Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI.
AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK
Tvær frábærar eftir sögu Stephen King
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
Djasstrommuleikarinn Jimmy
Cobb, sem var síðastur á lífi af
hljóðfæraleikurunum sem komu
fram á hinni dáðu plötu Miles
Davis, Kind of Blue frá árinu 1959 –
söluhæstu djassplötu sögunnar, er
látinn 91 ára að aldri. Dánarmeinið
var lungnakrabbi.
Cobb var í mörg ár lykilmaður í
hjómsveit Davis og lék á fleirum af
frægustu plötum hans, þar á meðal
Porgy and Bess (1959), Sketches of
Spain (1960), Someday My Prince
Will Come (1961) og til að mynda á
tónleikaplötunum Miles Davis at
Carnegie Hall og Live at the Black
Hawk.
Stíll Cobbs einkenndist að lauf-
léttum en afar taktvissum slætti, og
mjög persónulegu tifi á symbala,
eins og aðdáendur fyrrnefndra
platna þekkja.
Í samtali við Billboard í fyrra
sagði Cobb að Miles hefði gefið
hljóðfæraleikurunum svolitlar upp-
lýsingar um hugmyndir sínar og
síðan hefðu þeir orðið að vinna út
frá því. „Og hann treysti okkur öll-
um því hann vissi að við vorum allir
góðir tónlistarmenn. Hann þurfti
ekki að segja neitt meira en bara
hvað hann vildi að væri gert.“
Auk Cobb á trommur og Davis á
trompet léku á Kind of Blue Julian
„Cannonball“ Adderley á alt-
saxófón, John Coltrane á tenór-
saxófón, Bill Evans á píanó, nema í
laginu „Freddie Freeloader“, en
þar er Wynton Kelly við píanóið, og
Paul Chambers á kontrabassa.
Cobb fæddist í Washingtonborg
árið 1929. Hann hóf ungur að
flakka um Bandaríkin berjandi
húðir með hljómsveit Earl Bostic og
seinna með söngkonunni Dinah
Washington og fyrrnefndum Wyn-
ton Kelly og Cannonball Adderley.
Hann lék til að mynda einnig með
Billie Holiday, Pearl Bailey og
Dizzy Gillespie áður en hann gekk í
sveit Davis árið 1957.
Í viðtali sagði Cobb að hann hefði
þróað fínlegan áslátt sinn með því
að starfa mikið með sumum bestu
söngvurum aldarinnar, sem hefði
hjálpað honum við að þróa leikinn.
Cobb hélt áfram að ferðast um
heiminn og leika, fram á síðustu ár.
Dáður Trommarinn Jimmy Cobb við settið á djasshátíð á Spáni árið 2012.
Trommarinn sem lék á Kind of Blue allur
Bandaríski rithöfundurinn Joyce Carol Oates
hlaut hin alþjóðlegu frönsku Cino del Duca-
bókmenntaverðlaun. Verðlaunaféð er hið
hæsta sem veitt er í Frakklandi, rúmlega þrjá-
tíu milljónir króna, en verðlaunin eru veitt
fyrir ævistarf höfunda. Oates, sem er 81 árs,
hefur sent frá sér um sextíu bækur, skáldsög-
ur, sagnasöfn, endurminningar og leikrit.
Tekið er til þess að margir höfundanna sem
hlotið hafa þessi verðlaun hreppa síðar
Nóbelsverðlaun, þar á meðal Andrei Sakha-
rov, Mario Vargas Llosa og Patrick Modiano. Joyce Carol Oates
Oates hreppti Cino del Duca-verðlaunin
Sýningarsalir og lítil söfn í Frakk-
landi hafa fengið leyfi til að opna að
nýju fyrir gestum, þó með ströngum
skilyrðum um fjarlægðarmörk, miða
þarf að kaupa fyrir fram á netinu og
ber gestum að vera með grímur. Til
að mynda var Jacquemart-Andre-
safnið, sem er í glæsihöll í París,
opnað að nýju í vikunni. Hin stærri
opinberu söfn, eins og Louvre og
Musée d’Orsay, verða þó ekki opnuð
gestum fyrr en um miðjan júní.
AFP
Undirbúningur Forvörður hreinsaði styttu við innganginn í Jacquemart-Andre-safnið í París áður en það var aftur
opnað. Það er eitt fyrstu safnanna í borginni sem hefja starfsemi að nýju eftir að þeim var lokað vegna COVID-19.
Minni frönsk söfn opnuð
Aðgengilegt Grímuklæddur maður virðir fyrir sér verk eftir breska mál-
arann Joseph Mallord William Turner á sérsýningu helgaðri verkum hans
sem hefur nú verið opnuð að nýju í Jacquemart-Andre-safninu í París.
Staðalbúnaður Spritt og sótt-
hreinsiþurrkur taka á móti gestum,
sem þurfa að kaupa miða fyrir fram.