Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 |
Við sérsmíðum gluggatjöld
sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili
Z-Brautir og gluggatjöld
Allt fyrir
gluggana á
einum stað
Íslensk
framleiðsla
40 ára Helgi ólst
upp á Ytra-Hólmi 2 í
Hvalfjarðarsveit en
býr í Akrakoti 2 í
sömu sveit. Hann
lauk námi við Lög-
regluskóla ríkisins
og er rannsóknar-
lögreglumaður á Vesturlandi.
Maki: Arna Kristín Sigurðardóttir, f.
1985, umsjónarkennari í Heiðar-
skóla.
Dætur: Thelma Rakel, f. 2001,
Díana Ingileif, f. 2010, og Sara
Margrét, f. 2013.
Foreldrar: Anton Guðjón Ottesen, f.
1943, bóndi og Ingileif Daníels-
dóttir, f. 1944, fyrrverandi kennari í
Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þau
eru búsett á Ytra-Hólmi 2.
Helgi Pétur Ottesen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að gefa ekki loforð sem
þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að
velta fyrir þér að setjast í helgan stein.
Athugaðu málin vel.
20. apríl - 20. maí
Naut Notaðu daginn til þess að gera lang-
tímaáætlanir fyrir framtíðina. Þó að einhver
mótmæli þér er ekki þar með sagt að við-
komandi sé að hafna þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það verður ekki bæði sleppt og
haldið svo þú þarft að gera það upp við þig
hvað þú raunverulega vilt. Hlustaðu á þá
sem eldri eru og hafa meiri lífsreynslu en
þú.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að gæta þess að ofgera
þér ekki. Þú ert of samviskusöm/samur í
því sem þú gerir. Þú færð skrítna fyr-
irspurn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu allar áhyggjur lönd og leið um
stund og lyftu þér upp og njóttu augna-
bliksins. Er félagsskapurinn sem þú ert í
góður? Kannski þarftu að endurmeta hann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hætt við að þú lendir í deilum
við aðra í dag. Þér tekst að fá aðra til að sjá
hlutina með þínum augum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinir þínir og maki eru þér ofarlega í
huga í dag. Allt fellur í ljúfa löð í ástarsam-
bandinu. Þér eru allir vegir færir, nýttu þér
það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Að biðja um hjálp er ekki veik-
leikamerki. Þér finnst mikilvægt að allir fái
að segja sína skoðun.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Áætlanir þínar varðandi fast-
eignaviðskipti ganga upp. Óveðursskýin
hrannast upp hjá góðum vini, gerðu allt
sem þú getur til að hjálpa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ný tækifæri standa þér opin og
það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og
kannir alla málavexti til fulls. Kipptu í spott-
ann fyrir vin ef þú getur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert ekki til stórræðanna fyrri
part dags en munt bæta það upp seinni-
partinn. Einhver er stuttur í spuna við þig,
reyndu að fá svar við því hvers vegna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hefur tekist að halda þér í góðu
formi síðustu ár. Reyndu að halda því
áfram. Bíllinn er eitthvað að stríða þér.
K
ristín Sigríður Þor-
steinsdóttir fæddist
27. maí 1930 í Vest-
mannaeyjum. Hún
átti alla sína barn-
æsku í Vestmannaeyjum og bjó fjöl-
skylda hennar lengst af í Goðasteini
á Kirkjubæjarbraut 11.
Kristín stundaði nám við Barna-
skóla Vestmannaeyja en bekkjar-
bróðir hennar þar og síðar eig-
inmaður í yfir hálfa öld var Sigfús
J. Johnsen. Ung hóf Kristín störf á
Símstöðinni í Vestmannaeyjum. Þá
var til þess tekið að hún kunni öll
símnúmer utanbókar og hefur hún
verið talnaglögg fram á þennan
dag. Þau Sigfús héldu til náms í
Reykjavík þar sem Kristín lauk
námi við Húsmæðraskóla Reykja-
víkur árið 1950.
Fljótlega eftir að ungu hjónin
hófu búskap reistu þau sér glæsi-
legt hús á Kirkjubæjarbraut 17 í
Vestmannaeyjum. Afi Sigfúsar
hvatti þau til að leggja kross í
grunn byggingarinnar til verndar
heimilinu og varð úr að krossinn
var lagður í grunninn. Í gosinu árið
1973 þótti undravert hvernig hraun-
ið úr Eldfelli virtist sneiða framhjá
húsinu á Kirkjubæjarbraut 17 og
varð það eins konar framvörður
byggðarinnar gegn háum hraun-
veggnum á tvo kanta.
