllu þessu spjalli er auðmýkt og æðruleysi þótt oft erfiðlega gangi. Mér leið alltaf svo vel hjá ykkur ömmu og þín verður sárt saknað. Ég trúi því að þú lifir áfram innra með mér, elsku afi nafni, því það er svo margt sem ég hef lært af þér og tek áfram með mér inn í lífið. Takk fyrir allt. Þinn nafni Árni Jón Pálsson. Árni Jón Sigurðsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA S. JÚLÍUSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. maí. Útförin auglýst síðar. Guðfinna Pétursdóttir Rudiger Peltz Guðríður K. Pétursdóttir Þórarinn Þórarinsson Guðbjörg L. Pétursdóttir Júlíus Pétur Pétursson Lotta Frick barnabörn og barnabarnabörn STEINUNN K. THEODÓRSDÓTTIR meinatæknir, Suðurlandsbraut 60, lést þriðjudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júní klukkan 15. Kærar þakkir fær starfsfólk Heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar í Laugardal og deildar B-4 á Landspítala í Fossvogi fyrir umönnun og hjúkrun. Gylfi Pálsson Kristín Gylfadóttir Þóra Gylfadóttir Hallgrímur Snorrason Snorri Gylfason Kári Gylfason Gunn-Britt Retter Teitur Gylfason Soffía Ingibjörg Friðbjörnsd. Trausti Gylfason Sigríður Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR ÞORSTEINSSON löggiltur endurskoðandi, Lundi 23, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 17. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. maí klukkan 15. Friðfinnur Hallgrímsson Halla Hallgrímsdóttir Birgir G. Magnússon Þorsteinn Hallgrímsson Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn Ingunn Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.