Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 2
Hvað ertu að bardúsa?
Við vorum að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð í
Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Það er algjör
draumur að fá að segja þessa setningu! Við erum
bara tvítugir, ég og Arnór Björnsson, sem skrif-
uðum og lékum í þessum sketsum.
Hvernig fara tveir ungir menn að
þessu?
Við fórum til Símans og spurðum hvort við mætt-
um gera sketsaþætti. Þeir sögðu nei. Við spurð-
um hvers vegna ekki og þeir sögðu: „Þið eruð ekki
með handrit, þið eruð ekki með tökulið og þið eruð
ekki með neitt plan.“ Þannig að næst mættum við
með smá handrit og plan og þá voru þau til í að
gefa okkur séns.
Hvað heita þættirnir og hverju er gert
grín að?
Þetta heitir Meikar ekki sens og er sketsar; grínsería
líkt og Fóstbræður. Við tókum Monty Python okkur
til fyrirmyndar. Við erum að gera grín að samtímanum
og hvað Ísland var grillað í fortíðinni. Við gerum grín að
öllu sem okkur finnst fyndið.
Leikið þið líka í sketsunum?
Já, við leikum í flestöllum sketsunum en fengum gott fólk
til að leika á móti okkur.
Eruð þið félagar ofsalega fyndnir?
Já, mér finnst við vera ógeðslega fyndnir.
Nú ertu sonur Gunnars Helgasonar og Bjark-
ar Jakobsdóttur. Ertu ekki alinn upp á sviði?
Jú, ég var mikið baksviðs sem barn, enda ákvað ég að fara út í
leiklistina.
Morgunblaðið/Eggert
ÓLI GUNNAR GUNNARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Meikar ekki
sens
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020
Drengur á fermingaraldri vaknar við vondan draum. Hann hefur það á til-finningunni að ekki sé allt með felldu, draslast úr rúminu og fer fram ístofu. Hann kíkir út um gluggann og sér að versta martröð hans hefur
ræst. Morðingjarnir tveir sem hafa leitað hans í nokkurn tíma eru fyrir utan og
gera sig líklega til að gera atlögu að húsinu, valsa þar inn og binda enda á líf
söguhetjunnar okkar. Aðeins tímaspursmál er hvenær herlegheitin munu ganga
yfir.
Hann tekur upp símtólið og hringir í ömmu sína, sem býr í næstu götu, í hálf-
gerðu móðursýkiskasti. Hann hoppar um í stofunni á meðan hann útskýrir fyrir
henni hver staðan sé: tveir morðingjar
bíði fyrir utan húsið hans og hann
verði einhvern veginn að koma sér í
burtu. Á endanum tekur hann þá ein-
kennilegu ákvörðun að fara út um úti-
dyr hússins, þar sem morðingjarnir
geta auðveldlega séð hann. En hann
er með áætlun.
Hann fer að útidyrunum. Hann má
engan tíma missa svo hann fer hvorki
í skó né klæðir sig í meira en bolinn og
nærbuxurnar sem hann svaf í. Hann
opnar dyrnar, leggur símann með
ömmu sína á hinni línunni niður og
hefur ekki einu sinni tíma til að skella
á eða loka dyrunum á eftir sér. Því
næst tekur okkar maður á rás, framhjá morðingjunum, út yfir næstu götu og
kemst heilu og höldnu til ömmu sinnar og afa sem búa í um það bil þriggja mín-
útna göngufæri frá drengnum. En hvernig komst hann framhjá morðingjunum?
Þó að sagan sé góð voru engir morðingjar fyrir utan húsið þennan morgun
heldur einungis drengur með óráði. Hann hafði fengið háan hita kvöldið áður og
tekið inn verkjalyf til að slá á hitann. Þegar drengurinn vaknaði var virkni
lyfjanna liðin hjá og hitinn hafði rokið upp í um 40 gráður á skömmum tíma. Var
þá ekki nema von að drengurinn yrði eitthvað órólegur þótt vissulega sé ekki
eðlilegt að óttast það að verða myrtur um hábjartan dag í Mosfellsbæ.
Drengurinn var ég. Ég sé enn jafn skýrt fyrir mér þennan morgun þegar ég
hoppaði um inni í stofu, alveg pottþéttur á því að líf mitt myndi fá snarpan endi.
Ég finn einnig skýrt hvernig ég þurfti að koma mér út úr húsinu undir eins þrátt
fyrir að fyrir utan biðu morðingjarnir sjálfir. Eins man ég þegar ég hljóp yfir
nokkuð fjölfarna götu á nærbrókinni. Best man ég þó eftir því hvað mér fannst
móðir mín gera allt of mikið mál úr þessu og kalla til lækni til að skoða mig. Þetta
var bara smá misskilningur en ég hefði kannski mátt loka dyrunum á eftir mér
þegar ég fór af stað.
Amma, það eru
morðingjar fyrir utan
Pistill
Böðvar Páll
Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
’Hann hoppar um ístofunni á meðan hannútskýrir fyrir henni hverstaðan sé: tveir morðingjar
bíði fyrir utan húsið hans
og hann verði einhvern
veginn að koma sér í burtu.
Kristín Guðrún Helgadóttir
Sálina hans Jóns míns.
SPURNING
DAGSINS
Hvaða
hljómsveit
dreymir
þig um að
sjá á sviði?
Árni Sörensen
Það hefði nú verið gaman að sjá
Bítlana á sínum tíma.
Jónína Númadóttir
Eric Clapton, það er draumurinn.
Óli Pétur Pálmason
Ég myndi velja U2.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Meikar ekki sens eru ferskir sketsaþættir sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans Premium.
Aðalleikarar og handritshöfundar eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson.
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Komdu með
skóna þína í
yfirhalningu
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Arnór Björnsson
og Óli Gunnar
Gunnarsson.