Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
„HÉR EFTIR VERÐUR
PENINGASKÁPURINN Á JARÐHÆÐINNI.”
„UM LEIÐ OG HANN KLÁRAR SKALTU FLÝTA
ÞÉR MEÐ GLASIÐ Á BORÐ NÚMER NÍU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... maðurinn þinn með
svuntuna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
DRAUMAR MÍNIR RÆTTUST
ÞEGAR ÉG KYNNTIST LÍSU!
NEMA SÁ ÞAR SEM ÉG GET
TALAÐ VIÐ MERÐI
ÞÚ MUNT
LIFA
BRÓÐIR ÓLAFUR,
GÆTIR ÞÚ BEÐIÐ GUÐ UM
SÓLSKIN Á MORGUN?
ÉG MUN GLAÐUR
GERA ÞAÐ!
SÓLSKINSDAGUR
VÆRI MIKIL
BLESSUN!
SPYRÐU HANN
SJÁLFUR!
SEGÐU! RIGNING MYNDI
EYÐILEGGJA FYRIR OKKUR
ÆFINGUNA MEÐ LOGANDI
ÖRVARNAR!
1954, d. 15.7. 2019, prófessor, maki
hans: Bergþóra K. Ketilsdóttir
kerfisfræðingur; Árni, f. 30.7. 1956,
fv. borgar- og bæjarstjóri, maki
hans: Bryndís Guðmundsdóttir tal-
meinafræðingur; Gylfi, f. 23.2. 1961,
framkvæmdastjóri, maki hans:
Hildur Hauksdóttir flugfreyja;
Margrét, f. 19.7. 1963, innanhúss-
arkitekt, maki hennar: Bjarni Sig-
urðsson framkvæmdastjóri; dr. Þór,
f. 2.11. 1964, hagfræðingur, maki
hans: Halldóra Vífilsdóttir arkitekt;
Sif, f. 16.11. 1967, fræðslustjóri,
maki hennar: Búi Kristjánsson
byggingastjóri.
Systkini Kristínar: Stefán Vigfús,
f. 26.6. 1928, d. 4.12. 2006, raf-
magnsiðnfræðingur; Víglundur Þór,
f. 24.7. 1934, læknir; og Inga Dóra,
f. 2.5. 1946, sjúkraliði.
Foreldrar Kristínar voru hjónin
Þorsteinn Þórður Víglundsson, f.
19.10. 1899, d. 3.9. 1984, skólastjóri,
sparisjóðsstjóri og stofnandi
Byggðasafns Vestmannaeyja, og
Ingigerður Jóhannsdóttir, f. 6.9.
1902, d. 10.12. 1993, húsmóðir.
Kristín Sigríður
Þorsteinsdóttir
Halldóra Eyjólfsdóttir
húsfr. á Krossi og Reykjum
Gísli Eyjólfsson
bóndi á Krossi og
Reykjum í Mjóafirði
Katrin Gísladóttir
húsfr. á Krossi í Mjóafirði
Jóhann Marteinsson
bóndi á Krossi í Mjóafirði
Ingigerður Jóhannsdóttir
húsfr. í Vestmannaeyjum
Dagbjört Eyjólfsdóttir
bústýra á Sandvíkurparti
Marteinn Magnússon
bóndi á Sandvíkurparti
í Norðfirði
Guðjón Hjörleifsson fv.
bæjarstjóri og alþm.
Gísli Jóhannsson
verkam. í
Neskaupstað
Guðrún Sigurveig
Sigurðardóttir húsfr.
í Neskaupstað
Gunnar
Víglundsson bóndi
á Sómastaðagerði
í Reyðarfirði
LIlja Víglundsdóttir
úsfreyja í Neskaupstað
Páll Ólafur
Gíslason
verkam. í Eyjum
Gísli Pálsson
prófessor
við HÍ
Ólafur Haukur
Símonarson
rithöfundur
h
Inga Halldórsdóttir húsfr.
og saumakona í Eyjum
Gylfi Gunnarsson
athafnam. í
Neskaupstað
Sólveig
Gísladóttir
húsfreyja á Krossi
Símon
Guðjónsson
skipstjóri í Rvík
Víglundur
Gunnarsson kranam.
í Neskaupstað
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Geirshlíð
Þorsteinn Þorsteinsson
bóndi í Geirshlíð í
Flókadal,Borg.
Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Krossi í Mjóafirði
Víglundur Þorgrímsson
bóndi á Krossi í Mjóafirði
Kristín Theódóra
Sveinbjarnardóttir
húsfr. á Staðarbakka
Þorgrímur Víglundsson
bóndi á Staðarbakka í
Helgafellssveit
Úr frændgarði Kristínar Sigríðar Þorsteinsdóttur
Þorsteinn Þ. Víglundsson
skólastjóri og heiðursborgari
í Vestmannaeyju
Helgi R. Einarsson skrifar ípósti til mín, að yngsti son-
urinn á Bustarfelli sé að taka við
búinu ásamt unnustunni, þau eldri
séu nú samt enn eins og unglömb,
svona er nú gangur lífsins. Limr-
una kallar hann „Á sauðburði“:
Bóndinn á Bustarfelli
á bráðmyndarlega kelli.
Syngur og hlær
og sýslar við ær.
Var einhver að tala um elli?
Hann lét þess getið, að gemsinn
Vala væri ósátt við nýju króna
sína:
Börnin hlæja og hjala,
kettirnir kúra og mala,
Búkolla baular,
bóndinn raular
og spáir í spilin hún Vala.
Við yfirsetu dettur manni ým-
islegt í hug:
Þegar að Dómhildur datt
um Daða, þann gamla skratt-
akoll, sagði’ ún hátt:
„Karl minn þú mátt.“
Kom það upp á hann flatt.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á
Leir:
Sumar vísur sækja að mér,
svipugöng.
Aðrar vísur ætla sér
einhvern söng.
Þessi vísa orðin er
alltof löng.
Ólafur Stefánsson svarar:
Vísurnar löngu og leiðu
láta’ekki vel við eyru.
Stuttar og ramar
standa þeim framar,
þótt finna megi’ í þeim feyru.
Á Boðnarmiði yrkir Gunnar J.
Straumland í tilefni af því, að „al-
þjóðlegur dagur þingeyskrar hóg-
værðar er í dag, 21. maí“:
Stórkostlegar stuðlabögur,
stílhreinar, ég yrki að vild.
Þjóðin af mér þylur sögur,
þessi vísa er alger snilld.
Elsa Kristjánsdóttir spurði:
„Finnst bara einn hógvær Þing-
eyingur?“
Bjarni Sigtryggsson svaraði:
Um mig hólið aldrei spinn,
eða mæri í ljóðum.
Hógværðin er helzti minn
af hundrað kostum góðum.
Og Gunnar J. Straumland bætti
um betur:
Fáa galla finn hjá mér,
í flestu langtum mestur.
Meira að segja oftast er
í auðmýktinni bestur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn eins og unglömb