Morgunblaðið - 08.05.2020, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós
Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók Saga
Sigurðardóttir.
Þ
egar fólk er spurt út í heimili sitt er svarið yfirleitt eitthvað á
þá leið að heimilið sé skjól fyrir áreiti heimsins. Það sé
griðastaður þar sem fólki á að líða vel. Á tímum sem þess-
um hefur friðsæld heimilisins aldrei verið mikilvægari.
Þarfir fólks eru auðvitað misjafnar en takturinn breytist
þegar við erum ekki á leiðinni neitt nema kannski bara inn á bað eða
inn í stofu. Þegar við verjum meiri tíma inni á heimili okkar þurfum við
að hugsa heimilið og heimilishaldið út frá því. Margir voru sjálfsagt í
þeirri stöðu að geta alltaf látið sig hverfa til fjarlægari landa þegar líf-
ið varð aðeins of goslaust og tilbreytingarlítið.
Nú sitjum við uppi með okkur sjálf og getum ekki stungið af og þá
þurfum við að finna nýjar leiðir til að draga andann.
Ég á vinkonu sem fær innilokunarkennd ef hún á ekki nokkra flug-
miða á lager. Þegar ég spurði hana hvernig henni liði núna sagðist
hún hafa það óvenju gott. Hún hefði nefnilega fengið frí frá óróleik-
anum í sjálfri sér um stund. Hún áttaði sig á því að það var bara
drullunæs að vera bara heima og gera hluti heima hjá sér sem hún
var vön að gera á ferðalögunum. Í sárabætur fyrir ferðafallið keypti
hún sér flottustu kaffivél á Íslandi og sprangar nú um heimili sitt eins
og konungborin. Með kaffi í hönd og heimalitað hár.
Þegar kemur að heimilinu þurfum við að losa okkur við gamlar og
úreltar hugmyndir. Við þurfum að nýta tímann núna til að endurhugsa
hlutina og reyna að vera svolítið sniðug. Þegar við erum til dæmis
farin að gera leikfimisæfingar inni í stofu því við komumst ekki í rækt-
ina þá þurfum við kannski að færa til húsgögn svo við veltum gler-
borðinu ekki um koll þegar við erum að gera froskahopp af öllu afli.
Þá komumst við kannski að því að þetta glerborð passaði aldri þarna
inn og allt sé betra ef það er bara jógadýna á gólfinu.
Í allri inniverunni sá ég mig knúna til að hressa okkur aðeins við og
bjó til „flipp“-myndavegg. Ég dró fram útskriftarmynd mannsins míns
úr MR og hengdi upp á vegg við hliðina á verki eftir Erró sem ég
fann á háalofti tengdamóður minnar (ásamt fleira góssi). Þessu
blandaði ég saman við plakat frá Svíþjóð (sem hefur tilfinningalegt
gildi fyrir mig og engan annan) ásamt fleiri listaverkum. Þessi „flipp“-
myndaveggur er ekki alveg tilbúinn en lofthæðin er ágæt þannig að
lengi má bæta við. Í þessum pælingum hef ég velt fyrir mér hvort ég
ætti loksins að láta ramma inn myndina af Silvíu Nótt sem mér
áskotnaðist fyrir margt löngu. Þar stendur hún í glimmergalla, búin
að tapa Eurovison, maskarinn lekur niður kinnarnar og hún ákveður
að eina leiðin til að lifa þetta ógeð af sé að kveikja sér í sígarettu.
Stundum er líf okkar eins og myndin af
Silvíu Nótt. Við stýrum ekki atburðarás
heimsins en við getum alltaf ákveðið
hvort við ætlum að hafa allt í drasli inni
hjá okkur eða ekki. Við getum líka ákveð-
ið hvort við viljum eiga gott og fallegt
heimilislíf eða ekki. Í hvaða litum við ætl-
um að mála og hvort jógadýnan megi
ekki bara vera í stofunni. Það kostar
nefnilega enga peninga að færa til hluti
og það kostar heldur ekki peninga að
skapa góða stemningu og koma vel fram
við þá sem við búum með (eða mætum á
lífsleiðinni).
