Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 12
finnist gaman að fylgjast með og fá innblástur. „Í gegnum
árin hef ég verið með hálfgerða glasadellu og elska falleg
glös og mér finnst voða gaman að drekka úr fallegu
glasi.“
Helga segir að á góðum degi þegar hún vilji gera vel við
sig komi hún sér vel fyrir í stofunni, kveiki upp í arninum
og á kertum, setji fallega tónlist á og hafi húsið ilmandi.
„Það er toppurinn. Svo á hinn bóginn finnst mér mjög
gaman að taka til, setja tónlistina í botn og spila sem
dæmi Prince. Þá fer ég eins og stormsveipur um heimilið
og endurraða, tek til í hirslum og ástunda það sem er eins
konar heilun fyrir mig. Að sjá hlutina verða betri í kring-
um mig. Þessi áhugi minn hefur komið sér ágætlega í
inniveru síðustu vikna.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í húsinu?
„Ætli ég myndi ekki segja arinstofan. Það er ótrúlega
kósý að sitja við arininn á dimmu vetrarkvöldi og njóta
ilmsins sem frá honum kemur. Stundum á daginn finnst
mér einnig voðalega notalegt að setjast í sófann og horfa
út um gluggann en þaðan get ég séð Hallgrímskirkju
turn. Það er róandi og notalegt að sjá turninn og hlusta á
kirkjuklukkurnar hringja. Ætli það mætti ekki segja líka
að eldshúsið sé einnig svolítill uppáhaldsstaður í húsinu.
En kannski skiljanlega eyðum við mestum tíma í eld-
húsinu og þar líður okkur líka mjög vel. Eyjan er stór og
þar endum við einhvern veginn svo oft. Fyrir utan það
augljósa að njóta máltíða saman þá klárum við oftast
heimalærdóminn þar, ég og sonur minn litum mikið sam-
an og svo er bara spjallað um lífið og tilveruna. Að
ógleymdri Nespresso kaffivélinni minni sem fær mig til
að stökkva á fætur alla morgna. Það eru þessir litlu hlutir
sem maður hefur lært enn frekar að meta síðustu vikur.“
Helga er ekki mikill lestrarhestur sjálf, þótt hún njóti
þess mikið og vel að klára bók endrum og sinnum.
„Börnin mín eru í yngri kantinum og mér gefst lítill
tími til að lesa, nema þá barnabækur. Annars er ég oft
með alls kyns hlaðvörp í eyrunum sem mér finnst
athyglisverð og gera heilmikið fyrir mig og slæ þannig
tvær flugur í einu höggi.“
SJÁ SÍÐU 14
Ljósi sófinn í stofunni er
frá Alter London og var
það innanhússarkitekt-
inn Hanna Stína sem sér-
valdi hann inn á heimilið.
Réttlætisgyðjan
er úr Antik Kúrí-
ósa sem móðir
hennar rak á
sínum tíma.
West Elm-vasi sem Helga
skreytir sjálf með mosa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grænu Hay-kertin minna Helgu
á gömul áhugaverð tímabil.
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020