Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 22
H elga Birgisdóttir, oft kölluð Gegga, starfaði í ein 36 ár á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Sjálf hefur hún þurft að endurhanna líf sitt eftir áfall sem hún varð fyrir og hefur sú líf- reynsla að mörgu leyti skapað það líf sem hún lifir í dag. Það er auðséð þegar maður hittir Helgu að hér er sjálf- stæð og margbrotin kona á ferð, sem sinnir eigin rekstri, sífellt leitandi og að bæta sig á öllum áhugasviðum. „Ég átti mér lengi draum um að búa í gömlu húsi með sál. Sá draumur rættist um síðustu aldamót er ég og sambýlismaður minn skildum. Ég hafði ekki leitað lengi er ég fann drauma- húsið og um leið og ég steig með stórutána inn fyrir dyrnar vissi ég að hér vildi ég eiga heima. Líkt og andi hússins opnaði arm- ana og byði mig velkomna. Húsið er yfir 120 ára gamalt og á stríðsárunum var það flutt úr Skerjafirði inn í Skipasund þar sem það stendur á stórri lóð. Húsið er tvær hæðir og ris og á ég miðhæðina ásamt stórum hluta kjallarans. Á lóðinni er líka ann- ar draumur minn sem er bjart og fallegt listagalleri. Mín litla paradís á jörðu.“ Eldhúsið vinsælasti staðurinn í húsinu Helga segir eldhúsið vinsælasta staðinn í húsinu. „Í eldhúsinu er góður andi sem opnar á umræðu um ýmis hjartans mál. Þar vilja því gestir helst sitja og spjalla þótt stofan sé kósí. Ég er með ágætis skrifstofuherbergi en enda alltaf í eldhúsinu þar sem ég sit stóran hluta af deginum með tölvuna mína á fal- lega borðdúknum frá ömmu. Ég horfi þar yfir veröndina á gall- eríið mitt, stutt er í ísskápinn og kaffið, eins á salernið sem er út frá eldhúsinu. Þannig voru mörg húsanna hönnuð í gamla daga.“ Helgu leiðist aldrei en hún upplifði kulnun fyrir tveimur árum. „Ég er með marga bolta á lofti, en æfi mig þó í að slaka á þar sem ég er að ná mér úr kulnun sem ég lenti í fyrir tveimur árum. Ég er að ljúka brautargengisnámi hjá Nýsköpunarmiðstöð, sem hefur verið bæði fróðlegt og hvetjandi. Auk starfa minna sem listakona og NLP-meðferðar- og markþjálfi kenni ég einn- ig magnaða aðferð gegn streitu sem kallast „The Work“ og er eftir bandaríska rithöfundinn Byron Katie. Ég er hrikalega for- vitin og fróðleiksfús og því stöðugt að bæta við mig þekkingu um meðferðarform. Ég er svo heppin að hafa ástríðuverkefni sem heitir SMILER og er að endurútgefa bókina Smiler getur öllu breytt, bæði á íslensku og ensku. Ég skrifaði reynslusögu mína af kulnun í nýútgefna bók sem ber nafnið 10 Traits of Highly Resilient People og er eftir dr. Andreu Pennington. Ég fór líka nýlega á námskeið hjá Stílvopninu og uppgötvaði þar leyndan hæfileika til að skrifa skrítnar skáldsögur, sem kom mér skemmtilega á óvart.“ Helga segist þrífast á fegurð. Að hafa fallegt í kringum sig sé sér nauðsynlegt til að halda í góða skapið. „Ég hef lagfært eignina mína í rólegheitunum. Fimm árum eftir að ég flutti inn opnaði ég á milli hæða, en áður var ekki innangengt í kjallarann. Ég braut niður veggi og málaði. Garð- urinn var ansi druslulegur og elskulegur þáverandi kærasti hjálpaði mér að byggja góðan pall. Húsið var upphaflega við- arlitað en fyrir tveimur árum var það málað svart með sólgulri hurð. Ég kalla húsið „Black Heaven“. Mér er sagt að eitt sinn hafi þetta hús verið það ljótasta í götunni en síðan var það stækkað og klætt að utan.“ Á heimili Helgu er mikið af listmunum, flestir eftir hana sjálfa. Bæði leirmunir og málverk. „Sófaborðið er hluti af útskriftarverki mínu úr Listháskól- anum. Það verk hét Manneldi og samanstóð af skúlptúrum og hafði ekkert með húsgögn að gera þá.“ Hrifin af notuðum hlutum Helga lýsir stílnum sínum sem bæði gamaldags og einnig persónulegum. „Ég hrífst af notuðum hlutum og sérstæðum listmunum. Kósíheit, kertaljós og hlýir litir eru málið. Ég kaupi sjaldan nýtt og er enn með um 30 ára gamalt sófasett og rispað eldhús- borð frá systur minni sem ég klæði með fallega dúknum frá Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listakonan Helga, eða Gegga eins og hún er oft kölluð, kann hvergi betur við sig en í vinnustofunni. Húsið orðið það sem hana dreymdi um Helga Birgisdóttir listakona og NLP-meðferðar- og markþjálfi er að lifa drauminn. Kaflaskipti urðu í lífi hennar þegar hún ákvað að breyta til og vinna að heiman. Þá hafði hún unnið í nokkra áratugi innan heilbrigðsgeirans. Saga hennar er saga sjálfstæðrar konu sem hefur lært að setja sig í fyrsta sætið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Antík náttborð frá ömmu og afa Helgu fara vel með mósaíkspeglum sem Helga gerði úr leir.  SJÁ SÍÐU 24 Leirlistaverkið ofan á antíkhúsgögnum vísar í leg kvenna og heitir Manneldi. Listaverk eftir Helgu úr leir. Verkið heitir Mann- eldi og er vísun í leg konu. Vinnustofa Helgu er alger paradís. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.