Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kauphöllin í New York-borg fékk aft- ur að opna fyrir viðskipti með hluta- bréf á „gólfinu“ í gær, en þau hafa ein- göngu verið stunduð með rafrænum hætti frá því um miðjan marsmánuð. Er opnunin talin enn eitt merki þess að kórónuveirufaraldurinn sé í rénun bæði í Bandaríkjunum og í flestum ríkjum Evrópu, en á sama tíma hafa heilbrigðisyfirvöld miklar áhyggjur af stöðunni í Suður-Ameríku. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, hringdi kauphallarbjöll- unni frægu sem markar upphaf við- skipta dagsins. Fjárfestar virtust taka vel í opnunina, en allar helstu vísitölur vestanhafs tóku nokkurn kipp upp á við þegar viðskipti hófust. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því á twittersíðu sinni, og sagði það til marks um að fleiri ríki Bandaríkjanna ættu að hefja að létta á sóttvarnaraðgerðum sínum, svo að hægt yrði að reisa efnahag landsins við, en Trump hefur átt í ágreiningi við ríkisstjóra í nokkrum ríkjum um það hvenær tímabært sé að hvetja fólk til þess að snúa aftur til vinnu og hversdagslífs. Rúmlega 98.000 manns hafa nú farist af völdum kórónuveir- unnar í Bandaríkjunum, og rúmlega 1,6 milljónir manna hafa smitast af henni þar, en hvort tveggja er hið mesta í heimi þegar einungis er horft til fjölda tilfella. Óttast öran vöxt í Brasilíu Svæðisskrifstofa Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar WHO fyrir Norður- og Suður-Ameríku lýsti yfir áhyggj- um sínum í gær af áframhaldandi framgangi kórónuveirunnar í ríkjum Suður-Ameríku, sérstaklega í Bras- ilíu, Perú og Síle. Vakti sérstakar áhyggjur að fjölgun tilfella í Brasilíu undanfarna sjö daga var sú mesta í heimi í nokkru ríki frá því að farald- urinn hófst. Harðvítugar deilur standa enn yfir í Brasilíu um kórónuveiruna og afleið- ingar sóttvarnaraðgerða á milli stuðn- ingsmanna Jairs Bolsonaros, forseta landsins, og þeirra sem vilja grípa fastar í taumana til þess að takast á við faraldurinn. Tvær af helstu fréttastofum Bras- ilíu tilkynntu í fyrrinótt að þær hygð- ust hætta að sýna frá óformlegum upplýsingafundum forsetans, þar sem stuðningsmenn Bolsonaros áreittu frétta- og blaðamenn þeirra, auk þess sem hann sjálfur gripi gjarnan til fúk- yrða og grófra merkja með höndun- um þegar hann ávarpaði fjölmiðla- menn. Hyggjast fjölmiðlarnir ekki senda fólk aftur á fundina fyrr en ör- yggi þeirra verður tryggt. Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu lýsti því yfir sama dag að það stæði við ráð- leggingar sínar til almennings í land- inu um að taka inn malaríulyfið hy- droxyklórókín til þess að vinna bug á kórónuveirunni, þrátt fyrir að WHO hefði ákveðið að hætta með lyfjapróf- anir á því vegna ótta um að sumar aukaverkanir þess gætu dregið fólk til dauða. „Við ætlum að halda ró okk- ar og það verður engin breyting,“ sagði í yfirlýsingu heilbrigðisráðu- neytisins. Um 375.000 manns hafa nú smitast af veirunni í Brasilíu og rúm- lega 23.000 manns látist af völdum hennar. Vilja bjarga ferðasumrinu Það er þó ekki bara í Bandaríkj- unum heldur einnig í Evrópu sem leiðtogar ríkja vilja reyna að létta á sóttvarnaraðgerðum sínum, þar sem allt stefnir í mikinn samdrátt vegna faraldursins í sumar og haust. Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, lýsti því yfir í gær að hann væri að reyna að afla samþykkis annarra aðildarríkja Evrópusambandsins fyr- ir því að öll innri landamæri þess yrðu opnuð hinn 15. júní næstkomandi. „Við ættum að bjarga því sem bjarg- að verður af sumrinu til að hjálpa frumkvöðlum okkar,“ sagði di Maio. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, mun kynna tillögur sínar um frekari efnahagsaðgerðir í dag, og eiga þær að nema um þúsund milljörðum evra í stuðning við þau ríki sem orðið hafa fyrir barðinu á kórónuveirunni. Aðild- arríkin hafa deilt nokkuð undanfarna mánuði um það hvort aðstoð við þau ríki sem verst hafa orðið úti í faraldr- inum eigi að vera í formi lána eða styrkja. Seðlabanki Evrópu varaði hins veg- ar við því í gær að ríki evrusvæðisins mættu ekki skuldsetja sig um of, þar sem það gæti grafið undan stöðug- leika evrunnar og jafnvel leitt til vangaveltna um framtíð hennar. Aftur opnað í Wall Street AFP Wall Street Fjárfestir gengur framhjá kauphöllinni frægu í New York sem aftur fékk að opna dyr sínar í gær.  Heimsfaraldurinn í örum vexti í Brasilíu, Perú og Síle, en í rénun í Bandaríkj- unum og Evrópu  Seðlabanki Evrópu varar við að ríki skuldsetji sig um of Douglas Ross, undirráðherra Skotlandsmála, sagði embætti sínu lausu í gær í mótmælaskyni vegna máls Dominics Cummings, helsta ráðgjafa Boris Johnsons, forsætisráðherra Breta, en hann er sagður hafa brotið gegn sóttvarnareglum landsins í síðasta mánuði. Mikil ólga ríkir enn vegna máls- ins þrátt fyrir að Cummings hafi reynt að útskýra sína hlið þess í fyrradag, og hafa um 20 þing- menn Íhaldsflokksins hvatt hann til þess að segja af sér. Segir af sér vegna Cummings-málsins Douglas Ross BRETLAND Yfirstjórn Bandaríkjahers í Afríku sakaði í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa sent orr- ustuþotur nýlega til stuðnings stríðsherranum Khalifa Haftar. Sagði í til- kynningu hersins að þoturnar hefðu fyrst flogið frá Rússlandi til Sýrlands, þar sem þær hefðu verið málaðar til að „fela uppruna sinn“ áður en þær héldu til Líbíu. Þá voru Rússar sakaðir um að styðja við bakið á málaliðum sem nú berðust fyrir hönd Haftars, sem stefnt hefur að því að taka Trípólí, höfuðborg landsins, í rúmlega ár, en án árangurs. Stjórnvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað því að þau hafi haft afskipti af núverandi átökum í landinu, sem standa á milli Haftars og ríkis- stjórnarinnar í Trípólí, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa viðurkennt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, brást ekki við ásök- ununum, en sagði nauðsynlegt að koma á vopnahléi í Líbíu sem fyrst. Saka Rússa um að hafa sent herþotur LÍBÍA Khalifa Haftar Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að hápunkti kór- ónuveirufaraldursins hefði verið náð þar í landi. Fyrirskipaði hann jafnframt að hátíðarhöld vegna sig- urs bandamanna í síðari heims- styrjöld færu fram 24. júní, en þann dag verða 75 ár liðin frá sigur- göngu rússneska hersins í Moskvu- borg eftir sigurinn. Hátíðahöldin áttu upphaflega að fara fram 9. maí, 75 árum eftir að Sovétmenn tóku við uppgjöf Þjóð- verja, en kórónuveirufaraldurinn varð til þess að fresta þurfti hátíða- höldunum. Xi Jinping, forseti Kína, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, voru á meðal þeirra sem ætluðu að vera viðstaddir há- tíðahöldin. Ný tilfelli eru nú færri en 9.000 á dag í Rússlandi og hefur tíðnin fall- ið ört síðustu daga. Hins vegar til- kynntu stjórnvöld í gær að 174 Rússar hefðu látist á undangengn- um sólarhring, sem er hið mesta til þessa. 3.807 hafa nú látist af völd- um veirunnar í Rússlandi, en dánartíðnin þykir lág í samanburði við önnur ríki. AFP Á Rauða torginu Stríðslokahátíðir Rússa þykja oft tilkomumiklar, en þessir hermenn gengu fylktu liði um Rauða torgið í Moskvu hinn 9. maí í fyrra. Hápunkti veirunnar náð hjá Rússum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.