Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 23
Benedikt Guðmundsson Ungir menn fá tækifæri ÞJÁLFARAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Darri Freyr Atlason er tekinn við karlaliði KR í körfuknattleik. At- hygli hefur vakið að svo ungum þjálfara sé treyst fyrir verkefninu í Vesturbænum en Darri verður 26 ára 1. júní næstkomandi. Hann var því ekki orðinn 25 ára þegar hann gerði kvennalið Vals að Íslands- meisturum í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins í fyrra. Morgunblaðið skimaði yfir fæðing- arár þjálfara í efstu deild karla í íþróttinni og reyndi að átta sig á hvaða dæmi væru um að ungir menn hefðu stýrt liðum í deildinni. Upp úr krafsinu kemur að nokkr- ir voru yngri en Darri þegar þeir tóku við liðum og sterkum liðum í sumum tilfellum. Hér er látið liggja á milli hluta þegar menn stýrðu lið- um í fáum leikjum í millibilsástandi. Friðrik er sá yngsti Samkvæmt lista sem tekinn var saman fyrir KKÍ yfir þjálfara í deildinni er Njarðvíkingurinn kunni, Friðrik Ingi Rúnarsson, sá yngsti sem tekið hefur við liði í deildinni. Friðrik var einungis 22 ára gamall þegar hann var ráðinn þjálfari Njarðvíkur árið 1990. Í ljósi vel- gengni Njarðvíkinga á níunda ára- tugnum mætti kannski segja að að- stæður Friðriks hafi ekki verið ósambærilegar þeim sem Darri er í nú. En það er svo sem ekki aðal- atriðið. Ekki óx starfið Friðriki í augum því Njarðvík vann 21 leik í deildinni tímabilið 1990-1991 en tapaði fimm. Liðið varð Íslandsmeistari um vorið með hinn 22 ára gamla þjálfara eins og frægt varð. Fjórum árum áður hafði Njarðvík ráðið einn af sínum dáðustu sonum, Val Ingimundarson, til að vera spil- andi þjálfari árið 1986. Valur var þá aðeins 24 ára og jafnframt einn besti leikmaður landsins. Liðið varð Ís- landsmeistari og tapaði aðeins þrem- ur leikjum í deildinni. Ef við höldum okkur við Njarð- víkinga þá varð Teitur Örlygsson spilandi þjálfari 25 ára gamall tíma- bilið 1992-1993. Liðið hafnaði í 6. sæti en Teitur þjálfaði næst árið 2000. Einar Árni Jóhannsson var 27 ára þegar hann tók við Njarðvík- urliðinu árið 2004 og hafnaði liðið í 3. sæti. Einar og Benedikt 23 ára Ef við förum lengra aftur í tímann þá var Einar Bollason aðeins 23 ára þegar hann var spilandi þjálfari hjá KR veturinn 1966-1967 og gerði KR að Íslandsmeisturum. Benedikt Guðmundsson var einnig 23 ára þegar hann var ráðinn þjálf- ari KR árið 1995. Á fyrsta tímabili undir hans stjórn hafnaði liðið í 5. sæti í deildinni. Ingi Þór Steinþórsson var 27 ára þegar hann tók við KR á 100 ára af- mælisári félagsins 1999 og varð liðið Íslandsmeistari á hans fyrsta ári við stjórnvölinn. Í deildakeppninni vann liðið 14 leiki en tapaði 8. Finnur Freyr Stefánsson var á þrítugasta aldursári þegar hann tók við KR árið 2013 og náði sögulegum árangri árin á eftir. Keith Vassell var 27 ára þegar hann var spilandi þjálfari hjá KR 1998-1999 og Páll Kolbeinsson 26 ára árið 1990. Darri er því nokkru yngri en Finnur var í þessum sporum, jafn gamall Páli, aðeins yngri en Ingi og Vassell voru en nokkru eldri en Ein- ar og Benedikt voru. Ágúst meðal þeirra yngstu Í hópi þeirra yngstu sem þjálfað hafa í deildinni er Ágúst Björg- vinsson sem var 23 ára þegar hann tók við Val árið 2002. Hafnaði liðið í 11. sæti undir hans stjórn. Núver- andi formaður deildarinnar, Svali Björgvinsson, tók við Valsliðinu aðeins 25 ára árið 1992 og hafnaði liðið í 7. sæti árið 1993. Aðrir kunnir Valsarar sem tóku við ungir eru til dæmis Tómas Hol- ton sem var 27 ára árið 1991 og hafnaði liðið í 5. sæti árið 1992. Þá var Torfi Magnússon 28 ára árið 1983 og urðu Valsmenn í 4. sæti árið 1984. Afrek Pálmars Pálmar Sigurðsson var ein besta skytta landsins þegar Haukar gerðu atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á