Árið 1968 fluttu Kristín og Sigfús
til Reykjavíkur ásamt sex börnum
sínum. Það voru mikil viðbrigði fyr-
ir þau hjónin og stóran barnahóp að
flytja til borgarinnar en elsti son-
urinn var þá að hefja nám við
menntaskóla en hin börnin voru á
grunnskólaaldri. Fjölskyldan kom
sér fyrir á Háaleitisbraut 111 og
náði fljótt að festa rætur á höfuð-
borgarsvæðinu. Kristín hóf störf
hjá Landsbanka Íslands árið 1973
þar sem hún átti eftir að starfa
næstu áratugi eða allt fram á elli-
lífeyrisaldurinn.
Í Vestmannaeyjagosinu árið 1973
neyddust foreldrar Kristínar, Þor-
steinn og Ingigerður, og systir
hennar og mágur, Inga Dóra og
Guðmundur Helgi, ásamt dætrum
þeirra, til að yfirgefa Eyjuna eins
og aðrir Vestmannaeyingar. Hús
þeirra, Goðasteinn, á Kirkjubæjar-
braut 11, skemmdist mikið af eldi
og vikri og svo fór að þau sneru
ekki heim aftur til búsetu og settust
öll að á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölskyldan hefur átt hug og
hjarta Kristínar og eru börn, barna-
börn og barnabarnabörn hennar og
Sigfúsar orðin um 40 talsins.
Kristín hefur ávallt haft áhuga á
hönnun en hún hannaði meðal ann-
ars fjölda kjóla á yngri árum og
fatnað á börnin. Hin seinni ár hefur
hún verið ötul í prjóni fyrir stór-
fjölskylduna.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar var Sigfús
J. Johnsen, f. 25.11. 1930, d. 2.11.
2006, kennari og félagsmálastjóri í
Garðabæ. Foreldrar hans voru
hjónin Árni J. Johnsen, f. 13.10.
1892, d. 15.4. 1963, kaupmaður og
Margrét Marta Jónsdóttir versl-
unarkona, f. 5.3. 1895, d. 15.5. 1948.
Börn Kristínar og Sigfúsar:
Stúlka Sigfúsdóttir, f. 5.3. 1953, d.
5.3. 1953, dr. Þorsteinn Ingi, f. 4.6.
Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður – 90 ára
Í Eyjum Fjölskyldan ásamt tveimur tengdadætrum við Kirkjubæjarbraut eftir gos. Frá vinstri: Sif, Þór, Margrét,
Gylfi, Bryndís Guðmundsdóttir, Árni, Bergþóra Karen Ketilsdóttir, Þorsteinn Ingi, Sigfús og Kristín.
Talnaglögg fram á þennan dag
Á góðri stundu Kristín og börnin.
Með yngstu barnabörnunum Kristín
ásamt Kristínu Katrínu og Hildi Björk.
30 ára Heimir Óli er
Hafnfirðingur en býr í
Kópavogi. Hann er
húsgagnasmiður frá
Tækniskólanum í
Hafnarfirði og er að
klára iðnfræði við HR.
Heimir Óli er verkstjóri
og húsgagnasmiður hjá Gleipni verktök-
um. Hann er handboltamaður hjá
Haukum.
Maki: Kristín Ósk Óskarsdóttir, f. 1990,
MA í lögfræði.
Börn: Martin Gauti, f. 2017, og Emilía
Kara, f. 2019.
Foreldrar: Heimir Heimisson, f. 1960,
framkvæmdastjóri Gleipnis verktaka, og
Elín Sigríður Óladóttir, f. 1959, samráðs-
fulltrúi hjá Landsneti. Þau eru búsett á
Klofahólum í Landsveit.
Heimir Óli Heimisson
Til hamingju með daginn
Kópavogur Emilía Kara Heim-
isdóttir fæddist 19. ágúst
2019. Hún vó 2.830 og var 48
cm löng. Foreldrar hennar eru
Heimir Óli Heimisson og
Kristín Ósk Óskarsdóttir.
Nýr borgari