Morgunblaðið/Eggert
Hvað myndi
Silvía Nótt gera?
Marta María
Jónasdóttir
Hvað er í snyrtibuddunni?
„EGF-serum, Chanel-maskari, YSL-
farði, Clarins-gloss og NARS-kinnalitur.“
Ertu með ákveðnar hefðir við daglega
umhirðu húðarinnar?
„Ég passa ávallt upp á að hreinsa
húðina vel og næra hana með góðum
kremum og serumi. Einnig finnst mér
nauðsynlegt að nota bæði andlits- og
augnmaska reglulega til að fá þetta
extra dekur fyrir húðina. Vegna vinnu
minnar hjá BIOEFFECT er ég svo
heppin að geta borið þessar
lúxushúðvörur á mig daglega og
gæti t.d. ekki verið án EGF-serums
held ég.“
Hvað keyptirðu síðast fyrir þig?
„Skart frá Hildi Hafstein, það er
svo margt fallegt sem hún er að
gera.“
Hver er upphaldsmaturinn þinn?
„Mér finnst ítalskur matur mjög
góður og segi aldrei nei við góðu
Boeuf Bourguignon.“
Hvers saknarðu helst að gera
þessa dagana?
„Að hitta stórfjölskylduna og
vini reglulega og að geta ekki
knúsað alla.“
Hvað hefur verið ánægju-
legt við að vinna heima að
undanförnu?
„Það sem hefur komið hvað
mest á óvart á þessum tímum
er hversu auðvelt það er að
vinna heima og hversu mikið
maður getur gert bara með
tölvuna og síma að vopni.“
Hvað hefur verið erfitt?
„Að hitta ekki reglulega
alla frábæru starfsfélagana
og sjá því miður alvarlegar
efnahagslegar afleiðingar af
þessu ástandi úti um allan
heim.“
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Það er misjafnt en ég fer
ekki út úr húsi án þess að gera
mér góðan kaffibolla.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn
þinn heima?
„Það er ákveðinn stóll í stof-
unni þar sem ég hef útsýni beint
út á sjó.“
Hvað keyptirðu síðast inn
á heimilið?
„Borðstofuborð og
-stóla úr CASA.“
Áttu þér uppáhalds-
hönnuð?
„Mér finnst margt fal-
legt frá Chloé og Stellu
McCartney. Á Íslandi
finnst mér kjólarnir hennar
Andreu Magnúsdóttur
kvenlegir og fallegir.“
Hver er uppáhalds-
liturinn þinn?
„Bláir tónar.“
Áttu þér uppáhalds-
snyrtivöru?
„EGF-serum frá BIO-
EFFECT, CHA-
NEL-maskara, YSL-
gullpennann og
STELLU-ilmvatn frá
Stellu McCartney.“
Áttu þér uppáhalds-
æfingu að gera í líkams-
rækt?
„Ég elska að vera úti í náttúrunni
og þá helst í fjallgöngu eða á
skíðum. Ef ég fer inn í ræktina
finnst mér gaman að fara í ta-
batatíma.“
Brynja Magnús-
dóttir er fagurkeri
fram í fingurgóma.
Fagurkeri með
frábæra húð!
Skartgripir frá Hildi Hafstein
eru í uppáhaldi hjá Brynju.
Blár er einn af
uppáhalds litum
Brynju. Falleg
bók sem fæst á
Net-A-Porter.
Góður kaffibolli
er gulls ígildi.
Brynja Magnúsdóttir viðskiptastjóri á sölusviði ORF líftækni
er nautnaseggur með skódellu að eigin sögn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Chloé er eitt af
uppáhalds-
tískumerkjum
Brynju.
EGF Day serum
frá Bioeffect.