níunda áratugnum. Pálmar varð spilandi þjálfari árið 1987 aðeins 24 ára og Haukar urðu Íslandsmeist- arar 1988. Liið vann tíu leiki en tap- aði sex í deildinni. Það voru því býsna ungir spilandi þjálfarar sem fóru mikinn í úrslitarimmunni 1988: Pálmar og Valur hjá Njarðvík. Jón Arnar Ingvarsson fékk tæki- færi sem þjálfari Hauka árið 1998 og var þá 26 ára gamall. Haukar höfnuðu í 8. sæti árið 1999. Samherji þeirra Pálmars og Jóns hjá Hauk- um, Ívar Ásgrímsson, tók við liði Snæfells í efstu deild árið 1992 og var þá 27 ára. Liðið hafnaði í 5. sæti árið 1993. Margir fá tækifæri 26 ára Ef við færum okkur til Grinda- víkur þá var Guðmundur Braga- son, leikjahæsti maður í sögu A- landsliðsins, 26 ára þegar hann tók við Grindavík árið 1993. Liðið varð í 2. sæti á Íslandsmótinu og varð deildar- meistari. Í Stykkishólmi urðu breytingar árið 2008 þegar Hlynur Bærings- son og Sigurður Þorvaldsson urðu spilandi þjálfarar hjá Snæfelli. Hlynur var 26 ára árið 2008 en Sig- urður er tveimur árum eldri. Snæ- fell hafnaði í 3. sæti í deildinni árið 2009. Á Akranesi tók Sigurður Elvar Þórólfsson við ÍA árið 1994 og var þá 26 ára. Hafnaði liðið í 11. sæti árið 1995. Fimm árum síðar tók Brynjar Karl Sigurðsson við liðinu og var einnig 26 ára. ÍA hafnaði í 12. sæti árið 2000. Aldurinn 26 ár kemur oft fyrir í þessari samantekt og Birgir Mika- elsson var 26 ára þegar hann var ráðinn spilandi þjálfari Skallagríms árið 1991. Hafnaði liðið í 8. sæti ár- ið 1992. Jón Kr. lét til sín taka Gamla stórveldið ÍR réð Sturlu Örlygsson sem spilandi þjálfara árið 1988 og var hann 27 ára. ÍR hafnaði í 7. sæti árið 1989. Hjá öðru stórveldi, Keflavík, tók Jón Kr. Gíslason við á miðju tímabili 1988-1989 en hann er fæddur 1962. Á hans fyrsta tímabili varð liðið Ís- landsmeistari. Annar Keflvíkingur, Jón Guð- mundsson sem er einnig þekktur dómari, var ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri árið 1995 og var þá 26 ára. Þór hafnaði í 10. sæti árið 1996. Baldur var 28 ára Af mönnum sem nú þjálfa í deildinni nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var 28 ára þegar hann tók við Þór í Þorlákshöfn sumarið 2018. Liðið hafnaði í 6. sæti í deildinni en kom mjög á óvart í úrslitakeppnini 2019 og fór í undanúrslit. Eins og sjá má á þessari sam- antekt er hreint ekki óalgengt að menn fái tækifæri til að þjálfa í efstu deild karla í körfunni þegar þeir eru 26 ára. Einhverra hluta vegna. Einnig má sjá að nokkur dæmi eru um að menn hafi fengið tækifæri enn yngri en Friðrik Ingi Rúnarsson virðist vera sá yngsti. Hér er rétt að taka fram að upptalningin er ef til vill ekki tæmandi en miðað við það sem Morgunblaðið fann er þarna að finna þá allra yngstu sem hafa þjálfað í efstu deild.  Darri tekur við KR 26 ára gamall  Mörg dæmi eru um slíkt í efstu deild Morgunblaðið/Frikki Meistari Friðrik Ingi rífur Íslandsbikarinn á loft vorið 1991, þá ekki orðinn 23 ára. Ágúst Björgvinsson Valur Ingimundarson Pálmar Sigurðsson Einar Bollason ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020  Ole Gunnar Solskjær, knatt- spyrnustjóri Manchester United, vonast til að framherjinn Odion Ighalo klári tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með lið- inu en hann er á lánssamningi frá Shenghai Shenhua frá Kína. Nígeríumað- urinn á að snúa aftur til Kína á sunnu- daginn, enda ætti tímabilinu á Englandi að vera lokið, en enn eru níu umferðir eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Kín- verska félagið er sagt vilja fá framherj- ann til baka nema United sé tilbúið að kaupa hann á 20 milljónir punda. „Von- andi getur hann verið áfram, klárað það sem hann byrjaði á og unnið bikar með okkur. Sem stendur hefur þó ekkert ver- ið ákveðið og kínverska deildin fer bráð- um að byrja,“ sagði Solskjær í samtali við MUTV, sjónvarpsstöð félagsins.  Körfuknattleiksþjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoð- arþjálfari Njarðvíkur. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi. Friðrik Ingi er einn reyndasti þjálfari landsins en hann mun aðstoða Einar Árna Jóhannsson með lið- ið, ásamt Halldóri Karlssyni. Friðrik gerði Njarðvík tvívegis að Íslandsmeisturum, 1991 og 1998. Í millitíðinni varð Grinda- vík Íslandsmeistari undir hans stjórn, eða 1996. Hann starfaði á síðasta tíma- bili hjá Þór Þorlákshöfn.  Knattspyrnuþjálfarinn Helena Ólafs- dóttir hefur látið af störfum sem þjálfari Fjölnis í 1. deild kvenna en þetta kom fram á heimasíðu félagsins. Helena, sem tók við liðinu í byrjun nóvember á síð- asta ári, óskaði sjálf eftir því að láta af störfum vegna annarra verkefna en hún hefur stýrt Pepsi-mörkum kvenna á Stöð2Sport undanfarin ár.  Körfuknattleikskappinn Gabriel Ad- ersteg er genginn til liðs við Vestra en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Adersteg, sem er frá Svíþjóð, kemur til félagsins frá Snæfelli þar sem hann lék á síðustu leiktíð en hann skoraði 22 stig að meðaltali í 1. deildinni á síðustu leik- tíð. Áður en hann kom til Íslands lék hann meðal annars í ítölsku C-deildinni. „Gabriel er vinnusamur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöð- ur á vellinum og er mikill liðsspilari,“ segir á heimasíðu Vestra. „Það er mikill fengur að þessum öfluga leikmanni og körfuknattleiksdeild Vestra býður Gabriel velkominn til leiks og hlakkar til samstarfsins,“ segir enn fremur á heimasíðu félagsins.  Knattspyrnukonan Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals en þetta staðfesti félagið á facebooksíðu sinni í gær. Málfríður, sem er 36 ára gömul, er uppalin á Hlíðarenda og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu fyrir tutt- ugu árum. Hún lék með Val frá 2000 til ársins 2015 þegar hún gekk til liðs við Breiðablik. Hún lék með Breiðabliki í tvö tímabil áður en hún gekk aftur til liðs við Valskonur. Hún á að baki 237 leiki í efstu deild þar sem hún hef- ur skorað 29 mörk og þá á hún að baki 33 A- landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk. Málfríður lék aðeins þrjá deildarleiki undir lok síðustu leik- tíðar eftir að hafa tekið sér frí frá fótboltanum en hún hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Eitt ogannað Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir mun á næstu dög- um ganga til liðs við Íslandsmeist- ara Vals í knattspyrnu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bryn- dís Lára mætti á sínu fyrstu æfingu með liðinu á mánudaginn en hún á að baki 138 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik, ÍBV og Þór/KA. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 og þá á hún að baki einn A-landsleik. Hún er að jafna sig á bakmeiðslum en Bryndís á að berjast við Söndru Sigurðardóttur um markvarðarstöðuna. Valskonur að styrkja sig Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meidd Bryndís Lára Hrafnkels- dóttir er að ná sér af meiðslum. Knattspyrnumaðurinn Pétur Við- arsson hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og spila með uppeldis- félagi sínu FH í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar en þetta kom fram á facebooksíðu Hafnarfjarðarliðsins. Pétur, sem á að baki 176 leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hann hefur skorað fimm mörk, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Pétur er uppalinn í Hafnarfirðinum en hann hefur fimm sinnum orðið Ís- landsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Hættur við að hætta við Morgunblaðið/Valli Endurkoma Pétur Viðarsson hefur ákveðið að taka skóna af hillunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.